Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STOÐUG FRAM- ÞRÓUN Á LÁNS- FJÁRMARKAÐI MIKLAR breytingar hafa átt sér stað í peningavið- skip+um á íslandi undanfarin ár. Nú hefur verð- bréfafyrirtækið Handsal tekið upp samstarf við nokkra af stærstu lífeyrissjóðum landsins um að veita fyrir- tækjum og einstaklingum langtímalán. Lánin verða til allt að 25 ára og geta m.a. verið til íbúðarkaupa, endurfjármögnunar á skammtímalánum eða vegna kaupa og endurbóta á atvinnuhúsnæði. Gerð er krafa um, að veðsetning sé undir 55% af markaðsvirði fasteignar og að hún sé á höfuðborgar- svæðinu. Kjörin sem Handsal hyggst bjóða eru töluvert hag- stæðari en þau sem einstaklingum og mörgum fyrir- tækjum bjóðast í bankakerfinu. Um jafngreiðslulán er að ræða, sem bera vexti á bilinu 7-8,25%. Þetta er bæði lengri lánstími og í mörgum tilvikum lægri vext- ir en bankar og sparisjóðir bjóða. Pálmi Sigmarsson, framkvæmdastjóri Handsals, segir þetta koma jafnt lántakendum og lífeyrissjóðun- um til góða. Lífeyrissjóðunum bjóðist í dag einungis ríkistryggð bréf með 5-6% ávöxtun en vilji gjarnan auka kaup á skuldabréfum til lengri tíma er beri hærri vexti. Telur hann, að þeir lífeyrissjóðir, sem um ræð- ir, geti haft allt að 500 milljónir króna á mánuði til ráðstöfunar í þessi nýju lán. Þá bjóðist lántakendum hagstæðari lán en þeir eigi kost á í dag. „Fólk er yfirleitt ekki að sligast undan húsbréfalánunum í þjóðfélaginu heldur undan skamm- tímalánunum,“ segir Pálmi í samtali við Morgunblaðið í fyrradag. Hallgrímur G. Jónsson, sparisjóðsstjóri hjá Spari- sjóði vélstjóra, segir í Morgunblaðinu í gær, að þetta kunni að hafa þau áhrif, að sparisjóðurinn lækki vexti sína. Sparisjóður vélstjóra hefur boðið viðskiptavinum sínum lán til allt að fimmtán ára á 8,4-9,15% vöxtum. Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Lands- bankans, segir bankann ekki hafa verið á langtíma- markaði til þessa nema í undantekningartilvikum. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með eftjrspurninni og skoðum þau mál eins og eftirspurn eftir annarri þjón- ustu,“ segir Brynjólfur. Þetta er einungis eitt dæmið af mörgum um þá nýju kosti sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til boða á peningamarkaði. Má í raun segja, að bylting hafi orðið í þessum efnum á örfáum árum. Það er ekki langt síðan bankar og aðrar lánastofnanir voru nær einráðir í þessum efnum og lánamöguleikar takmarkaðir. Slíkt heyrir nú sögunni til. Kostunum fjölgar stöðugt, jafnt varðandi langtíma- sem skamm- tímafjármögnun. Spyrja má, hvort bankar og sparisjóðir séu að missa frumkvæði í þessum efnum. Það eru fyrst og fremst verðbréfafyrirtæki (sem flest eru raunar í eigu banka og sparisjóða), eignaleigufyrirtæki, greiðsiukortafyrir- tæki og jafnvel tryggingafélög, sem hafa forystu í því að auka þjónustu og fjármögnunarmöguleika. Að und- anförnu hafa sífellt fleiri fyrirtæki og sveitarfélög leit- að út á hinn opna fjármagnsmarkað. Stórfyrirtæki hafa valið þann kost að gefa út skuldabréf í eigin nafni og selja á opnum markaði. Islenski verðbréfamarkaðurinn verður sífellt fjöl- breyttari og líkari því sem gengur og gerist í kringum okkur. Þessi þróun á eftir að færast í aukana, þegar erlend verðbréfafyrirtæki og bankar hefja hér viðskipti. Allt er þetta til marks um jákvæð áhrif aukins frjáls- ræðis og vaxandi samkeppni, á fjármálamarkaðnum sem annars staðar. Enn er þó eftir að stíga stórt skref á þeim markaði til þess að tryggja sanngjörn sam- keppnisskilyrði; með einkavæðingu ríkisbankanna tveggja. Með góðu eða illu Margír sjómenn telja að stórhert viðurlög muni aðeins draga úr vilja manria til að landa físki sem þeir eru í vandræðum með. Nær væri að ívilna þeim fyrir að bjarga verðmætun- um. Helgi Bjarnason kynnti sér skoðanir manna á því hvað helst geti verið til ráða. FISKISTOFA hefur lagt áherslu á að koma í veg fyrir að sjómenn lendi í þeirri aðstöðu að'fá afla sem þeir vilja ekki koma með að landi, m.a. með svæðalokunum á þekktum upp- eldisstöðvum smáfisks og með því að gera seiðaskilju að skyldu við rækju- veiðar allt í kringum landið. Fleiri atr- iði sem hafa forvarnir að markmiði eru í frumvarpi um umgengni um auðlindir sjávar sem sjávarútvegsráð- herra hefur kynnt. Viðmælendur, jafnt sjómenn, útgerðarmenn og embættis- menn, viðurkenna þó fúslega að for- varnir muni aldrei leysa allan vand- ann, hættan á að menn telji sig þurfa að fleygja fiski verði alltaf fyrir hendi. Því þurfi að koma til sérstakar aðgerð- ir til þess að tryggja það markmið sem allir eru sammála um, að öilum veidd- um fiski verði landað. Menn greinir hins vegar á um það hvort stórhertar refsingar eins og sjávarútvegsráð- herra boðar séu vænlegar til þess, eða hvort það sé vænlegt til árangurs að verðlauna menn fyrir að koma með fiskinn að landi. Fiskinn að landi Sú skoðun er útbreidd meðal þeirra tuga sjómanna sem blaðamenn Morg- unbiaðsins hafa rætt við vegna um- fjöllunar um útkast á fiski að núver- andi fyrirkomulag sé ómögulegt, það stuðli að því að menn hendi meðafla sem þeir eigi ekki kvóta fyrir, og verð- minni físki, eins og smáfiski og dauð- blóðguðum netafiski. Segja fáránlegt að refsa mönnum fyrir að bjarga verð- mætum og enn meira fari í sjóinn ef refsingarnar verða hertar eins og ráð- herra leggur til. Sjómennirnir lýstu flestir þeim vilja sínum að tekið verði á máiinu með jákvæðum hætti. Þeim verði gefinn kostur á að landa fiskinum að hluta eða öllu leyti utan kvóta og hann seld- ur á fiskmarkaði. Áhöfnin fengi ein- hverjar krónur vegna fyrirhafnarinnar við að hirða fiskinn og koma með hann að landi, nógu lágt til þess að enginn færi að sækjast eftir slíkum fiski. Útgerðin fengi ekkert fyrir afl- ann til að koma í veg fyrir að bátarn- ir yrðu beinlínis gerðir út á veiðarnar. Aftur á móti rynni söluandvirðið til ríkisins, í þyrlusjóð, til rannsókna eða forvamastarfs, í styrktarsjóð sjó- manna eða jafnvel til byggingar barnaspítala. Rétt er að taka fram að í sjómanna- stétt heyrast einnig öndverðar skoðan- ir. Til að mynda segir skipstjóri að svona reglur bjóði alltaf upp á mis- notkun, eins og dæmin sanni. Segir hann að það eina sem dugi sé að taka á útkasti eins og hveiju öðru glæpa- máli og meðhöndla brotamennina sem glæpamenn. Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri segir að hugmyndir sjómannanna leiði til aukinnar þorskveiði. Þær gætu minnkað brottkast en jafnframt minnkaði vilji manna til að forðast þorskinn og það gengi ekki að auka veiðamar eins og staða þorskstofnsins væri nú. Því yrði að leita annarra leiða. Hlynntir frumvarpinu Útgerðarmenn og formaður útvegs- manna virðast almennt styðja þær til- lögur sem fram koma í frumvarpi sjáv- arútvegsráðherra, enda er frumvarpið unnið upp úr tillögum nefndar sem þeirra fulltrúi stýrði og sjómannasam- tökin áttu reyndar einnig aðild að. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist hafa verið í einu og öllu hlynntur frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra, einnig hertum refsiákvæð- um, þó honum hafi nokkuð verið álas- að fyrir það í sínum hópi. „Það er al- gerlega óviðunandi fyrir þá sem virða þetta kerfi og fara eftir því að aðrir geri það ekki,“ segir hann. Kristján er ekki hrifinn af þeim hug- myndum sjómanna um jákvæðari strokur sem hér hafa verið raktar. „Ég er sannfærður um að ef þetta yrði leyft myndu menn fiska hver sína tegund upp eins og þá lystir. Síðan yrði haldið áfram að veiða undir nafninu aðrar tegundir og fiskað ótæpilega. Þetta yrði óframkvæmanlegt," segir Kristján. Jóhann A. Jónsson, útgerðarmaður á Þórshöfn, telur það þó vera tilraun- arinnar virði að leyfa mönnum að hirða allan fisk, fá fyrir það einhveijar krón- ur í eigin vasa og leggja síðan umfram- verðmætið í samfélagslegt verkefni fyrir alla, til dæmis hafrannsóknir eða tilraunir. „Við verðum með einhveijum ráðum að nýta þann fisk sem við drep- um. Undirmáiið er minna virði en stór fiskur og eðlilegt að það reiknist minna inn í kvóta. Við eigum ekki að afnema kerfið þó það hafi verið misnotað held- ur stjórna og taka á göllum þess. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta svona,“ segir Jóhann. Undirmál úr kvóta Með þessum orðum er Jóhann, eins og margir viðmælendur úr sjómanna- stétt, að gagnrýna það að í upphafi ársins var afnumin sú regla að skip gætu landað tveimur þriðju undirmáls- fisks utan kvóta, en undirmálið mátti þó ekki vera meira en 10% aflans. Athuganir nefndar um bætta um- gengni um auðlindir sjávar sýndu að stór hluti „undirmálsins" stæðist mál, eða allt að 70-80%. Einnig að löndun netafisks sem undirmálsfisks færi vaxandi og væru dæmi um 80 senti- metra „undirmálsfisk". Líkti nefndin þessu við sjálftöku á kvóta. Skipstjóri tekur undir fullyrðingar um misnotk- un, þess hafi til að mynda sést dæmi að sagað hafi verið framan af fiski svo hann flokkaðist sem undirmál. Sjómenn telja að meira kf fiski fari í sjóinn eftir breytinguna. í grein Páls Þorgríms Jónssonar, sem kynnti sig sem „kvótalausan sjómann", í Morg- unblaðinu í apríl síðastliðnum er full- yrt að umrædd reglugerðarbreyting hafi leitt til þess að undirmáli sé hent. Segir hann að undirmál hafi minnkað úr um það bil 5.000 kg. í veiðiferð niður í um 300 kg., þó veitt hafi verið á svipuðum slóðum allan tímann. Talsvert er um að sjómenn kenni kvótakerfinu um að fiski sé fleygt, það Forvarnir árangri rsrí kastar „VISSULEGA er fiski hent og það er alþjóðlegt vandamál. Ef við ættum með öllu að koma í veg fyrir það yrðum við að setja eftirlitsmenn um borð í hvert einasta skip,“ segir Guð- mundur Karlsson, forstöðumaður veiðieftirlits Fiskistofu. Rætt var við þá Þórð Ásgeirsson, Fiskistofustjóra, um framkvæmd eftirlitsins. Þórður segir að raunhæfasta að- gerðin gegn því vandamáli sem um er rætt sé að koma í veg fyrir að fisk- urinn lendi í veiðarfæi"unum. Guð- mundur segir að fyrirbyggjandi að- gerðir séu árangursríkastar og á þær hafi veiðieftiríitið lagt áherslu undan- farin ár. Segir hann að búið sé að loka öllum viðurkenndum smáfíska- svæðum. Þá sé verið að skylda öll veiðiskip til að vera með seiðaskilju í rækjuvörpu, allt í kringum landið. Hagkvæm útgerð Viðurkenna þeir að veiðieftirlitið sé vanbúið að fylgjast með öllu því sem gerist í fiskiskipaflotanum. Eft- irlitið hafi 20 eftirlitsmenn sem ann- ist bæði eftirlit í landi og á sjó. Hjá öðrum þjóðum hafi þróunin orðið sú að fjölga eftirlitsmönnum þannig að eftirlitsmaður geti verið um borð í hveiju skipi. Nefna þeir Kanada í því sambandi þar sem 1.000 eftirlits- menn eru á sjó. Það sama sé að ger- ast í ESB-ríkjum. „Við teljum mikilvægt að fá eftir- litsskip. Við erum bundnir af sigling- um fiskiskipanna, þar ræður skip- stjórinn för en við fáum að fljóta með. Með eigin skipi gætum við ráð- ið ferðum okkar og farið á þá staði sem við eigum von á smáfiski. Þann- ig gætum við brugðist fyrr við,“ seg- ir Guðmundur. Árangur að koma í Ijós Erfitt er að mæla árangur af starfi veiðieftirlitsins. Telur Guðmundur að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.