Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 49 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ HX SIMI 553 - 2075 SiGOURNEY WEAVER 6EN KINGSLEY f=| DAUÐINN OG i ® STÚLKAN Nýjasta mynd Romans Polanskis (Bitter Moon, Frantic) meö Sigourney Weaver (Working Girl, Gorillas in the Mist) og Ben Kingsley (Ghandhi, Bugsy) í aðalhlut- verkum.Hún upplifir martraðir fortíðarinnar á nýjan leik þegar óvæntan gest ber að garði. Er hann dómarinn og böðullinn sem hún óttast mest eða blásaklaust fórnarlamb? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. HEIMSKUR HEIMSKARI ★ ★★ Á.Þ. Dagsljós'Ank'A: S.V. Mbl. AND MEGRYAN X TIM ROBBIN<_ WÁtttftMATTHA SNILLINGU Komdu á HEIMSKUR HEIMSKARI strax. Þetta er einfaldlega fyndnasta mynd ársins. Þad væri heimska að bíða. Þú þarft ekki að vera neinn snillingur til að verða ástfanginn en það gæti hjálpað til! Meg Ryan (Slepless in Seattle), Tim Robbins (Shawshank Redemtion) og Walter Matthau (Grumpy Old Men) i þessari stórskemmtilegu grinmynd. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. SÍMI 551 9000 FRUMSÝNING: EITT SINN STRÍÐSMENN Margverðlaunuð mynd frá Nýja Sjálandi sem slegið hefur öll aðsóknarmet. „Dramatísk frásögn í öruggri leikstjórn og afburða mögnuð leiktúlkun." „FULLT HÚS" ★ ★★★ Ó.H.T. Rás 2. ★★★’/2 S.V. Mbl. ★★★'/2 DV. Aðalhlutverk: Rena Owen og Temuera Morrison. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 16 ára. KÚLNAHRÍÐ Á BROADWAY ★★★★★ EH. Morgunpóst. ★ ★*’/* A«, Mbl. *** HK, DV *** ÓT. Rás 2 Rita Hayworth & Shawshank-fangelsið *** S.V. Mbl. *** Ó.T. Rás2 *** Á.Þ. Dagsljós ***'/, H.K. DV. **** O.H. Helgarp. LITLA URVALSDEILDIN Nýr eígandi og $ þjálfari hjá Minnesota Twins Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 9. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6.50. Ít> - kjarni málsins! N-TRANCE er hluti nýrrar bylgju breskra danssveita, sem flétta sam- an teknói, jungle, tripphoppi og poppi og ná þannig til þorra ung- menna víða um heim, enda dans- tónlistin æ vinsælli. Dale, annar leiðtogi sveitarinnar, segir að fjöl- breytnin í tónlist sveitarinnar hafi einmitt komið henni á toppinn í Bretlandi „því það skiptir mestu máli að hafa grípandi laglínu". Þriggja ára sveit Dale stofnaði N-Trance með KO félaga sínum, en þeir hittust í háskóla þar sem þeir lögðu stund á hljómfræði fyrir tæpum þremur árum. Snemma komust þeir í kynni við söngkonuna og leikkon- una Kelly Llorenna, og komust strax á samning hjá smáútgáfu. Að sÖgn Dales var sá samningur hljómsveitinni lítt til framdráttar, því útgáfan gaf ekkert út og ekk- ert gerðist fyrr en N-Trance skipti um útgáfu, en lágið sem kom þeim á toppinn, Set You Free, kom út fyrir hálfu öðru ári. Viðtökurnar voru ekki ýkja góðar; lagið fór í 39. sæti á Bretlandi og féll svo út í ystu myrkur. Dale segir að vissu- lega hafi þessar fyrstu viðtökur verið vonbrigði, „því við vissum að lagið væri gott. Við vorum þó ekki af baki dottin, héldum áfram að semja lög og létum endurhljóð- blanda það til að halda því lif- andi.“ Það gekk eftir því smám saman jók orðsporið eftirspurnina eftir laginu og áður en varði var hún orðin það mikil að það var gefið út aftur, að þessu sinni með þrettán endurhljóðblöndunum, og fór nú á toppinn í Bretlandi; komst í annað sætið á vinsældalista, auk- inheldur sem það varð vinsælt víða Danshátíð í Kolaportinu um heim, þar á meðal hér á landi. Dale segir að þó sveitin hafi fengið ýmsa hljóðblendla til liðs við sig til að endurvinna lagið, sé hann almennt ekki hrifinn af slíku; „okkar útgáfa er einfaldlega best“, segir hann og hlær við, „en það var meðal annars fyrir ósk útgáf- unnar að við létum til leiðast. Það kemur vissulega fyrir að ég heyri1 nýjar og góðar hugmyndir í hljóð- ‘ blöndun annarra, en við skiljum einfaldlega lögin okkar best og vitum best hvað hæfir þeim,“ seg- ir hann ákveðinn. Breiðskífa í augsýn í kjölfar vinsælda áðurnefnds lags hafa margir beðið fýrstu breiðskífu sveitarinnar með nokk- urri eftirvæntingu og Dale ségir að henni sé nánast lokið. „Við áttum að skila henni í apríl," ség- ir hann, „en eftir að Set You Free’ varð svona vinsælt var skyndilega enginn tími tíl að gera neitt. Við höfum þó tekið upp lag og lag þegar stund hefur gefist milli stríða. Set You Free er vitanlega á plötunni, en það er lélegasta lagið,“ segir hann og hlær, „það eru mörg miklu betri.“ Dale segist ekki hafa áhyggjur af langlífi sveitarinnar, það hafi tekið hana þijú ár að komast á toppinn og þeir félagar eigi í fórum sínum nóg af lögum og hugmynd- um til að duga lengi enn. „Við höfum á hraðbergi allar helst stefnur í danstónlist," segir hann, „vegna þess að okkur fínnast allar í kvöld verður í Kolaportinu danshátíð þar sem fram kemur meðal annarra breska dans- sveitin N-Trance. Dale, leiðtogí sveitarínnar, spáir henni langlífi, ekki síst fyrir þá sök að tónlist sveitarinnar spanni allar stefnur og strauma danstónlistarinnar. Jungle Nýtt afbrigði dans- tónlistar sem haslað hefur sér völl í Bret- landi og sótt í sig veðr- ið hér á landi er svokall- að jungle, sem byggist á hröðu teknói eða ho- use-tónlist með takt- slög yfir 150 á mínútu. Með helstu spámönn- um í jungle í Bretlandi er Doc Scott, sem leik- ur af fingrum fram í Kolaportinu í kvöld líkt og N-Trance. Hann hóf tónlistaðiðju sína í hipphoppi fyrir sex árum eða svo. Þaðan segist hann hafa mjakast í átt á „house“ tónlist og með tímanum haslaði hann sér völl sem plötusnúður, en plötusnúðar í danstónlistinni gera meira en bara skipta um plötur; þeir endurhljóðblanda lög á staðn- um, flétta saman rytmum og búa til ný lög eftir því sem andinn blæs KELLY Llorenna söngkona N-Trance, gerðir hafa nokkuð til sín máls. Þannig höfðum við til fleira fólks og höfum síðan grípandi laglínur til að halda öllum við efnið. Það er allt of mikið af sveitum í gangi sem byggja allt sitt á einum takti eða taktsyrpu; ef þú hefur ekki grípandi laglínur, endist enginn til að hlusta á þig nema nokkrar mínútur." þeim í bijóst. Doc Scott, sem hef- ur haft viðurnefnið frá því hann byijaði að troða upp, hefur einnig gefið út tónlist og reyndar gaf hann út sitt fyrsta lag 1991, þá all ungur. Hann hefur líka unnið**--' með öðrum tónlistarmönnum og er eftirsóttur til þeirrar iðju, þar á meðal til að endurhljóðblanda lög og færa þau í nútímalegri búning. Sjálfur segist hann ekki bara leika jungle-tónlist. „Ég get leikið hvaða tónlist sem er og geri það; ég vel viðeigandi tónlist eftir því hvað er í gangi á dansgólfínu og hvaða stemmning er í húsinu. Eg legg áherslu á að það sé eitthvað í tón- listina spunnið og ég leik ekki lög sem eru að mínu mati ódýrar dægurflugur. Ég hef dálæti á vandaðri úthugsaðri tónlist og vil kalla hana framúrstefnu; þetta er þróun frá hipphoppi í house. Við - byijuðum á að færa taktinn upp fyrir 150 slög á mínútu, nú eru menn farnir að flétta inn í tónlist- ina jassfrösum og söng, þannig að ef menn vilja skipa mér í flokk, þá mega þeir kalla mig framúr- stefnu neðanj arðarplötusnúð.“ Tónleikarnir kvikmyndaðir Eins og áður segir leika N- Trance og Doc Scott í Kolaportinu í kvöld, en einnig troða upp ís- lenskir plötusnúðar, þeir Grétar, Margeir, Robbi rapp og Maggi legó. Kvikmyndafélag íslands stendur að tónleikunum og hyggst kvikmynda þá til að nota í mynd sem það er að gera í samvinnu við Heimsendi a/r og frumsýnd verður í desember. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa til miðnættis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.