Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Síðari grein BRUNAMÁLASTJÓRI fullyrti í faglegri ráðgjöf sinni sem embætt- ismaður á sínum tíma að kostnaður við Brunamálaskólann myndi nema um 90 milljónum króna. Lauslega áætlaður kostnaður starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði til að vinna að núgildandi reglugerð skói- ans nam um 16 milljónum króna en við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1995 lagði brunamálastjóri til 8,3 milljónir króna til rekstrar skólans. Hann hefur reynt að rökstyðja þessa hugarfarsbreytingu sína með því að segja að breytingar hafi verið gerðar á framangreindri reglugerð og þar með hafi skólinn ekki verið ætlaður hlutastarfandi slökkviliðsmönnum. Hér er um vísvitandi rangfærslur að ræða og ber starfsemi skólans þess best vitni en þar hefur hlutur lands- byggðarinnar verið verulegur og er það í samræmi við upphafleg áform. I viðtali því sem birtist í dagblaðinu Tímanum hinn 10. júní sl. er eftir brunamálastjóra að „það sé skylda sín að skólinn fari ekki út fyrir fjár- lög, en á þessu ári fékk hann 8,3 milljónir króna sem séu í raun búnar og því muni skólastarfið liggja niðri það sem eftir lifir árs. Hann komi ekki til með að skrifa upp á fleiri reikninga." Þá hefur brunamálastjóri fullyrt að skólinn þjóni aðeins hagsmunum atvinnuslökkviliðsmanna og sé sér- stakt hagsmunamál Slökkviliðs Reykjavíkur. I stað framangreindrar neikvæðrar yfírlýsingar brunamáia- stjóra hefði hann sem æðsti embætt- ismaður brunamála átt að fagna því að stærstu slökkvilið landsins, þ.e. í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli, hafa samþykkt að opna starfsemi sína fyrir samræmdri uppbyggingu menntun- ar og þjálfunar slökkvil- iðsmanna í landinu. Þvert ofan í fullyrðing- ar þess efnis að framan- greindir aðilar hefðu tekjur af fyrirkomulag- inu hafa þessir aðilar haft af því allnokkurn kostnað. Vil ég fá að nota tækifærið hér fyrir hönd slökkviliðsmanna í landinu og þakka yfir- mönnum þessara liða sérstaklega fyrir já- kvæða afstöðu og fram- lag sitt til almennt bættrar menntunar og þjálfunar slökkviliðs- manna. Manneskjur til óþurftar! I viðtalinu í dagblaðinu Tímanum er haft eftir brunamálastjóra að hann fagni því að stjórnarformaður ásamt fulltrúa Landssambands slökkviliðsmanna ætli að segja af sér, enda til óþurftar í stjórninni. „Ég fagna því þegar slíkar mann- eskjur fara,“ segir brunamálastjóri orðrétt. Dæmi hver sem dæma vill það. hugarfar sem á bak við slík orð liggur. Það getur ekki og má ekki gerast að embættismaður komist upp með slíka óvirðingu við viðkom- andi eftirlits- og gæsluaðila almenn- ings., Það er mat greinarhöfundar að ef þannig framkoma er látin óá- talin skaði hún hagsmuni almenn- ings og ímynd opinberra stofnanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Skýrsla ríkisendurskoðunar Mál þetta snýst ekki nema að litlu leyti um skýrslu ríkis- endurskoðunar heldur fyrst og síðast um þá miklu samstarfsörðu- leika sem verið hafa milli brunamálastjóra og stjórnar Brunamála- stofnunar í gegnum tíð- ina eins og skýrslan reyndar undirstrikar. Þá sýnir skýrslan svo ekki verður um villst að mati greinarhöfund- ar að ekki er allt með felldu í rekstri og störf- um Brúnamálastofnun- ar á starfstíma fráfar- andi stjórnar og gefur skýrslan þannig fullt tilefni til frekari skoð- unar á starfsemi stofnunarinnar. Hér verður aðeins drepið á nokkrar þeirra athugasemda sem eru á þriðja tug og fram koma í skýrslu Ríkisendur- skoðunar og snúa beint að bruna- málastjóra sem forstöðumanni: Að innan brunamálastofnunar er ekkert eftirlit með innheimtu brunavamargjalds frá trygging- arfélögum og því engin afstemm- ing gerð. Að birgðalisti vegna innkaupa á varahlutum í Bedford slökkvibif- reiðar skuli ekki hafa verið gerð- ur, þó færðar hafí verið á við- skiptareikning tiltekins fyrirtæk- is 4.514.806 á árunum 1993 og 1994. Að ekki skuli hafa verið leitað tilboða í prentun vegna stofnun- arinnar, heldur keypt þjónusta af tilteknu fyrirtæki fyrir 5.099.000 á árunum 1992 til 1994. Að ekkert eftirlit skuli vera með fjölda orlofs- og veikindadaga Landssamband slökkvi- liðsmanna vonar, segir Guðmundur Vignir Oskarsson, að félags- málaráðherra leysi vandann með þeim hætti að friður komist á um framgang bruna- mála í landinu. brunamálastjóra og skrifstofu- stjóra. Að ekkert eftirlit hafi verið með hve marga orlofs- og veikinda- daga hver starfsmaður tók á ár- inu. Að tvær endurgreiðslur hafa bor- ist frá norrænu samtökunum (NKB) stílaðar á brunamálastjóra sem ekki hafi komið til lækkunar á ferðakostnaði, vegna óvissu brunamálastjóra um hvemig beri að bóka slíkar greiðslur. Að ónúmeraðar kvittanir skuli gefnar út af stofnuninni þegar seld eru fræðirit og annað efni útgefið af stofuninni. Þá eru fjár- munir sem til falla vegna sölu á fyrrnefndu efni geymdir í skrif- borðsskúffu þar til þeir eru send- ir til ríkisféhirðis. Að innréttaður hafi verið gámur á Egilsstöðum fyrir kr. 2.236.000 án vitundar stjórnar Brunamála- stofnunar. Það er mat greinarhöfundar. að það sé ekki á færi ríkisendurskoð- unar og geti vart verið á verksviði hennar að leggja mat á forsendur póltískra eða faglegra ákvarðana, slíkar ákvarðanir hljóta alltaf að vera á ábyrgð Alþingis og viðkomandi ráðherra. Þannig er hin eiginlega ábyrgð á rekstri ríkisstofnanna í höndum framangreindra aðila. Lokaorð Það var á 3ja þingi Landssam- bandsins í vor sem leið að formaður Fullyrðingar brunaniálastj óra Guðmundur Vignir Óskarsson NÝ STJÓRN- SÝSLULÖG tóku gildi á íslandi í maí 1993. Markmið og tilgangur laganna er að tryggja íslenskum ríkisborgur- um réttarfarslegt ör- yggi einkum er varðar samskipti borgaranna við opinbera aðila, bæði á vegum sveitar- félaga og ríkisins. Ýmsar réttarbætur hafa þegar náð fram að ganga, er tengjast framkvæmd hinna nýju stjórnsýslulaga og oftar er nú talað um það en áður var, hvort hinir ýmsu aðilar í opinberri þjón- ustu, s.s. dómarar, ráðherrar, emb- ættismenn o.fl. séu hæfir til að tak- ast á hendur hin ýmsu verkefni sem koma upp á borð þessara aðila, vegna tengsla þeirra við aðila er verkefnið varðar. I þessum álitaefn- um komast embættismenn eins og t.d. ríkislögmaður oft að þeirri nið- urstöðu að aðilar séu vanhæfir til að vinna að lausn hinna ýmsu mála vegna meintra hagsmunatengsla þeirra við málsaðila. Hér er um umtalsverða réttarbót að ræða fyrir þá sem þurfa að reka erindi sín í kerfinu og eiga sam- skipti við mismunandi vísa kerfís- karla- og kerlingar, sem á stundum láta stjórnast af brjóstviti sínu og geðþótta. Grunnskólinn er hluti af lögboð- inni opinberri þjónustu og starfar skv. sérstök- um lögum — grunn- skólalögunum — og hvílir framkvæmdin á ríki og sveitarfélögum. Samkvæmt 1. gr. stjórnsýslulaganna (lög nr. 37/93) fellur starfsemi grunnskól- ans undir ákvæði lag- anna. Þessa ályktun má draga af undan- tekningarákvæði í 2 tl., 2. mgr. 21. gr. þar sem skilgreint er sér- staklega hveijar skyld- ur stjórnvalds eru, þeg- ar krafist er rökstuddr- ar niðurstöðu um einkunnir, sem veittar eru fyrir frammistöðu á prófum. Námsmat Hluti af lögboðinni starfsemi grunnskólans er að meta náms- árangur nemenda og má skipta því mati niður í tvo meginþætti, sem eru almenn próf, sem skólinn ann- ast sjálfur og hinsvegar svokölluð samræmd próf, en þeim er ætlað að vera marktækur samanburður á námsárarigri grunnskólanemenda á landinu öllu í þeim námsgreinum sem samræmdu prófin taka til. Þegar framkvæmd samræmdu prófanna er skoðuð vaknar spurn- ingin um það, hvort samræmdu prófin í grunnskólanum séu mark- tækt mat á námsárangri grunn- skólanemenda á Islandi. í ljósi stjórnsýslulaga kemur ótvírætt í ljós, segir Héðinn Emils- son, að framkvæmd samræmdu prófanna er óeðlileg og ólögleg. Framkvæmd samræmdu prófanna Hluti af framkvæmd samræmdu prófanna er að semja prófverkefnin. Nú er því þannig komið fyrir af fræðsluyfirvöldum, að starfandi kennarar í grunnskólanum semja prófverkefnin í samræmdu prófun- um í þeim greinum sem þeir kenna stórum hópi nemenda. Þetta verk vinna kennarar þessir á sama tíma og þeir eru að undirbúa nemendur sína undir hið samræmda próf, sem m.a. er notað til að meta náms- árangur í skólanum og gera á hon- um eðlilegan samanburð við aðra grunnskóla. Þegar- þessi framkvæmd er skoð- uð í ljósi hinna nýju stjórnsýslulaga kemur ótvírætt í ljós að hér er um óeðlilega og ólöglega framkvæmd að ræða. Það er deginum ljósara að kennarinn sem semur prófverk- efnið miðar prófverkefnið við sínar áherslur í kennslunni og skapar þar með nemendum sínum sterkari að- stöðu til að leysa verkefnið en öðr- um nemendum sem hafa haft aðra kennara með aðrar áherslur. Ef mannlegi þátturinn í kennar- anum sem semur prófið er veikur getur það leitt til þess að kennarinn kenni beinlínis beinan undirbúning að prófverkefninu og bijóti þannig trúnað gagnvart verkefni sínu og þeim nemendum sem ætlað er að þreyta prófið. I þessu dæmi er hagsmuna- áreksturinn svo harður, að ótvírætt verður að telja, að grunnskólakenn- arar, sem kenna „samræmdar námsgreinar“ í 10. bekk, séu, skv. stjórnsýslulögunum (6. tl., 3. gr. og 4. gr.), vanhæfir til að semja samræmd próf í þeim greinum sem þeir kenna. Með hliðsjón af framansögðu er það skylda fræðsluyfirvalda að fela öðrum en fyrrgreindum grunn- skólakennurum að semja verkefni samræmdu prófanna svo að þau geti talist marktækt mat á starfi nemenda og kennara. Mat á lausnum nemenda í samræmdum prófum grunnskólans Þegar kemur að mati á úrlausn- um nemenda á samræmdum prófum vakna einnig spurningar um hvort sú framkvæmd standist gagnvart stjórnsýslulögum. Nú er fyrirkomu- lagið þannig að hópur kennara fer yfir úrlausnir nemenda. I þessum hópi prófdómenda eru margir að fara yfir prófverkefni sinna eigin nemenda. Þessi framkvæmd sýnist, af mörgum ástæðum, orka mjög tvímælis. Nemendur sitja greinilega ekki allir við sama borð, þegar verk- efni þeirra og úrlausnir eru metin á hinum samræmdu prófum. Eðli- legra væri að annaðhvort færu allir kennarar yfir lausnir sinna nem- enda, eða enginn kennari færi yfir lausnir eigin nemenda. Óþarfi ætti að vera að taka fram hve prófdómarinn — kennarinn —, sem fer yfir úrlausnir eigin nemenda á auðveldara með að lesa og vinna Stjórasýslulögin og grannskólinn Héðinn Emilsson stjórnar Brunamálastofnunar opnaði inn á það stóra kýli sem lengi hefur fengið að vaxa innan Brunamála- stofnunar og flestum landsmönnum er nú kunnugt um. Þar var ekki unnið öfundsvert verk en sýndi miklnn kjark og ábyrgð stjómar- formannsins. Það hefur almennt ríkt mikill sam- hugur milli aðila innan málaflokksins á undanförnum árum, fjölmörg góð málefni hafa verið að ná landi og er það ekki síst að þakka samstöðu slökkviliðsmanna og miklum vilja til að stuðla að endurbótum í brunamál- unum. Eins og fram kemur í skýrslu ríkis- endurskoðunar skaða samstarfsörð- ugleikar af því tagi sem eru uppi innan Brunamálastofnun framgang brunamála og það er ekkert sem bendir til að breytingar verði þar á þrátt fyrir skipan nýrrar stjórnar. Vandinn sem framundan er snýst ekki um að breyta gildandi lögum og reglum sem sett voru á sínum tíma af Alþingi eftir að hafa fengið ítarlega umfjöllun og yfirferð flölda aðila, jafnhliða faglegri yfirferð lög- fræðinga félagsmálaráðuneytisins. Nei, sá ótti læðist að manni að sami vandinn muni snúa að hvaða stjórn sem við tæki í Brunamálastofnun, samstarfsörðugleikar við brunamála- stjóra eru ekki einangraðir við þá einstaklinga sem skipuðu fráfarandi stjórn heldur er vandinn mun dýpri og því miður líklegur til að viðhald- ast á meðan núverandi brunamála- stjóri veitir stofnuninni forstöðu. Félagsmálaráðherra á mikinn vanda fyrir höndum því afsögn fulltrúa allra þeirra samtaka sem samkvæmt lög- um eiga að skipa stjórn Brunamála- stofnunar hlýtur að kalla á ítarlega umijöllun ráðuneytisins um málið með þessum aðilum áður en lengra er haldið. Landssamband slökkviliðsmanna vonar að vel takist til við lausn þessa erfiða máls þannig að friður komist á um framgang brunamála í landinu í komandi framtíð. Höfundur er formaður Landssambands slökkviliðsmanna. úr úrlausnum þeirra nemenda sem hann hefur unnið með í t.d. 3 ár, heldur en að vinna úr og meta úr- lausnir þeirra nemenda sem hann hefur aldrei séð rithöndina né stíl áður. I þessu sambandi ber einnig að hafa í huga að það er mjög eðlilegt og æskilegt að kennarar nái þeim árangri í starfi, að á milli þeirra og nemenda skapist gagnkvæmt traust, velvild og jafnvel vinátta. Það er ómannlegt að slík tengsl hafi ekki áhrif í starfi, þegar úr- lausnir nemenda eru metnar. Þrátt fyrir miklar framfarir á öll- um sviðum virðist það ekki hafa skilað sér í breyttum og faglegri vinnuaðferðum, hvað varðar tækni- legt mat og úrvinnslu á samræmd- um prófum. Enn merkja nemendur prófhefti sín kyrfilega með nafni, bekk og skóla. Prófdómendum er því fullljóst í hvert sinn að „nú eru þeir að fara yfir og meta úrlausnir Jónu og Jóns í Séstvallaskóla." Það er torskilið hversvegna núm- erakerfi hefur ekki verið komið á eða öðru því formi sem leiddi til þess að prófdómarar vissu ekki nöfn nemenda, þegar þeir dæmdu úr- lausnir þeirra. Fróðlegt væri að ráðuneyti menntamála léti athuga, hveijir hafi samið og farið yfir samræmd próf sl. 20 ár og gerði jafnframt úttekt á hvort tengsl fyndust á milli þessa og útkomu skólánna úr próf- unum. Niðurstaða Hæfir aðilar, skv. stjórnsýslulög- um, eiga að semja, yfirfara og meta samræmdu grunnskólaprófin. Prófdómarar eiga hvorki að vita nöfn nemenda né skóla, sem eiga úrlausnirnar sem þeir dæma. Að vita nafnið getur truflað dómarann og honum kemur nafnið ekkert við. Höfundur er vátryggingamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.