Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 25 LISTIR „Á ALLA VEGU“ , einskismannsland, blek, vatnslitir og litkrít á pappír 1993. Birta o g ástleitni MYNDLIST Sólon íslandus MYNDVERK Myriam Bat-Yosef. Opið frá 10-18 alla daga til 25. júní. Aðgangur ókeypis. ÍSRAELSKA listakonan Myr- iam Bat-Yosef, eða María Jósefs- dóttir eins og hún nefnist einnig, er vel þekkt á íslandi og er ekki gott að segja hvað oft hún hefur sýnt í Reykjavík. Hún hefur haldið fjölda minni sýninga og jafnframt sýnt á Listasafni Islands (1963), í Norræna húsinu (1971) og á Kjarv- alsstöðum (1985). Þá hefur hún haldið einkasýningar í Evrópu, ísrael og Japan og tekið þátt í samsýningum víða um heim, jafn- framt því sem hún hefur framið gjörninga við ýmis tækifæri. Eins og kunnugt er var Myriam á tímabili gift Guðmundi Guð- mundssyni Erró og hefur íslenskt ríkisfang þótt hún sé búsett í Par- ís-.og komi hingað einungis sem gestur. Sýning hennar á Sólon ís- landus er tileinkuð Guðmundu Kristinsdóttur, móðursystur Guð- mundar, sem hann er líkast til heitinn eftir, en sú mikla sómakona er nýlátin og var alla tíð traust- asti stuðningsmaður listakonunnar á íslandi ekki síður en systursonar síns. Það eru 37 myndir á sýningunni sem allar eru unnar með blandari tækni á pappír og er í senn mikil birta í þeim og uphafið rými. Og eins og svo oft áður er grunntónn þeirra mjög ástugur, skírskotanir til innra vitundarlífs og innsæis margar. Franski bókmenntarýnir- inn Alain Bosquet gefur afurðum listakonunnar samheitið „Hið dul- magnaða leikhús“ og má það til sanns vegar færa, því að myndverk hennar jafnt í tvívídd sem rúmtaki eru hlaðin margvíslegum táknum og tilvísunum, jafnvel galdrarún- um, sem lesa má í og vekja jafn- framt upp ýmsar spurningar. Og rétt er það að táknin geta verið torráð og mun frekar andleg en jarðbundin, en um leið er eins og þau kristalli þörf gerandans til að tjá sig með líkama sínum og af- hjúpa óræðar sem augljósar kenndir. Og sennilega er samlíking Bosquet ekki fjari lagi, er hann segir: „Táknmerking í verki list- málara er ýmis afar augljós eða torráðin. Það virðist sem móti fyr- ir kynfærum, sem segja má að fari í gegnum rýmið líkast ófyrir- leitnu stjörnuhrapi.“ Undirtónn einstakra verka lista- konunnar er þannig mjög ást- þrunginn, en er frekar gæddur upphöfnum yndisþokka utan við tíma og rúm en að hægt sé að tengja hann nokkurri tegund af ósiðsemi. Dregið saman í hnotskurn er sýningin á svipuðum nótum og fyrri sýningar nema að nú ríkir tvívíða formið og þannig undir- strikar sýningin það sem rýnirinn hefur séð áður og fjallað endurtek- ið um. Eins og áður er dijúgt um súr- realísk tákn í myndverkunum og hér er „Ástafar“ (2) gott dæmi um það, einnig skera myndir eins og „Losti“ og „Ástarbrími" sig úr fyr- ir tilfinningafuna, en rýmið, birtan og upphafningin koma einna best til skila í myndum eins og t.d. „Art Deco dans“ (24). Leiðrétting Eg tel sjálfsagt að koma hér að leiðréttingu varðandi sýningunna New York Nýló, því ekki er um námsfólk eða skólafélaga að ræða, heldur munu aðrar ástæður liggja fyrir því að þetta fólk sýnir saman. Auk þess sem um meistaragráðu- nemendur er einnig að ræða sem lokið hafa námi í listum (hvernig sem það nú er hægt). Ég kom nú einmitt daginn eftir til að fá upplýs- ingar sem ég ekki fann í skránni þótt ég ég fletti henni vel og lengi, en þá var lok og læs og var þetta eini sýningarsalurinn sem ég veit til að ekki var opinn daginn þann. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru far- sælastar á öllum sviðum, og þannig er nær útilokað að slíkt komi fyrir, fái rýnirinn skilvirkar upplýsingar upp í hendurnar og komi jafnan að sýningarsölunum opnum á aug- lýstum sýningartíma. Bragi Ásgeirsson STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nýkomin sending Fætur okkar eru grunnur að vellíðan okkar, arav Fítness heilsuskórnir stuðla að heilbrigðu og óþreyttu baki. Tágrip sem örvar blóSrásina. llshjSningur sem hvílir. Slamur innsóli. Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu, virkar dempandi. Ekta korkblanda (einangrar). LoftbólstraSur sóli frá hæl aS tábergi. Laut fyrir hæl sem veitir stuSning. FJOLBREYTT URVAL TEGUNDA STEINAR WAAGE ^ SKOVERSLUN SÍMI 18519 jf Ioppskórinn 1 VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 Vemdið fæturna andið skóvalið STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ^ SÍMI689212 V GSM sendar hafa nýlega verið settir upp á eftir- töldum stöðum: ► Egilsstöðum ► Seyðisfirði ► Langholti í Hrunamannahreppi ► Hellu ► Hvolsvelli ► Selfossi ► Akranesi ► Borgarnesi ► Skálafelli ► Sandgerði PÓSTUROG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.