Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 134. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reichstag pakkað inn VERKAMENN hafa hafist handa við að pakka Reichstag, þinghús- inu í Berlín, inn í silfurlitt gervi- efni, sem minnir helst á silki. Innpökkunin er verk búlgarska listamannsins Christos, sem hef- ur hlotið heimsfrægð fyrir að pakka m.a. inn minnismerkjum, brúm, eyjum og húsum. Lista- maðurinn segir þetta merkasta og umfangsmesta verk sitt til þessa en hann hefur lagt drög að því sl. 24 ár. Búist er við að verkamenn og klettaklifrarar hafi lokið við að þekja húsið þann 21. júní en efnið utan á Reichstag myndi nægja til að hylja 14 knatt- spyrnuvelli. Reipið, sem efnið er bundið utan á húsið með, er um 15 km langt. Christo hlaut i gær hin eftir- sóttu Praemium Imperiale verð- laun fyrir höggmyndalist og deil- ir hann verðlaunafénu, 176.000 dölum, með eiginkonu sinni og nánasta samstarfsmanni, Je- anne-Claude. Það er japanska listasambandið sem stendur að verðlaununum, sem afhent voru í fyrsta sinn árið 1989, en til- kynnt var um þau í London í gær. Christo og Jeanne-Claude voru hins vegar ekki viðstödd, þar sem þau eru nú í Berlín til að fylgjast með framgangi nýj- asta verks listamannsins. Hartbanst við Sarajevo Sar^jevo. Reuter. MIKLIR bardagar brutust út fyrir norðan Sarajevo í gær og var beitt stórskotaliðsvopnum á tveimur stöðum þar sem bosníski stjórnar- herinn hefur verið með mikinn liðs- safnað. Talið er, að hann hafi á að skipa 15 þúsund mönnum á þessu svæði að minnsta kosti og var búist við, að þeir reyndu að ijúfa umsátur Serba um borgina. Jim Landale, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, sagði, að stórskotaliðshríðin beind- ist aðallega að bænum Vogosca, sem er í höndum Serba, og að mikilvægri aðdráttaleið þeirra fyrir norðan höfuðborgina. Aður höfðu stjórnarhermenn takmarkað ferðir gæsluliða SÞ utan borgarmark- anna-til að halda þeim frá átaka- svæðunum og þeir hafa sett upp tugi nýrra varðstöðva og lokað fjallavegi til Sarajevo. Það benti einnig til, að sókn stjórnarhersins væri hafin eða að hefjast, að útgöngubann í Sarajevo að næturlagi var lengt um tvær klukkustundir, verslunum í mið- borginni var Iokað og tilkynnt um allsheij arviðbúnað. A Vesturlöndum hafa menn fylgst með liðssafnaði Bosníu- stjórnar með nokkrum áhyggjum og ótta við, að mjög blóðug átök væru í uppsiglingu. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst í gær efast um, að bosníski stjórnar- herinn gæti unnið hernaðarsigur á Serbum og lagði áherslu á, að eina leiðin væri að leita samninga. Bosníustjórn virðist hins vegar vera búin að fá sig fullsadda af árangurslausum tilraunum Sam- einuð þjóðanna í þijú ár til að tryggja öryggi Sarajevo og vista- flutninga til hennar. Bildt svartsýnn Carl Bildt, sáttasemjari SÞ, sagðist ekki telja miklar líkur á að hægt yrði að miðla málum á næstunni og að átökin stefndu í stríð. Serbar hafa enn 26 gæsluliða SÞ á valdi sínu og Radovan Karadzic, leiðtogi þeirra, segist nú ekki munu sleppa þeim fyrr en fjórum Serbum, sem franskir gæsluliðar tóku til fanga, verði sleppt. Því er þó varlega treyst, að hann standi við það og er ótt- ast, að Serbar hyggist nota gæslu- liðana sem skjöld I átökum við stjórnarherinn. Reuter Reuter Gíslatakan í Budennovsk Skæruliðar taka fimm gísla af lífi Moskvu. Reuter, Daily Telegraph SKÆRULIÐAR sem halda hundr- uðum manna í gíslingu í bænum Budennovsk, skammt norður af mörkum Tsjetsjníu, tóku fimm gísla Leiðtoga- fundur í Halifax FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hófst í Halifax í Kanada í gær. Boris Jeltsin, forseti Rússlands, situr einnig fundinn að hluta. Talið er að sú ákvörðun Frakka að hefja að nýju tilraunir með kjarn- orkuvopn ásamt bifreiðadeilu Bandaríkjainanna og Japana verði meðal helstu umræðu- efna fundarins. Þá verður rætt um hvernig styrkja megi fjár- málakerfi heimsins og Bosniu- deiluna. Heiðursvörður kanad- íska hersins tók á móti leiðtog- unum við komuna til Halifax í gær. Átök milli ír- askra hersveita Washington, Damaskus. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN staðfesti í gær, að komið hefði til minniháttar átaka milli hersveita í Bagdad, höf- uðborg Iraks, í gær en talsmenn shíta og andstæðinga Saddams Husseins, forseta íraks, gera meira úr átökum í landinu. Heimildir inn- an bandaríska varnar- og utanríkis- ráðuneytisins herma að þetta sé í annað skipti á skömmum tíma sem hópar innan hersins rísi upp gegn Saddam. „Það kom til vopnaviðskipta við útvarpshúsið, fremur minniháttar, og þau höfðu engin áhrif á stöðu stjórnarinnar og Saddams," sagði bandarískur leyniþjónustumaður, sem ekki lét nafns síns getið, en benti jafnframt á, að átökin sýndu, að andstaða væri við Saddam. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins segir að það hafi ver- ið hermenn úr skriðdrekasveitum Lýðveldisvarðarins sem hófu upp- reisnina en að sveitir úr Lýðveldis- verðinum, hliðhollar Saddam, hafi náð að beija uppreisnina niður. Talið er að uppreisnin eða átökin hafi hafist vegna aftöku bróður foringjans í skriðdrekasveitinni. Hafi liann verið sakaður um að hafa ætlað að steypa Saddam. af lífi í gær. Fréttastofan Ekho Moskví hafði í gærkvöldi eftir Shamíl Basajev, háttsettum tsjetsj- enskum liðsforingja, sem sagður er fara fyrir skæruliðunum, að gíslarn- ir hefðu verið myrtir sökum þess hversu treg rússnesk yfirvöld hefðu verið til að leyfa þeim að ræða við íjölmiðla. Fréttaritari útvarpsstöðvarinn- ar, sem sat blaðamannafund Basajevs í spítalanum í Bud- ennovsk, sagðist hafa séð . að minnsta kosti tvö þúsund gísla. Basajev, sem er náinn samstarfs- maður Dzokhars Dúdajevs, leið- toga Tsjetsjena, sagðist ekki hafa í hyggju að leysa gíslana úr haldi fyrr en gengið væri að kröfum hans og að hann myndi ekki hika við að taka þá alla af lífi. Krafðist hann þess að Rússar hættu öllum hernaðaraðgerðum í Tsjetjsníu og drægju herlið sitt þaðan. Dúdajev hefur lýst því yfir að hann hafi engin tengsl við skæruliðana i Budennovsk. Skæruliðarnir hafa sagt að það muni enda með blóðbaði ef rúss- neskir hermenn reyni að beita valdi til að frelsa gíslana. Talið er að fjörutíu manns hafi verið myrtir og tugir særðir þegar 250 skæruliðar létu til skarar skríða á miðvikudag með hríð- skotabyssur og sprengjuvörpur að vopni. Pavel Gratsjev, varnarmálaráð- herra Rússlands, hélt því fram í gær að þúsund manns væru í haldi í sjúkrahúsinu, en heimildarmenn innanríkisráðuneytisins, sem sér um þetta mál, segja að skærulið- arnir séu um fimmtíu og hafi um þrjú hundruð manns á valdi sínu. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, skoraði í gær á Rússa að halda stillingu sinni og styðja hernaðar- aðgerðimar í Tsjetsjníu. Gorbatsjov kennir valdhöfum um Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti leið- togi Sovétríkjanna, kenndi hins vegar ráðamönnum í Moskvu um það hvernig komið væri. „Það er ótækt að láta friðsamt, saklaust fólk gjalda fyrir ráða- brugg og misgjörðir stjórnmála- manna með lífi sínu,“ sagði Gorb- atsjov og bætti við að árásin væri „verk örvinglaðs fólks“. ■ Skæruliðar Tsjetsjena/19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.