Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SCOTT Sherrin I hlutverki Tyrone, dansar blöndu af hipphoppi og nútímadansi. EIN mynda Braga. Ljósmyndir Braga NÚ stendur yfir sýning á ljós- myndum Braga Þ. Jósefssonar í verslun Hans Petersen í Austu- veri, en hún opnaði 3. júní síðast- liðinn. A sýningunni eru tólf módel og tískumyndir. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin á verslunar- tíma. -----»-♦-♦-- Söngsveit- in NA-12 á Húsavík Húsavik. Morgunblaðið. SÖNGSVEITIN NA-12 á Húsavík hélt tónleika í Samkomuhúsinu á Húsavík um síðustu helgi og flutti létt og leikandi lög við hrifningu áheyrenda. Söngsveitin hefur sungið fyrir Þingeyinga í nokkur ár, en nú með undirleik hljómsveitar og stjórn Helga Péturssonar. -----»-■».-- Ljósmynda- sýning í Lundi SIGRÍÐUR Soffía ljósmyndari opnar sýningu á Polaroid Transfer ljósmyndum í Keramikgalleríinu Lundi Varmahlíð, Skagafirði á sunnudag kl. 17. Opið er alla daga frá kl. 9-18 og stendur sýningin til 16. júlí. „Fame“ á fjalirnar KVIKMYNDIN og sjónvarps- þættirnir „Fame“ (Frægð), sem slógu í gegn árið 1980 hafa nú ratað á svið í London, þar sem frumsýndur verður söngleikur, byggður á myndinni. Tvær vik- ur eru síðan hann var frum- sýndur í Plymouth þar sem han hefur fengið góðar viðtökur, ekki síst hjá yngra fólki, sem hingað til hefur ekki verið tíðir gestir á söngleiki. Breskir fjölmiðlar segja söngleikinn einkum höfða til X-kynslóðar- innar svokölluðu, þeirra sem voru á aldrinu átta ára til þrí- tugs þegar myndin sló í gegn. „Þrá eftir hinu nýliðna," sagði í The Daily Telegraph um sýn- inguna. Aðalsöguhetjurnar í „Fame“ eru nemendur í listaskóla í New York. Sú ímynd sem Alan Par- ker skapaði í kvikmynd sinni frá 1980 hefur tekið nokkrum breytingum og söngleikurinn nú státar ekki aðeins af af nýj- um dansatriðum og nýrri tón- list, heldur hefur einnig verið hresst upp á söguþráðinn. Kostnaður við uppsetninguna nemur um einni milljón punda, um 100 milljónum ísl. kr. Flest bendir þó til þess að sú upphæð muni skila sér að nýju í kass- ann, því ungt fólk sýnir sýning- unni mikinn áhuga. Olafur A. Bjarnason syngur með Sinfóníu- hljómsveit Islands ÓLAFUR Á. Bjarnason tenórsöngvari og Sin- fóníuhijómsveit Islands halda tónleika í Há- skólabíói, fimmtudag- inn 22. júní næstkom- andi kl. 20. Ólafur sem nú _kem- ur frá Bologna á Ítalíu hefur undanfarin fjög- ur á_r verið fastráðinn við Óperuhús í Þýska- landi. Auk þess hefur hann víða komið fram, hérlendis sem erlendis. íslenskir óperuunnend- ur hafa átt þess kost að hlýða á hann í óper- unum La Boheme, Rigoletto og nú síðast í uppfærslu íslensku óper- unnar á La Traviata. Ólafur hefur fengið margar við- urkenningar fyrir söng sinn, m.a. veitti Metro- politan-óperan honum námsstyrk sumarið 1994, og 1 október sl. var hann í hópi fimm tenóra sem komust í úrslit í alþjóðlegu Jussi Björling-tenórkeppn- inni sem fram - fór í Svíþjóð. I janúar sl. hélt Ól- afur einsöngstónleika í boði Marilyn Horne- stofnunarinnar í Stamford í Bandaríkj- unum. Hljómsyeitarstjóri tónleikanna á fimmtudaginn verður Ítalinn Nicola Rescigno en Ólafur og hann hafa unnið mikið saman að undanförnu. FINNSKU og íslensku listamennirnir sem taka þátt í Órum, samnorrænu leiklistarverkefni. * Orar - Yrsel - Huimaus FINNSKI leikstjórinn Kaisa Korhonen, sem sviðsetti sýn- ingu Þjóðleikhússins á Fávitan- um eftir Dostojevskí nú í vetur, og Kári Halldór leikstjóri hafa í tæp tvö ár unnið að undirbún- ingi fyrstu samvinnuuppfærslu finnskra og íslenskra leikara. Huimaus - Yrsel - Órar er í senn listrænn viðburður og rannsókn á listsköpun leikar- ans, þar sem nokkrir af fremstu leikurum Finna og Islendinga leika hver á móti öðrum á sínum móðurmáli. Leitað hefur verið vinnubragða þar sem auður tungumálanna fengi notið sín, yrði jafnt uppsprettulind sem og inntak. Órar er fjölskyldusaga þar sem ást, völd, stríð, svik og hefnd ráða ríkjum. Spurningin er um brot mannsins gegn sjálf- um sér, gegn náttúrunni og gegn almættinu, samkvæmt frétt frá leiksmiðjunni. Þar seg- ir að sjónleikurinn dragi upp mynd af veröldinni eins og hún sé í dag, veröld þar sem ótti og óróleiki ríki. Frásögnin og per- sónurnar komi úr vægðarlaus- um heimi forngrísku harmleikj- anna, úr einni af undirstöðum okkar menningar. Sex íslenskir leikarar taka þátt í sýningunni, þau Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdótt- ir, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Frumsýning verður á stóra sviði Þjóðleikhússins, fimmtu- daginn 22. júní kl. 20 og 2. sýn- ing verður laugardaginn 24. júni kl. 14. Sýningar í Finnlandi eru 17. og 18. júní. Miðasala er í Þjóðleikhúsinu og í Upplýsingamiðstöð ferða- mála í Bankastræti. Aðeins verða þessar tvær sýn- ingar á íslandi. RÝMISVERK eftir Krist- ínu Reynisdóttur. Er listalíf á Laugar- vatni? Laugarvatn. Morgunblaðið. Á LAUGARVATNI fara í hönd listadagar sem heita einu nafni Gullkistan og hefjast þeir 17. júní en lýkur 2. júlí. Undirbúningi lista- daganna er að Ijúka og eru flestir listamenn vel á veg komnir við sköpun verka sinna. 140 listamenn væntanlegir til Laugarvatns Það má líklega fullyrða að íjöl- breytnin verði ríkjandi þá daga sem hátíðin stendur yfir. Til Laugarvatns, þar sem búa um það bil 140 manns, koma 139 lista- menn, tónlistarmenn, leikarar, myndlistarmenn og skáld. Fjöldi myndlistarmanna er þegar orðinn 104 og gæti Gullkistan orðið ein fjölmennasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á íslandi. Sýningin er blanda af amatörlist og „viðurkenndri" list en engin takmörk voru sett þeim sem vildu á annað borð sýna list sína. Elsti listamaðurinn er 84 ára gömul kona sem nam meðferð lita og dráttlist hjá Finni Jónssyni og Jó- hanni Briem en yngstu þátttak- endurnir eru enn í námi við MHÍ. Turn breytt í rýmisverk Til marks um fjölbreytileikann í myndlistinni hefur hringstiginn í turni menntaskólahússins breyst í rýmisverk þar sem á hvert þrep er skráð eitt orð; á veggjum skól- anna hanga verk af ólíkum toga og kona úr sandi liggur skreytt glingri við Laugarvatnshver; gamla sundlaug Héraðsskólans er klædd álpappír og neðan úr loftinu hanga bláar blöðrur fylltar af vatni. Það er því óhætt að fullyrða að listalíf sé á Laugarvatni og verði þar næstu vikurnar. ------» ♦ ♦------ Barokk í Dómkirkjunni TÓNLEIKAR verðá í Dómkirkjunni dagana fyrir og eftir Jónsmessu. Á þrennum tónleikum verður leikið á orgel kirkjunnar, Dómkórinn syngur á Jónsmessutónleikum og flutt verð- ur barokktónlist með gömlum hljóð- færum. Orgelið í Dómkirkjunni er smíðað af fyrirtækinu Schuke í Berlín, en það fyrirtæki hefur komist einna lengst í því að ná þeim hljómgæðum sem J.S. Bach óskaði sér fyrir sína tónlist. Orgelið í Dómkirkjunni er í ár 10 ára gamalt. Á sumartónleikum Dóm- kirkjunnar verða þrennir orgeltón- leikar, á þeim fyrstu leikur Kjartan Siguijónsson og verða þeir sunnu- daginn 18. júní kl. 17. Þriðjudags- kvöld 20. júní kl. 20.30 leikur Mar- teinn H. Friðriksson og mánudags- kvöld 26. júní kl. 20.30 Kári Þormar. Árlegir Jónsmessutónleikar Dóm- kórsins verða föstudagskvöld 23. júní kl. 22. Sunnudaginn 25. júní kl. 17 verða barokktónleikar þar sem leikið verð- ur á gömul hljóðfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.