Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um málefni Brunamálastofnunar Leitað eftir tilnefn- ingnm í nýja stjórn FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA ætlar að leita eftir því að þeir sem rétt eiga á að tilnefna fulltrúa í stjórn Brunamálastofnunar tilnefni full- trúa á nýjan leik í kjölfar þess að stjórnir Brunamálastofnunar og Brunamálaskólans hafa allar sagt af sér. Sagðist hann ekkert aðhaf- ast í málinu fyrr en svör hefðu borist hvað tilnefningarnar varðaði. Þetta kom fram á Alþingi í gær við utandagskrárumræðu um mál- efni Brunamálastofnunar er félags- málaráðherra svaraði fyrirspurn málshefjanda Margrétar Frímanns- dóttur, Alþýðubandalagi, um það hvernig hann hygðist bregðast við afsögn stjórnarinnar og hvort hann Heiðargæsahreiður. Varp heiðar- gæsa fékk að vera í friði EgiUstöðum. Morgunblaðið. í Herðubreiðarlindum eru land- verðir teknir til starfa að und- irbúa fyrir sumarið. Þeir eru tveir enn sem komið er en verða fimm þegar líður á sumarið. Mik- ið er um heiðargæs á svæðinu og liggur hún á eggjum núna en upp úr miðjum mánuði fara ung- ar að klekjast úr eggjum. Að sögn landvarða hefur varpið myndi óska eftir nýjum tilnefning- um án undangenginnar rannsóknar. Sagði hún að sú staðreynd að báðar stjórnirnar hefðu allar sagt af sér, samtals 15 manns, vegna sam- starfsörðugleika við yfirmann stofnunarinnar, væri alvarlegur hlutur. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, tók í sama streng og sagði að þegar kjörnir fulltrúar segðu af sér allir sem einn væri alvarlegt mál á ferðinni. Um langt skeið hefðu verið miklir samstarfsörðug- leikar í stofnuninni og það væri ástæða til ítarlegrar rannsóknar málsins og að félagsmálanefnd Al- þingis færi ofan í það. Morgunblaðið/Aníía Ingólfsðóttir Kári og Kristín landverðir í Herðubreiðarlindum. fengið að vera í friði í vor fyrir eggjaræningjum. Ekki er meiri snjór á þessu svæði en venjulega og líkur á því að leið inn að Herðubreiðarlindum opnist í kringum 20 júní. Brunamálastjóri fari í leyfi Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, tók undir það að alvarlegt mál væri á ferðinni og meira byggi undir en komið hefði fram. Það væru ekki góð vinnubrögð að óska eftir nýjum tilnefningum án þess að rannsaka málið til hlítar. Ástæða væri til þess að félagsmálaráðherra færi fram á það við félagsmálanefnd Alþingis að hún rannsakaði málið og að brunamálastjóri færi í leyfi á meðan. Það verði ekki við það unað að Brunamálastofnun sé óstarfhæf vegna samstarfsörðug- leika. Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki, tók undir það að senda ætti brunamálastjóra í leyfi meðan málið væri kannað til botns. Margrét Frímannsdóttir sagði að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Brunamálastofnun væru 26 atriði talin upp. Þar væri um ákveðnar ábendingar að ræða og það væri fráleitt hjá félagsmálaráðherra að óska eftir nýjum tilnefningum. Þingmenn fá ekki skýrslur Þá vakti hún athygli á því að þingmenn fengju ekki skýrslu Rík- isendurskoðunar um Brunamála- stofnun. Skýrslur Ríkisendurskoð- unar væru með tvennum hætti. Aðrar fengju þingmenn en það væri á valdi viðkomandi ráðuneytis hvort þlngmenn fengju hinar. Hún sagði að allar skýrslurnar vörðuðu fjárhagsmálefni ríkisins og þing- menn ættu heimtingu á að fá þær til skoðunar. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að það væri Ijóst að samstarfsörðugleikar hefðu verið á Brunamálastofnun, en sjaldan ylli einn þá tveir deildu. Hann tæki ekki einhliða afstöðu með öðrum aðilanum. Brunamál væru ekki í sérstöku ólagi hér og brunatjón minni en á öðrum Norðurlöndum. Hugvitsmenn þinga á Kýpur Hundruð hug- mynda í skúffum Sigurður S. Bjarnason FÉLAG íslenzkra hug- vitsmanna var stofnað 14. febrúar 1987 í kjölfar sýningarinnar Hugvit ’86. Félagið, sem telur nú um 200 meðlimi, er aðili að al- þjóðasamtökum hugvits- manna, IFIA, sem mun halda heimsþing sitt á Kýpur dag- ana 22. til 26. júní næstkom- andi. Sigurður S. Bjarnason er varaformaður íslenzka fé- lagsins og verður fulltrúi þess á heimsþinginu. - Hvers vegna heimsþing hugvitsmanna? „Alþjóðasamtök hugvits- manna eru um þessar mundir mjög virk samtök undir for- ystu Egyptans dr. Farag Moussa, sem er kristinn en var þrátt fyrir það fram- kvæmdasijóri Arababanda- lagsins um dijúgt skeið. Á heimsþingum samtakanna koma saman uppfinninga- og hug- vitsmenn frá meira en 100 löndum til að bera saman bækur sínar. Það er enda eftirsótt af hinum ýmsu löndum og borgum að fá að hýsa þessi þing, því þau vekja jafn- an verulega eftirtekt. - Hvernig fer svona þing fram og hvað stendur til að ræða þar? Þetta er málþing, þar sem með- al annars framúrskarandi hugvits- menn, prófessorar og vísindamenn alls staðar að úr heiminum halda fyrirlestra og geta sagt frá nýj- ustu rannsóknum sínum og skipzt á skoðunum um hugðarefni sín. Þarna verða líka sérfræðingar í einkaleyfum. Eitt af mikilvæg- ustu hlutverkum alþjóðasamtak- anna er að veija hagsmuni hug- vitsmanna með því að fylgjast með því að hugmyndum þeirra sé ekki stolið. Einkaleyfi, veiting þeirra og varðveizla eru eins konar frum- skógur sem erfitt er að rata í gegn um. Aðalþema þingsins að þessu sinni er umhverfisvernd. Síðastlið- ið haust fór fram í Rotterdam síð- asta þing samtakanna, þar sem þetta þema var rætt. Það má því segja að þema þingsins á Kýpur sé framhald þess sem rætt var á haustþingirtu í Rotterdam. Það á sem sagt að ræða hugmyndir til bættrar umhverfisverndar og nýja tækni henni tengdri. - Hvað hafa íslenzkir hugvits- menn þar til málanna að leggja? „Sem dæmi um það get ég nefnt það sem rætt var í einum umræðu- hópnum á þinginu í Rotterdam, þar sem umfjöllunarefniö var flutningar framtíðarinn- ar. Ég leyfði mér að segja frá hugmynd sem ég las einu sinni í bók eftir Gunnar Dal rithöf- und. Hugmyndin geng- ur út á það að í framhaldi af út- varpi og sjónvarpi sé hugsanlegt að í framtíðinni verði efnisvarp mögulegt. Hugmyndin var rök- rædd í þaula og niðurstaðan varð sú að vísindin ættu að stefna að efnisvarpi sem flutningatækni framtíðarinnar. Von er til að um- ræður um efnisvarp verði áfram líflegar." / nýlegum sjónvarpsþætti um akureyrskan hugvitsmann kom fram, að hann þurfti að leita til Álandseyja til að geta starfað að vindmyllurannsóknum sínum. Hrekjast íslenzkir hugvitsmenn úr landi? „Það er ein af dapurlegum af- leiðingum skilningsleysis stjórn- valda á starfi hugvitsmanna að við missum marga af okkar bezt.u mönnum úr landi. Þeir neyðast oft til að leita út fyrir landsteinana til að geta unnið að sínum verkefn- ■Sigurður S. Bjarnason er fæddur á Akureyri árið 1943. Hann gerðist lögreglumaður í Reykjavík árið 1969 og starfaði sem slíkur þar til 1982, að slys sem hann varð fyrir olli því að hann fór á eftirlaun. Frá þeim tíma . hefur hann starfað við gistiheimilisrekstur og fleira, en helgað áhugamáli sínu, hug- vitsmennskunni, mikinn tíma. Kona Sigurðar er Margrét Geirsdóttir. Þau eiga eitt barn en Sigurður átti tvö börn fyrir. um. Skilningur á mikilvægi þess, að hugvit sé virkjað og þess vert að fjárfest sé í því, er mun meiri á hinum Norðurlöndunum til dæm- is. Danir verja miklu fé til sinna hugvitsmanna. Þeir fullyrða meira að segja, að hver króna, sem þeir verja til þeirra skili sér 70-falt til baka.“ - Þessu er öðru vísi farið hér á I andi? „Svo sannarlega, því miðui’. Sem dæmi má nefna, að hundruð atvinnuskapandi og fyrirsjáanlega arðbærra hugmynda liggja hér lokuð niðri í skúffum. Sá hái kostnaður sem skráning einkaleyf- is útheimtir leiðir af sér ótta við hugmyndastuld. Þegar möguleik- arnir á því að fá íjársterka aðila til að leggja áhættufé í slíka hug- mynd eru eins litlir hér á landi og þeir hafa reynzt verður þessi ótti til þess að hugmyndirnar liggja ofaní skúffum og eru meðhöndlað- ar sem mikil leyndarmál. Þetta ástand er sérstaklega átakanlegt með tilliti til atvinnu- leysisins, sem við búum við. Það væri einfalt mál að leysa það með því að styðja þessa menn í því að hrinda þessum hug- myndum í fram- kvæmd.“ - Ilvað þarf að gera til að þetta verði mögulegt? „Það sem þarf að gera er að koma af stað nefnd sérfræðinga á vegum opinberra aðila til að gera úttekt á þessum hlutum og leggja faglegt mat á það hvort verkefni sé styrkjarhæft eða ekki.“ - Þar áttu við nefnd sem ráðstaf- ar ríkisfé? Gegnir ekki Rann- sóknarráð ríkisins þessu hlutverki? „Hjá Rannsóknarráði hefur skilningur á þessu máli verið mjög takmarkaður. Ég segi að það eigi að breyta Iðnþróunarsjóði í áhættulánasjóð og nota hann í þessum tilgangi. Það gengur ekki upp að þeir ein- staklingar sem fá hugmyndirnar þurfi að standa sjálfir í fjármögn- unar- og markaðsetningarmálum. Það verður að vera hlutverk opin- berra aðila, sem með því stuðla að bættum atvinnumöguleikum. Það er allra hagur.“ Skilning stjórnvalda skortir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.