Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 2i LISTIR MYNPLIST Hallgrímskirkja KIRKJULISTAHÁTÍÐ BARNATEIKNINGAR. MYNDVEFNAÐUR: ELSE MARIE JAKOBSEN Opið frá 10-18 alla daga til 18. júní. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 200 kr. ÞAÐ HEFUR víst trauðla farið fram hjá athugulum lesendum blaðs- ins, að trú og list hafa hermt fólk á fund sinn í Hallgrímaskirkju. Er öðru fremur blótað á altari tónlistar, en einnig er flutt leikverk af píslarsögu Guðríðar Símonardóttur, spúsu sálmaskáldsins, og svo hafa verið hengd upp myndriss barna í anddyri og göngum. Það er Myndlistarskólinn í Reykja- vík sem leggur til myndverkin, en barnadeildir hafa verið virkur þáttur í starfsemi hans frá stofnári 1947. Á síðastliðnu hausti unnu böm og ungl- ingar í námi að ákveðnu verkefni með þátttöku í Kirkjulistahátíð 1995 í huga og var verkefnið englaímyndin. Skírskotunin var, að vængjaðar tákn- myndir engla hafa fylgt ímyndinni um þrá og flug mannsandans um langan veg. Tákn þess sem ekki er og aldrei verður, en er engu síður til staðar. Viðfangsefnið var lagt fyrir með umflöllun fræðimanna og upp- lýsti séra Karl Sigurbjömsson börnin um engla í Biblíunni. Lagði hann út frá þeirri ímynd og tengdi samtíman- um. Aðalsteinn Ingólfsson listasögu- fræðingur fjallaði um myndgerð engla í meðfömm myndlistarmanna með vísun til listasögunnar í aldanna rás, svo og erlenda sem íslenzka lista- menn, Mugg, Kjarval og fleiri. Þetta er bakgrunnurinn, og er svo aðeins eftir að upplýsa, að þetta er einungis hluti úrlausnanna og munu þær sem mættu afgangi engu síðri. Það sem við blasir á veggjum and- dyrisins, staðfestir kenningar ótal Myndlistarsýning barna HLUTI af teppinu „Viva - Viva“. Tilheyrir listhúsinu í Kristjánssandi. MYND á kápu sýningarskrár.er eftir Olöfu Ormsdóttur,14 ára. fræðimanna á sviði barnateikninga í þá veru, að hugarflugið er mest hjá yngri hópunum, en minnkar eftir því sem ítroðningur skólanna verður meiri. Jafnvel lesturinn rýrir mynd- rænt hugarflugið, svo fremi sem skapandi atriði eru ekki virkjuð í ferlinu, en það virðist fara minna fyrir því eftir því sem frá líður og tækniheimurinn stækkar. Og vel að merkja, það er ekki unnt að stýra forvitninni, (skapandi kenndum). Hún verður að koma af innri þörf, en þær frumþarfir er mögulegt að vekja til lífs. Það kemur því ekki á óvart að englamyndir 13-15 ára hópsins eru áberandi staðlaðastar og hann hefur jafnframt án nokkurs vafa „skilið" boðskap fræðimannanna best. En skilningur og innsæii er tvennt ólíkt og þannig virðist hugsæið bersýni- lega hafa mætt afgangi. í stað þess að nálgast verkefnið afslöppuð, og reyna að skynja það, virðast elstu börnin hafa rembst eins og ijúpa við staur við að hlutgera ímynd engils og skapa honum réttan frásagnarleg- an búning. Eitthvað í anda þess sem guðfræðingar nefna, „að hugleiða dýpri merkingu lífs og listar í ljósi trúarheimspeki og listfræði", en gleyma innra eðli og óskilgreindum mögnum sjálfs sköpunarferlisins. Þá eru myndirnar merkilega keimlíkar, en ein sker sig úr sem hefur verið valin á kápu á sýningaskrár og er eftir Ólöfu Ólafsdóttur (14 ára). Hins vegar er hugsæið og sköpun- arkrafturinn með sanni til staðar í ábúðarmiklum sjálfsprottnum verk- um 7 og 8 ára barna, og tók ég eink- um eftir yndisþokkanum í mynd Mörtu Maríu Friðriksdóttur og frekjulegu sposku yfirlætinu í mynd Mána Guðvarðarsonar. Verk Guð- mundar K. Gunnarssonar (10 ára) er mjög athyglisvert í byggingu og vinnubrögð Rósu Halldórsdóttur (15 ára) bera dijúgum myndrænum þroska vitni. Sýningin segir okkur, að mikil- vægast er að vekja forvitni barn- anna, virkja athafnaþrána, eitthvað í Iíkingu við það er slanga er æst upp af hendi töframannsins. Else Marie Jacobsen ÞÓTT rýnirinn hafí nýverið skrifað um sýningu á verkum norsku lista- konunnar Else Marie Jacobsen í söl- um listasafns Akureyrar, er ærið til- efni til að benda höfuðstaðarbúum á að verkin eru komin hingað suður og og eru liður í Kirkjulistahátíðinni í Hallgrímskirkju Hér er á ferðinni ein af nafnkennd- ustu veflistarkonum norsku þjóðar- innar, sem átti þátt í að brúa bilið frá fornum veíjum til myndhugsunar samtímans. Hún telst jafnframt einn af afkastamestu listamönnum á vett- vanginum, og mun hafa unnið um 300 teppi af ýmsum stærðum og gerðum, þó svo að aðferðin sem hún hefur valið sér sé í senn tímafrek og ómælt þolinmæðisverk. Það sem vekur helst athygli á sýningunni í Hallgrímskirkju er mun- urinn á rýminu þar og á Akureyri, sem svo aftur hefur áhrif á sjálf verkin og hvernig þau komast til skila til skoðandans. Þótt rýmið á Akureyri sé enn dálítið frumstætt þar sem safnið er fjarri því full- byggt, nutu teppin sín mun betur í upphengingunni, einkum þau sem eru rofin og gegnsæ. Einfaldlega vega þess að þar nutu þau meiri nálgunar og upphengingin var fjöl- þættari. Þá er tilbúin lýsingin eitt- hvað svo annarleg í kirkjunni, en hins vegar nutu teppin náttúrubirt- unnar fyrir norðan og litirnir urðu við það snöggtum hrifmeiri. Hef ég sjaldan séð meiri mun eða orðið jafn hissa, því líkast var sem ég gengi inn á sýningu allt annars listamanns og var hálf gáttaður í fyrstu. Hins vegar er því ekki að neita að einstaka teppi naut sín betur í kirkjunni og vakti til meiri umhugs- unar og annarra viðbragða, og eink- um komu ádeiluteppin mun betur til skila, en boðskap þeirra hafði ég minna tekið eftir fyrir norðan, þar sem ég var meira upptekin af sjálfum litnum og formrænni hrynjandinni. Allt um það staðfestir sýningin í Halgrímskirkju styrk listakonunnar Elsu Marie Jakobsen, sem að mínu mati liggur helst í einfaldleikanum, og mögnuðum heildaráhrifum, en síður í hinum flóknari og skreyti- kenndari verkum. Ber að þakka henni komuna og fróðleiksvirkt sem hún miðlaði íslenzkum veflistarkon- um. Bragi Ásgeirsson . lugavegi 170-'l?4, slmi 569 5500 | n il{ i M l 'II f-1- *!(; ||; 1 í || : £ lll »11 , i T ílk i«- íhmHR !I| i* É 'il

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.