Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 19 ERLENT R Ú S S L A | Budennovsk | Rory Gallagh- er látinn ÍRSKI blús- og rokkgítarleikarinn Rory Gallagher lést á sjúkrahúsi í Lundúnum á miðvikudag. Hann var 47 ára. Rory Gallagher var jafnan talinn í hópi bestu hvítu blúsgítarleikar- anna ásamt þeim Eric Clapton, Mick Taylor ofl. Ungur vakti hann athygli fyrir sérlega kraftmikinn gítarleik og tækni hans og vald yfir hljóðfærinu þótti ávallt ein- stakt. Hann náði miklum vinsæld- um með tríóinu Taste og enn þykir hljómplata sem sú hljómsveit gaf út, „On the Boards“, í hópi þeirra bestu sem litu dagsins ljós á ofan- verðum sjöunda áratugnum. Gall- agher gaf síðan út fjölda hljóm- platna í eigin nafni sem seldust í milljónum eintaka. Gallagher starfaði einnig með mörgum af þekktustu tónlistar- mönnum blús-sögunnar og nægir þar að nefna þá Howlin’ Wolf og Muddy Waters. Rory Gallagher þótti jafnan frá- bær á hljómleikum. Lög sín söng hann sjálfur auk þess sem hann var liðtækur saxófón- og munnhörpu- leikari. Vörumerki hans var gamall og lúinn Fender Stratocaster gítar sem hann tengdi í gegnum Vox AC 30 magnara. Þá magnara hóf hann til vegs og virðingar sem þeir njóta enn í dag. Rory Gallagher gaf upp öndina á King’s College sjúkrahúsinu í Lundúnum en þar var hann eftir að hafa gengist undir lifrarígræðslu í aprílmánuði. Talsmaður Poole Edwards auglýsingafyrirtækisins skýrði frá andláti Gallaghers í gær og gat þess að fjölskyldu hans hefðu borist fjöldi samúðarkveðja m.a. frá Van Morrisson og Bob Dylan. ------» ♦ ♦----- Bjóða staðfest- ar hótelbókanir Atlanta. Reuter. HÓTELKEÐJAN Holiday Inn greindi frá því á miðvikudag að hún væri orðin fyrst hótelfyrirtækja til þess að bjóða staðfestar bókanir gegnum Veraldarvef Alþjóðanets- ins._ Á heimasíðu Holiday Inn á vefn- um er hægt að fá nákvæmar upp- lýsingar um hótelkeðjuna, „kynnis- ferð“ í hermilíkani og yfirlit yfir ýmis þægindi og þjónustu. Slóðin er http://www.holiday-inn.com/ Mörg önnur hótel og gistihús bjóða bókanir gegnum vefinn, en fara fram á staðfestingu gegnum síma. Reuter HERMENN rússneska innanríkisráðuneytisins sjást hér við hlið látinna fórnarlamba vopnaðra manna, sem réðust á bæinn Budennovsk á miðvikudag. Mennirnir hafa nokkur hundruð manns í gíslingu og talið er víst að þar hafi Tsjetsjenar verið á ferð. AZERBAJDZHAN Skæruliðar Tsjetsjena með eitt þúsund í g'íslingn Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. HÓPUR vopnaðra manna, sem talið er að séu Tsjetsjenar, réðist á mið- vikudag inn í bæinn Budennovsk í suðuhluta Rússlands, myrti að minnsta kosti 40 manns og tók að sögn Pavels Gratsjevs varnarmála- ráðherra eitt þúsund manns í gísl- ingu. Viðbúnaður var aukinn í norð- urhluta Kákasusfjalla af ótta við frekari árásir. Rússar reyndu þegar að nýta sér árásina til að svara gagnrýni Vesturlanda á framferði sitt í Tsjetsjníu. Skæruliðarnir drógu að sögn Romans Perjestentsovs, sjónvarps- fréttamanns á staðnum, grænan fána múhameðstrúarmanna að húni við stjórnarbyggingu í Budennovsk áður en þeir hörfuðu til sjúkrahúss þar, sem þeir tóku á milli 300 og 1.000 manns, þ. á m. sjúklinga og lækna, í gíslingu. Komnir til að deyja „Þessir menn eru ekki komnir hingað til að ná sér í peninga, held- ur til að deyja . . . og flytja hern- aðarátökin til Rússlands,“ _ sagði Perejestentsov, sem kvaðst hafa talið lík 20 borgara og lögreglu- þjóna og átta árásarmanna eftir. átökin. hafi verið gerð á hentugum tíma fyrir Bórís Jeltsín, forseta Rússlands, sem heldur í dag til fundar iðnríkjanna sjö í Halifax í Kanada. Vestrænir embættismenn hafa sagt að ætlunin væri að koma á framfæri gagnrýni á framferði Rússa í Tsjetsjníu, en nú má vænta þess að Jeltsín reyni að nota árásina til að sýna fram á að hersveitir Tsjetsjena séu skipaðar eintómum hryðjuverkamönnum. Forsmekkurinn barst í tilkynn- ingu rússneska utanríkisráðu- neytisins: „Glæpurinn, sem framinn hefur verið í Budennovsk, ætti að opna augu erlendra stjórnmála manna, sem hefur láðst að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum harmleiksins í Tsjetsjníu og kjósa að lesa yfir Rússum í stað þess að styðja þá í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu og skipulagðri glæpastarfsemi.“ Viðbúnaður vegna árásarinnar í Budennovsk nær alla leið til Moskvu þar, sem urmull lögregluþjóna og hermanna stikaði í gær á götum úti í fullum herklæðum. Brynvarðar bifreiðar vom. við allar leiðir inn og út úr borginni. Árásin vatn á áróðursmyllu Jeltsíns vera að færa átökin út fyrir það svæði, sem sjálfstæðisbarátta Tsjetsjena snýst um. Herlið í Kákasus hefur verið sett í við- bragðsstöðu og lögregla og sveit- ir innanríkisráðuneytisins hafa slegið þijá hringi utan um sjúkra- húsið, sem skæruliðarnir tóku á sitt vald. Dzhokar Dúdajev, leiðtogi upp- reisnarliðs Tsjetsjena, sagði í gær að engar sveitir, sem væru sér holl- ar, bæru ábyrgð á árásinni. Dúdajev sagði í viðtali á sunnu- dag að „Rússland ætti að brenna í víti“. Usman Imajev, aðstoðarmaður hans, sagði fréttastofunni Itar-Tass að „hópur óskipulagðra, kok- hraustra stuðningsmanna Dúda- jevs“ gæti staðið að baki henni. Ótti Rússa, Þessi árás kyndír undir ótta Rússa um að Tsjetsjenar, sem hafa nánast tapað sjálfstæðisbaráttu sinni, muni nú grípa til árása á borgir og bæi utan Tsjetsjníu. Fréttaskýrendur segja að árásin Hann hafði eftir læknum í íþróttahöll að skæruliðarnir hefðu hótað að myrða tíu gísla fyrir hvern einn, sem týndi lífi úr þeirra röðum, og aflífa fimm fyrir hvern félaga þeirra, sem særðist. Budennovsk er hundrað þúsund manna bær 70 km norður af Tsjetsjníu og virðist tilgangurinn Texson pallhýsi eru sterkbyggð og vönduð Texson pallhýsi Sparið og kaupið meðan dollarinn er hagstæður - Ótrúleg tilboð í gangi. Erum að selja til afgreiðslu 13. júlí. TC 800 8 feta frá kr. 475.000 TC 700 7 feta frá kr. 605.000. Sérhönnuð fyrir japanska pallbíla. Bjóðum einnig uppá Hardtop - pallhýsi. P.s. Minnum á Coleman fellihýsin, árgerð 1996, til afgreiðslu 13. júlí. Samu lága verðið. Sparið og kaupið beint frá USA. Síðasta tækifærið á þessu sumri. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-15. TC 1000 10 feta kr 626.000 PALLHYSI ^^^Sy^Vagnhöfða 25, sími 587 3360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.