Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ GRÓÐURSETNINGARHÓPUR Skógrækterfélags Selfoss Selfossi - Á undanförnum níu árum hafa 132 þúsund plöntur verið gróðursettar í Hellisskógi sem er útivistarsvæði Selfossbúa og skógræktarsvæði Skógræktar- félags Selfoss. Undanfarin ár hef- ur félagið staðið fyrir umfangsmik- illi gróðursetningu á svæðinu með þátttöku almennings ásamt því að atvinnuátaksverkefni hafa verið unnin þar. Gróðursett í Hellisskógi Land Hellisskógar er utan Ölf- usár og nær frá ánni á móts við Laugardælaeyjar upp að Ingólfs- fjalli. Mest hefur verið gróðursett Morgunblaoið/Sig. Jóns. í gróðursetningarferð. í neðri hluta svæðisins en efri hlut- inn var ræstur í fyrra og verður girtur í ár og búinn undir gróður- setningu. Gróður undanfarinna ára dafnar vel og plöntunum fer víðast vel fram. Hellisskógur er orðinn að skemmtilegu svæði fyrir göngu- fólk og skokk.ara enda stígar um svæðið í ýmsum krákustígum. Ýmis örneéii eru á svæðinu sem tengjast sögu Selfoss og Flóans. Golfvöllurinn Strönd á Rangárvöllum Lokið við endur- bætur fyrir Landsmót í golfi Hellu -Landsmót í golfi verður hald- ið á Strandarvelli á Rangárvöllum 30. júlí til 4. ágúst í sumar, en ný- lega var lokið við 50 fermetra við- byggingu við eldri golfskálann. I við- byggingunni er búnings- og hrein- lætisaðstaða auk þess sem nýjar inn- réttingar í eldri skálann og sólpallur hafa verið smíðuð. Endurbætumar voru sýndar vel- vildarmönnum fyrir stuttu, þar sem Svavar Friðleifsson formaður Golf- klúbbs Hellu rakti sögu framkvæmd- anna fyrir gestum og forsvarsmönn- um Rangárvallahrepps, Hvolhrepps og Búnaðarbanka Islands sem styrktu verkefnið. Sagði hann það kraftaverki líkast hversu vel hefði gengið að byggja þessa aðstöðu upp, en klúbburinn sem er áhugamanna- félag, ætti marga eldhuga að sem lagt hefðu ómetanlegt vinnuframlag af mörkum. Formaður byggingar- nefndar viðbyggingarinnar var Emil Gíslason en yfirsmiður verksins var Óskar Pálsson hjá Krappa hf. á Hvolsvelli. Að sögn Gunnars Bragasonar formanns landsmótsnefndar er búist við allt að 300 keppendum á mótið en þátttökuréttur er bundinn við forgjöf þannig að í karlaflokki eiga rétt til þátttöku kylfingar með allt að 20 í forgjöf í fjórum flokkum. I kvennaflokki er forgjöfin allt að 24 í þrem flokkum. „Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á landsmóti í öllum flokkum á Strandarvelli og er auðvit- að stórviðburður í litlu samfélagi að taka á móti öllu því sem svona stóru móti fylgir. Það eru aðeins sex 18 holu golfvellir á landinu og í raun og veru merkilegt hversu vel hefur gengið að byggja aðstöðuna upp í svo litlum klúbbi, en félagar eru að- eins um eitt hundrað. En við njótum nálægðarinnar við þéttbýlið því mik- ið af utanaðkomandi golfleikurum koma hér reglulega til að spila, ges- takomur voru t.d. skráðar hér í maí sl. um 1800. Völlurinn er auðveldur í viðhaldi og er oft fyrstur í gang á vorin og opinn langt fram á vetur. Hann lítur mjög vel út í dag, en vinna við undirbúning er nú í fullum gangi og allt verður tilbúið þegar stóra stundin rennur upp.“ sagði Gunnar Bragason að lokum. Slysavarna- menní heimsókn FORRÁÐAMENN Slysavarna- félags íslands voru nýlega í heimsókn hjá Helgu Bárðardótt- ur, slysavamardeild kvenna á Hellissandi. Tækifærið var notað til að líta út að Gufuskálum til að líta á mannvirki og aðrar að- stæður því verið er að kanna hvort kleift sé að stofnsetja þar alþjóðlegan björgunarskóla. Myndin var tekin fyrir utan hús Slysavarnadeildanna á Heilliss- andi eftir að gestirnir höfðu þeg- ið veitingar kvennanna. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRÁ golfvellinum á Strönd á RangárvöIIum þar sem endurbætum er nýlokið fyrir landsmót í golfi. Gefa björg- unarbúnað SLYSAVARNARDEILDIR kvenna á Snæfellsnesi gera nú stórátak í slysavörnum vegna barna. Verið er að afhenda sund- jakka í sundlaugar og sérstök björgunarvesti ætluð börnum sem sækja í að veiða við bryggj- ur. Á myndinni eru þær Þorbjörg Alexandersdóttir, Hrafnhildur Óskarsdóttir og Brynja Guð- mundsdóttir sljórnarkonur og Helga Bárðardóttir slysavarnar- deild kvenna á Hellissandi með sundjakkana og vestin. Með þeim á myndinni er Hrafnhildur yngri. Ný sund- laug vinsæl Hellu - Ný sundlaug var opnuð í fyrrasumar á Laugalandi í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu. Laugin nýtist vel ferðamönnum á leið um Suðurland auk þess sem hún er not- uð til kennslu á vetrum, en eigendur hennar eru Ásahreppur auk Holta- og Landsveitar. Við laugina eru tveir heitir pottar og vaðlaug, vatnsrennibraut, gufa og ljósabekkir. Þess má geta að á Laugalandi eru prýðisgóð tjaldstæði auk þess sem nýr íþróttasalur hefur verið tekinn í notkun. Hægt er að fá gistingu í herbergjum og svefn- pokaplássi. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadðttir BORNIN kunna vel að meta vatnsrennibrautina í sundlauginni. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Foreldrar taka til Á HREIN SUN ARDEGI á Egils- stöðum brettu foreldrar í Mið- garði upp ermar, drifu sig í hlífðarföt og máluðu leiktæki á leikvelli barna við Miðgarð. Foreldrar báru sig vel þrátt fyrir að vera flestir vanir skrif- stofu- og innistörfum. Fengu allir kaffi og vöfflur að íslensk- um sið að verki loknu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.