Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátíðarhöld þjóðhátíðardaginn 17. júní með hefðbundnu sniði í höfuðborginni Hátíðardag- skrá fer fram í miðbænum HÁTÍÐARDAGSKRÁ þjóðhátíð- ardagsins í Reykjavík verður með hefðbundnum hætti fram að há- degi._ Forseti borgarstjórnar, Guð- rún Ágústsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst athöfnin kl. 10. Hátíðardagskrá við Austurvöll hefst kl. 10.40 með ávarpi for- manns Þjóðhátíðarnefndar, Stein- unnar V. Óskarsdóttur. Því næst leggur forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar og Davíð Oddsson for- sætisráðherra flytur ávarp. Fjall- konan flytur ávarp sitt, Kvennakór Reykjavíkur syngur og Lúðrasveit- in Svanur leikur. Skátar standa heiðursvörð að venju. Klukkan 11.15 verður guðsþjón- usta í Dómkirkjunni. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir predikar, Dómkórinn syngur og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Skrúðganga leggur af stað frá Hlemmi ki. 13.30 og önnur frá Hagatorgi kl. 13.45. Lúðrasveitir og skátar fara fyrir göngunum. Skemmtidagskrá í miðhænum Skemmtidagskrá hefst á þremur leiksviðum í miðbænum kl. 14; á Ingólfstorgi, í Lækjargötu og í Hljómskálagarði. Fram koma ýms- ir skemmtikraftar og listamenn. Einnig er boðið upp á fjölmörg skemmtiatriði um allan miðbæinn sem hátíðargestir geta tekið þátt í og fylgst með. í Hallargarðinum og Hljómskálagarðinum eru leik- tæki og sýningaratriði, árabátar og kanóar verða á Tjörninni og Sautjánda júní lestin ekur um Von- arstræti. Götuleikhúsið fer um há- tíðarsvæðið, Brúðubíllinn sýnir við Tjarnarborg, teiknilistaverk verða í Austurstræti, Fornbílaklúbburinn verður með sýningu í Vonarstræti og þannig mætti lengi telja. í Tjarnarsal Ráðhússins verður kór- söngur, óperusöngur og fleira. Uppákomur víðs vegar um bæinn Á Kjarvalsstöðum verður opnuð sýningin íslensk myndlist kl. 14. Á sama tíma hefst sérstök dagskrá í Árbæjarsafni, þar sem ljósmyndari mun taka gamaldags svarthvítar myndir af þeim gestum sem þess óska og kynning verður á þjóðbún- ingum og búningasilfri. Eldri borg- arar gera sér glaðan dag á Hótel íslandi milli kl. 14 og 18. í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal verður ýmislegt til skemmtunar og dagskráin hefst kl. 15. Trúðar, tröll og eldgleypar verða á staðnum, Furðuleikhúsið verður með sýningu kl. 16 og farið verður í skrúðgöngu. Þá mun Trítil- toppur heimsækja barnadeildir Landakots- og Landspítala. Kvölddagskrá í miðbænum Um kvöldið verður skemmtun á tveimur sviðum í miðbænum. Á Ingólfstorgi verða gömlu dansarnir stignir fram eftir kvöldi en rokkið tekur við um miðnætti. í Lækj- argötu verða tónleikar vinsælla hljómsveita. Á báðum stöðum lýkur dagskrá kl. 2 eftir miðnætti. Stræt- isvagnar Reykjavíkur verða með ferðir úr miðbænum að skemmtun lokinni. Hafnarfjörður HAFNFIRÐINGAR hefja hátíðar- höld kl. 8 þegar skátar draga fána að húni. Dagskrá hefst í Hellis- gerði kl. 13 og þaðan fer skrúð- ganga af stað kl. 13.45. Gengið verður upp Reykjavíkurveg, inn Hraunbrún og inn á Víðistaðatún. Hátíðarsamkoma verður sett á Víðistaðatúni kl. 15. Hátíðarræðu flytur Lúðvík Geirsson og íjallkon- an fiytur ávarp. Kvöldskemmtun í miðbæ Hafn- arfjarðar hefst kl. 20.30 og þar munu koma fram Lúðrasveit Hafn- arfjarðar, Pez, Stólía, Botnleðja, Laddi, Bubbleflies og Svala Björg- vinsdóttir, Radíusbræður og Jet Black Joe. Á Ráðhústorgi verða gömlu dansarnir stignir frá kl. 21 við undirleik Guðmundar Stein- grímssonar og félaga. Garðabær HÁTÍÐAHÖLDIN í Garðabæ eru í umsjá skátafélagsins Vífils. Við Garðabæjarhöfn verður boðið upp á útsýnissiglingu og koddaslag milli 9.30 og 11.30. Fjársjóðsleit verður við skátaheimilið milli 10 og 12 og á sama tíma verður gróð- ursetning í Sandahlíð í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar. Hátíðarstund verður í Vídalíns- kirkju kl. 13 og skrúðganga leggur af stað þaðan kl. 13.30. Sigrún Gísladóttir forseti bæjarstjómar set- ur hátíðina við Flataskóla kl. 14. Fjallkonan flytur ávarp og Lúðra- sveit Garðabæjar leikur. Ýmiss skemmtiatriði verða við Flataskóla og Garðaskóla milli 14.30 og 16. Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar verður í Garðalundi kl. 15 og skemmtun verður í íþrótt- amiðstöðinni milli 16 og 17. Há- tíðahöldum dagsins lýkur með di- skóteki fyrir yngstu kynslóðina sem haldið verður í Garðalundi kl. 20.30 og stendur það til kl. 22.30. Selljarnarnes SKRÚÐGANGA leggur af stað frá , dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13.30. Gengið verður upp Hof- garða, eftir göngustígum Stranda- hvei-fís og niður Nesveg að Eiðis- torgi. Hátíðin verður sett kl. 14 á Eið- istorgi. Þar mun Lúðrasveit Sel- tjarnarness flytja ættjarðarlög og Ijallkonan flytur ávarp. Selkórinn mun syngja nokkur lög og leikþátt- urinn Mókollur á þjóðhátíð verður fluttur kl. 14.45. Sýndir verða fim- leikar og Brassbandið kemur fram. Hátíðinni verður slitið kl. 15.30, en kl. 22 hefst ball á Eiðistorgi. Mosfellsbær SKRÚÐGANGA heldur frá íþróttahúsinu kl. 14 og setning hátíðardagskrár verður við útisvið kl. 14.20. Þar verða fluttar hátíð- arræður og menningarverðlaun Mosfellsbæjar verða afhent. Boðið verður upp á skoðunar- ferðir um_ Mosfellssveit og fara rútur frá Álafossvegi kl. 15, 16 og 17. Hátíðardagskrá stendur fram eftir degi og ýmislegt verður á döfinni; spákona, tívolí, andlitsmál- un, reiptog ofl. Sigrún Hjálmtýsdóttir kemur fram í Teppasal í Álafosskvos kl. 21 og karaokee-keppni verður á útisviði. Sniglabandið tekur við kl. 21 og dagskrárlok verða kl. 2. Hrafnseyri AÐ venju mun Hrafnseyrarnefnd . standa fytir hátíðardagskrá á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðing- arstað Jóns Sigurðssonar. Dagskráin hefst kl. 14 á hátíðar- messu. Séra Kristinn Jens Sigur- þórsson sóknarprestur þjónar og kirkjukór Þingeyrarkirkju syngur. Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir og forseti bæjarstjórnar ísafjarðar mun flytja hátíðarræðu. Að lokum leika Helga Aðalheiður Jónsdóttir og Guðmundur Vilhjálmsson á blokkflautu og píanó. Þess má geta að safn Jóns Sig- urðssonar verður opið í sumar frá 17. júní til 1. september frá kl. 14-20. Safnvörður er Guðrún Þor- geirsdóttir. Morgunblaðið/Silli Björgin klofnuðu HÚSAVÍKURHÖFN afmarkast af Húsavíkurhöfða að norðan og Kaldbaksnefi að sunnan og með sumarkomunni hrundi allnokkuð fram af Kaldbaksncfi. Þetta á sér eðlilegar skýringar því bergið þarna er allsprungið og ef mikið vatn er í sprungum þegar frysta tekur að hausti þá klýfur frostið bergið og afleiðing- arnar koma í ljós með vorleysing- unum. Þegar Húsavíkurkirlga var byggð notaði steinsmiðurinn Jón Ármann Árnason þetta lögmál náttúrunnar við að meitla grjótið í grunninn. Hann meitlaði rifur í steinana og fyllti þær síðan með vatni sem fraus og klauf steininn. Myndin sýnir nefbrotið. Bréf Chiracs Frakklandsforseta til Davíðs Oddssonar Gerð grein fyrir kjarn- orkutilraunum Frakka SENDIHERRA Frakklands á ís- landi, Robert Cantoni, afhenti í gær Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf frá Jacques Chirac Frakklands- forsetá vegna þeirrar ákvörðunar frönsku ríkisstjórnarinnar að hefja aftur kjarnorkusprengingar í til- raunaskyni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lýsti yfir því á miðvikudag að hann harmaði þá ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar að hefja aftur kjarnorkusprengingar í tilrauna- skyni á Kyrrahafseyjum. Kvaðst utanríkisráðherra undrast þessa yf- irlýsingu Chiracs forseta og lýsti jafnframt yfir því að von sín væri sú að þessi ákvörðun Frakka myndi ekki torvelda viðræður í Genf þar sem stefnt er að því að koma á alls- heijar banni við slíkum tilrauna- sprengingum á næsta ári. Takmarkaðar tilraunir Sendiherra Frakka á íslandi gekk í gær á fund forsætisráðherra og afhenti honum bréf frá FYakklands- forseta. í því kveðst Chirac forseti vilja nota tækifærið og útskýra for- sendur þessarar ákvörðunar sinnar sem tekin hafi verið að vandlega yfirlögðu ráði. I fyrsta lagi sé Frökk- ■ um nauðsynlegt að viðhalda fæling- armætti kjarnorkuheraflans og því hafi tilraunir þessar verið ákveðnar. Tilraunirnar verði takmarkaðar. Þær geri Frökkum hins vegar kleift að gerast aðilar að samkomulagi um algjört bann við kjarnorku- sprengingum í tilraunaskyni á næsta ári. Kveðst forsetinn vera sammála því mati forsætisráðherra að sáttmáli í þá veru sé ein af for- sendum þess að unnt verði að stemma stigu við útbreiðslu kjarna- vopna. Chirac forseti kveðst þeirrar hyggju að aðeins með takmörkuðum tilraunasprengingum verði unnt að viðhalda trúverðugri fælingu á sama tíma og unnið verði að því að upp- fylla skilyrði sáttmála sem kveður á um bann við kjarnorkusprenging- um í tilraunaskyni. Þessi niðurstaða sé í samræmi við hagsmuni Frakka og stefnu þeirra í málefnum Evrópu. Samningur verður staðfestur Forseti Frakklands leggur á það áherslu að hann sé öldungis ákveð- inn í að Frakkar gerist aðilar að samningnum um bann við tilrauna- sprengingum. Frakkar hyggist einn- ig beita sér fyrir því að ákvæðum þessa samnings verði hrint í fram- kvæmd svo fljótt sem auðið er eftir mað hann hefur öðlast gildi. „Forsætisráðherra kær, vinsam- legast meðtakið bréf þetta sem tákn um hversu mikilvæg ég tel traust og vinsamleg samskipti þjóða vorra vera og veitið viðtöku kærri kveðju minni,“ segir í lok bréfsins sem undiritáð er af Chirac. Jákvæð yfirlýsing í fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi lýst fyrir sendiherra FYakklands áhyggjum ríkisstjórnar íslands af ákvörðun FYakklandsstjórnar. Forsætisráð- herra hafi jafnframt tekið fram að jákvætt væri að FYakkar hefðu lýst yfir því að þeir hygðust hætta kjarnasprengingum á næsta ári og myndu þá gerast fullgildir aðilar að samningi um bann við tilrauna- sprengingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.