Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 2
• 2 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ES A gefur íslandi frest til að breyta lögum um vörugjald Framkvæmd álagn- ingar andstæð EES Undirbúningur að breytingum hafinn, segir aðstoðarmaður fjármálaráðherra EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) telur að framkvæmd álagn- ingar vörugjalds og fyrirkomulag innheimtu gjaldsins brjóti í bága við samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. í rökstuddu áliti, sem stofnunin sendi fjármálaráðuneyt- inu í gær, er íslenzkum stjórnvöld- um gefinn tveggja mánaða frestur til að breyta lögum til samræmis við EES-samninginn. Verzlunarráð Islands kvartaði til ESA vegna meintrar mismununar innlendra og erlendra aðila við álagningu og innheimtu vörugjalds. Verzlunarráð kvartaði yfir því að grunnur vörugjalds væri fundinn með því að áætla 25% heildsölu- álagningu á innfluttar vörur, í stað þess' að miða við raunverð eins og þegar um innlenda framleiðslu væri að ræða. Hins vegar átaldi VÍ að innlendum framleiðendum væri veittur gjaldfrestur, en ekki erlend- um. Til dómstólsins eftir tveggja mánaða frest Björn Friðfinnsson, eftirlitsfull- trúi hjá ESA, sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnunin hefði verið í viðræðum við íslenzk stjórn- völd allt síðasta ár vegna málsins. Hann sagði óumdeilt að íslenzk stjórnvöld hefðu heimild til álagn- ingar vörugjalda í fjáröflunarskyni, en ekki mætti nota þau til verndar- aðgerða um leið. Ríkið þyrfti ekki að verða af tekjum, þótt lögum yrði breytt, en tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi eru um þrír milljarðar króna árlega. Björn sagði að hið áætlaða álagn- ingarhlutfall og greiðslukjörin sam- rýmdust ekki 14. grein EES-samn- ingsins, en þar segir að einstökum aðildarríkjum sé óheimilt að leggja hvers kyns beinan eða óbeinan skatt innanlands á framleiðsluvörur ann- arra aðildarríkja, umfram það sem lagt sé á sams konar innlendar vörur. Þar er jafnframt kveðið á um að samningsaðila sé óheimilt að leggja á framleiðsluvörur ann- arra ríkja innlendan skatt, sem sé til þess fallinn að vernda óbeint innlendar vörur. „Vjð sendum formlegar athuga- semdir til fjármálaráðuneytisins í marz og fengum ekki svör við því. Nú sendum við rökstutt álit og gefum stjórnvöldum tvo mánuði til að gefa svör á móti. Að þvl búnu verður tekið til athugunar að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn í Genf. Það er komið á það stig," sagði Björn. Þetta er í þriðja sinn, sem Island fær rökstutt álit frá ESA, en slíkt hefur einnig gerzt vegna álagningar Andlát DAVÍÐ ÓLAFSSON DAVÍÐ Ólafsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, lést mið- vikudaginn 21. júní, 79 ára að aldri. Davíð fæddist 25. apríl 1916 í Bakka- gerði í Borgarfírði eystra, sonur hjón- anna Jakobínu Dav- íðsdóttur og Björns Ólafs Gíslasonar framkvæmdastjóra. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1935 og Bac. sc. oec. frá Christian Albrechts Universitát í Kiel í Þýskalandi árið 1939. Davíð var fiskimálastjóri hjá Fiskifélagi íslands árið 1940 til 1967 og seðlabankastjóri frá sama ári til ársins 1986. Hann gegndi að auki fjölmörgum trúnaðarstörf- um og sat meðal annars stofnfundi Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu í París árið 1948 og var síðan árlega fulltrúi á fundum stofnunarinnar og seinna Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu fram til ársins 1986.^ Hann var fastafulltrúi íslands í Alþjóðahafrannsóknaráðinu á ár- unum 1952 til 1967 og í stjórn ráðsins frá 1964 til 1967. Hann var fulltrúi íslands í fastanefnd samkvæmt alþjóðasamningi um fiskveiðar og í Norðaustur-Atl- antshafsfiskveiðinefndinni frá 1959 til ársins 1969, þar af for- maður nefndarinnar á árunum 1966 til 1969. Davíð sat í stjórn Bjargráðasjóðs Islands frá 1940 til 1967. Hann var formaður stjórnar Hlutatryggingasjóðs báta- útvegsins og síðar Aflatrygginga- sjóðs sjávarútvegsins til ársins 1967. Davíð sat í stjórn Fiskimála- sjóðs frá árið 1954 og var formað- ur árið 1967 til 1968. Davíð sat á Alþingi sem varaþingmaður Reykvíkinga á árunum 1959 til 1962 og var landskjörinn alþingis- maður á árunum 1963 til 1967. Davíð átti sæti í bankaráði Fram- kvæmdabanka íslands árið 1961 til 1966 og í stjórn Framkvæmda- sjóðs íslands árið 1966 til 1967. Hann sat f stjórn Hafrannsókna- stofnunar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins frá 1962 til 1970. Hann var formaður stjórnar Fiskveiðasjóðs íslands 1967 til 1986 og Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins frá 1969 til 1986. Hann var formaður stjórnar sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norð- manna 1976 til 1977 og formaður stjórnar Germaníu 1972 til 1977. Þá var hann forseti Ferðafélags íslands 1977 til 1985 og formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nor- dals 1986 til 1990. Davíð hlaut stórriddarakross Hinnar islensku fálkaorðu, Kom- mandörkross dönsku Dannebrogs- orðunfiar og norsku St. Olavsorð- unnar. Stórkross þýsku Verdienst- orðunnar og heiðursmerki sænska Rauðakrossins. Hann var heiðurs- félagi í Fiskifélagi Islands, félaginu Germaníu, Ferðafélagi ísíands, Gesellschaft der Freunde Islands í Hamborg. Hann var kjörinn f heið- ursráð Krabbameinsfélags íslands árið 1990. Eftirlifandi eiginkona Davíðs er Ágústa Þuríður Gísladóttir fædd 4. apríl 1918. Börn þeirra eru Ólafur, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, og Sigrún rit- höfundur. aukagjalds á innfluttán bjór og vegna ríkiseinokunar á innflutningi og heildsölu áfengis. Gegn EES og GATT Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að viðurkennt væri að núverandi fyrirkomulag, sem hefði verið málamiðlun á sínum tíma, bryti í bága við EES-samning- inn og jafnframt GATT-samkomu- lagið. Síðastliðið vor hefðu verið samin tvö frumvörp til breytingar á núgildandi lögum. Þau hefðu ver- ið borin undir hagsmunaaðila, en ekki fallið í góðan jarðveg og ekki verið lögð fyrir Alþingi. Steingrímur Ari sagði að skoða þyrfti leiðir til að breyta vörugjald- inu að einhverju leyti í gjald á magn vöru í stað verðs hennar. Hins vegar vildi ráðuneytið í lengstu lög komast hjá því að koma á sér- stöku virðisaukaskattþrepi, eins og reyndin væri í sumum ríkjum. Steingrímur Ari sagði að fjár- málaráðherra hefði ákveðið að setja á stofn starfshóp til að fara yfir málið, og hefði verið óskað eftir tilnefningum frá Félagi stór- kaupmanna og Samtökum iðnaðar- ins. „Að því er stefnt að við verðum komnir með lausn áður en þingið kemur saman, þannig að hægt sé að leggja fram frumvarp strax.í október," sagði Steingrímur Ari. Morgunblaðið/Golli FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Li Lanqing, varafor- sætisráðherra Kína, og frú Zhang Suzhen á Bessastöðum í gær. HALLDÓR Ásgrímsson, utanrikisráðherra og frú Sigurjóna Sig- urðardóttir tóku á móti kínversku gestunum í Leifsstöð í gær. Varaforsætisráðherra Kína í heimsókn Talsverðar skemmdir af eldi TALSVERÐAR skemmdir urðu af eldi á trésmíðaverkstæði á Þrándarstöðum á Héraði skammt frá Egilsstöðum í gær- kvöldi. Mikill eldur var í húsinu þeg- ar að var komið en greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans. VARAFORSÆTISRÁÐHERRA viðskipta- og efnahagsmála í Kina, Li Lanqing, og eiginkona hans, frú Zhang Suzhen, komu í opinbera heimsókn hingað til lands í gær. Utanríkisráðherra tók á móti þeim i Leifsstöð og siðdegis hafði f orseti íslands, frú Vigdis Finnbogadóttir, móttöku á Bessastöðum fyrir ráðherrann og fylgdarlið hans. Fyrir hádegi í dag funda Hall- dóí Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og Li Lanqing, en í hádeg- inu er kínversku gestunum boðið til málsverðar í Viðey. Síðdegis tekur Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri, á móti gestunum í Ráðhúsinu og kvöldverður í boði utanríkisráðherra verður í Ráð- herrabústaðnum. Á föstudag koma kínversku gestirnir við í fiskvinnslu Granda og fara til Þingvalla, þar sem starfandi forsætisráðherra, Friðrik Sophusson, býður til há- degisverðar. Þaðan er haldið til Nesjavalla, en síðar um daginn verður flogið til Egilsstaða, þar sem gestirnir verða viðstaddir opnun vöru- og þjónustusýningar- innar Drekinn '95. Egilsstaðabær býður til kvöldverðar og að hon- um loknum er haldið til Reykja- víkur. Li Lanquing og föruneyti hans komu hingað frá Noregi, en þar undirritaði hann samninga við norsk fyrirtæki metna á um 20 miujarða íslenskra króna. Heimsókn Li Lanqing og eigin- konu hans lýkur á laugardag. Arthur Irving, einn forstjóra Irving Oil, staddur á íslandi Ahugi á starfsemi hér er óbreyttur ARTHUR Irving, einn af forstjórum kanadíska olíufélagsins Irvirig Oil, er staddur hér á landi. Þetta er I . annað sinn á árinu sem fulltrúar fyrirtækisins koma til landsins vegna fyrirhugaðrar starfsemi hér- lendis. Othar Örn Petersen, fulltrúi Ir- ving Oil á íslandi, sagði að í þess- ari ferð hefði ekki verið rætt við fulltrúa Reykjavíkurborgar. Verið væri að fara yfir málin og skoða ýmsa hluti. Hann sagði að olíufélag- ið hefði enn áhuga á að hefja fram- kvæmdir hér á landi, en ekkert lægi fyrir um hvenær endanleg ákvörðun þess efnis yrði tekin. Irving Oil stendur til boða að reisa birgðastöð á svonefndu Klettasvæði í Sundahöfn en fyrir- tækið hafnaði lóð undir bensínstöð sem Hafnarfjarðarbær bauð þvf á Reykjanesbraut en hefur til skoðun- ar aðra staðsetningu þar. Fyrirtækið hefur sýnt áhuga á byggingu 6-8 bensín- og þjónustu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu. Borgarráð hefur samþykkt umsögn borgarskipulags um að fallist verði á breytta landnotkun vegna stað- setningar á fyrirhuguðum bensín- afgreiðslum og verslunum Irving Oil við Hraunbæ og Eiðisgranda. Samþykktirnar hafa hins vegar ekki verið sendar til skipulags- stjórnar ríkisins. Gangur mála er sá að erindi sem þessi eru send skipulagsstjórn til samþykktar og þaðan til umhverfisráðherra til end- anlegrar afgreiðslu. Birgðastöð í Sundahöfn Irving Oil sótti um lóð hjá Reykjavíkurhöfn undir birgðastöð síðastliðið haust og var þá tilkynnt að fyrirtækinu stæði til boða lóð á Klettasvæði í Sundahöfn sem nú er undir sjó. Að sögn Jóns Þorvaldssonar hjá Reykjavíkurhöfn var bent á það að áður en að úthlutun og fram- kvæmdum kæmi yrði að gera sam- komulag og ganga frá lóðaumsókn. Jón sagði að síðan hefði ekki heyrst mikið frá talsmönnum fyrirtækisins og í raun ekki borist formlegt svar um hvort það myndi þiggja lóðina. 6-8 mánuði tekur að fylla upp*í svæðið. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi sagði að einungis hefðu borist fyrirspurnir frá Irving Oil um umferð á nokkrum götum í bæjarfélaginu og meira hefði ekki gerst í því máli. Fyrirtækið sótti einnig um lóð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði og var því hafnað. Hins vegar hafa verið nefnd onnur svæði en Björn Árna- son bæjartæknifræðingur segir að fyrirtækiðhafi ekki sinnt því enn- þá. „Mér vitanlega hefur fyrirtækið ekki venð í sambandi við bæjaryfir- völd frá því snemma í vor," sagði Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.