Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JON VIGFUSSON + Jón Vigfússon fæddist 22. maí 1938 á Selfossi. Hann iést á Land- spítalanum 14. júní sl. Foreldrar hans voru Vigfús Guð- mundsson, bifreiða- stjóri og sjómaður, d. 1990, og Guðrún Jónsdóttir, d. 1950. Bræður Jóns eru Eggert, fyrrum slökkviliðsstjóri á Selfossi, Guðni, lát- inn, Guðmundur Þór, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Örn, mjólkur- fræðingur. Jón kvæntist 14. október 1967 Valgerði Sverris- dóttur. Foreldrar hennar eru Halldóra Guðlaugsdóttir og Sverrir Torfason, sjómaður. Börn Jóns og Valgerðar eru Guðrún, f. 5. apríl 1971, og Sverrir, f. 19. maí 1977. Stjúp- dóttir Jóns, dóttir Valgerðar, er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, f. 10. aprfl 1960. Útför Jóns fer fram frá Nes- kirkju fimmtudaginn 22. júní nk. kl. 15.00. ELSKU pabbi minn, ég get aldrei vitað það með vissu, en ég vil trúa því að þér líði vel núna og að nú dveljir þú meðal vina og vandamanna sem hafa tekið vel á móti þér. Mér Iíður ekki vel þegar ég hugsa um framtíð mína án þín, en þó róast hugur minn þegar ég hugsa um öll árin sem við áttum saman og hvað mér leið alltaf vel hjá þér. Allt það sem þú varst mér og kenndir mér er ómetanlegt veganesti sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu og rækta vel. Þu varst mín stoð og stytta í lífinu fram á síðasta dag og verður það áfram því að í huga mínum lifir minningin um þig. Þín Guðrún. Jón var fjórði í röðinni af fimm sonum hjónanna Vigfúsar Guð- mundssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, sem bjuggu á Selfossi. Uppvaxtarár bræðranna fimm voru lífleg enda var aldursmunur þeirra lítill. Eins og venja var á þeim tíma voru strákar sendir í sveit og Jón varð sumarpiltur að Oddgeirshól- um í Hraungerðishreppi hjá Elínu Briem og sonum hennar Ólafi, Guð- mundi og Jóhanni. Þar var hann reyndar til heimilis í nokkur ár í þann mund að Guðrún móðir þeirra lést en þá voru þeir enn á unglings- aldri, sá yngsti níu ára og sá elsti átján. Varð dvölin á þessu ágæta heimili Jóni gott vegarnesti á lífsleið- inni og minntist hann fólksins þar jafnan með hlýju. Nítján ára gamall fór Jón til sjós og stundaði sjómennsku ætíð síðan, bæði hjá SÍS, Ríkisskipin og svo íengst af hjá Eimskipafélagi íslands. Jón mun hafa verið góður sjómað- ur og farsæll skipstjóri, eins og hann átti reyndar kyn til. Afí hans og nafni í Melshúsum á Eyrarbakka var formaður og hafnsögumaður þar um áratuga skeið og þótti flestum lagn- ari við brimlendingar. Jón tók tals- verðan þátt í félagsstörfum sjó- manna. Einkum var hann eftirsóttur til samningaviðræðna um kjaramál. Komu þá kostir hans vel í ljós. Hann var eins og bræður hans glöggur á allt, sem hann vildi um vita. Hann var réttsýnn, góður mannþekkjari og glöggur á tölur og stærðir. Hann hafði þann eiginleika að geta verið bæði fastur fyrir og þó sveigjanleg- ur, þegar það átti við. Jón var léttur í lund og uppátektarsamur, hjálp- samur og kveikti jafnan hlátur. Það er mikill skaði fyrir fjöl- skyldu, vini, skyldmenni og starfs- félaga að missa Jón í blóma lífsins. Enginn veit hvenær við teljumst hafa lokið ævistarfi okkar og erum burt kölluð og varla að við vitum svo glöggt hver kallar. En í gamalli sjóferðarbæn er þó þessum orðum til kallarans beint og með þeim vil ég mega kveðja minn elskulega mág, sem við reyndar vor- um sífellt að kveðja eins og alla þá sem ala sinn aldur á sjó, en þær ferð- ir voru alltaf skipulagð- ar og styttri en sú sem hann nú hefur tekist á hendur. í bæninni stendur: Leiddu oss eftir þínu guðdómlega vísdóms- ráði, og gef oss ætíð að vera viðbúnum að gegna dauðans kalli, hvort heldur það á fyrir oss að liggja á sjó eða landi. Lát oss þá með Jesú andlátsorðum í hjartanu út af sofna, þegar vor sjóhrakningur gegnum þetta hættufulla veraldarhaf er á enda, svo vér loksins náð fáum lukkusælli landtöku í þeirri rósömu höfninni eilífs lífs, á landi lifandi manna í himnanna sæluríki. Hildur Hákonardóttir. Er ég sest niður og hugsa til baka sækja að mér minningar um okkar góða kunningsskap og langt sam- starf í gegnum tíðina, þar sem aldrei bar skugga. á. Minningarnar snúast þó fyrst og fremst um hressan, já- kvæðan og góðan dreng. Sjómannsferill Jóns hófst hjá Skipadeild Sambandsins árið 1957, en þar starfaði hann sem messa- drengur, viðvaningur og háseti til ársins 1962. Eftir það starfaði hann sem háseti og stýrimaður hjá Ríkis- skipum til ársins 1964! Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1964. Jón hóf störf hjá Eimskipi hinn 10. desember 1963 og byrjaði sem 3. stýrimaður á Goðafossi. Starfaði hann hjá félaginu síðan, með nokkr- um hléum til 22. janúar 1965. Hinn 1. nóvember 1970 kom Jón á ný til starfa hjá Eimskipi og starfaði hjá félaginu allar götur síðan, mest til sjós, en hann kynntist einnig land- rekstrinum, því árið 1974 starfaði hann, sem verkstjóri, við höfnina og árið 1983 vann hann í Stórflutninga- deild félagsins. Jón varð fastur skip- stjóri hjá félaginu hinn. 11. janúar 1992 þá á ms. Stuðlafossi, en nú síðast var hann skipstjóri á Bakka- fossi. Af einstökum verkefnum sem Jón sinnti fyrir Eimskip er mér sérstak- lega minnisstæð frammistaða hans þegar félagið leigði út „North Coast" (Álafoss) og „South Coast" (Eyrar- foss) síðia árs 1988, en á þeim skip- um starfaði Jón sem skipstjóri og einnig starfaði hann sem skipstjóri á „Atlantic Frost" (Goðafossi) og írafossi í slíkum siglingum, en á öll- um þessum skipum nutu sín bestu eiginleikar hans, sem persónu og starfsmanns. Jón var mikill mann- þekkjari og átti ákaflega auðvelt með að fá fólk með sér. Hann fann sig greinilega mjög vel í þessum verkefn- um og fannst eiga vel við sig aukin ábyrgð og breyttar áherslur. Hann varð fljótlega þekktur meðal leigu- taka skipanna sem Jón Foss skip- stjóri, en það viðurnefni tók hann sér sjálfur á sínum yngri árum. Lesa mátti í símskeytum frá þessum aðil- um fögur lýsingarorð um frammi- stöðu hans í einstökum málefnum og greinilegt var að þeir treystu hon- um mjög vel fyrir sínum málum. Hann átti sér alltaf þann draum að komast aftur í slík verkefni. Trúnaður hans við Eimskip var mikill og hann vildi veg félagsins ávallt sem mestan. Orðið nei var ekki til í hans orðabók þegar félagi var annars vegar, en hann hafði sín- ar skoðanir á flestum málum og gat verið fastur fyrir og fylginn sér. í þeim anda hefur Jón alið börn sín upp og tekist þar mjög vel eins og annars staðar. Jón var áhugamaður um knatt- spyrnu og við áttum margar góðar stundir saman á vellinum undanfarin sumur, þar sem stuðningur okkar við ákveðið lið fór saman. Jón ræktaði garð sinn vel þegar að vináttu kom og þegar hann var í fríum sótti hann okkur oft heim og alltaf fylgdi honum góða skapið. Strákarnir mínir voru mjög hrifnir af Jóni og hlökkuðu alltaf til heim- sókna hans. Þá var mikið spjallað og teygðist oft og iðulega úr spjallinu langt fram eftir nóttu. Ekki var óal- gengt að hann legði fyrir fullmótaðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem honum fundust skynsamlegar hverju sinni, svo og plan um nýjan skipakost og mönnun skipa. Einnig minnist ég þess að þegar við fjöl- skyldan vorum í sumarleyfi á er- lendri grund fengum við oftar en ekki nokkrar skemmtilegar upp- hringingar frá Jóni og maður varð allur mun léttari eftir þau samtöl. Þegar hringt var til mín laugar- dagskvöldið 3. júní sl. og mér til- kynnt að setja þyrfti Jón skipstjóra í Íand, þar sem hann væri mjög veik- ur og að Jón hefði sjálfur beðið um að fara í land fór um mig ónotaleg tilfínning. Jón gat ekki hafa beðið um þetta nema því aðeins, að hann væri orðinn mjög illa haldinn. Jón var fluttur á Rogaland sjúkrahúsið í Stavangri, í Noregi, og fór þar í rannsókn, en nokkrum dögum síðar var ákveðið að senda hann heim í sjúkraflugi og við heimkomu var hann lagður inn á Landspítalann, þar sem hann lést viku eftir heimkomu. Laugardaginn 10. júní sl. heim- sótti ég, ásamt eiginkonu minni, Jón á Landspítalann, en þá var mjög af honum dregið. Jón bar sig hins veg- ar vel og kvaddi mig með þvi að segja að hann ætlaði að hvíla sig vel yfir helgina og að hann yrði orðinn mun betri strax á mánudeginum. í októbermánuði sl. kenndi hann sér fyrst meins af sjúkdómi þeim, sem nú hefur lagt hann að velli. Stutt er liðið frá þeim tíma og erfitt er að hugsa sér farmannahópinn okkar, án Jóns og maður er hreinlega ekki búinn að átta sig á því að hann sé horflnn okkur. Með þessum línum vil ég kveðja hann Jón minn og þakka honum fyr- ir hönd Eimskips vel og sérstaklega samviskusamlega unnin störf í gegn- um tíðina. Blessuð sé minning hans. Elsku Vala, Guðrún, Sverrir og Halldóra, sorgin er mikil, en eftir lif- ir minningin um góðan dreng. Við huggum okkur við það að við vitum að núna líður Jóni vel í þeirri höfn, sem hann hefur tekið. Hann er í góðum höndum og vel verður séð um hann. Ásbjörn Skúlason. Mig langar til að minnast góðs félaga og samstarfsmanns með fáum orðum. Það er ekki auðvelt að segja skilið við jafn góðan félaga og Jón var og þá sérstaklega þegar hugsað er til þess hversu fljótt-hann var tek- inn frá okkur. Þau ár sem við störfuðum saman hjá Eimskipi munu ætíð verða mér eftirminnileg og þá sérstaklega sá léttleiki, samstarfsvilji og kapp sem ávallt fylgdi Jóni. Hann tók mér opn- um örmum þegar ég hóf störf hjá Eimskipi og á erfiðum stundum veitti það mér hugarró að hitta Jón og minnist ég þá sérstaklega þeirra stunda þegar við hittumst í Gauta- borg þ'egar sonur minn átti við veik- indi að stríða. Þá var það Jón sem studdi dyggilega við bakið á mér og fjölskyldu minni með sinni einstöku lífsgleði og jákvæðni. Hann var leiðtogi mikill og lagði allt sitt kapp á að leysa öll mál bæði stór og smá af mikilli röggsemi og var hjálpsemi eitt af aðalsmerkjum hans, það var engu líkara en að nei væri ekki til í orðaforða hans. í kring- um Jón var alltaf góður andi og sést það best á því hversu samheldin áhöfn hans var, nánast eins og ein stór fjölskylda. Mér er harmur í huga þegar leiðir skilja en handan móðunnar miklu munu Ieiðir liggja saman á ný. Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem drottinn gaf. (Matthías Jochumsson.) Ég kveð þig nú með þökk fyrir allt. Guð styrki konu þína og fjöl- skyldu í þessari miklusorg. Ásbjörn Helgi Ámason. í dag er kvaddur hinstu kveðju fyrrum starfsfélagi minn og góð- kunningi Jón Vigfússon skipstjóri. Á stundu sem þessari setur mann hljóð- an og hugur reikar til liðinna ára qg þess sem á dagana hefur drifið. Á fjórða tug ára eru liðin frá fyrstu samskiptum okkar Jóns sem skipsfé- laga á skipum Eimskips, sem síðan hafa endurnýjast með millibilum fram til þess er ég hætti störfum til sjós, en traust vináttan stóð áfram fyrir sínu. Ég held, að öllum til sjós og lands, sem samskipti áttu við Jón verði hann ávallt minnisstæður, og þá sér í Iagi fyrir glaðlegt viðmót hans og ævinlega jákvæðu og bjart- sýnu afstöðu til aílra mála. Vanda- mál voru í hans huga ekki til, sem slík, heldur einfaldlega smámál til að kljást við og sigrast á og þannig var til hinsta dags. Það má segja, að Jón hafí haft ljúfan og litríkan persónuleika í besta skilningi þeirra orða. Á unglingsárum var Jón skamma hríð við nám í Noregi en stundaði síðan sjómennsku hjá ýmsum ís- lenskum útgerðum þar til hann réði- st til Eimskipafélags íslands sem stýrimaður og skipstjóri, en far- mannaprófí lauk hann 1964. Það er öllum sem til þekkja harmur að sjá á bak svo dugmiklum, traustum og farsælum félaga, samstarfsmanni og skipstjórnarmanni sem Jóni. Þar er nú skarð fyrir skildi. í einkalífi sínu var Jón ekki síður lánsmaður, þar sem hann átti Val- gerði Sverrisdóttur fyrir lífsförunaut og eiginkonu og börn þeirra Guð- rúnu, Sverri og Halldóru, sem alla tíð voru honum allt. Við vottum þeim og fjölskyldu innilegustu samúð og þökkum Jóni tryggð og samfylgd. Dagbjört og Gústav Magnús Siemsen. Fallinn er í valinn sægarpurinn Jón „Foss" Vigfússon. Af fullu ferðinni var sett á stopp. Þegar sól fór hækk- andi og dagarnir urðu bjartari hvarf sólin snögglega úr hádegisstað, ævi- dagar voru á enda runnir. Sjálfsagt, ekkert mál voru orð sem voru tungunni töm. Ekki hægt, seinna eða útilokað voru orð sem ekki voru viðhöfð. Jákvæðni og starfsgleði einkenndu allar hans gjörðir. Starfsstöðvarnar hjá Eimskipa- félagi Islands urðu margar, en sjór- inn heillaði þó mest. Starfsferlinum lauk sem skipstjóri á ms. Bakka- fossi, en því skipið stýrði hann síð- ustu árin. Á útfarardeginum minnumst við starfsfélagar hans og vinir til sjós og lands þess hversu heill og sannur hann var. Blessuð sé minning Jóns „Foss" og megi styrkur Guðs vera með eigin- konu, börnum og öðrum ættingjum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir Íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ragnar Valdimarsson. Stormurinn ýlir, sjórinn gengur á hafnargarðinn eða „Molan" eins og heimamenn kalla garðinn í Þórshöfn í Færeyjum. Útsýn er lft.il, nánast engin. Þokan og myrkrið safna sam- an liði með Kára veturkóngi. í stuttu máli sagt er arfavitlaust veður í Þórs- höfn og næsta nágrenni. Ekki hundi út sigandi. Allt í einu í þessu ekki svo góða veðri birtist Bakkafoss. Passar raun- ar ekki inn í þessa náttúrumynd sem máttarvöldin hafa búið til en öslar engu að síður í áttina að hafnarkjaft- inum. Leggst að bryggju eins og blíðalogn væri. Það bitu sjaldnast á hann veður. Hann 'var í heimi flutninga í Þórs- höfn kallaður „Jón Foss" sem passar vel við nafnagiftir hér í Færeyjum. Þekktur fyrir að vera einna bestur þeirra skipstjóra sem sigldu á þennan klett í miðju Atlantshafinu. Hét raun- ar Jón Vigfússon. Því var oft haldið fram, meðal eldri manna, sem standa gjarnan í Vogs- botni eða öðrum svipuðum stöðum þar sem aldur og reynsla fara sam- an, að þegar menn stjórna skipum þekkist handbragðið. Jón var og er lifandi dæmi um slíka hugsun. Þegar horft var á hann stýra skipi inn í höfnina þekktist það úr órafjar- lægð. Og menn sem þekkja best til þessara mála kinkuðu gjarnan kolli og dáðust að úr fjarlægð. Þannig byrjuðu kynni okkar af Jónj. Manninum sem átti það til að sigla inn og út úr höfninni í Þórs- höfn þegar aðra skorti þá þætti sem til þarf. Og Jón var eins og hann sigldi. Hratt, ákveðið og af öryggi. Beint rétta veginn. Sami háttur var á þegar mönnum var boðið um borð til að njóta gest- risni Jóns. Vel veitt, talað beint áfram um hlutina bg mönnum leið vel. Vantaði kraft í starfið á hafnar- bakkanum sást Jón stundum við stýr- ið á lyftara eða með góð ráð sem bættu kraftinn. Tók þátt í þessu af lífi og sál. Þannig lagði Jón sitt á vogarskál- arnar tíl að veita góða þjónustu í Færeyjum jafnframt því að krydda tilveruna með góðri blöndu fyrir okk- ur hin. Hann er nú efalaust í brúnni á óðrum stað og ekki er um að efast eitt augnablik að þar færir hann sömu gleði og ánægju eins og við hin þekkjum svo vel. Sannur gleðigjafi í þessum heimi- þar sem sumum mönnum finnst allt vera eða að verða of einsleitt. Vinum hans, fjölskyldu og vanda- mönnum færum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hans er sárt saknað í Færeyjum enda drengur góður og ágætastur skipstjóra. Starfsmenn Eimskips í Færeyjum. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum, Íjósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. I. Hallgr.) I dag kveðjum við hinsta sinn, skipstjóra okkar Jón Vigfússon. Við sem höfum starfað með honum á ms. Bakkafossi, viljum minnast hans í fáum orðum. Fyrir tæpum þremur árum var ákveðið að setja íslenska áhöfn á ms. Bakkafoss. Þar yaldist saman hópur manna, sem flestir höfðu starfað saman áður. Ekki var strax ákveðið hver yrði fastur skip- stjóri. Um það bil mánuði síðar var okkur tilkynnt, að til okkar kæmi Jón Foss, eins og hann var gjarnan - nefndur meðal samstarfsmanna og vina. Lítil breyting hefur verið á þeirri áhöfn síðan. Jón var góður skipstjóri, sem fór vel með skip sitt. Hann lét sér annt um áhöfn sína og vildi hvers mann götu greiða. Allt sem viðkom rekstri skipsins, vildi hann hafa góða yfirsýn yfír. Hann var óragur við að takast á við ný verkefni. Hann var sjómaður af lífi og sál. í nóvember á síðasta ári, kenndi hann þess sjúkleika sem nú hefur sigrað þennan sterka mann. Enga uppgjöf var að heyra, enda það ekki hans vani. Hann gekkst undir stóra aðgerð, sem virtist hafa tekist vel. Meðan Jón var að jafna sig eftir aðgerðina, mætti hann ávallt um borð þegar skipið kom til Reykjavík- ur, ræddi við áhöfnina um rekstur skipsins og sló á létta strengi. Hann setti sér það takmark að koma aftur til starfa í ferðina 16. mars, en áætl- un skipsins breyttist, þannig að hann komst ekki um borð aftur fyrr en um miðjan apríl. Við glöddumst yfir komu hans aftur og vonuðum að hann hefði sigrað sjúkdóm sinn. En raunin varð önnur. Hann náði að fara tvær ferðir. I þriðju ferð var hann fluttur fársjúkur frá skipi sínu og lést fáum dögum síðar. Við þökk- um Jóni samfylgdina. Það var gott að starfa undir hans stjórn. Við ósk- um Jóni góðrar heimferðar og erum sannfærðir um að núna líður honum vel og siglir fögru fleyi um ókunn höf. Við vottum Valgerði, börnum og öðrum ástvinum, okkar dýpstu sam- úð og biðum algóðan guð að styrkja þau nú og um ókomna framtíð. Skipshöfnin á m/s Bakkafossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.