Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Svar brunamálaslj óra við umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans UNDIRRITAÐUR kysi helst, að komast hjá að taka þátt í því fjöl- miðlafári, sem ríkt hefur undanfar- ið um Brunamálastofnun og störf hans sem brunamálastjóra. Umræð- an er hins vegar komin út á slíkar brautir rangfærslna og ósanninda, að bæði varðar hag brunamála í landinu svo og æru undirritaðs sem embættismanns. Undirritaður hefði kosið, að fjölmiðlaumræðan hefði snúist um aðalatriði niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar, þ.e. lög og reglugerðir um brunamál og Brunamálastofnun, og stöðu Brunamálaskólans, ‘samræmi eða ósamræmi á milli laga og reglu- gerða, hvað þyrfti að skýra og hveiju þýrfti að breyta. Slík um- ræða hefði getað skýrt fyrir mönn- um um hvað væri deilt, og leitt af sér jákvæða þróun á sviði bruna- máia. í stað þess hefur umræðan beinst að deilu stjórnarformanns og stjórnar við undirritaðann, og hefur sú deila verið persónugerð og sú ályktun dregin að þar sem öll stjóm Brunamálastofnunar og skólanefnd Brunamálaskólans hafi sagt af sér, hljóti eitthvað mikið að vera að embættisfærslum brunamálastjóra. I umræðunni hefur verið horft fram hjá þeim þætti, sem að mati undirritaðs hefur vegið hvað þyngst í þessari deilu en það eru óskýr og fáorð lagaákvæði annars vegar og ósamræmi milli laga og reglugerðar hins vegar, sem hefur haft í för með sér mismunandi skilning stjórnar og brunamálastjóra á verk- sviði, hlutverki og valdi hvors aðila fyrir sig. Að mati undirritaðs hefur stjórn Brunamálastofnunar í seinni tíð litið á sig líkt og um eigenda- stjórn væri að ræða en ekki eftirlits- stjórn með einni af stofnunum stjómsýslunnar. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að kalla á árekstra, með hlið- sjón af ákvarðanatöku og ábyrgð. Þannig hefur undirritaður staðið frammi fyrir því að hafa fengið fyrirmæli formanns og stjórnar um aðgerðir, sem haft hafa í för með sér um- talsverð íjáríitlát án þess að tilskilin heimild fjármálavaldsins hafi legið fyrir. I slíkum til- vikum hefur undirrit- aður bent á skort á heimildum og forsend- um aðgerða en verið í því samhengi sakaður um skort á samstarfs- vilja, jafnvel þótt undir- ritaður hafi ekki lagst gegn fyrirmælum og umbeðnum fram- kvæmdum. Undirrituðum er kunnugt um að ekki voru allir stjórnarmeðlimir stjórnar Brunamálastofnunar sam- mála þessum skilningi stjórnarinnar á hlutverki sínu. Þá kom það einnig fram í bókun við afsögn stjórnar að ekki lágu sömu sjónarmið að baki afsagnar allrar stjórnarmanna. A það skal bent að einn stjórnar- maðurinn lét bóka að hann hefði haft gott samstarf við alla aðila, þar á meðal brunamálastjóra. Hlutverk stjórnar Brunamálastofnunar Spyija má hvort eðlilegt sé að eftirlits- og reglugerðarstofnanir eigi að hafa yfir sér stjörnir, og hvert verksvið stjómanna eigi að vera. Hvort ekki sé nægjanlegt að ráðherra og Ríkisendurskoðun komi þar að. Sé hins vegar talið eðlilegt að slíkar stofnanir hafi eftirlits- stjórnir, hveijir eigi þá að sitja í slíkum stjómum. Er til dæmis eðli- legt að kosningastjórar flokkanna, sem geta haft óeðlileg tök á ráð- herrum sínum, sitji þar, svo og full- trúar þeirra sem stofnanirnar eiga að hafa eftirlit með? Býður slíkt Bergsteinn Gizurarson um land allt Þingmenn Þjóðvaka verða á ferð um landið, heimsækja vinnustaði og halda fundi á eftirtöldum stöðum nú í junímánuði: 22. júní: Suöurlniul Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyi’i, Selfoss, Hella, I Ivolsvöllur, I Iveragerði. Opinn þingflokksfuiHlur í Hótel Ljósbrá. I iveragerði kl. 20:30. 23. og 24. júní: Veslfiröir Isafjörður, I liiífsdalur, Bolungarvík, Súöavík, Þingevri. Opinn þingflokksfundur á I lótel Isafirði kl. 16:00. 28. júní: Noröurlaml Akureyri, Dalvík, Olafsfjörður, Laugar í Reykjadal. Opinn |)ingliokksfundur á Lauguni kl. 20:30. 29. júní - 1. jiilí: Auslurlund Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður, Seyðisfjörður. Opinn þingflokksfundur í golfskálanum Ekkjufelli 30. júní kl. 20:30. Þeir sem óska eliir viðtali við þiiiginenn Þjóðvaka á viðkonumdi stiiðum lial'i vinsainlegast samband við Katrínu Theodórsdóttur í síma 563 0736 eða bílasíma 892 7637. r* //trr/ltt% jólksins ekki upp á hagsmuna- árekstra og átök milli stjómar og stofnunar? Sé hins vegar sá skiln- ingur hafður á málum að vald slíkra stjórna sé hið sama og hjá eig- endastjórnum, og að slíkar stjórnir taki fag- legar ákvarðanir, fylg- ist með öllum dagleg- um rekstri og taki ábyrgð á einstaka að- gerðum, má spyija hvort ekki verði að gera sömu hæfniskröf- ur til stjórnarmanna sem og embættis- manna, um menntun og starfsreynslu á sviðinu. Það er mat undirritaðs að hinn síðast taldi skilningur, þ.e. hlutverk og va|d líkt og í eigendastjórnum hafí aldrei verið skilningur hinnar íslensku stjómsýslu, og að formað- ur Stjórnar Brunamálastofnunar hafi af reynsluleysi af störfum inn- an stjórnsýslu ríkisgeirans viljað túlka hlutverk og vald sitt með fyrr- greindum hætti. Þá hafi sumir nefndarmanna fylgt formanninum í þessum skilningi. Landssamband slökkviliðsmanna Margrét Björnsdóttir, þjóðfélags- fræðingur, skrifaði grein í Morgun- blaðið þann 20. apríl sl. þar sem hún fjallaði um ómótaðar stefnur stjórnmálaflokkanna á einstökum sviðum og áhrif þrýstihópa á stefn- ur þeirra. Benti hún á, að ákvarð- anataka á einstaka sviðum eins og heilsu-, fræðslu- og menningarsviði væri farin að snúast um hagsmuni einstakra stétta, sem þar ynnu fremur en hag hins almenna borg- ara. Vildi hún kenna um stefnulegu tómi innan flokkanna og skipulögðu starfi þrýstihópa, sem röðuðu sér á flokkana, hagsmunum sínum til framdráttar. Landssamband slökkviliðsmanna er nú orðið stéttarfélag og sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem for- maður þess, Guðmundur Vignir Óskarsson, gefur er helmingur slökkviliðsmanna á landinu, sem alls eru u.þ.b. 1.600 manns, í Landssambandinu. í þessum 800 manna hópi eru u.þ.b. 210 atvinnu- menn. Þar með taldir eru slökkvi- liðsmenn Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar, sem munu vera um 100 talsins, en þeir heyra ekki undir lögin um brunavarnir og brunamál. Að minnsta kosti helm- ingur slökkviliðsmanna mun ekki vera í Landssambandinu. Mikill munur er á stöðu almennra slökkvil- iðsmanna annars vegar og atvinnu- BRIDS Urnsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Félags eldri borgara Kópavogi SPILAÐUR var tvímenningur föstudaginn 9. júní. 14 pör mættu og urðu úrslit þessi: Eysteinn Einarsson - Baldur Ásgeirsson 186 Fróði Pálsson — Karl Adolfsson 178 Ingiríður Jónsdóttir—Bragi Salmómonsson 177 Július Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 177 Meðalskor 156 Spilaður var tvímenningur þriðju- daginn 13. júní. 22 pör mættu, tveir riðlar A-B. Úrslit í A-riðli: Bergsveinn BreiðQörð - Stígur Herlufsen 189 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 187 Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 179 Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 176 Meðalskor 165 manna hins vegar. Þarfir þessara hópa eru mismunandi. í starfi sínu hefur undirritaður viljað styðja báða hópana á faglegum grunni en ekki hagsmunalegum. Landssamband slökkviliðsmanna hefur átt fulltrúa í stjórn Brunamálastofnunar en ekki sá hópur sem utan þess stend- ur. Undirritaður hefur ekki talið það fara saman, að vera fulltrúi ákveð- ins hóps í stjóm stofnunar, þess hins sama hóps og stofnunin á að hafa eftirlit með. Þáð er hins vegar ekki á hans valdi á kveða á um slíkt. Skoðun undirritaðs er að sá háttur bjóði upp á hagsmuna- árekstra. Sem dæmi um sllkan hagsmunaárekstur má benda á að sumir meðlimir Landssambandsins eru eldvarnareftirlitsmenn sem í starfi sínu setja fram kröfur um slökkvibúnað, en um leið selur Brunamálin sjálf eru í góðu lagi, segir Berg- steinn Gizurarson, sem hér svarar gagn- rýni á störf brunamála- stjóra. Landssambandið slíkan búnað, fé- lagi sínu til fjáröflunar. Sjái formað- ur Landssambandsins ekkert at- hugavert við slíkt sem formaður, er ekki við því búið að hann geri það sem meðlimur stjórnar. Erfitt hlýtur að vera fyrir eftirlitsaðila að koma að málum við slíkar aðstæð- ur. Að mati undirritaðs létu tveir fyrirrennarar hans af störfum, í kjölfar árekstra sem meðal annars mátti rekja til áhrifa frá einstökum fulltrúum Landssambandsins. Á þetta hefur ekki verið minnst í hinni opinberu umræðu. í umræðu síð- astliðinna vikna hefur formaður Landssambandsins hins vegar, sak- að undirritaðan um að stunda eigin- hagsmunagæslu í starfi, án þess að færa fýrir því rök. Spyrja má hvað fyrir honum vaki með slíku athæfi. Undirritaður hefur almennt átt gott samband við slökkviliðs- menn í landinu, en telur það ekki vera í sínum verkahring að gæta stéttarhagsmuna einstakra hópa slökkviliðsmanna. Umræða á Alþingi Undirrituðum þótti miður er hann heyrði í ijölmiðlum haft eftir þingmönnum, gagnrýni á embættis- færslur hans, þar sem hann sætti persónulegum ásökunum. Það er þó skoðun undirritaðs, að sá mál- flutningur, sem átti sér stað í utan- dagskrárumræðu þingsins og kynntur var í hádegisfréttum Ríkis- útvarps þann 15. júní sl., hafi verið byggður á röngum upplýsingum til þeirra þingmanna er til máls tóku. Draga verður þá ályktun að upplýs- ingar þessar hljóti að vera komnar frá einhveijum fyrrum stjórnarmeð- limum Brunamálastofnunar og að þingmenn hefðu ekki stigið í ræðu- stól vitandi að um rangar upplýs- ingar væri að ræða. Að mati undir- ritaðs er það skiljanlegt að alþingis- B-riðill: Hannes Adolfsson - Einar Eilíasson 134 Sveinn Sæmundsson — Þórhallur Árnason 130 Valdimar Pálsson - Hörður Davíðsson 123 Helga Guðbrandsdóttir - Ásbjöm Magnússon 112 Meðalskor 108 Sveit Magnúsar bikarmeistara Bikarkeppni Norðurlanda í sveita- keppni er lokið. Sveit Magnúsar Magn- ússonar, Bridsfélagi Akureyrar, mætti sveit Stefáns G. Stefánssonar, Brids- félagi Akureyrar, í skemmtilegum úr- slitaleik síðastliðinn laugardag og sigraði sveit Magnúsar nokkuð örugg- lega með 46 impa mun 118-72. í sig- ursveitinni spiluðu auk Magnúsar Anton Haraldsson, Grettir Frímanns- son, Hörður Blöndal, Pétur Guðjóns- son og Stefán Ragnarsson. Þar með iauk síðasta mótinu á starfsárinu, en bridsáhugamenn eru minntir á sumarbrids í Hamrinum, félagsheimili Iþróttafélagsins Þórs, kl. 19.30 á þriðjudögurm. menn, sem ekki hafa haft aðstöðu til að kynna sér málið í heild, haldi að það hljóti að vera eitthvað meira á ferðinni en þeir hafi vitneskju um eftir hin stóru orð, sem fallið hafa í garð undirritaðs, og afsögn stjórn- ar Brunamálastofnunar og skóla- nefndar. Undirritaður spyr sig hvað fyrir þeim vakir, sem kemur röng- um upplýsingum á framfæri við alþingismenn. Skýrsla Ríkisendurskoðunar Undirritaður vill upplýsa að hann óskaði sjálfur eftir úttekt Ríkisend- urskoðunar haustið 1994, um valds- svið sitt og ábyrgð annars vegar og stjórnar Brunamálastofnunar hins vegar, í tengslum við fyrir- mæli um þær fjárhagsskuldbinding- ar sem áður er getið. Um síðustu áramót óskaði þáverandi ráðherra jafnframt eftir úttekt Rikisendur- skoðunar í kjölfar bréfs frá stjórn Brunamálastofnunar. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggur nú fyrir. Engar athugasemdir koma þar fram sem réttlæta stór orð stjórnar- formanns og fulltrúa Landssam- bands slökkviliðsmanna í stjórninni í garð brunamálastjóra. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir hins veg- ar á bls. 4: „Að mati Ríkisendur- skoðunar er ástæða deilna um Brunamálaskólann m.a. tilkomin vegna ósamræmis í lögum um Brunamálastofnun ríkisins og reglugerð um Brunamálaskólann, sem gerir hlutverk og verksvið þeirra aðila sem tengjast skólanum óljós.“ Um framkvæmd stjórnar Brunamálastofnunar segir jafn- framt á bls. 13: „Stjórnin hefur falið skólanefnd verkefni sem til- heyra ekki verksviði hennar“ og með því sé stjórnin að fara út fyrir þau lög og reglugerðir sem hepni er gert að starfa eftir. Loks telur Ríkisendurskoðun með tilliti mennt- unar og mögulegra hagsmunaá- rekstra: „æskilegt að skipan manna í skólanefnd verði endurmetin." Undirritaður telur að í hinni opin- berru umræðu hefði verið eðlilegast að tengja afsagnir stjórnar Bruna- málastofnunar og skólanefndar við þessa niðurstöðu Ríkisendurskoð- unar en ekki embætti brunamála- stjóra, enda kom það fram í bréfi ráðherra til stjórnar Brunamála- stofnunar að hann teldi, að ekki yrði annað ráðið af skýrslunni en að stjórn Brunamálastofnunar hafi getað framfylgt lagalegri skyldu sinni við eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar. Lokaorð Undirritaður vill að lokum benda á að á síðustu árum hefur verið unnið mikið og gott starf af starfs- mönnum Brunamálastofnunar í samvinnu við fjölda aðila um land allt. Starf þetta hefur skilað góðum árangri, m.a. í mun lægri bruna- tjónum hér á landi heldur en í ná- grannalöndum okkar. Að mati und- irritaðs eru því brunamálin sjálf í góðu lagi þrátt fyrir að í seinni tíð hafi verið reynt að blanda öðrum sjónarmiðum og hagsmunum inn í þennan málaflokk. Höfundur er brunamálastjóri. Sumarbrids Sunnudaginn 11. júní var spilað- ur howell tvímenningur á fjórum borðum í sumarbrids. Efstir urðu Björn Theodórsson - Sigurður B. Þorsteinsson 116 Einar Sveinbjömsson - Jón Stefánsson 93 Gestur Pálsson - Guðmundur Sigurbjömsson 84 Mánudaginn 12. júní-var spilaður mitchell tvímenningur á níu borðum. Efstu pör urðu þessi: N-S-riðill: Jón Stefánsson - Guðlaugur Sveinsson 274 Guðlaugur Nielsen - Óskar Karlsson 222 Ingimundur Guðmundsson - Friðrik Egilsson 219 A—V-riðill: ÓIi B. Gunnarsson - Valdimar Elíasson 257 Egill Darri Brynjólfsson - Snorri Karlsson 248 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 230 Næstu tvo sunnudaga, þ.e. 18. og 25. júní færist spilatíminn til kl. 19. Þriðjudaginn 20 júní verður spilaður barometer með tölvugefnum spilum í sumarbrids, Þönglabakka 1, 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.