Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995 37 Þingflokkur Þjóðvaka í fundaferð um landið ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka verður nú í júní á ferð um Suðurland, Austurland, Vestfirði og Norður- land. Þingmenn Þjóðvaka munu heimsækja vinnustaði í þessum kjördæmum, halda fundi og ræða við kjósendur. Síðar í sumar og haust verða önnur kjördæmi heim- sótt. Ferðaáætlun er sem hér seg- ir: 22. júní Suðurland: Þorláks- höfn, Eyrarbakki, Stokkseyri, Sel- foss, Hella, Hvolsvöllur, Hvera- gerði. Opinn þingflokksfundur verður haldinn um kvöldið kl. 20.30 í Hótel Ljósbrá í Hveragerði. 22.-24. júní. Vestfirðir: ísa- fjörður, Hnífsdalur, Bolungarvík, Súðavík, Þingeyri. Opinn þing- flokksfundur verður haldinn á laugardaginn kl. 16 á Hótel ísafirði. 28. júní. Norðurland: Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður, Laugar í Reykjadal. Opinn þingflokksfund- ur verður haldinn á miðvikudags- kvöldið á Laugum kl. 20.30. 29. júní-1. júlí. Austurland: Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Eski- fjörður, Neskaupstaður, Seyðis- íjörður. Opinn þingflokksfundur verður haldinn í Golfskálanum Ekkjufelli föstudagskvöld 30. júní kl. 20.30. m \ B- lilií F ím TlJ: SVEINN Björnsson, fyrrverandi forstjóri SVR, en hann átti hugmyndina að gjöfinni, Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri við „fræðsluvagninn" sem SVR gaf Landgræðslunni. Kennslu- stofa á hjólum SVR færði Landgræðslu ríkisins nýlega að gjöf strætisvagn af gerð- inni Volvo B-59, árgerð 1973. Gjöfinni er ætlað að vera framlag SVR til umhverfismála. Hjá Landgræðslu ríkisins hafa menn í hyggju að nota vagninn í fræðslustarfi á Suður- og Suðvest- urlandi. Með slíkri kennslustofu á hjólum skapast bætt aðstaða til að kynna starfsemi Landgræðsl- unnar unglingum og vekja áhuga þeirra og tilfinningu fyrir mikil- vægi þess að græða landið. WtÆkWÞAUGL YSINGAR Barngóð kona eða amma óskast til að gæta og sinna árs gömlum dreng í Kópavogi hálfan daginn, a.m.k. til að byrja með. Upplýsingar hjá Sólveigu í síma 564 4442 eftir hádegi. Sandvíkurskóli, Selfossi Kennara vantar í nokkrar stöður í almennri kennslu í 1. til 6. bekk. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 482 1320, aðstoðarskólastjóra í síma 482 1714 og í síma skólans, 482 1500. Skólastjóri. Sölufulltrúi Sölufulltrúi óskast til starfa við útgáfufyrir- tæki. Fyrirtækið selur sérhæfða vöru til fyrir- tækja og einstaklinga í rekstri. Sölufulltrúi þarf að hafa góða framkomu, geta unnið sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Árangurstengd laun sem gefa mjög góða tekjumöguleika. Upplýsingar um ofangreind störf veitir Birgir í síma 568 9938. Kllltlllflll ErtBISgSBBÍia liIimnfeB ll P SptlfltBEKBEnnil 11 iifsiímmm Bflmfj fiiimimii Frá Háskóla íslands Starf deildarstjóra hjá Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins er laust til umsóknar. Um er að ræða verkefnabundna ráðningu í fullt starf sem hugsanlega gæti orðið fram- hald á. Starfið felst m.a. í umsjón með ýms- um þáttum er tengjast Sókrates-áætluninni um samstarf við ríki ESB í menntamálum. Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfsætt að mörgum verkefnum í einu. Kraf- ist er háskólamenntunar og góðrar tungu- málakunnáttu. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. og skal umsóknum ásamt meðmælum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Sölustarf Kona eða karl, á aldrinum 30-45 ára, getur fengið sölustarf í virtri húsgagnaverslun. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Vön að selja - 16167.“ Flökun á kola Maður, vanur flökun á kola, óskast til starfa fram á haust. Vinna við annað kemur til greina eftir þann tíma. Flúsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur Jakob í síma 456 2220. Trostan ehf., Bíldudal. Sumartími hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna 26. júní - 4. september Vegna sumarleyfa starfsmanna LÍN verða viðtalstímar ráðgjafa frá 26. júní til 4. sept- ember sem hér segir: Miðvikudaga: Enskumælandi lönd. Fimmtudaga: ísland. Föstudaga: Önnur lönd. Viðtölin standa yfir frá kl. 11.00 til 15.00; engin viðtöl mánudaga og þriðjudaga. Símatími ráðgjafa er frá kl. 9.15 til 12.00 aHa virka daga. Afgreiðsla LIN á Laugavegi 77 verður opin í sumar eins og venjulega alla virka daga frá kl. 9.15 til 15.00; skiptiborðið verður opið frá kl. 9.15 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.00. Símanúmer sjóðsins er 560 40 00 og grænt númer er 800 66 65. Bréfasími er 560 40 90. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur 1995-’96 fást í afgreiðslu LÍN, hjá náms- mannasamtökunum, lánshæfum skólum inn- anlands, útibúum banka og sparisjóða og í sendiráðum íslands. Auk þess er hægt að nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu, slóðin er http://www.itn.is/lin/. Umsóknarfrestur vegna láns á haustmisseri 1995 er til 1. ágúst nk., en æskilegt er að umsóknum sé skilað sem fyrst. Búast má við að einhverjar tafir verði á þjón- ustu sjóðsins vegna sumarleyfa starfsmanna og eru menn hvattir til að hafa samband utan sumarleyfistíma ef þess er kostur. Auk þess má hafa samband við námsmanna- samtökin (Bandalag íslenskra sérskólanema, Iðnnemasamband íslands, Samband ís- lenskra námsmanna erlendis og Stúdentaráð Háskóla íslands) sem einnig veita upplýs- ingar um námslán. Munið að upplýsingar um LÍN er að finna á internetinu: http://www.itn.is/lin/. Starfsmenn LIN. Verslunarhúsnæði við Laugaveg Óska eftir að taka á leigu 70-120 fm verslun- arhúsnæði við Laugaveginn. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. sem fyrst, merkt: „Leiga - 15817“. Viljum selja lítið keyrða GEHL-sýningarvél fyrir aðeins kr. 1.750.000 með vsk. G.Á. Pétursson hf Nútíðinni, Faxafeni 14, sími 568 55 80. Uppboð Að kröfu tollstjórans á Selfossi fer fram opinbert uppboð á ótollaf- greiddum vörum i vörugeymslu Eimskips hf., Gagnheiði 28, Sel- fossi, fimmtudaginn 29. júní 1995 kl. 15.00. Selt verður m.a.: Oldsmobile Wag. árgerð 1984, ýmsir varahlutir, gírfeiti, smurtúpur, perlusteinsduft, svinastiugrindur, bækurog ýmis- legt fleira. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 21. júní 1995. auglýsingar FÉLAGSLÍf l/> Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Kvöldferð föstud. 23. júní Kl. 20.00 Jónsmessunætur- ganga: Marardalur-Hengill. Verð kr. 1.200/1.300. Dagsferð laugard. 24. júní Kl. 9.00 Ingólfsfjall. Fjallasyrpa 2. áfangi. Dagsferð sunnud. 25. júní Kl. 10.30 Krísuvík-Herdísarvík. Gengin gömul póstleið. Brottför frá BS(, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Helgarferðir 23.-25. júní 1. Básar í Þórsmörk. 2. Jónsmessunæturganga yfir Fimmvörðuháls. 3. Fimmvörðuháls. Fullbókað er í ferðina. Miðar óskast sóttir í helgarferð- irnar. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist. Hvítasunnukirkjan Völvufell Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Ath.: Útsala í Flóamarkaðsbúð- inni, Garðastræti 6, í dag og á morgun kl. 13-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.