Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 I fWfl>r0iwMtoM§> MORGUNBLAÐU), KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 22. JUNI1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Sáttasemjari um álversdeiluna Þrátefli og staðan föst AUKINNAR svartsýni gætir nú hjá viðsemjendum í álversdeilunni en enginn árangur varð á viðræðufundi sem lauk kl. 3 í fyrrinótt. Um miðjan dag í gær ræddi ríkis- sáttasemjari við forsvarsmenn samninganefndanna á stuttum fundi og ákvað síðdegis að boða fullskipaðar samninganefndir til nýs viðræðufundar kl. 15 í dag. Einn viðmælenda úr hópi samninga- manna sagði að samningaviðræð- urnar væru aftur komnar á byrjun- arreit. Starfsemi álversins stöðvast á miðnætti annað kvöld hafi samn- ingar ekki náðst. Að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara hefur engin hreyfing orðið í viðræðunum að undanförnu. „Það er þrátefli komið upp og föst staða," sagði hann. Aðspurður sagði Þórir að ekki stæði til á þessari stundu að leggja fram formlega miðlunartillögu til lausnar deilunni. Hannes G. Sigurðssqn, aðstoðar- framkvæmdastjóri. VSÍ, sagði að ágreiningur um launamálin stæði óbreyttur. „Þessu verður að ljúka með samningi," sagði hann. Deilt er um skipulagsmál og um kröfu stéttarfélaganna um hækkun launaflokka vegna hlutdeildar starfsmanna í hagræðingu, sem átt hefur sér stað í fyrirtækinu. Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna, átti í gær fund með starfsmönnum í álverinu og sagði þá hafa lýst yfir að þeir stæðu Staða lektors í HÍ auglýst á Interneti Héldu að prentvilla værií launataxta BORIÐ hefur á því að um- sækjendur um stöðu lektors í enskri nútímatungu, þar af nokkrir útlendingar, hafi dregið umsóknir sínar til baka þegar þeim varð ljóst hver byrjunarlaun lektors í heim- spekideild eru. Að sögn Péturs Knútssonar, formanns ensku- skorar í.HÍ, verða greidd at- kvæði um umsækjendur á mánudag. Alls sóttu 24 um stöðuna og þar af voru fjórir taldir vel hæfir og koma til greina í stöð- una. 12 umsækjendur voru taldir hæfir með fyrirvara. Af þeim sem dómnefndin taldi hæfasta hafa þrír dregið um- sóknir sínar til baka. Auglýsing um stöðuna var m.a. send í gegnum Internetið í nóvember sl. á svokallaðan málfræðingalista. „Það komu strax til baka athugasemdir, frá tveimur aðilum að minnsta kosti, um að það hlyti að vera prentvilla í launataxtanum. Þeir trúðu því ekki að þetta væru launin," sagði Pétur. heilshugar að baki samninganefnd- inni og ætluðu að fjölmenna í hús- næði sáttasemjara síðdegis í dag. Hann sagði að starfsmenn væru mjög ákveðnir íþessari deilu því þeir teldu að ekki hefði verið staðið við fyrirheit sem stjórnendur ÍSAL hefðu gefið um greiðslur fyrir aukna hagkvæmni í rekstri. Verkfall stöðvað með lögum 20 mín. fyrir lokun 1988 í kjaradeilum í álverinu á undan- förnum árum hefur verkfalli starfs- manna tvívegis verið aflétt innan sólarhrings áður en koma átti til lok- unar álversins. Árið 1988 hófst verk- fall í álverinu, 7. maí og átti fram- leiðsla að stöðvast á miðnætti 20. maí. Ríkisstjórnin aflétti verkfallinu með sétningu bráðabirgðalaga sem tóku gildi laust fyrir miðnætti 20. maí. Þá höfðu viðræður deiluaðila staðið yfir hjá sáttasemjara til kl. 23.40. Áríð 1984 hófst verkfall í álverinu 27. janúar en þá tókust samningar rúmlega hálfum sólarhring áður en til lokunar átti að koma. Þá var undirbúningstíminn fyrir stöðvun framleiðslunnar 4 vikur í stað tveggja vikna nú. I verkfalli sem hófst 31. mars 1990 lagði sáttassemjari fram miðl- unartillögu fjórum dögum fyrir lok- un álversins og var hún samþykkt 10. apríl, þremur sólarhringum áður en álframleiðsla átti að stöðvast. Morgunblaðið/Þorkell BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Fiskakletti unnu fram eftir kvöldi að því að ná skútunni upp. Það tókst á endanum. Skútu og níu skip- verjum bjargað SEGLSKÚTA á vegum siglinga- klúbbsins Þyts með níu manns inn- anborðs sökk í Hafnarfjarðarhöfn um kl. 19 í gær. Engaíi sakaði þar sem trilla kom fljótt að skútunni og náði mönnunum um borð. Nokkuð hvasst var í gær, 6-7 vindstig og ókyrrð í höfninni. Allir sem voru um borð lentu í sjónum þegar skútan sökk. Þeir voru í björgunarvestum. Margir horfðu á skútuna sökkva og því barst hjálp fljótt. Ekki er talið að siglingamenn- irnir hafi verið í mikilli hættu. í gærkvöldi tókst að ná skútunni á flot á ný, en hún er 26 feta löng. Um helgina strandaði sama skúta úti fyrir Álftanesi og varð að kalla menn úr björgunarsveitiitni Fiska- kletti henni til aðstoðar. í gær strand- aði trilla á þessum sömu slóðum. ¦ Trilla strandaði/5 ----------» ? »--------- Hærri í ensku eníslensku MEÐALEINKUNN lækkaði talsvert í íslensku á samræmdu prófunum miðað við síðustu ár, en hins vegar hækkaði einkunnin í ensku. I íslensku lækkaði einkunnin úr 6,4 á síðasta ári í 5,3, en í ensku hækkaði einkunnin úr 6,5 í 7,4. ¦ Lægri meðaleinkunn/6 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna íhugar kaup á stóru fyrirtæki í Færeyjum SH ræðir við lánardrottna Föroya Fiskasölunnar STJÓRNENDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Friðrik Pálsson forstjóri og Jón Ingvarsson stjórnar- formaður, áttu í fyrradag viðræður í Kaupmannahöfn við lánardrottna Föroya Fiskasölunnar um kaup SH á fyrirtækinu. Engin niðurstaða varð á fundin- um, en það mun ráðast fljótlega hvort framhald verður á viðræðun- um. N Friðrik Pálsson vildi ekkert segja um málið að öðru leyti en því að hann hefði verið í Kaupmannahöfn í viðskiptaerindum. Morgunblaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að viðræður SH og lánardrottna Eöroya Fiskasölunnar hafi farið fram að frumkvæði viðskiptabanka Fiskasölunnar og að rætt hafi verið um kaup SH á fyrirtækinu í heild eða að hluta. Náið samstarf fyrir- tækjanna var einnig til skoðunar. Gjaldþrot vofir yfir Föroya Fiskasalan á í miklum rekstrarerfiðleikum. Helstu lánar- drottnar fyrirtækisins, Den Danske Bank, Hambros Bank í Englandi og Föroya Banki, tilkynntu fyrir skömmu að þeir treystu sér ekki til að fjármagna reksturinn lengur. Undanfarið hafa stjórnendur fyrir- tækisins, lánardrottnar þess og stjórnmálamenn í Færeyjum leitað allra leiða til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti, en gjaldþrot þess yrði gífurlegt' áfall fyrir færeyskt at- vinnulíf. I því er saman komin nær öll sölustarfsemi og markaðsþekk- ing sem Færeyingar búa yfir. SH hefur í gegnum árin átt gott samstarf við Föroya Fiskasöluna. SH seldi um tíma allan físk fyrir Færeyinga á Bandaríkjamarkaði og selur enn mikinn fisk fyrir þá í Bandaríkjunum. Það selur einnig fisk fyrir færeysk frystiskip til Asíu. Föroya Fiskasalan á dótturfyrir- tæki í Grimsby, sem er með um 300 manns í vinnu. Meðal þess sem rætt hefur verið til lausnar fjár- hagsvanda fyrirtækisins er að selja dótturfyrirtækið, en við það mun Föroya Fiskasalan missa mikil- væga tengingu við Evrópusam- bandið. Lengi hefur verið rætt um samstarf dótturfyrirtækis SH í Grimsby og dótturfyrirtækis Föroya Fiskasölunnar. TVÍBURARNIR sem nú starfaí Gullvik í Grinda- vík. Talið f .v. Heimir Hafsteins- son, Hrund Ottós- dóttir, Marylin Schade, Ólöf og Margrét Péturs- dætur, Rakel og Hrefna Sigurðar- dætur, Hulda og Eygló Péturs- ' dætur. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Þrennir tvíburar Grindavík, Morgunblaðið Þ AÐ ER sjálfsagt algengt að tvíburar vinni á sama vinnustað og jafnvel tvenn- ir tvíburar. I Gullvík í Grindavík gera þeir gott betur því þar vinna þrennir tvíburar í humrí á vertíðinni og eru allir búsettír í Grindavík! Þar að auki eru þrír starfsmenn sem allir eiga tví- burasystkin og eru búsettir í Grindavík. Fyrir nokkrum árum voru 16 tvíburar í bænum og ekki er vitað til þess að þeir séu færri núna. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.