Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 45
FOLKI FRETTUM
Díana
vinsæl
semfyrr
?DÍANA prinsessa af Wales
hittír einlægan aðdáanda sinn,
Colin Edwards, en hann hefur
hitt þrinsessuna alls fimmtiu og
þrisvar sinnum. Prinsessan var
stödd í farfuglaheimili í norð-
vestur Lundúnum þar sem hún
afhjúpaði veggskjöld nokkurn.
FOLK
HINN litríki vinur Seinfelds,
Kramer.
Seinfeld
aldrei
vinsælli
?VEGNA gífurlegrar eftir-
spurnar hefur dreifingaraðili
Seinfeld sjónvarpsþáttanna,
Columbia TriStar Television
Distríbution, ákveðið að leyfa
sjónvarpsstöðum í Bandaríkj-
uíiiini að sýna tvo Seinfeldþætti
á dag. Stjórnendur fyrirtækis-
ins höfðu verið mótfallnir slíku
þar sem þeir töldu að það myndi
þynna út gildi þáttanna. Hins
vegar neyddust þeir, vegna gíf-
urlegra vinsælda þáttanna, til
að endurskoða afstöðu sína með
þessari niðurstöðu.
Margir íslendingar kannast
eflaust við Seinfeldþættina, en
þeir hafa verið sýndir hér á
landi í nokkurn tíma. Efni þátt-
anna er daglegt líf Jerrys Sein-
felds gamanleikara, sem leikur
sjálfan sig, og vina hans. Þætt-
irnir hafa gengið í langan tíma
í Bandaríkjunum án þess að slá
almennilega í gegn fyrr en nú
nýlega, þegar Bandaríkjamenn
uppgötvuðu skemmtanagildi
þeirra.
Taylor enn
einu sinni á
skurðborðinu
?LEIKKONAN Elísabet Tayl-
or á ekki sjö dagana sæla um
þessar mundir. Hún er á
sjúkrahúsi þessa dagana eftir
vel heppnaða skurðaðgerð þar
sem skipt var um hægri
mjaðmarlið hennar, en áður
hafði hún farið í samskonar
aðgerð á vinstri mjöðm. Tayl-
or, sem er 64 ára, meiddist á
hægri mjöðm við æfingar í
sundlaug sinni í Los Angeles.
ELÍ SABET Taylor í myndinni
„Suddenly Last Summer"
árið 1959.
Fyrir alla
Föstudaginn 23. júní kl. 19:30 - 22:00
Við aðalstöðvar KFUii og KFUK í Laugardal
Fjölbreytt dagskrá:
Möguleikhúsiö • Gospelkórinrt
Bálköstur • Hljómsveitin Góöu fréttirnar
Leiktæki • Pylsugrill • Kaffistofan opin
ALLIR VELKOMNIR!
Ókeypis aögangur •
KFUM og KFUK í Reykjavík þakka eftirtöldum aöilum vcittan sluöning:
¦ ¦ .', . < Q -
^ Smurstööin Stérahjalla 2
200 Kópavogi Sími: 554 3430
[hIheklahf
I ^jLaugavegl 170-174 Slmi 695500
íþrótta- og tómstundaráð
Rsykjavíkur