Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÖNÍ ’1995 23
LISTIR
VERÐ GREINILEGA
AÐ KOMA OFTAR HEIM
Morgunblaðið/Rúnar Þór
PÁLL Jóhaniiesson tenór segir að það sé mun skemmtilegra
að syngja fyrir Islendinga en Svía. í kvöld kiukkan 20.30 syng-
ur hann ásamt Lenu Tivelind sópran fyrir sveitunga sína á
Akureyri og annað kvöld á sama tíma verður hann á Dalvík.
Páll Jóhannesson tenór
sló í gegn á tónleikum
í Hafnarborg á dögun-
um. Nú er hann kominn
norður yfir heiðar og
mun rödd hans óma á
Akureyri í kvöld og á
Dalvík á morgun. Orri
Páll Ormarsson komst
að hinu sanna um
„týnda tenórinn“.
PÁLL Jóhannesson tenór efnir til
tónleika í Glerárkirkju á Akureyri
í kvöld ásamt sænska mezzósópran-
inum Lenu Tivelind og Ólafi Vigni
Albertssyni píanóleikara. Á efnis-
skránni eru meðal annars söngljóð
og óperuaríur eftir Verdi, Saint-
Saéns, Bizet, Puccini og Sigvalda
Kaldalóns. Hópurinn verður síðan
aftur á ferð í safnaðarheimilinu á
Dalvík annað kvöld.
Páll hefur haft sig lítt í frammi
hér á landi síðustu árin, en hann
er búsettur í Svíþjóð. Á dögunum
vann tenórinn hins vegar hug og
hjörtu áheyrenda á tónleikum í
Hafnarborg, menningarmiðstöð
Hafnarfjarðar; sínum fyrstu í níu
ár á höfuðborgarsvæðinu.
Meðal áheyrenda í Hafnarborg
var Ríkarður Ö. Pálsson, tónlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins og
komst hann svo að orði í dómi sín-
um um söng Páls: „Strax frá fyrsta
tóni í Hamraborginni varð ljóst að
hér var mikið fágæti á ferð ... Satt
bezt að segja var hin hljómmikla
og áreynslulausa tenórrödd Páls af
þeirri stærðargráðu, að hlustandinn
gleymdi stað og stund, og mun það
ein af furðum íslenzks tónlistarlífs,
að slíkur maður skuli nánast týnast
almennum tónlistarunnendum,
enda þótt nokkur kunnug andlit
meðal áheyrenda úr innsta hring
söngmennta virtufet vita fyrir hveiju
þau gengu."
Tími til kominn að minna á sig
Páll segir að það sé frábært að
fá svo góðar viðtökur eftir allan
þennan tíma. „Það var tími til kom-
inn að minna á sig, en ég hef ekki
verið nógu hreyfanlegur upp á síð-
kastið. Á þessu átti ég hins vegar
ekki von. Eg verð greinilega að
koma oftar heim.“
Tenórinn segir að söngáhuginn
sé meiri hér á landijgn í Svíþjóð.
„Svíarnir eni svolítið lokaðir. Það
er því miklu skemmtilegra að
syngja fyrir íslendinga; þeir sleppa
sér meira.“ Hann vonast til að geta
efnt fljótlega aftur til tónleika á
höfuðborgarsvæðinu og lítur Sin-
fóníuhljómsveit íslands hýru auga
í því samhengi.
Páll óx úr grasi á jörðinni Stíflu,
sem nú tilheyrir Akureyri. Ungur
hóf hann upp raust sína en lauk
engu að síð.ur námi í búfræði og
lagði stund á nám í skipasmíði áður
en hann sneri sér alfarið að söngn-
um. Fyrsti lærimeistari Páls var
Sigurður Demetz Franzson, en
meðal annarra söngvara sem nutu
leiðsagnar hans á þeim árum var
Kristján Jóhannsson. Síðan lá leið
Páls í Söngskólann í Reykjavík, þar
sem Magnús Jónsson tók hann upp
á sína arma, og loks í framhaldsnám
til Piacenza og Mílanó á Ítalíu.
Árið 1989 settist tenórinn að í
Svíþjóð. Fyrsta árið starfaði hann
í Gautaborg en fór síðan á flakk
með flokki listamanna sem sýndi
óperettuna Vínarblóð eftir Johann
Strauss víðsvegar um landið. Frá
árinu 1991 hefur Páll verið fastráð-
inn við Konunglegu óperuna í
Stokkhólmi.
Nú er tenórinn hins vegar farinn
að ókyrrast í Svíþjóð og hefur hug
á að mjaka sér sunnar. Meginland
Evrópu er draumastaðurinn og
þessa dagana íhugar hann nokkur
tilboð sem honum hafa borist frá
óperuhúsum á þeim slóðum. „Ég
hef ekki gert upp hug minn, en
maður verður að hugsa um fram-
ann. Maður er náttúrulega mun nær
öllum möguleikum ef maður fer
þarna niður eftir. Það er auðvitað
gott að vera fastráðinn, en ég gæti
alveg eins hugsað mér að fara í
lausamennsku um tíma.“
Kominn á toppinn
Páll hefur stóra og mikla tenór-
rödd, sem krefst gríðarlegrar tækni.
„Það er erfitt að finna allar hliðarn-
ar á svona stóru „hljóðfæri" og það
tekur mann því tíma að læra virki-
lega á að tengja það við tilfinning-
arnar. Ég held hins vegar að ég sé
á toppnum núna og ég ætti að geta
haldið mér þar töluvert lengi þar
sem ég hef yfir ágætri tækni að
ráða,“ segir hann.
Páll er metnaðargjarn og setur
markið hátt. Vitanlega á hann sér
draumahlutverk. „Eg gæti vel
hugsað mér að spreyta mig á
Óþelló, en mín rödd ætti að henta
vei í því hlutverki. Maður verður
að hafa mikla leik- og sönghæfi-
leika til að geta túlkað Öþelló; rödd-
in verður að vera jafnvíg á reiði,
sorg og blíðu.“
Páll á vafalítið mörg góð ár eftir
í heimi sönglistarinnar. Óperu-
söngvarar fara hins vegar tiltölu-
lega snemma á eftirlaun og bónda-
sonurinn neitar því ekki að rætum-
ar togi í sig. „Þegar ég hætti að
syngja gæti ég vel hugsað mér að
fá mér litla jörð og hokra á henni.“
„Mitt augci
leit tvo
annarlega
skugga“
Tónlistarhátíð 1
Borgarleikhúsinu
HALDIN verður tónlistarhátíð á
litla sviði Borgarleikhússins í til-
efni þess að í ár eru 150 ár liðin
frá fæðingu Gabriels Fauré og 100
ár frá fæðingu Pauls Hindemith.
Flutt verða ýmis verk þessara tón-
skálda, bæði þekkt sem og lítt
þekkt, er sýna á þeim hinar marg-
víslegustu hliðar.
í dag hefst hátíðin á því að flutt
verða einleiks- og kammerverk.
Þar koma fram þau Þórunn Guð-
mundsdóttir, sópran, Daníel Þor-
steinsson, píanóleikari, Sigurður
Halldórsson, sellóleikari, gítarleik-
ararnir Hinrik Bjarnason, Páll
Eyjólfsson og Rúnar Þórisson og
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðlu-
leikari og Kristinn Örn Kristins-
son, píanóleikari.
Sönglög eftir Fauré
Aðrir tónleikar verða sunnudag-
inn 25. júní og þar flytja þeir Jón
Þorsteinsson, tenór, og Gerrit
Schuill, píanóleikari, sönglög eftir
Fauré. Einnig verður fluttur síðari
píanókonsert Faurés af þeim Sig-
urlaugu Eðvaldsdóttur, fiðluleik-
ara, Bryndísi Pálsdóttur, fiðluleik-
ara, Guðmundi Kristmundssyni,
víóluleikara, Sigurði Halldórssyni,
sellóleikara og Daníel Þorsteins-
syni, píanóleikara.
Lokatónleikar
Lokatónleikar hátíðarinnar
verða svo þriðjudaginn 27. júní,
helgaðir verkum eftir Hindemith.
Flytjendur þá verða Marta G.
Halldórsdóttir, sópran, Gísli
Magnússon, píanóleikari, Anna
Sigríður Helgadóttir, mezzósópr-
an, Camerarctica-hópurinn og
Venzlatríóið.
Allir tónleikarnir hefjast kl. 21
og aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Hægt er að kaupa miða á alla
tónleikana á 2.200 krónur. Verð
fyrir nemendur er 500 krónur.
MATVINNSLUVEL fjölhæf og sterk.
KENWOOD
HRÆRIVEL kraftmikil og hljóölát.
mmmmzm
HEKLA
Söluaðilar: REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Kringlunni, Heimilistæki Sætúni 8, Raftækjaverslunin Glóey Ármúla, Húsasmiðjan Skútuvogi, Húsasmiðjan Helluhrauni, Rafmætti Miöbæ, Stapafell
Keflavík, VESTURLAND: Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Ratþjónusta Sigurdórs Akranesi, VESTFIROIR: Straumur Isafiröi, NORÐURLAND: Kaupfélag V.-Húnvetninga Hvammstanga, Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi,
Verslunin Hegri Sauðárkróki, Kaupfélag Eyfiröinga Akureyri, Radiónaust Geislagötu Akureyri, Radíóvinnustofan Mýrarvegi Akureyri, Rafland Sunnuhlíð Akureyri, Metró Akureyri, Öryggi Husavik, Kaupfélag Þingeyinga,
AUSTURLAND: Kaupfélaa Héraösbua Eqilsstöðum, Húsgagnaverslun J.A.G. Höfn, SUÐURLAND: Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, Mosfeli Hellu, Kaupfélag Árnesinga Seltossi, Brimnes Vestmannaeyjum.