Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
?A
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 43
IDAG
Arnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. í dag,
5/Vffímmtudaginn 22.
júní, er níutíu ára Guð-
mundur Sveinbjörnsson,
Hjarðarhaga 62, fyrrver-
andi starfsmaður í versl-
uninni O. Ellingsen. Kona
hans er Gurid Sandsmark
Sveinbjörnsson. Hann
verður að heiman.
BBIDS
llmsjón Guomundur Páll
Arnarson
VESTUR er á skotskónum
þegar hann fínnur tromp
út gegn tíglum suðurs.
Suður gefur; NS á
hættu.
Norður
? -
V K1068
? 10983
? ÁG1087
Suður
? K765
? Á5
? KDG742
? 2
Vestur Norður Austur Suður
1 tigull
1 spaði Dobl* 3 spaðar 4 tiglar
Pass 4 spaðar Pass 6 tiglar
Pass Pass' Pass
'neikvætt
Útspil: tígulsexa
Hvergi slegið af í sögnum,
enda er slemman vafasöm
og illvinnanleg ef vörnin
trompar tvisvar út í upp-
hafí. En heppnin er á bandi
sagnhafa; austur tekur
fyrsta slaginn á tígulás, en
skiptir síðan yfir í hjarta,
sem suður tekur á ásinn
heima. Þér er boðið að taka
við.
Víxltrompum skilar að-
eins ellefu slögum: átta á
tromp, tveimur á hjarta og
einum á laufás. Því er nauð-
synlegt að búa til a.m.k. einn
viðbótarslag á lauf. Það sýn-
ist vera rökrétt að spila strax
laufi á ás og trompa lauf.
En þá er dæmið ekki hugsað
til enda - tímasetningin
verður röng.
Norður
? K1063
V 10983
? ÁG1087
?
Vesuir Anstur
? DG932 ? Á1084
? G84 ? 65 iiiiii : r
? K65 ? D954
Suður
? K765
f Á5
? KDG742
+ 2
Áætlun sagnhafa gengur
út á tvennt: Annars vegar
að trompa spaða þrisvar í
borði og hins vegar að fría
fímmta laufíð. Hjartakóng-
urinn er nauðsynleg inn-
koma á frílaufið, svo hann
verður að spara, auk þess
þarf að aftrompa vestur án
þess að fórna trompi blinds.
Þessi markmið nást ekki
nema byrjað sé á því að
stinga spaða. Síðan er laufás
spilað og lauf trompað.
Framhaldið rekur sig.
Pennavinir
FIMMTÁN ára sænsk
stúlka með áhuga á ís-
hokkí, tónlist, skíðum,
knattspyrnu, söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva
o.m.fl.:
EUinor Ganbrand,
Storvretsvagen 29,
14231 Skogás,
Sweden.
TUTTUGU og átta ára
Þjóðverji, starfar á sjúkra-
húsi og áhugamálin eru
fjallgöngur, ferðalög,
knattspyrna og víkingasög-
ur:
Ronald Thorsen,
Freiherr-vom-Stein-
Strasse 40,
91126 Sehwabach,
Germany.
LEIÐRETT
Lagðist ekki að
bryggju
RANGHERMT var í blaðinu
í gær að skemmtiferðaskip-
ið Oriana hefði lagst að
bryggju í Reykjavík. Hið
rétta er, að skipið er svo
stórt að það getur ekki lagst
hér að bryggju. Skipið lá
því á ytri höfninni.
Kongsdvöl á Fróni
„SUNGIÐ í ALÞINGIS-
HUSI" heitir grein eftir
Pétur Pétursson, þul, sem
birtist á bls. 39 hér í blaðinu
sl. laugardag. Því miður
féllu lokaorð greinarinnar
niður í birtingu. Þau voru:
„Greinarhöfundur hefur
stundum varpað fram þeirri
tilgátu, að e.t.v. ríktu Dana-
konungar enn á íslandi ef
þeir hefðu haft til þess
framtak að reisa sér höll
hér á landi og dveijast þar
hluta úr ári hverju".
Brúökaup
OLOF BJORK
BJÖRNSDÓTTIR
GRETTIR
SIGURÐARSON
verða gefin saman í Lága-
fellskirkju laugardaginn 1.
júlí kl. 14. Heimili þeirra
er að Krókabyggð 12, Mos-
fellsbæ.
Hlutavelta
ÞESSI DUGLEGU börn söfnuðu fé sem þau af-
h'entu Rauða kross íslands. Þau söfnuðu 5.575
krónum. Börnin heita: Guðbjörg, Helen, Indriði
Már og Sigriður Rut.
Ivleð morgunkaffinu
Áster . . .
tár í stríðum
straumum.
TM n«g U.S. RK.Off. —** riahta n»WBd
(c) 1»5 Lo* AngetaslimtM Syndk*to
EF HUN á bara að
vera til að halla sér
upp að, eigum við
þessa ódýru gerð.
Farsi
STJÖRNUSPA
eftir Frances Drake
//
'flrans tögt>itéifi(pr."
KRABBI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert traustvekjandi
og aðrir leita gjarnan
ráða hjá þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) (?¦$
Fréttir sem þér berast árdeg-
is koma á óvart, en eru mjög
hagstæðar. Þú vinnur að því
síðdegis að koma bókhaldinu
í lag.____________________
Naut
(20. april - 20. maí) (ffö
Þú þarft að sinna fjölskyldu-
málunum f dag, og hefur lít-
inn tíma til að blanda geði
við aðra. En ástvinir standa
saman.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) ^öt
Þúátt erfitt með að einbeita
þér við vinnuna árdegis, en
úr rætist er á daginn ltður,
og þér tekst það sem þú
ætlaðir þér.
Krabbi
(21.júnf-22.júlí) HS
Láttu ekki freistast til að
kaupa dýran hlut, sem þú
hefur engin not fyrir. Smá
frestun verður á fyrirhuguðu
ferðalagi.
Ljón
(23.júlí-22.ágúst) <ff
Þú þarft að taka mikilvæga
ákvörðun varðandi peninga-
málin í dag, og skynsemi þín
vísar þér á hagstæðustu
lausnina.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <lt$
Þú ert eitthvað miður þín í
dag, og þarft að taka á hon-
um stóra þínum til að ljúka
því sem gera þarf fyrir
kvöldið.
Vog
(23. sept. - 22. október) ^í
Þú hlakkar til kvöldsins, en
þarft að ljúka skyldustörfun-
um, sem táka lengri tíma en
þú ætlaðir. Láttu það ekki á
þig fá-___________________
Sþorðdreki
(23.okt.-21.nóvember) ^H^
Þér' gengur vel í vinnunni
þrátt fyrir smávegis truflan-
ir, sem þú tekur ekki nærri
þér. Óvæntar fréttir berast
i kvöld.__________________
-Bogmadur
(22.nóv.-21.desember) ^0
Þú berst fyrir góðum mál-
stað, en ekki eru allir þér
sammála, og vinur er með
mótbárur. Reyndu að sýna
skilning.__________________
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) rT^
Vinur reynir að villa um fyr-
ir þér varðandi viðskipti, en
þér tekst að fínna réttu leið-
ina. Starfsfélagar veita
stuðning._________________
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ^^>
Ágreiningur getur komið
upp milli ástvina varðandi
kaup á hlut, sem er ekki
deilunnar verður. Réttu fram
sáttarhönd._______________
Fiskar
(19.febrúar-20.mars) -ctmx
Þú þarft að taka til hendi í
vinnunni og ljúka því sem
gera þarf snemma svo þú
fáir notið þess sem kvöldið
hefur að bjóða.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra stað-
reynda.
SANYL ÞAKRENNUR
U *RYÐGAEKKI.
* PASSA í GÖMLU RENNUJÁRNIN.
* STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR.
* AUÐVELDAR í UPPSETNINGU.
DÝR OG GÓÐUR KOSTUR.
Fást í flestum byggingavöruverslunum landsins.
AIFAÐORG ?
KNARRARVOGI 4
568 6755
plöntusalan f Fossmgl
Opið 8-19 & um helgar 9-17. Sími 564-1774
Helgartilboð
(meðan birgöir endast)
Birki 125-150 kr. 640 (áður990).
Birki 151-176 kr. 840 (áður 1.350).
Sumarblóm og margt
annað handa þér:
Fræðslurit um garða,
trjárækt og klippingar.
Verkfæri, stór og smá,
og alls kyns garðvörur.
Ef eitthvað
bjátar á í
garðinum
bjóðum við
trausta
leiðsögn og
varnarefni
gegn illgresi
og mein-
dýrum.
.^e-X
Ráðgjöf, þjónusta, ieiðsögn
Fossvogsstöðin, Fossvogsbietti 1, f. neðan Borgarspítala.