Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 9 FRETTIR 264 millj. söfnuðust í Samhug í verki Akvörðun um ráðstöfun fjárins á næstu dögum 185,8 milljón- um varið til einstaklinga STJORN Samhugar í verki, lands- söfnunarinnar í þágu Súðvíkinga og annarra fórnarlamba snjóflóð- anna í janúar, mun væntanlega taka ákvörðun um úthlutun eftir- stöðva söfnunarfjárins fyrir lok þessarar viku. 264 milljónir króna söfnuðust inn- anlands og hefur þegar 185,8 millj- ónum króna af því verið varið úr sjóðnum til einstaklinga og 2,8 millj- ónum til samfélagslegra verkefna í Súðavík, þar á meðal í styrki til björgunarsveitarinnar á staðnum. Neyðaraðstoð lokið Að sögn Jónasar Þórissonar, rit- ara söfnunarinnar, er litið svo á að neyðaraðstoð sé lokið og hafa eink- um þrjár hugmyndir verið til um- ræðu um ráðstöfun þeirra u.þ.b. 75 milljóna króna sem eftir standa. Þar á meðal er umsókn sveitarstjórnar- innar í Súðavík um að féð renni til að gera lóðir á nýju byggingar- svæði Súðavíkur byggingarhæfar þannig að unnt verði að ----------- úthluta þeim endur- gjaldslaust. Einnig hafa komið til umræðu hugmyndir um að verja fénu til að stofna sérstakan áfallasjóð til að mæta hugsanlegum áföllum af líku tagi í framtíðinni og um að verja eftirstöðvunum til einstaklinga. Söfnunarstjórnin hefur verið á fundum undanfarna daga og er stefnt að því að ákvarðanir verði teknar á fundi hennar í dag. FOLK Doktor í rekstr- arhagfræði • RUNÓLFUR Smári Steinþórs- son lektor hefur varið doktorsrit- gerð við rekstarhagfræði- og stjórn- unardeild Versl- unarháskólans í Kaupmannahðfn. í henni er greint frá rannsóknum og fræðilegri út- tekt á því hvernig stefnumörkun, stjórnun og skipu- lagi atvinnuþróun- arfélaga í Danmörku er háttað. Runólfur Smári hefur starfað sem lektor við viðskipta- og hag- fræðideild HÍ frá árinu 1993. Eigin- kona hans er Þórunn Björg Guð- mundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Hlýtur alþjóð- legan styrk • STEFANÍU K. Sigfúsdóttur viðskiptafræðingi og meinatækni hefur verið veittur alþjóðlegur styrkur frá sam- tökum banda- rískra háskóla- kvenna, AAUW, til framhaldsnáms í Bandaríkjun- um. Styrkupp- hæðin er rúmlega 15 þúsund dollarar og er Stefanía ein 42 kvenna sem hlutu styrk. Hún lauk prófi í viðskiptafræði af mark- aðssviði frá Háskóla íslands árið 1992. Hún fer til náms við Johnson & Wales University í Bandaríkjun- um í alþjóðaviðskiptum og hótel- rekstri í haust. Jónas Þórisson sagði að ekki yrði nánar upplýst hvernig söfnunarfénu hefði verið skipt milli þeirra fjöl- skyldna sem misstu ættingja og eigur annars vegar og annarra Súð- víkinga hins vegar. Auk Súðvíkinga hafa nokkrir einstaklingar sem urðu fyrir tjóni og missi í snjóflóðum annars staðar á landinu fengið framiög af söfnunarfénu. 21,8 milljónir króna eru nú á reikningi söfnunarinnar, auk 25 milljóna króna framlags frá Færeyj- um, sem er ætlað sérstaklega til framkvæmda við leikskóla í þorp- inu. Þá á sjóðurinn útistandandi 52,9 milljónir króna hjá Súðavíkur- hreppi vegna láns sem veitt var vegna bráðabirgðahúsnæðis. Það lán var veitt með ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og verður endurgreitt fyrir 1. ágúst. 640 þúsund í rekstur 640 þúsund krónur af söfnunar- fénu hafa runnið til rekstrar Sam- hugar í verki og hefur það fé runnið til að greiða laun starfsmanns. Allur annar kostnaður, svo sem ferðakostnaður ¦ forsvarsmanna stjórnar- innar, sem ekki þiggja laun fyrir störf sín, hefur verið greiddur af vinnuveitendum þeirra, þ.á m. ríkis- sjóði, Rauða krossi Islands og Hjálparstofnun kirkjunnar, sem einnig hefur borið skrifstofukostnað að verulegu leyti, að sögn Jónasar Þórissonar. Morgunblaðið/Sverrir JAKOB H. Magnússon, forseti Klúbbs matreiðslumeistara og nýkjörinn formaður samtaka norrænna matreiðslumeist- ara, NKF, heldur hér á orð- unni Cordon Bleu, sem honum var veitt nýlega á þingi NKF. Auk Jakobs fékk Bragi Inga- son eins viðurkenningar. Nýr formaður Utvarpsráðs • MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóra, formann nýkjörins Útvarps- ráðs og Gissur Pétursson, verkefn- isstjóra, varaformann. Samkvæmt útvarpslögum er sjö manna ¦ út- varpsráð kosið hlutfallskosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosn- ingar. Menntamálaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi hinna kjörnu útvarpsráðsmanna. Starfsmenn RÚV á ÓL • INGÓLFUR Hannesson, íþróttastjóri Ríkisútvarpsins, mun starf a fyrir Evrópusamband út- varps- og sjpnvarpsstöðva, EBU, á ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. Ingólfur mun starfa á upplýsingaskrifstofu sambandsins. Gunnlaugur Þór Pálsson, upp- tökustjóri, mun vinna við tækni- þjónustu EBU. Morgunblaðið/Golli Hjúkrun fyrir fólk ALÞJÓÐLEG hjúkrunarráð- stel'ua var sett í Háskólabíói í gær. Á ráðstefnunni verða fluttir vel á annað hundrað fyrirlestrar og koma fyrirlesarar víðs vegar að úr heiminum. Guðrún Kristjánsdót 1 ir, hjúkr- unarfræðingur og forseti ráð- stefnunar, segðist vona að ráð- stefnan verði vettvangur skoð- anaskipta um hjúkrun, bæði umönnun og rannsóknir, og að hjúkrunarfræðingar noti tæki- færið til að stofna til kynna við starfssystkini sín heima og heim- an fræðunum til framdráttar. Guðrún setti ráðstefnuna að viðstöddu margmenni en um sex hundruð manns sækja ráðstefn- una, þar af 250 erlendis frá. Hjúkrunaráðstefnan er haldin á veguin námsbrautar í hjúkrun- arfræði við Háskóla íslands og hefur undirbúningur hennar stiiðið í 2 ár. Henni lýkur föstu- daginn23.júní. I tengslum við ráðstefnuna eru haldin þrjú námskeið ætluð hjúkrunarfræðingum og eru þau vel sótt að sögn Þorgerðar Ragn- arsdóttur fréttafulltrúa ráð- stefnunnar. ? ? ? Tékkafalsari í gæsluvarðhald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær mann í 44 daga gæsluvarðhald fyrir tékkafals. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur maðurinn ítrekað komið við sögu slíkra mála áður. Gæði í hverjum þraeðif Vönduð ensk ullarteppi Wilton - Axminster - límbundin Á heimli - Hótel - Veitingahús - sali Stök teppi og mottur úr ull Mikil gæði - Gott verð • Epoca - dönsku álagsteppin á stigahús - skrifsto.fur - verslanir • Sérpöntunarþjónusta Mælum - snfðum - leggjum TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN Fákafeni 9 s. 568 6266 Breytt samninganefnd ríkisins Indriði og Þor- steinn hætta BREYTINGAR hafa verið gerðar á skipan samninganefndar ríkis- ins. Birgir Guðjónsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, tekur við formennsku af Þorsteini Geirs- syni og Gunnar Björnsson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu verður varaformaður í stað Indriða H. Þorlákssonar. Auk Birgis og Gunnars sitja í nefndinni Arngrímur V. Angan- týsson, launaskrárritari í fjármála- ráðuneytinu, Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, Ásta Lára Leósdóttir, launaskrárritari í félagsmálaráðu- neytinu, Grétar Guðmundsson, launaskrárfulltrúi í fjármálaráðu- neytinu, Guðmundur H. Guð- mundsson, launaskrárfulltrúi. í fjármálaráðuneytinu, Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Rík- isspítalanna, Haraldur Sverrisson, deildarstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, Inga Svava Ingólfsdóttir, starfsmannastjóri Pósts og síma, Jón Sæmundur Sigurjónsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, Óðinn Helgi Jónsson, launa- skrárfulltrúi í fjármálaráðuneyt- inu, Ólafur Darri Andrason, deild- arsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, Sigrún V. Ásgeirs- dóttir, deildarstjóri í fjármálaráðu- neytinu, Sigurður Helgason, deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu og Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra. PARTAR Kaplahrauni 11, S. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska & evrópska bíla. Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir — gott verð. Sumarútsala Jmfij Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir torginu, sími 552-3970. Sumarútsalan er hafin | Póstsendum kostnaðarlaust. Opið laugardaga kl. 10-16. FJOGUR GOÐ GRAM TILBOÐ VERULEG VERÐLÆKKUN Á FJÓRUM VINSÆLUM GERÐUM GRAM KF-263 200l.kælir + 55 I. frystir. HxBxD = 146,5 x 55,0 x 60,1 cm. 56.990,- stgr. GRAM KF-355E 275 l.kælir + 63 I. frystir. HxBxD = 174,2 x 59,5 x 60,1 cm. 74.990,- stgr. Gefðu gæðunum gaum! GOÐIR SKILMALAR FRÍ HEIMSENDING TRAUST ÞJÓNUSTA GRAM KF-245E 172 I. kælir + 63 I. frystir. HxBxD = 134,2x 59,5 x 60,1 cm. 58.990,- stgr. GRAM KF-335E 196l.kælir + 145 I. frystir. HxBxD = 174,2x 59,5 x 60,1 cm. 74.990,- stgr. Gefðu gæðunum gaum! /rOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK S(MI 552 4420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.