Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 11
FRETTIR
Prestastefna ræðir frumvarp um
stjórn og starfshætti kirkjunnar
Ábendingar
ræddar nánar
á kirkjuþingi
UMRÆÐUR á prestastefnu í gær
um frumvarp til laga um stöðu, stjórn
og starfshætti íslensku þjóðkirkjunn-
ar einkenndust að nokkru af mismun-
andi skoðunum dreifbýlis og þéttbýl-
is. Niðurstaðan varð sú að vísa frum-
varpinu til kirkjuþings, sem haldið
verður í haust, „þar sem.einstakar
ábendingar og athugasemdir, sem
fram hafa komið á stefnunni verði
teknar til nánari athugunar".
I frumvarpinu er landinu skipt í
Hólastifti, með 32 prestsembætti og
Skálholtsstifti, með 100 prestsemb-
ætti, þar af Kjalarness og Reykjavík-
urprófastsdæmi, með 44 prestsemb-
ætti. Þótti sumum halla á dreifbýlið
í þessum tölum. Það sama var upp
á teningnum þegar tekist var á um
skipan fulltrúa til kirkjuþings, en
! þar fær dreifbýlið hlutfallslega fleiri
. fulltrúa en þéttbýlið.
Auk þess var deilt um atriði í
fyrstu grein frumvarpsins, þar sem
segir: „Skírn í nafni heilagrar þrenn-
ingar eða skráning í þjóðskrá veitir
aðild að þjóðkirkjunni." Hér er stuðst
við núgildandi fyrirkomulag þar sem
skráning í trúfélag fer eftir trúfélagi
móður þegar um óskírð börn er að
ræða. Margir vildu að skírnin væri
alveg eindregið skilyrði til að vera
skráður í þjóðkirkjuna, enda væri
skírnin að kristnum skilningi inn-
ganga í kristna kirkju..
Eftir ítarlegar umræður náðist
sátt um að áskilja kirkjuþingi rétt
til efnislegrar umfjöllunar um frum-
varpið, en mælst var til þess að það
tæki tillit til þeirra ábendinga og
umræðna sem fram fóru á presta-
stefnunni.
Búist er við að frumvarpið verði
afgreitt á kirkjuþingi í haust og á
svipuðum tíma muni nefnd sem
dóms- og kirkjumálaráðherra skip-
aði til að endurskoða lög um veitingu
prestakalla líklega skila af sér áliti.
Umhverfisráðherra í Brasilíu
Brýnt að stöðva
• *
mengun siavar
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- ;
isráðherra hvatti til þess á alþjóð-
legri ráðstefnu að þjóðir heims sam-
þykktu aðgerðirgegn mengun sjávar
vegna starfsemi í landi og byggðu
á þeim árangri sem náðist á alþjóð-
legum fundi í Reykjavík fyrr á ár-
inu. Sú samstaða sem þar hefði náðst
væri mikilvægt skref í átt til sam-
þykktar alþjóðlegrar framkvæmdaá-
ætlunar á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um mengun sjávar frá
landstöðvum, en hún verður haldin
í Washington í október.
Umhverfisráðherra hélt ræðu sína
við opnun ráðstefnu um samvinnu
iðnríkja og þróunarríkja gegn meng-
un sjávar, sem haldin var í Rio de
Janeiro í Brasilíu dagana 18.-20.
júní.
Honum var boðið sem einum af
heiðursgestum ráðstefnunnar vegna
starfs íslands að undirbúningi Was-
hingtonráðstefnunnar, en lokaundir-
búningsfundur hennar var haldinn í
Reykjavík í mars. Þar náðist sam-
staða meðal fulltrúa 68 ríkja um að
grípa til aðgerða til að stöðva losun
þrávirkra lífrænna efna út í um-
hverfið.
Mikilvægt að hjálpa
þróunarríkjum
Guðmundur sagði það mikilvægt
að alþjóðleg framkvæmdaáætlun
hefði skýr ákvæði um hvernig hægt
væri að hjálpa þróunarríkjum að
draga úr mengun, bæði með fjár-
stuðningi og tækniaðstoð. Sérstak-
lega þyrfti að huga að endurbótum
í frárennslismálum og aðgerðum til
að stemma stigu við losun þrávirkra
efna í hafið. Þróunarríki nota mikið
magn slíkra efna.
Þó rannsóknir sýni að magn þrá-
virkra lífrænna efna í hafinu um-
hverfis ísland sé - enn sem komið
er - með því lægsta sem þekkist á
nálægum hafsvæðum telja íslensk
stjórnvöld þessi efni eitt alvarlegasta
mengunarvandamál sem við er að
glíma í höfunum.
Fíkniefnalögregl-
an fær stuðning
UNDIR yfirskriftinni „Þjóðarátak
gegn fíkniefnum" hefur verið efnt
til átaks til eflingar baráttunni gegn
útbreiðslu fíkniefna hér á landi. Sva-
var Sigurðsson er framkvæmdastjóri
átaksins, sem hefur opnað skrifstofu
að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík.
Átakið hóf Svavar með því að
gefa fíkniefnalögreglunni í Reykja-
vík farsíma, tölvu og prentara, þar
sem honum finnst fíkniefnalögregl-
una hafa skort ýmsan búnað til að
geta brugðizt sem skyldi við um-
fangi fíkniefnasölu á landinu. Einnig
færði hann Tollgæzlunni á Keflavík-
urflugvelli farsíma í sama augna-
miði. Að mati Svavars er baráttunni
gegn fíkniefnabölinu á íslandi gert
mest gagn með því að styrkja lög-
regluna.
Svavar sagði starfið núna beinast
að því að gefa út áróðursefni sem
dreift yrði í skóla og víðar. Þýddur
hefur verið bæklingur frá brezka
heilbrigðisráðuneytinu, sem stendur
til að prenta í þessum tilgangi.
Framundan væri að safna fé fyrir
sérhæfðum talstöðvabúnaði til efl-
ingar starfsemi fíkniefnalögreglunn-
ar. Fíkniefnasalar væru nú orðnir
svo ve! tækjum búnir að ekkert
dyggði minna en nýjustu tæki til að
lögreglunni auðnaðist að halda starf-
semi þeirra í skefjum.
Morgunblaðið/Golli
Mót veðri og
vindum
FÁTT minnti höfuðborgarbúa á
að í gær voru sumarsólstöður og
því lengsti dagur ársins. Þessir
ferðamenn, sem voru á gangi á
Laugaveginum, mættu veðri og
vindum vel útbúnir í hlífðarföt-
um og stígvélum, enda ekki van-
þörf á. Mjög hvasst var og rign-
ing síðdegis og minnti veðrið
meira á haustið en að nú væri
mitt sumar. Höfðu sumir jafnvel
á orði að ef til vill væri sumarið
búið. Búist er við svipuðu veðri
á næstu dögum hér sunnanlands,
suðlægar áttir verða ríkjandi,
hvasst verður og vætusamt
áfram.
IDE BOX
Sænsku fjaðradýnurnar sem þúsundir íslendinga
hafa kosið að treysta fyrir daglegri vellíðan sinni.
'Tdmt^ótt
«~mj
IDF BOX KOMFORT
Tttedt*
Sufcen
i h'.iiium n\\ ufigliflQurri
/fii'l/n.i f/l;|ii i /Qf§\
SÖ t 200 ki \2 660,
¦•>(> / :•!)!) ki )í» ;;oo
mr nox MEOIO
l'j/n.i liu-.n I /'"j|'',l'lil t.|',llii.il-i-t(i
f/lil llilMjll ','J nmO l,',mlill.ii'lul-
Milll§tfl 'l/ii-' '".| l'VH' /lii'lyn.i
00 y ;•()<) t-t :¦:< ',(•,'),
90 / i'M) ki '¦¦'¦• ':<,')
|0i / ;")'i i-i '.:• |00,
]:•() / :•')') ki '¦¦'•¦¦ /')').
140 / :•')') kl 4! ')'•''.
180 / gOO ii 4i <,()().
IIDE BOX SUPER
'UCtfun^íex
I )/u;i nii-'i i /'",f'",l'lii yöfftiíikoifl
Éilltió ftiýkti "ii Mðdiö og trtðð
mjnl-.i Kiiit.i l'/H'. /fii'l/n.i
fylgíi i vérði
'i') / 200 kl 33 280,
Ki', / 200 ki ''¦'¦>',')')
120 x 200 H 47 700,
140 / 200 ki 53 400.
te
IDE BOX ULTRAFLEX
t•<!•,•,) ii/n:i ':i i',n tvöföldi 8nda I
i>ii'I;i 'ivarftpBlyrktii kíjfltai
Síðan er bara að veija lappir
eða meiða(boga) undir dýnuna
allt eins og hver vill hafa það.
Mismuríandi verð eftir vali.
bunat fólk vönduð dýna
I'/|4 /fll'l/ll.l f /l'jll I /<:l'",í
SO / ;•')() t-i 42 900,
105 / 200 ki ',:•')',').
120 / 200 ki 00 300,
140 / 200 ki 88 550,
160 / :''>') ki 76,800,'
IDE BOX SOFTYFLEX
l"!'.'.| '1,/lM l.-l ',11 WÖfÖld 'l'j '!'
(tióð pokufjöörli '.i-.tu adfö 'i/n
iim;i mjúka /ðnduð 'i/n.i •.'.•m
'.t/0lll •,<:r|i:'j.) /':l /10 bákið
l'/H' /fii'l/n.i fylgli
90 «200 h 45 120,
io', /.'.'O'it-i ',;•• i',o
l^o/;>ooH fifiBW),
140 /;•()') H fit 4','i.
ioo /.-'ooi-i ¦)¦,' ;;',o.
ATH:
Það skiptir engu máli
hvort hjón velja sömu
gerðina eða sitthvora.
Dýnurnar eru eínfáldlega
festar saman svo úr
verði hjónarúm!
IDE BOX NATUR
t":';'.! 'l/h.'i 81 ',11 Hfililti
iii ii,''itti'triil':'|um (itniiin orj
h':lit;n 7':l f/tn 'iln,!:iiir.',|iiHi
f j'A'i ')/ii;i '•'! /'i'i'lw) Ofl
þykk /fii'lýii.i fyfgli
Vertu kóngur íríkiþínu !
80 / 200 kr 04 ooo
90 / 200 H 64 500
io', / 200 Kf 70 150,
V/<> / ;•()') kr. ¦'',?',')(>
I40x200ki 92.610
ÍSLANDf
Danskur smekkur er "dejlig"
Húsgagnahöllinni
S:587 1199 - Bíldshöfði 20 -112 Reykjavík