Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+
0t^gmM0tí0i
STOFNAD 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MENNT ER MATTUR
MENNTUN, þekking og kunnátta eru farsælust vopn
í lífsbaráttu hvers einstaklings og hverrar þjóðar.
Þær þjóðir, sem lengst hafa náð í hagsæld og velferð,
hafa og varið mestum fjármunum til menntunar, rann-
sókna og vísinda. í því ljósi fer vel á því að Háskólinn
velji þjóðhátíðardaginn, 17. júní, til að brautskrá kandi-
data, sem voru rúmlega 450 að þessu sinni.
Sveinbjörn Björnsson, rektor, sagði við þetta tæki-
færi, að veik stað verkmenntunar væri stærsti vandi
framhaldsskólastigsins. í framhaldsskólum Norður-Evr-
ópu ljúki tveir þriðju námi í verkmenntun en þriðjungur
bóknámi til stúdentsprófs. Hér á landi sé á hinn bóginn
skammt í það að helmingur árgangs ljúki almennu stúd-
entsprófi, tíundi hver verkmenntun - en fjórir af tíu
hrekist frá námi. Forsvarsmenn iðnmenntaskóla telja
þá leið áhrifamesta til að auka veg verkmenntunar að
opna nemendum, sem því námi ljúka, greiðari leið til
náms á háskólastigi en nú tíðkast.
Rektor sagði og að Háskólinn hefði mikinn hug á
að treysta samvinnu um rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna. Áhugi væri á að koma upp matvæla- og sjávarút-
vegsgarði, sem yrði miðstöð kennslu, rannsókna og
þróunar í matvælafræði, sjávarútvegsfræðum, fram-
leiðslu- og vinnslutækni og markaðssetningu afurðanna.
• I ávarpi sínu til kandidata minnti rektor á að Jón
Sigurðsson, forseti, hafi litið á stofnun þjóðskóla sem
mikilvægan hluta baráttunnar fyrir fullveldi. Sú barátta
standi enn, þótt með öðrum hætti sé en fyrr á tíð. Gildi
menntunar og þekkingar sé þó sízt minna en áður í
þeirri baráttu. Orðrétt sagði rektor:
„Við þurfum þekkingu ykkar til að auka verðmæti
þeirra afurða, sem náttúran gefur, og skapa ný verð-
mæti með hugkvæmni. Þið þurfið tækifæri til að beita
kröftum ykkar og þekkingu, svo að við getum í samein-
ingu varðveitt þau lífsgæði, sem við njótum, og unnið
saman að viðgangi lands og þjóðar."
FJÁRHAGSVANDI
SVEITARFÉLAGA
ARIÐ 1990 var ef á heildina er litið jafnvægi í rekstri
sveitarfélaganna. Árið 1993 var halli þeirra á hinn
bóginn kominn í tæpa fimm milljarða króna. Líkur benda
til að útkoman hafi ekki verið skárri í fyrra.
Fjárhagsstaða stærri sveitarfélaga, það er peninga-
eign að frádregnum skuldum, hefur versnað stórlega
undanfarið. Fjárhagsstaða Reykjavíkur, svo dæmi sé
tekið, er neikvæð um rúma 8,7 milljarða króna um þess-
ar mundir og á síðasta ári fóru 96,4% af skatttekjum
borgarinnar í rekstur málaflokka. Fjárhagsstaða fleiri
stærri sveitarfélaga hefur og skekkst verulega síðustu
misserin.
Meginskýringin er sú að tekjur sveitarfélaga hafa
lækkað á sama tíma sem útgjöld hafa aukizt, m.a. í
tengslum við byggingu og rekstur skóla, leikskóla,
íþróttamannvirkja og stofnana fyrir aldraða. Útgjöld
sveitarfélaga vegna átaksverkefna til að sporna gegn
atvinnuleysi námu og tæpum milljarði króna á árunum
1993 og 1994. Auk þessa námu álögur ríkisins á sveitar-
félögin með lögregluskatti og framlögum sveitarfélaga
í Atvinnuleysistryggingasjóð u.þ.b. 1,8 milljörðurn króna
á árunum 1992 - 1994. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
hækkaði og um>100% milli áranna 1992 og 1994.
Ýmis stærri sveitarfélög hafa farið of geyst í fram-
kvæmdir síðustu misserin, miðað við fjárráð. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenzkra sveitar-
félaga, segir í viðtali við blaðið, að fjárhagsáætlanir
30 stærstu sveitarfélaganna fyrir þetta ár bendi til
þess að þau muni hægja verulega á ferðinni. Það er
vel. Sveitarstjórnir verða að beygja sig undir þann veru-
leika að svigrúm þeirra til að auka þjónustu og ráðast
í dýrar framkvæmdir er nánast ekkert um þessar mund-
ir. Þær verða að leggja allt kapp á að ná niður skuldum
og fjármagnskostnaði. Það verður aðeins gert með að-
haldi, hagræðingu og sparnaði. Ekki er á bætandi skatt-
byrði almennings.
Fjórir þingmenn Þjóðvaka
VEIÐILEYFAGJ
ER RÉTTLÆTIS
FJÓRIR þingmenn Þjóðvaka,
þau Ágúst Einarsson, Svan-
fríður Jónasdóttir, Ásta R.
Jóhannesdóttir og Jóhanna
Sigurðardóttir, fluttu þingsályktunar-
tillögu á Alþingi fyrir skömmu um
veiðileyfagjald. Morgunblaðið birtir
hér á eftir í heild greinargerð með
tillögu þingmannanna fjögurra, þar
sem fjallað er um rökin fyrir veiði-
leyfagjaldi og ýmsar leiðir til út-
færslu þess. Greinargerðin er svo-
hljóðandi:
Grundvöllur veiðileyfagjalds er sú
staðreynd að fiskstofnarnir kringum
landið eru eign allrar þjóðarinnar.
Þótt nauðsynlegt sé að koma upp
stýrikerfi til að stjórna veiðum, þ.e.
til að hindra ofnýtingu fiskstofna og
nýta þá á hagkvæman hátt breytir
það því ekki hverjir eiga fiskinn í sjón-
um.
Eignarréttur þjóðarinnar á fiskim-
iðunum og fiskstofnunum er ótvíræð-
ur þótt útgerðin fái tímabundinn af-
notarétt til að draga þann fisk úr sjó..
Þessi tímabundni afnotaréttur felst í
úthlutun veiðileyfa. Það gildir um
veiðileyfi eins og annað sem er af
skornum skammti að þau eru ávísun
á verðmæti. Þar sem ekki er unnt
að hafa frjálsar veiðar hér við land
eins og var á árum áður vegna hættu
á ofvéiði og óhagkvæmum útgerðar-
háttum verður ríkisvaldið að úthluta
veiðiheimildum eða stýra veiðum eftir
öðru fastmótuðu skipulagi.
Þessi úthlutun verðmæta af hálfu
ríkisins hefur verið án gjaldtöku hing-
að til þótt vísi að slíku gjaldi megi
finna í lögum um Þróunarsjóð ís-
lands. Veiðileyfagjald mundi stað-
festa þjóðareign á fiskimiðunum og
slík skipan stuðlar einnig að skynsam-
legri framþróun í efnahagsmálum.
Rök fyrir veiðileyfagjaldi
Rök fyrir veiðleyfagjaldi eru margs
konar.
í fyrsta lag er ein helsta röksemd-
in fyrir veiðileyfagjaldi réttlætissjón-
armið. Hér er átt við að það særir
réttlætiskend manna að verslað sé
með veiðiheimildir og þeir sem fengu
þær úthlutaðar upphaflega geti hagn-
ast verulega með því að selja þær eða
leigja. Þeir hafi ekkert greitt fyrir
þær, hvorki við úthlutun í upphafi
néárlegt leigugjald.
í öðru lagi er nefnt sem röksemd
fyrir veiðileyfagjaldi að annars safnist
mikill hagnaður sarnan innan útgerð-
ar þegar fram líða stundir, hagnaður
sem ætti að dreifast meðal lands-
manna allra. Undanfarna áratugi
hefur þetta verið „leyst" þannig að
gengið var tiltölulega hátt skráð sem
leiddi til þess að innflutningur varð
ódýrari. Þetta er ástæðan fyrir því
að oft er sagt að útgerðin hafi í reynd
alltaf greitt nokkurs konar auðlinda-
gjald eða veiðileyfagjald.
, Þannig hefur afrakstri af sjávarút-
vegi verið veitt inn í hagkerfið öllum
til hagsbóta. Sjávarútvegur hefur þó
síðustu ár frekar orðið almennings-
eign með tilkomu stórra almennings-
hlutafélaga. Nú eru flest stærstu fyr-
irtækiíi í sjávarútvegi aímennings-
hlutafélög með dreifða eignaraðild,
m.a. lífeyrissjóða. Þetta hefur leitt til
þess að mun fleiri landsmenn eru á
beinan hátt þátttakendur í sjávarút-
vegi en áður. Aðrar atvinnugreinar
hafa hins vegar þurft að sætta sig
við það gengisstig sem hentar sjávar-
útveginum hverju sinni og hefur það
einkum komið illa niður á iðnaðinum.
Þegar illa hefur gengið í sjávarútvegi
hefur gengið verið lækkað með afleið-
ingum sem allir þekkja. Þetta á ekki
lengur við þegar gengisstefnan er sú
að halda gengi sem stöðugustu, verð-
bólgu sem lægsti og freista þess að
aðrar atvinnugreinar byggist upp við
hlið sjávarútvegs. Veiðileyfagjald í
sjávarútvegi er því eðlilegt og rökrétt
Morgunblaðið/Sigurgeir
VEIÐILEYFAGJALD í sjávarútvegi er eðlilegt og rökrétt framhald
þjóðarsáttar um jafnyægi og stöðugleika í efnahagsmálum, segir
m.a. í greinargerð þingmanna Þjóðvaka.
framhald þessarar þjóðarsáttar um
jafnvægi og stöðugleika í efnahags-
málum.
í þriðja lagi halda ýmsir því fram
sem rökum fyrir veiðileyfagjaldi að
með álagningu þess sé hægt að draga
úr óhagkvæmri sókn vegna kostnað-
araukans af gjaldinu fyrir útgerðina.
Þannig væri skattlagning veiðiheim-
ilda liður í fiskveiðistjórnunarkerfi.
Innan fiskihagfræðinnar er talið að
slík skattlagning sé erfið í fram- .
kvæmd sem stýritæki og erfitt sé að
hitta á rétt skattahlutfall til að
tryggja hagkvæmni. Þessi aðferð get-
ur þó verið þáttur í öðrum aðgerðum
þótt skattlagning sem kostnaðar-
aukning leiði sjaldnast til hagkvæ-
mustu sóknar fiskiskipa.
Það er grundvallaratriði í stýrikerfi
veiðanna að útgerðaraðilar geti fram-
selt heimildir sín í milli og þannig
tryggt hagkvæmni í útgerðarháttum.
Frjáls viðskipti með veiðiheimildir eru
jafneðlilegar og að fyrirtæki gangi
kaupum og sölum. í núverandi kerfi
eru reyndar ákveðnar takmarkanir á
framsali sem þyrfti að skerpa en í
raun er ekki hægt að kenna framtals-
réttinum um óréttlæti gagnvart sjó-
mönnum, byggðum og fiskvinnslufyr-
irtækjum.
Ef sú regla væri tekin upp að allur
afli færi um fiskmarkaði mundu ýmis
vandamál leysast af sjálfu sér. Það
leiddi til samkeppni ájafnræðisgrund-
velli þar sem dugnaður og nálægð
við fiskimið og sérþekking fengju að
njóta sín í samkeppni um fisk til
vinnslu. Helsti galli framsals við nú-
verandi aðstæður er að hægt er að
hagnast á viðskiptum með eign ann-
arra án þess að greiða nokkuð til eig-
andans,
I fjórða lagi getur veiðileyfagjald
verið leið til sveiflujöfnunar í sjávarút-
vegi en sveiflur innan þeirrar atvinnu-
greinar vegna verðbreytinga á erlend-
um mörkuðum hafa oft veruleg áhrif
á hagstjórn hérlendis.
Þannig eru fjölmörg rök fyrir veiði-
leyfagjaldi bæði hagræns eðlis, svo.sem
að styrkja annan atvinnurekstur, og
réttlætissjónarmið gagnvart þjóðinni.
Umræðan um kvótakerfið er í
reynd tvíþætt. Annars vegár er rætt
um fiskveiðistjórnunarkerfið, t.d.
hvort notað er aflamark eða sóknar-
mark, takmarkanir á einstök veiðar-
færi, svæðalokanir eða takmarkanir
á einstakar gerðir fiskiskipa, fram-
salsmöguleikar, verðmyndun o.fl.
þess háttar. Hins vegar er svo umræð-
an um veiðileyfagjald sem tengist
réttlæti, öðrum atvinnurekstri og
tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Þessu
er oft blandað saman í opinberri
umræðu og er það miður. í þingsá-
lyktunartillögunni er aðeins fjallað
um veiðileyfagjald en ekki stýringu
veiðanna og önnur atriði sjávarút-
vegsmála.
Hvernig ber að leggja á
veiðileyfagjald?
Ýmsir möguleikar eru við útfærslu
veiðileyfagjalds og fer afstaða
manna eðlilega eftir stjórnmálaleg-
um grundvallarsjónarmiðum og þeim
hagsmunum sem menn vilja taka til-
lit til. Ekki er líklegt að nein ein
aðferð yrði ofan á í hreinu • formi
enda þarf m.a. að gæta að fiskveiði-
stjórnun við útfærslu veiðileyfa-
gjalds. Einnig þarf að ákveða hvern-
ig tekjum af veiðileyfagjaldi er varið
og kemur t.d. til greina að verja því
til að greiða kostnað hins opinbera
við sjávarútveg, svo sem hafrann-
sóknir o.fL Hér á eftir eru raktir
helstu möguleikar við álagningu
veipileyfagjalds.
í fyrsta lagi gæti ríkisvaldið selt
veiðileyfi á opinberu uppboði, annað-
hvort veiðileyfi fyrir allan fiskafla
eða hluta hans. Við slíkt uppboð
gæti útgerðarmynstur í landinu rask-
ast verulega og ýmsir staðir gætu
orðið mjög afskiptir vegna fjárhags-
legra veikleika. Ef stofnaður yrði
sjóður til að styrkja slík byggðarlög
er hætt við að uppboðið gæfi ekki
rétta mynd af raunverulegu fram-
boði og eftirspurn.
í öðru lagi er hægt að láta útgerð-
ina greiða í eitt skipti gjald fyrir
veiðileyfi og yrði afnotarétturinn þá
eign í þeim skiiningi að vildu stjórn-
völd breyta kerfinu yrði að taka
þennan rétt eignarnámi og greiða