Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 33 MINNINGAR skírður við kistu föðurins, nafni hans. Amma Jónína reyndist góða hjálpin við litlu drengina og frænk- an góða var betri en engin. En stundum kemur aðeins ljós. Til þín kom ráðsmaður, duglegur dreng- skaparmaður Hermann Benedikts- son. Og áfram var búið. En mæði- veikin kom í fjárstofninn og eyddi honum. Vorið 1943 ákvaðst þú að stefna heim að Keldum. Enn var bjartur vordagur 27. júní. En nú stóðum við heimilisfólkið með tár í augum er við horfðum eftir bílnum. En þú fórst ekki ein. Nú áttir þú tvo efni- lega syni, sem hafa verið þér stoð og styrkur í gegnum lífið. Gaman var að fá þig í heimsókn vorið sem Skúli var fermdur. Kæra Kristín mín, ég þakka þér samfylgdina forðum og hlýjar kveðjur í gegnum árin. Enn er vor. Ég vona að bjart verði hjá þér í nýjum heimi. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra í fjölskyld- unni. Jónida Stefánsdóttir, Sigurðarstöðum í Bárðardal. Látin er í hárri elli heiðurskonan Kristín Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum. Henni kynntist undirrituð fyrst í bernsku í stórfjölskyldunni á Sig- urðarstöðum og Sunnuhvoli í Bárðardal. Vorið 1936 giftist Kristín Sigurði Jónssyni, bóndasyni á Sigurðarstöð- um og flutti þangað með búslóð sína þ.á m. hest og kú sunnan af Rangárvöllum. Kristín var kennari að mennt og hafði kennt nokkur ár á Rangárvöllum í Landeyjum og á Stokkseyri. Búferlaflutningum á þessum árum milli fjarlægra landshluta fylgdu að mestu leyti samskiptarof við fjölskyldu og vini, þekkt menn- ingarumhverfi og náttúrufar. Sam- skiptum var helst viðhaldið með bréfaskriftum og stopulum heim- sóknum. Sími var aðallega nýttur í neyðartilvikum. Þarna var unga Tíonan komin til að setjast að til langframa í framandlegu umhverfi í þröngum dal íiorðan fjalla. Allt var ólíkt víðáttu Rangárvalla með tignarlegri fjallasýn þ.á m. til Heklu. Á Sigurðarstöðum bjó fyrir Sölvi Steinafr, bróðir Sigurðar, og fjöl- skylda, og á Sunnuhvoli, í sama túni, Gunnlaugur bróðir þeirra, f að- ir undirrtaðrar og fjölskylda. Auk þessa fólks bjó þarna móðir þeirra bræðra, Jónína Sölvadóttir, ættuð frá Brú á Jökuldal og föðursystir þeirra Þuríður sem Skúli Skúlason ættfræðingur titlar hannyrðakonu í Hraunkoktsættinni. Jón faðir þeirra bræðra hafði látist árið áður, 1935. Á Sunnuhvoli átti löngum heimili sitt Herdís Tryggvadóttir ljósmóðir, móðurmóðir undirritaðr- ar, auk kaupstaðarbarna og ungl- inga á sumrin. Þarna var því hin mesta krakkaparadís og þakkarvert að fá að alast upp í þeim góða hópi frændfólks. Vel man ég hætti Kristínar sem voru öllu hófsamari en Þingeying- um mörgum er tamt. Enn þann dag 1 dag á fjölmiðlaöld eru samskipti og talsmáti Rangæinga gjarna með nokkuð öðrum hætti en Þingeyinga, hvað þá fyrir 60 árum. Þegar þeir síðarnefndu segja skoðun sína um- búðalaust, þegi'a þeir fyrrnefndu frekar og hugsa sitt, en fáar meitl- aðar setningar frá þeim duga síðan til að lægja öldurnar. Þau hjón Kristín og Sigurður voru samt afar samrýnd og áttu mörg sameiginleg áhugamál, svo sem bóklestur, handlistir og rækt- un. Sigurður smíðaði fallega bús- hluti og Kristín myndskreytti þá og teiknaði myndir til veggskreyt- inga, því hún var mjög drátthög kona. Gróðurhús byggði Sigurður vest- ur úr gamla bænum og ræktaði þar tómata, þá fyrstu í þeirri sveit. Blómagarð gerði hann í brekkunni fyrir ofan bæinn og vökvaði hann með því að bora smágöt á vatns- leiðslurnar að heimarafstöðinni. Fallegir „gosbrunnar" mynduðust þannig vegna fallþunga vatnsins sem vökvaði blómagarðinn og þurr- ar brekkurnar. Kristín lék á orgel og tók undir- ritaða í læri. Nokkuð var þýski org- elskólinn strembinn, en útsetning- arnar afar fallegar. Mikið var gam- an að geta spilað jólasálmana um jólin og þótti mér lengi vel sem engin útsetning stæðist samjöfnuð við þessar þýsku! Einnig fengum við frændsystkin að teikna hjá Kristínu og leysa myndaþrautir, sem áttu að þjálfa rökrétta hugsun. Aldrei hef ég síðan séð þá gerð. Þau Kristín og Sigurður eignuð- ust tvo syni: Skúla Jón, f. 1938 og Sigurð 1939. Brátt dró dimmt ský fyrir hamingjusól ungu hjónanna. Fáum dögum eftir fæðingu yngri sonarins kenndi Sigurður sér meins, sem reyndist vera sprunginn botn- langi. Var hann skorinn upp heima í stofu þeirra og virtist í fyrstu ætla að verða lengri ævi auðið en lífhimnubólgan reið honum að fullu á fáum dægrum. Er nýfæddi sonur- inn var hálfsmánaðar gamall var faðir hans allur. Var hann skírður við jarðarför föður síns og hlaut nafn hans. Kristín hélt þó áfram búskap um nokkurra ára hríð, með ráðsmanni. Vorið 1943 brá hún búi og hélt á æskuslóðir, að Keldum á Rangár- völlum. Foreldrar hennar voru þá enn á lífi og voru þau ásamt Krist- ínu og sonum síðustu íbúar hins fornfræga sögualdarbæjar þar á staðnum. Mikil var eftirsjá okkar frænd- systkina að sjá á bak þeim bræðrum alförnum á gagnstætt landshorn. Við höfðum verið mjög samrýnd svo aldrei man ég til að slettist upp á vinskapinn. Fylgdumst að í leik og starfi úti og inni. Gamli bærinn á Sigurðarstöðum og útihúsin buðu upp á marga ævin- týralega króka og kima sem örvuðu hugmyndaflugið. Sá tími sem faðir þeirra, og yngsti föðurbróðir okkar, barðist við dauðann er sem greypt- ur í minnið. Dæmi: Við eldri börnin lágum á maganum á glæru svellinu á bæjarlæknum og horfðum á tæran strauminn líða hjá. Við gerðum okkur grein fyrir að Sigurður frændi var fárveikur og síðustu líf- dagar hans væru sennilega að líða hjá eins og lækurinn. Eftir lát hans fór Steinunn frænka að kalla pabba sinn Sölva. Ég spurði hana af hverju. „Aldrei framar geta þeir Skúli og Siggi sagt pabbi!" Svo ríka samúð eiga jafnvel litlir krakkar. Mörgum árum seinna eignuðust þeir bræður þó nýjan pabba. Kristín giftist síðar Ágústi Andréssyni, hreppstjóra, að Hemlu í Vestur- Landeyjum, hinum mesta heiðurs- manni. Reyndist hann þeim bræðr- um sem besti faðir. Bálför Kristínar er gerð í dag frá Fossvogskirkju, en jarðsett verður síðar í Lundabrekkukirkjugarði í Bárðardal. Er þá hringnum lokað og jarðneskar leifar til moldar born- ar í þeirri sveit- er hún ung kona lifði gleði og sorg. Með þakklæti í huga kveð ég Kristínu Skúladóttur. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Gunnlaugsdóttir. Sú staðreynd að Stína frænka og amma mín voru systkinabörn varð mér ekki almennilega ljós fyrr en ég stálpaðist og kom mér þá hálft í hvoru á óvart að skyldleiki okkar væri ekki nánari. Stína var nefnilega jafnóaðskiljanlegur hluti fjölskyldunnar og æskuheimilisins og afi og amma. Ég held að hún beri verulega ábyrgð á tvennu sem tók sér ból- festu í sinni mínu mjög snemma og hefur grasserað þar síðan. Ann- að er áhugi á sögum og þó ekki síður fólki sem söguefni, en hitt er óbilandi ást á sveitinni, bæði sem verustað og hugarástandi. Þetta er mjög einfalt: Stína frænka passaði mig þegar ég var lítill. Vegna þess að hún var marg- fróð og greind og barngóð var hún fús til að segjasögur, bæði þjóðsög- ur og brot úr íslendinga sögum og vegna þess að hjarta hennar varð á vissan hátt eftir í sveitinni þegar hún flutti á mölina, komu áhrifarík- ustu sögurnar hennar beint úr minningum hennar. í þeim sögum voru hetjurnar að vísu ekki jafn- hamrammar og vopnfimar og þær sem greindi frá í þjóðsögum og fornsögum, en þær þjuggu í staðinn yfir þeirri nánd og lífi sem aðeins fæst beint úr hjarta sögumannsins. Það fór því svo, að ég bað hana oftar að segja mér sögur úr æsku sinni, en að hafa yfir brot úr þeim menningararfi sem jafnan er talinn merkilegri. Það voru sem sagt vinnumenn og vinnukonur á Keldum, skyldfólk og nágrannar hennar úr uppvextin- um á þessu höfuðbóli á Rangárvöll- um, sem tókust á við duttlunga örlaganna við rúmstokkinn hjá mér í æsku. Alla nefndi hún með nafni og stundum náði ég að hitta eitt- hvað af þeim í bíltúrum í sveitina á sumrin, þá að vísu flesta komna af léttasta og viðburðaríkasta skeiði. Fæsta þeirra grunaði líklega að strákpjakkur meðal gestanna úr borginni hefði upplifað með þeim ótal spennandi augnablik fyrr á öld- inni. Ást Stínu á dýrum, og þó sérstak- lega hestum, var mikil. Til marks um það man ég vel, eftir að Sjón- varpið hóf útsendingar, að við sát- um kannski og horfðum á einhverja kúrekamynd um alls kyns skotbar- daga og grimmileg átök, þ.á m. við riddaraliðssveitir, að Stína gat stundum ekki orða bundist þegar sveitirnar runnu saman. „Aumingja blessaðir hestarnir," sagði hún þá. Ekki man ég að hún tæki nærri sér ýmsa válega atburði sem hentu söguhetjurnar í þessum myndum. Stína hafði þann sið að fá alla nærstadda til að klappa saman lóf- unum í hvert sinn er farið var yfir Þjórsárbrúna og þannig í heimahag- ana í Rangárvallasýslu. Þótt ég geri þetta ekki alltaf nú orðið, fer ég aldrei þarna um án þess að minn- ast með söknuði þessa siðar sem bar vott um þá fölskvalausu og barnslegu átthagaást, sem Stína geymdi í hjarta sínu, en er okkur nútímamönnum flestum framandi. Það hefur sjálfsagt enga þýðingu í augum annarra, en sú staðreynd að við bræðurnir höfum lagt grunn að sumarhúsi á vesturbakka þessa vatnsmikla fljóts, með útsýn yfir í Rangárþing, er í mínum huga tákn þess hvern sess Stína mun alla tíð skipa í minningum mínum. Það er að vísu handan við fljótið mikla, en engu að síður óaðskiljanlegur hluti umhverfisins. Sveinbjörn I. Baldvinsson. t Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Granít s/f I! HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJORDUR SÍMI:'565 2707 FAX: 565 2629 Ástkær eiginmaður minn, faðir okka< tengdafaðir, afi og langafi, ANTON GUÐJÓNSSON, Spóahólum 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Guðrún Matthíasdóttir, Þuríður Antonsdöttir Kjartan Antonsson, Anný Antonsdóttir, Gunnar Antonsson, Ragnar Antonsson, Anton Antonsson, barnabörn og Ingi Sævar Oddsson, Þuríður Skarphéðinsdóttir, Kristján Gunnarsson, Gunnhildur Óskarsdóttir Kristbjörg Einarsdóttir, Lovi'sa Svavarsdóttir, barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK MARGEIRSSON fyrrv. skólastjóri, Hólavegi 4, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 24. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Fræðasjóð Skagfirðinga. Alda Ellertsdóttir, Helga Friðriksdóttir, Heiðrún Friðriksdóttir, Hallfrfður Friðriksdóttir, Jóhann Friðriksson, . Margeir Friðriksson, Valgerður Friðriksdóttir, Páll Friðriksson, Kristinn Hauksson, Sveinn Sigfússon, Sigurður Þorvaldsson, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurlaug Valgarðsdóttir, Guðný Axelsdóttir, barnabörn og barnabamabarn. t Eigihmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR H. BJARNASON fyrrv. símstöðvarstjóri, Holtsbúð 27, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 23. júní nk. kl. 13.30. Bryndís Bjarnason, Camilla Bjamason, Pétur Bjarnason, Elísabet Bjarnason, Bryndís Bjarnason, Hildur Bjarnason, Hörður Bjamason, Garöar Sverrisson, Herdís Gunnlaugsdóttir, Ingi B. Guðmundsson, Þórður J. Skúlason, Jean Posocco, Kristín Pálsdóttir og afabörn. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, systir, amma og lang- amma, JENSÍNASIGURVEIG JÓHANNSDÓTTIR, Álfheimum 29, áður Auðkúlu, Amarfirði, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 23. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Guðjóns B. Ólafssonar hjá Krabbameinsfélaginu. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Davíð Pétursson, Skúli Guðjónsson, Friðrik Guðjónsson, íris Þorkelsdóttir, Baldur Guðjónsson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Friðrik J.Á. Jóhannsson, bamabörn og barnabamabörn. + Astkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SMÁRI GUÐMUNDSSON, Vfkurási 2, áðurtil heimilis í Fagrabæ 1, Reykjavík, sem lést 12. júnísl., verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Byggingarsjóð v/þjálfunarpotts Þroskahjálpar á Suðurnesjum, sparisjóðsbók nr. 436183, Sparisjóðnum í Garði. Inga S. Kristjánsdóttir, Guðmundur S. Sigurjónsson, Þórir K. Guðmundsson, Sigurbirna Oliversdóttir, Jóhanna S. Guðmundsdóttir, Arnar Arngrímsson, Sigurjón Guðmundsson, Ósk Magnúsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.