Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 17
Islensk fjallagrös
í nýjum búning’i
FJALLAGRÖS hafa gagnast land-
anum frá örófi gegn kvefi og alls
kyns kvillum. Þau hafa oftast verið
notuð í fjallagrasaseyði, annað hvort
í mjólk eða vatn og drukkin eða not-
uð í bakstra við bólgum.
Ekki hafa Islendingar einir nýtt
fjallagrösin til átu, því að þau hafa
verið vinsæl heilsubót víða í Evrópu,
t.d. í Sviss og Þýskalandi þar sem
gömul hefð er fyrir notkun fjal-
lagrasa og þar eru þau talin til heilsu-
lylja. íslensk fjallagrös hf. var stofn-
að árið 1993 í þeim tilgangi að þróa
og framleiða nútímalegar neysluvör-
ur úr hefðbundnum íslenskum lækn-
ingajurtum. Nú hefur árangurinn iit-
ið dagsins ljós og nýlega kynnti fyrir-
tækið afrakstur sinn; fjallagrasahál-
stöflur, fjallagrasahylki, fjallagras-
asnafs og fjallagrasakrem. Vörunar
verða í fyrstu fáanlegar í apótekum
og heilsubúðum.
Farið var-
lega með
C-vítamín
VANTI fólk C-vítamín í kroppinn
kunna væg einkenni að koma í ljós
eins og almenn þreyta, slappleiki,
lystarleysi, blæðingar undir húð
og marblettir.
Að sögn Hólmfríðar Þorkels-
dóttur hjá Manneldisráði er C-víta-
mín aðallega að fá úr ávöxtum og
grænmeti. Paprika er t.d. mjög
C-vítamínrík og appelsínur, sítrón-
ur og greip líka. Þá eru jarðarber,
spergilkál, steinselja, kíví og blóm-
kál með hátt magn af C-vítamíni.
C-vítamín er viðkvæmt næring-
arefni og eyðist með ýmsum hætti.
í bókinni Heimilisfræði sem notuð
hefur verið við kennslu í grunn-
skólum er talað um að ekki megi
láta loft leika um flysjað eða niður-
rifið grænmeti og ávexti. Ástæðan
er að vítamínið kann að eyðast við
áhrif birtu, hita og súrefnis.
Þá eyðast 20-40% við suðu eða
fara út í suðuvatnið. Þess vegna
er nauðsynlegt að láta suðuna
koma upp á vatninu áður en græn-
meti er sett í pottinn þá rýkur
súrefni vatnsins burtu. Best er að
sjóða grænmeti í sem minnstu
vatni, í stuttan tíma og í lokuðum
potti. Kartöflur á helst að sjóða
með hýði.
í bókinni er talað um að C-víta-
mín geymist illa í matvælum.
Mælt er með að ekki sé keypt
mikið magn af ávöxtum og græn-
meti í einu og það geymt í kæli.
Vítamínið tapast við frystingu
en þó minna en við niðursuðu og
þurrkun.
Að lokum má geta þess að C-
vítamín tapast þegar grænmeti og
ávextir eru rifnir með járn- eða
koparáhöldum.
Soprano er heitið á nýju fjalla-
grasahálstöflunum og eru þær syk-
urlausar. Samkvæmt upplýsingum
sem eru utan á pakkningum eru
töflurnar sérstaklega góðar fyrir þá
sem reyna mikið á röddina t.d. söng-
fólk, kennara og ræðumenn. Háls-
töflunarmunu kostaú.þ.b. 190 krón-
ur. Fjallagrasahylkin innihalda mul-
in fjallagrös og eru rík af trefjaefn-
um og steinefnum, einkum af járni
og kalsíum og eru talin hafa góð
áhrif á meltinguna. Glas með 100
hylkjum mun kostar í kringum 1.000
krónur. Fjallagrasasnafsinn er 38%
að alkóhólsstyrkleika og mun í
fyrstu aðeins vera seldur í Leifsstöð
sem minjagripur fyrir ferðamenn,
og mun hann kosta þar.u.þ.b. 550
krónur. Fjallagrasakrem er raka-
krem og er ætlað fólki með venju-
lega og þurra húð og má nota við
exemi og öðrum húðsjúkdómum. Það
mun kosta um 700 krónur.
Morgunblaðið/Golli
FJALLAGRÖS í nýjum bún-
ingj. Fjallagrasakrem, fjalla-
grasasnafs, fjallagrasahylki
og fjallagrasahálstöflur.
Ómengað hráefni
Helen P. Brown, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins segir að fjalla-
grös séu viðkvæm fyrir allri mengun
og dragi í sig flest þau efni sem eru
í andrúmsloftinu. í kjölfar Tsjerno-
byls-slyssins 1986 urðu fjallagrös á
meginlandi Evrópu og í Skandinavíu
óhæf til manneldis vegna geisla-
virkni. Þar með jókst eftirspurn eft-
ir íslenskum ijallagrösum erlendis
frá, þar sem fjallagrösin reyndust
fullnægja gæðastöðlum um mengun.
Þau mælast t.d. með 10-100 sinnum
minna blýmagn en íjallagrös í Evr-
ópu. Iðnþróunarfélag Norðurlands
vestra, Vilko (Kaupfélag Húnvetn-
inga) og Iðntæknistofnun hrundu
síðan af stað verkefni til þess að
auka verðmætasköpun úr ijallagrös-
um í stað þess að flytja þau út ein-
göngu sem hráefni og stofnað var
fyrirtækið Islensk fjallagrös hf.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að
enn lurna grösin á leyndum eiginleik-
um sem vert er að kanna segir Anna
Rósa Róbertsdóttir, grasalæknir og
ráðgjafi fyrirtækisins.
Trjáplöntudagar
fimmtudag til sunnudags
Birkikvistur
kr. 299
Verð Verð
nú áður
Ösp (keisari) 125-150 cm kr. 790 Nýtt
Ösp (keisari) 150-175 cm kr. 990 Nýtt
Birki 75-100 cm kr. 299 490
Birkikvistur kr. 299 565
Blátoppur kr. 399 490
Skógarplöntur 15-25 í bakka kr. 698 Nýtt
Síberíukvistur kr. 399 565
Dögglingskvistur kr. 399 565
Bjarkeyjarkvistur kr. 399 565
Sunnukvistur kr.399 565
Silfurreynir 75-100 cm kr. 440 850
Selja kr. 440 725
Steinar Björgvinsson, Hafsteinn Hafliðason
og Lára Jónsdóttir verða í trjáplöntusölunni
alla dagana frá kl. 14-18.
blómciual