Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Yfir 30 ára reynsla S.G. Einingahús AUST QG HLY SG Einíngahús hf, Eyrarvegi 37, Selfossi sími 482 2277 fax 482 2833 Söluskrífslofa í Reykíavík 58B 11 40 íslensk hús hönnuð og byggð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin frá SG eru bœði traust og hlý. VelduSG. Vaskhugi kann símanúmer Ný útgáfa af forritinu vinsæla er komin út. Margar nýjungar eru í forritinu, m.a. * Breytir sjálfvirkt símanúmeruni í ný. * Betri uppgjör fyrir sjóðvélar. * Reiknar út neytendalán. * Launabókhaldið er enn betra. * Aðgangsorðakerfi fyrir 20 notendur. ¦k Minnisbók og dagatal. * Ótal smábreytingar gera Vaskhuga aðgengilegri en nokkrú sinni fyrr. Veldu Vaskhuga, það borgar sig fljótt. áB Vaskhugi hf . Skeifunni 7, sími 568 2680 Auglýsing Líflegt Kolaport um helgina Löng heigi hjá Kolaportinu: Krakkadagar og kompudagar Kolaportið efnir til sérstakra kompudaga um helgina og býður þá seljendum notaðra muna sérstakan afslátt af básaverði. Efnt hefur verið til sérstakra kompudaga nökkrum sinnum á undanförnum mánuðum og hafa þeir jafnan tekist vel. Fjöldi seljenda með notaða muni hefur farið í allt að tvö hundruð um helgi og sannkölluð hátíð hef- ur verið hjá þeim gestum sem kunna vel að meta slíkan varning. Þá er einnig nýjung hjá Kolaport- inu að hafa markaðstorgið opið fimmtudag og föstudag, og lofar sú tilraun góðu. Auk fjölmargra fastra seljenda verða „aukadagar- nir" þessa viku sérstaklega til- einkaðir ungum seljendum, en börn og unglingar fá þá solubása ókeypis til að bjóða hvers konar varning eða þjónustu. Búist er við mikilli þátttöku bama og unglinga og óhætt er að fullyrða að líf og fjör verði í Kolaportinu þennan fimmtudaga og föstudag. Kolaportið er opið fimmtudag og föstudag kl. 12-18, laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Verslanir opnar 17.júní MIG langar að lýsa bæði undrun . og hneykslun minni yfir því að verslanir séu opnar 17. júní. Þetta er þjóðhátíðardagur ís- lendinga og mér finnst þetta jafnast á við að versl- anir væru opnar á okkar aðalhátíðisdögum, svo sem á jólum eða páskum. Hing- að til hafa margar raddír heyrst sem hvetja til þess að hafa opnunartíma versl- ana frjálsan, en minna hef- ur heyrst frá þeim sem vilja ekki að allir dagar séu jafnir. Guðlaug Pottablóm tekin HÚSMÓÐIR á Kleppsvegi hringdi og sagði frá því að á kvennadaginn hefðu tvær konur komið að fjöl- býlishúsi sem hún býr í og sennilega hringt á efstu bjöllu hússins til þess að komast inn óséðar. Þær höfðu síðan á brott með sér tvö pottablóm. Einn íbúi hússins sá til þeirra á götunni þar sem þær óku brott á rauðum bíl. Heldur er það lágkúrulegt að skreyta heimilí sín með stolnum blómum. Tapad/fundið Casio - barnaúr SVART úr með bláum tölustöfum og bláum mín- útuvísi tapaðist. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 568-0689. Hálsmen fannst GUÐRÚN sem týndi hálsmeni með stjörnumerki hafi samband í síma 568-0689. Hringur tapaðist LÍTILL gullhringur með tveimur safírum tapaðist frá Súlnasal Sögu eða í leigubíl aðfaranótt 13. maí sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 551-0647. Fundarlaun. Peningaveski tapaðist SVART peningaveski tap- aðist, annaðhvort í Leið 2 eða í miðbæ Reykjavíkur sl. þriðjudag. Á veskinu stendur New Sport og það er með frönskum rennilás. Finnandi vinsamlegast hringi í Bryndísi eða Odd í síma 588-1143. Pæjumót í Eyjum ELLEFU ára reykvísk stúlka sem var á fótbolta- móti stúlkna í Vestmanna- eyjum týndi lítilli sjálfvirkri myndavél þar 11. júní sl. Finnandi vinsamlegast skili myndavélinni til lögreglu eða til íþróttafélagsins Þórs í Eyjum eða hafi sam- band í síma 588-7318. Gæludyr Köttur týndist KÖTTUR, gulrauðbrönd- óttur, tapaðist frá Vestur- bergi 189 sl. sunnudag. Hann er með hálsól með tveimur bjöllum og er eyrnamerktur. Hafi ein- hver orðið hans var vin- samlegast hringið í síma 557-5812 eða 557-6122 eða Kattholt. Páfagaukur gefins GRÆNN páfagaukur fæst gefíns. Uppl. í síma 554-4904 frá kl. 20-22 næstu kvöld. HOGNIHREKKVISI ¦ HeeiH&BRUlKeAe. ERU Af2PV//ENLE©r stazt! " SKAK tlmsjón Margeir Pétursson SVARTURáleik Staðan kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur í janúar. Ólafur G. Jónsson (1.640) var með hvítt, en Hjalti Rúnar Ómarsson (1.565), hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 22. Rb5- c7? 22. - h3!! 23. Rxa8 - hxg2+ 24. Kxg2 - Hxh2+! (Fórnar hinum hróknum líka fyrir óstöðvandi sókn) 25. Kxh2 - Df2+ 26. Khl - Rh5! 27. Hgl - Rg3+ 28. Hxg3 - fxg3 29. Bfl -Dxc2 30.Hcl-Dh2 mát. Hjalti Rúnar sem hafði svart í skákinni fer í byrjun júlí á Evr- ópumeistaramót barna og unglinga í Verdun í Frakklandi. Auk hans fara þau Bragi Þorf- innsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Harpa Ing- ólfsdóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir á mótið. Farar- stjóri er Bragi Kristjánsson, skólastjóri Skákskólans. Æfingar standa nú sem hæst. Víkverji skrífar... SVO SANNARLEGA setja hvítir kollar nýstúdentanna skemmti- legan svip á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík og reyndar annars stað- ar. Einhvern veginn hefur þetta þó breyst í áranna rás óg stúdentarnir víða horfið í fjöldann. Kannski er það vegna þess að stöðugt fleiri skólar útskrifa stúdenta og einnig eru stúdentar nú útskrifaðir að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári. í minni bæjum er þessu trúlega öðru vísi farið en í Reykjavík og á Akureyri er enn haldíð í gamlar hefðir í þessu sambandi og hvítu kollarnir setja mikinn svip á hátíða- höldin 17. júní í höfuðborg Norður- lands. Á miðnætti þjóðhátíðardagsins marseruðu stúdentarnir niður göngugötuna og nokkra hringi á Ráðhústorginu. Fjöldi fólks beið komu þeirra og fagnaði með þeim. Reyndar var fjölmennt f skólabæn- um Akureyri um síðustu helgi og afmælisárgangar frá MA minntust áranna i skólanum með því að hitt- ast í góðra vina hópi. Þó skrifari eigi ekki rætur í merku starfi Menntaskólans á Akureyri gat hann ekki annað en hrifist með þennan dag. xxx > IFERÐINNI um Norðurland um helgina koma það skrifara mjög á óvart hve tún voru víða orðin græn og grösug í Eyjafirði. Bóndi sem Víkverji spjallaði við sagði að mörg tún hefðu komið svona undan snjónum loksins þegar hlánaði. Helsta vandamálið væri bleytan í túnunum, en ekki að þau væru illa sprottin eða kalin. Skafla mátti þó enn víða sjá í hlíðum rétt fyrir ofan byggð þannig að veturinn minnir enn á sig þó komið sé undir Jóns- Kunningi Víkverja - í höfuð- borginni - hafði orð á því fyrir nokkru hve seinir túlipanarnir væru í garðinum hjá honum. Hann sagðist ekkert skilja í þessu þar sem þeir væru fyrir löngu farnir að blómstra hjá nágrönnunum. í byrj- un vikunnar hvíslaði kona kunningj- ans því að skrifará að skýring væri komin á þessu með túlipanaffa. Kunninginn hafði sum sé snúið þeim öfugt er hann setti þá niður í mold- ina. Það er mörg búmanns raunin, en þetta ku vera grundavallaratr- iði. Næsta vor gengur vonandi bet- ur hjá manninum. xxx VÍKVERJI á oft leið út á nátt- úruperlu Seltirninga, Suður- nesið, þar sem kylfingar slá kúlur sínar í nábýli við ótrúlega fjöl- breytt fuglalífið í kríngum Bakka- tjörnina. Svanahjón hafa tekið sér bústað í tjarnarhólmanum, sem gerður var af mannavöldum fyrir fáeinum árum, og hafa nú komið upp tveimur ungum en þeir voru þrír í fyrra. Á þessum slóðum mun líka vera stærsta kríubyggð á höfuðborgar- svæðinu, með alls um 900 pör og flest á tiltölulega afmörkuðu svæði norður og austur af Bakkatjörninni og allt upp undir ystu húsin í byggðinni við Nesbalann vestan- verðan. Krían setur óneitanlega mikinn svip á allt líf á þessum slóð- um, ekki bara fuglalífið því mann- fólkið verður líka að taka tilit til hennar. Svæðið sem blasir við augum frá læknasafninu í Nesstofu er því ör- ugglega einstakt. Nokkuð mun hins vegar hafa vafist fyrir heimamönn- um að ákveða hvort aðalakvegurinn að læknasafninu eigi að liggja að því að sunnanverðu eða frá norðan- verðu nesinu. Nú heyrist að það sé að nást sátt um að vegurinn liggi úr norðri að safninu, og er það gleði- efni. Sú leið mun valda mun minna raski á náttúrunni heldur en vegur úr suðri, sem gæti valdið tjóni á þessari fugla- og náttúruparadís sem æ fleiri útivistarunnendur höf- uðborgarsvæðisins leita í jafnt að sumri sem vetri. á i 2 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.