Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR # Ný lög um þingfararkaup afgreidd í gærkvöldi:. I - þingforseti fær ráöherralaun, bíl og bflstjóra 3 ÍG-í^lUKJO Ykkur er óhætt að taka pottlokín ofan strákar, þetta er á hæstvirtum þjóðarsáttar-nótum. Ástandið í atvinnu- málum skólafólks Bjartsýni og uggur í bland SIGURÐUR Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, segir metfjölda at- vinnurekenda hafa falast eftir starfskröftum hjá Atvinnumiðlun- inni í ár og hljóðið í mörgum at- vinnurekendum gott. Uggvænlegt væri aftur á móti, að nú hefði fjöldi námsmanna á skrá einnig slegið öll fyrri met, og mjög margir námsmenn væru enn atvinnulausir. Það yki mönnum bjartsýni, sagði Sigurður, að nú væri mjög mikið að gera hjá Atvinnumiðluninni; það stefndi í að henni tækist að miðla fleiri vinnu nú en nokkru sinni. Atvinnurekendurnir sem leitað hefðu til hennar væru nú nokkrum tugum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður sagðist vonast til að þetta héldi svona áfram í sumar og vildi sérstaklega vekja athygli at- vinnurekenda á því að Atvinnumiðl- unin væri starfandi alveg út sumar- ið, andstætt útbreiddum misskiln- ingi. Aukafjárveiting Þetta góða hljóð í sumum at- vinnurekehdum breytir þó ekki þeirri staðreynd, að fjölmargt skóla- fólk er enn atvinnulaust; margir óttist að verða jafnvel tekjulausir í sumar. Reykjavíkurborg hefur brugðizt við þessu með aukafjárveitingu til sumarverkefna skólafólks á vegum borgarinnar, eins og kom fram í fréttum í gær. Með þeim aðgerðum fá 147 manns vinnu til viðbótar þeim 2.388 sem þegar hafa verið - ráðnir í sumarvinnu hjá borginni í ár. Tekið var eftir því hjá Atvinnu- miðlun námsmanna í kring um sjó- mannaverkfallið, að þá jókst skrán- ing fólks sem var vant að vinna á sjó. Eins hafa, eftir að verkfall hófst í Álverinu, borizt umsóknir frá fólki sem annars á vísa vinnu þar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon 17 ára forystuær Laxamýri. Morgunblaðið. FORYSTUÆRIN Bauga á Leifs- stöðum í Oxarfjarðarhreppi varð 17 vetra í vor og er enn við góða heilsu að sögn eiganda hennar, Stefáns Rðgnvaldssonar bónda. Þó munu tennur vera horfnar og ullin orðin þunn. Bauga, sem er heimaalin, var borin vorið 1978 og var síðasta lamb Bildu á Leifsstöðum sem þá var 13 vetra. Bauga hefur borið 14 sinnum og eignast 27 lönib og af þeim eru tvær hreinræktaðar forystuær á líf i í hjörð Stefáns. Þótt nú sé hægt að nálgast Baugu var hún aldrei sérlega gæf og á yngri árum var hún aldrei handsömuð í göngum. Gekk hún jafnan í Þverárhyrnu þar sem auð- velt var að stríða gangnamönnum. I sumar er Bauga á heúnahög- um og þiggur grasköggla úr lófa dætra Stefáns, þeirra Sölu Rutar og Sijju Rúnar. 5,8% vinnuaflsins án atvinnu Atvinnuleysi meðal ungs fólks er 15% ATVINNULEYSI meðal fólks á aldr- inum 16-19 ára er 15,2%. Tæplega þriðjungur þeirra sem voru atvinnu- lausir í apríl hafði leitað að vinnu í 6 mánuði eða lengur. Þetta eru helstu niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar sem gerð var l.-ll. apríl sl. Samkvæmt könnuninni voru 5,8% vinnuaflsins án vinnu, en það jafn- gildir því að um 8.700 einstaklingar hafi verið atvinnulausir. í samskonar könnun í apríl í fyrra mældist at- vinnuleysi 5,9% og í nóvember 1994 var atvinnuleysi 4,8%. Hagstofan hefur í fimm ár gert vinnumarkaðskannanir tvisvar á ári. Könnunin náði til 4.371 manna og fengust nothæf svör frá 3.933. Atvinnuleysi er meira meðal karla en kvenna eða 6% á móti 5,6%. Þá er atvinnuleysi hlutfallslega meira á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum. Atvinnuleysi er 9,3% meðal fólks sem aðeins hefur lokið grunnskólanámi, 4,1% meðal fólks með starfs- og framhaldsmenntun og 1% hjá fólki með háskólapróf. Atvinnuleysi er mest í iðnaði og mannvirkjagerð eða 6,7%. Tæplega þriðjungur atvinnulausra hafði leitað að vinnu í 6 mánuði eða lengur sem er svipað hlutfall og í apríl 1994, en nokkru hærra en í nóvember þegar þetta hlutfall var um fjórðungur atvinnulausra. 18. alheimsmót skáta í Hollandi Skátahreyfingin er stærsta frið- arhreyfing heims HÓPUR íslenskra skáta heldur til Hollands seinni hluta júlímánaðar í því skyni að taka þátt í 18. alheimsmóti skáta. Tilgangurinn með móti sem þessu er að leiða saman ungt fólk, óháð trúarbrögðum, lit- arhætti eða öðru því sem aðgreinir allt það fólk sem jarðkringluna bygg- ir. Markmið móta af þessu tagi er að koma ungu fólki í skilning um að með gagnkvæmri virðingu, þekkingu og skilningi á ólíkum við- horfurn eiga jarðarbúar möguleika á að lifa sam: an í sátt og samlyndi. í Hollandi dvelur íslenski - :, Guðmundur Pálsson hópurinn í 11 daga við leik og störf og munu skátar frá öllum heimsálfum reisa tjaldborgir með öllu því sem til þarf. Guðmundur Pálsson verður fararstjóri fyrir 220 ungmennum sem fara utan og á hann stóran þátt í undirbún- ingi íslensku þátttakendanna. - Að hverju þarfað huga áður en svo fjölmennur hópur skáta leggur upp í för sem þessa? „Undirbúningsstarf hefur staðið yfir í tvö ár, en mesta vinn- an hefur staðið yfir síðan í haust. íslenski hópurinn er dreifður um allt land og því verður að sam- hæfa allt undirbúningsstarf sem hefur verið ákaflega margþætt. Krakkarnir, skátar á aldrinum 14 - 18 ára, starfa í 40 manna sveitum hvaðanæva af landinu. Mikil áhersla hefur verið lögð- á að krakkarnir kynnist vel inn- byrðis, og fjáröflunarstarf af ólík- um toga hefur sett mark sitt undirbúninginn. Eins og gefur að skilja kosta ferðir sem þessar dágóðan skilding en krakkarnir hafa verið iðnir við að afla pen- inga til fararinnar" - Hverjir mæta til leiks? „Við komum á mótsstað þann 1. ágúst eftir að hafa eytt nokkr- um dögum í Þýskalandi en við áætlum að geta stillt saman strengi þar í landi áður en við mætum til mótsins. Þegar til Hol- lands kemur sameinast íslenski hópurinn u.þ.b. 25.000 ungmenn- um hvaðanæva að úr heiminum, frá Noregi og Nígeríu, Kóreu og Kína. Skátar frá 107 þjóð- löndum mæta til móts- ins. Það er sérlega ánægjuleg staðreynd að krakkar frá Austur- —— Evrópulöndunum mæta til leiks í fyrsta sinn. Skátastarf var bannað í þeim löndum þar sem kommúnískir stjórnarhættir voru við lýði, æskulýðsstarf skyldi allt vera á höndum „Flokksins". Nú hefur þessu banni verið aflétt, sem betur fer og nú geta austur- evrópskir skátar tekið þátt í því alþjóðlega æskulýðsstarfi sem skátahreyfingin býður upp á, rétt eins og jafnaldrar þeirra frá öðr- um heimshlutum." - Hvernig er tímanum varið meðan á mótinu stendur? „Fulltrúar frá hverri þjóð verða með 10-15 mínútna dagskrá frá sínu heimalandi, eins konar land- kynningu, og við skorumst að sjálfsögðu ekki undan þeirri ábyrgð. Að auki verða skátar frá Norðuriöndunum með dagskrá um víkinga og þeirra menningu. ?Guðmundur Pálsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund árið 1984 og stundaði nám við viðskipta- fræðideild HÍ auk þess sem hann hef ur stundað nám í aug- lýsinga- og markaðsmálum á vegum Endurmenntunardeild- ar Háskóla íslands. Árið 1993 hélt hann til starfa hjá Nýherja þar sem hann starfar við aug- lýsinga- og kynningarmál. Guð- mundur gekk 9 ára til liðs við skátahreyfinguna og hefur gegnt foringja- og leiðbein- endastörfum innan hennar. Hann starfaði m.a. sem verk- efnastjóri Bandalags íslenskra skáta um 6 ára skeið þar til hann tók við starfi skóiastjóra í skólabúðum skólaskrifstofu Reykjavíkur að Úlfyótsvatni. Hann hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa fyrir hreyfinguna og verður þetta í þriðja sinn sem hann fer fyrir stórum hópi ís- lenskra skáta á erlent skátamót. Skátar hér á landi eru um 6000 talsins Norðurlandabúarnir klæðast hefðbundnum víkingafatnaði og bjóða hinum krökkunum upp á kynningu á íþróttum sem iðkaðar voru til forna og má nefna afl- raunir og glímu sem dæmi. Eins og skáta er von og vísa verður boðið upp á skemmtilega og þro- skandi leiki, þrautarbrautir, rat- leiki og siglingar, svo sitthvað sé nefnt." - Hvaða þýðingu hafa mót __^_ sem þessi fyrir skáta- hreyfinguna á íslandi? „Táningar eru mjög hrifnæmir. Á unglings- aldri mótast þær skoð- ~——' anir sem eiga eftir að fylgja þeim eftír í Iífinu. Sú upp- lifun sem krakkarnir verða fyrir situr djúpt í þeim, sjóndeildar- hringurinn víkkar og þau verða hæfari til að leiða íslenskt skáta- starf. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar tekið er tillit til landfræði- legrar einangrunar íslendinga. Skátar hér á landi eru um 6000 talsins, þeir sem fara utan miðla lífsreynslu sinni til þeirra sem heima sitja. Alheimsmót af þessum toga eru haldin á fjög- urra ára fresti og þátttakendur eru jafnan á aldrinum 14 - 18 ára. Því hefur hver og einn að- eins eitt tækifæri til þátttöku, tækifæri sem er ákaflega dýr- mætt. Það vill gleymast að skáta- hreyfingin er stærsta friðarhreyf- ing í heimi, innan vébanda henn- ar eru um 26 milljónir ungs fólks út um allan heim."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.