Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JLINÍ 1995 11
FRÉTTIR
Prestastefna ræðir frumvarp um
stjórn og starfshætti kirkjunnar
Ábendingar
ræddar nánar
á kirkjuþingi
UMRÆÐUR á prestastefnu í gær
um frumvarp til laga um stöðu, stjórn
og starfshætti íslensku þjóðkirkjunn-
ar einkenndust að nokkru af mismun-
andi skoðunum dreifbýlis og þéttbýl-
is. Niðurstaðan varð sú að vísa frum-
varpinu til kirkjuþings, sem haldið
verður í haust, „þar sem. einstakar
ábendingar og athugasemdir, sem
fram hafa komið á stefnunni verði
teknar til nánari athugunar“.
í frumvarpinu er landinu skipt í
Hóiastifti, með 32 prestsembætti og
Skálholtsstifti, með 100 prestsemb-
ætti, þar af Kjalarness og Reykjavík-
urprófastsdæmi, með 44 prestsemb-
ætti. Þótti sumum halla á dreifbýlið
í þessum tölum. Það sama var upp
á teningnum þegar tekist var á um
skipan fulltrúa til kirkjuþings, en
þar fær dreifbýlið hlutfallslega fleiri
fulltrúa en þéttbýlið.
Auk þess var deilt um atriði í
fyrstu grein frumvarpsins, þar sem
segir: „Skírn í nafni heilagrar þrenn-
ingar eða skráning í þjóðskrá veitir
aðild að þjóðkirkjunni." Hér er stuðst
við núgildandi fyrirkomulag þar sem
skráning í trúfélag fer eftir trúfélagi
móður þegar um óskírð börn er að
ræða. Margir vildu að skírnin væri
alveg eindregið skilyrði til að vera
skráður í þjóðkirkjuna, enda væri
skírnin að kristnum skilningi inn-
ganga í kristna kirkju..
Eftir ítarlegar umræður náðist
sátt um að áskilja kirkjuþingi rétt
til efnislegrar umfjöllunar um frum-
varpið, en mælst var til þess að það
tæki tillit til þeirra ábendinga og
umræðna sem fram fóru á presta-
stefnunni.
Búist er við að frumvarpið verði
afgreitt á kirkjuþingi í haust og á
svipuðum tíma muni nefnd sem
dóms- og kirkjumálaráðherra skip-
aði til að endurskoða lög um veitingu
prestakalla líklega skila af sér áliti.
Umhverfisráðherra í Brasilíu
Brýnt að stöðva
mengun sjávar
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf-
isráðherra hvatti tii þess á alþjóð-
legri ráðstefnu að þjóðir heims sam-
þykktu aðgerðir gegn mengun sjávar
vegna starfsemi í landi og byggðu
á þeim árangri sem náðist á alþjóð-
legum fundi í Reykjavík fyrr á ár-
inu. Sú samstaða sem þar hefði náðst
væri mikilvægt skref í átt til sam-
þykktar alþjóðlegrar framkvæmdaá-
ætlunar á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um mengun sjávar frá
landstöðvum, en hún verður haldin
í Washington í október.
Umhverfisráðherra hélt ræðu sína
við opnun ráðstefnu um samvinnu
iðnríkja og þróunarríkja gegn meng-
un sjávar, sem haldin var í Rio de
Janeiro í Brasilíu dagana 18.-20.
júní.
Honum var boðið sem einum af
heiðursgestum ráðstefnunnar vegna
starfs íslands að undirbúningi Was-
hingtonráðstefnunnar, en lokaundir-
búningsfundur hennar var haldinn í
Reykjavík í mars. Þar náðist sam-
staða meðal fulltrúa 68 ríkja um að
grípa til aðgerða til að stöðva losun
þrávirkra lífrænna efna út í um-
hverfið.
Mikilvægt að hjálpa
þróunarríkjum
Guðmundur sagði það mikilvægt
að alþjóðleg framkvæmdaáætlun
hefði skýr ákvæði um hvernig hægt
væri að hjálpa þróunarríkjum að
draga úr mengun, bæði með fjár-
stuðningi og tækniaðstoð. Sérstak-
lega þyrfti að huga að endurbótum
í frárennslismálum og aðgerðum til
að stemma stigu við losun þrávirkra
efna í hafið. Þróunarríki nota mikið
magn slíkra efna.
Þó rannsóknir sýni að magn þrá-
virkra lífrænna efna í hafinu um-
hverfis ísland sé - enn sem komið
er - með því lægsta sem þekkist á
nálægum hafsvæðum telja íslensk
stjórnvöld þessi efni eitt alvarlegasta
mengunarvandamál sem við er að
glíma f höfunum.
Fíkniefnalögregl-
an fær stuðning
UNDIR yfirskriftinni „Þjóðarátak
gegn fíkniefnum" hefur verið efnt
til átaks til eflingar baráttunni gegn
útbreiðslu fíkniefna hér á landi. Sva-
var Sigurðsson er framkvæmdastjóri
átaksins, sem hefur opnað skrifstofu
að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík.
Átakið hóf Svavar með því að
gefa fíkniefnalögreglunni í Reykja-
vík farsíma, tölvu og prentara, þar
sem honum finnst fíkniefnalögregl-
una hafa skort ýmsan búnað til að
geta brugðizt sem skyldi við um-
fangi fíkniefnasölu á landinu. Einnig
færði hann Tollgæzlunni á Keflavík-
urflugvelli farsíma í sama augna-
miði. Að mati Svavars er baráttunni
gegn fíkniefnabölinu á Islandi gert
mest gagn með því að styrkja lög-
regluna.
Svavar sagði starfið núna beinast
að því að gefa út áróðursefni sem
dreift yrði í skóla og víðar. Þýddur
hefur verið bæklingur frá brezka
heilbrigðisráðuneytinu, sem stendur
til að prenta í þessum tilgangi.
Framundan væi-i að safna fé fyrir
sérhæfðum talstöðvabúnaði til efl-
ingar starfsemi fíkniefnalögreglunn-
ar. Fíkniefnasalar væru nú orðnir
svo ve! tækjum búnir að ekkert
dyggði minna en nýjustu tæki til að
lögreglunni auðnaðist að halda starf-
semi þeirra í skefjum.
Morgunblaðið/Golli
Mót veðri og
vindum
FÁTT minnti höfuðborgarbúa á
að í gær voru sumarsólstöður og
því lengsti dagur ársins. Þessir
ferðamenn, sem voru á gangi á
Laugaveginum, mættu veðri og
vindum vel útbúnir í hlífðarföt-
um og stígvélum, enda ekki van-
þörf á. Mjög hvasst var og rign-
ing síðdegis og minnti veðrið
meira á haustið en að nú væri
mitt sumar. Höfðu sumir jafnvel
á orði að ef til vill væri sumarið
búið. Búist er við svipuðu veðri
á næstu dögum hér sunnanlands,
suðlægar áttir verða ríkjandi,
hvasst verður og vætusamt
áfram.
IDEBOX
Sænsku fjaðradýnurnar sem þúsundir íslendinga
hafa kosið að treysta fyrir daglegri vellíðan sinni.
Síðan er bara að velja lappir
eða meiða(boga) undir dýnuna
allt eins og hver vill hafa það.
Mismunandi verð eftir vali.
Vertu kóngur í ríki þínu
ipt Box KOMF om
Dýfii-j inixl ciiiifÉilOu ciöiiiiflkhlfi:
l ml-.u |)tip iiij iieniíir •/•'! lóflu
lólKi bfjinuiii 'i'j uiiQliuuuifci
Ylirtlyníi fýlcjii i vútðl,
an / ;•()!! I*i ip (!i;i)
U!) h 200 ki )i’ mi
tu', / :•()() i-i )i Sö!).
12Ö X 2Ö0 ki 10.500.
I4U / ;>óö i-.i i /Mi.
IDE BOX MEDIO
Dýiiii mi.xi ivölöldu ()öiinnkuiti
fyrlr utlöju <>ij moö böitiiillnidúk
Milllttff dýnri <>íj þykk yfítcJýnn
ftö /, ;•()() i-i ;’;• mbo.
ðö / ;•()!) kr ;•;■ ino.
t()(. / moo kr toó,
1 ;•>() / moo kr Mi' /OD,
140 x U00 kr 41,!)’,().
100 / ;•()() ki 48,000,-
IIDE BOX SUPER
|)/IIÍI ITÍUÖ IVðföklll (Jöliíiukðffi
Uillfið iiiykii '-m Múdiö 'i'j rfíofi
injriki) knulu Þykk yfird'/nu
fyklir I voröi
90 / I'ÓO k.i 93.280.>
1Ó5x20()kr M9i!0O.
)?() / ;*()() ki 4/ /00.
140 / MOO ki 53.400,
IDE BOX ULTRAFLEX
t'ODUi rjýnri ‘ir (ill tvófölcl. orklu i
oii'in úi/íiiTip'ityrkfir kuiitiir
Tik/filin rlýiifi fyrir bnkvoikfi ocj
þunyt tólk vönduð rjýnn
t’ykk yflnlýnu tylglr i vmöi
90 / 200 ki 42 900.
105 / 200 kr §2.950,-
120 x 200 kr. 00.300,
140 / 200 ki. 68.550,
100 x 200 ki /0.800,-
IDE BOX SOFTYFLEX
l"!r/.i (Jýri.i or 'ill tvölöld "(| or
rnuö tiökfifjaðrli r.nm rjörfi rjýiv
una mjúku Vönduö dýrin •;utri
fjyður öórloyfi völ viö bokið
l>ykk yfírdýriíi fylgir
90 x 200 kr 45 120,
105 / 200 ki oo 150.
120 / 200 ki. 00 850,
140 / 200 ki 0,1 450.
100 / 200 kr. 92 850,
IDE BOX NATUR
Ifc'i.'i'ii dýrifi nr öll urtnin
iir riáttúrulcKjum otnum og
Hóiitar vöI fyrir ofrikoiriiúsjúKii
ri'ifin tJýrin ')(\ vónduð 0(\
þykk ytirdyna tyirju
80 x 200 kr. 04.500
00 / 2í)() kr. 04 590
105 x 200 kr /0 I50.
120 x 200 kr. 02 590,
140 x 200 kr 92,010,
“TKedco-
'Tlatun
ATH:
Það skiptir engu máli
hvort hjón velja sömu
gerðina eða sitthvora.
Dýnurnar eru einfaldlega
festar saman svo úr
verði hjónarúm!
IDEmœb ler
ISLANDI
Danskur smekkur er “dejlig"
Húsgagnahöllinni
S:587 1199 - Bíldshöfði 20-112 Reykjavík