Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 7

Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 7 ERLEIMT Islendingar í 5. sæti Alþjóðleg víkingahátíð 6.-9. júlí Hitað upp með fyrir- lestrahaldi NORÐURLANDAMÓTI yngri bridsspilara í Bodö í Noregi er lokið. íslendingar urðu í fimmta sæti. íslendingar gerðu jafntefli við Færeyinga 15-15 og töpuðu síðan 25-4 fyrir Svíum í síðasta leiknum á fimmtudag. UPPHITUN fyrir alþjóðlega víkingahátíð í Hafnarfirði dag- ana 6.-9. júlí er hafin. A fimmtu- daginn hófst röð fyrirlestra um menningu og siði víkinga til forna. Margir heimsþekktir fyr- irlesarar koma til landsins og flytja fyrirlestra samhliða nokkrum íslenskum sérfræðing- um í víkingaaldarfræðum. Að mati aðstandenda hátíðar- innar er vænst þátttöku um 600 erlendra gesta á hátíðinni. Flest- ir munu hverfa aftur í tímann og lifa sig inn í lifnaðarhætti víkinga í dæmigerðu víkinga- þorpi sem reist verður á Víði- staðatúni. Munu þeir klæðast og eta eins og víkingar, slá upp handverksmarkaði og stunda verslun líkt og víkingar voru þekktir fyrir. Sérfræðingar í víkingamenningu Á fimmtudaginn lýsti Geof- frey Bibby, fv. deildarstjóri fornminjasafnsins í Moesgárd í Danmörku, í fyrirlestri frá klæðnaði, vopnum og útbúnaði karla á víkingaöld. Bodil Pouls- en, sérfræðingur í fornum fatn- aði, spilum og leikföngum, gerði aftur á móti grein fyrir klæðn- aði og útbúnaði kvenna á vík- ingatíma. Þessir fyrirlestrar verða endurteknir síðar á hátíð- inni. Meðal erlendra fyrirlesara á hátíðinni má nefna Soren Thirs- lund, sérfræðing í siglinga- tækni, Mogens Friis og Knud Albert Jepsen, sérfræðinga í tónlist víkingaaldar, og Ragnar Thorseth, sérfræðing í gerð vík- ingaskipa. Lise G. Bertelsen fornleifafræðingur rýnir í vík- ingaaldarlist og Stig Jensen fornleifafræðingur gerir grein fyrir víkingum og verslun. Auk ofangreindra flylja Jónas Kristjánsson prófessor, Jón Við- ar Sigurðsson sagnfræðingur, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri og Magnús Magnússon víkingasér- fræðingur fyrirlestra um valin viðfangsefni. Á fimmtudaginn heimsóttu fyrstu erlendu gestir víkingahá- tíðarinnar forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Sér- fræðingar í klæðaburði vikinga Bodil Poulsen, Geoffrey Bibby og kona hans Vibeke Bibby klæddu sig að vonum upp sem víkingar. Lars Bæk-Sorensen sem skipulagt hefur margar vík- ingahátíðir stendur við hlið for- seta á hægri hönd en Iengst til vinstri á myndinni standa Rögn- valdur Guðmundsson og Lilja Hilmarsdóttir aðstandendur al- þjóðlegu víkingahátíðarinnar Landnáms. Tilraunastarf í fiskiðnaðarnámi MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að boðið verði nýtt matvælanámskeið með sérstakri áherslu á fiskiðnað sem er ætlað að leysa af hólmi þá starfsemi sem hingað til hefur farið fram í Fisk- vinnsluskólanum í Hafnarfirði. Námið verður í húsnæði Fisk- vinnsluskólans en sá skóli hefur verið lokaður frá áramótum. Vinnuhópur á vegum mennta- mála- og sjávarútvegsráðuneytis skilaði tillögum um nýskipan í fiskvinnslu til menntamálaráð- herra þar sem megintillagan er sú að efnt verði til tilraunastarfs í fiskiðnaðarnámi á grundvelli 1. greinar laga nk. 81/1993. Hópurinn telur að námið eigi að grundvallast á þeirri starfsemi sem hingað til hefur farið fram í Fiskvinnsluskólanum í Hafnar- firði. Þó leggur hópurinn tii tölu- verðar breytingar þar á. Aukin áhersla verður lögð á nám í mat- vælafræðum er veiti nemendum sérþekkingu á framleiðsiuferli í fiskvinnslufyrirtækjum. Námið verður lengt um eina önn og verð- ur viðbótarönnin einkum nýtt til kennslu í matvælafræðum. Inntökuskilyrði nú eru þau að gert er ráð fyrir að nemandi hafi lokið 52 eininga námi í framhalds- skóla, sem jafngildir eins og hálfs til tveggja ára framhaldsskóla- námi. Við mat á umsóknum nem- enda verður þó að þessu sinni höfð hliðsjón af því hversu skamm- ur tími er til upphafs skólaárs. Til að koma til móts við fólk á vinnumarkaði verður stefnt að því að bjóða upp á stöðupróf í þeim undirbúningsgreinum sem gerðar eru kröfur um að nemandinn hafí lokið við inngöngu. Nemendum sem ljúka prófi af þessari náms- braut mun standa til boða eins árs viðbótarnám er leiðir til stúdents- prófs. Gert hefur verið samkomulag við Flensborgarskóla í Hafnarfirði um að hann hafi yfirumsjón með þessu tilraunanámi næstu tvö ár. Lokastaðan í mótinu varð sú að Norðmenn voru efstir með 199 stig, Svíar í öðru sæti með 178 stig, Finnar í því þriðja með 144 stig, Danir í fjórða sæti með 136 stig, íslendingar í fimmta sæti með 122,5 stig og Færeyingar ráku lestina með 108 stig. Innflutningur frá Norður-Ameríku Innflutningur frá Norður-Ameríku er í öruggum höndum hjá Eimskip. Goðafoss og Skógafoss sigla nú á tveggja vikna fresti milli íslands og fimm hafna í Norður- Ameríku. Innflutningshafnir okkar eru í Boston, New York og Norfolk í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og St. John's á Nýfundnalandi. í rúm áttatíu ár hafa Ameríkuskip Eimskips verið traustur hlekkur í viðskiptum fslands og Vesturheims. Hér eftir sem hingað til höfum við að leiðarljósi víðtæka og persónulega þjónustu í þína þágu. „Hjá innflutningsdeild og skrifstofu Eimskips í Norfolk og St. John's, býðst þér fyrsta flokks þjónusta við innflutning frá Norður-Ameriku.“ Garðar Þorsteinsson, forstöðumaður í Norfolk Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í fiutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is NOKKRIR af fyrirlesurum víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði heimsóttu forseta íslands á Bessastöðum í síðustu viku uppá- klæddir sem víkingar í fylgd með aðstandendum hátiðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.