Morgunblaðið - 02.07.1995, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
Golfstraumur
áköldumklaka '
V eðurfarsbreytingar
hafa verið greinilegar á
íslandi síðustu árin og
áhrifín margvísleg.
Þetta á sér sínar orsakir
og Guðmundur Guð-
jónsson tók hús á Bimi
Erlingssyni hafeðlis-
fræðingi fyrir
skemmstu og ræddi
þessi mál við hann.
an. Samstarfsvettvangur þeirra aðila
sem stunda rannsóknir er svo lítt
þróaður, að aukið samstarf eykur
aðeins álag á hverjum og einum. Þvi
er ekki mikill áhugi. Ef maður skoð-
ar vinnusvið þessara aðila þá virðist
þessi hlið málsins helst vera í verka-
hring Rannsóknarráðs ríkisins. Þar
er hins vegar unnið samkvæmt öðr-
um áherslum.
Gott dæmi um þetta er, að íslend-
ingar hefðu trúlega fengið til lands-
ins framkvæmdastjóm „Arctic cli-
mate system study - verkefnisins“,
en við vomm ekki í stakk búnip að
takast á við dæmið og verkefnið var
síðan tekið upp í Noregi. Það er Ijóst
að við eigum afskaplega litla mögu-
leika á því að þróa verkefni að ís-
lenskum þörfum þegar svona hagar
til,“ segir Björn.
Að skilja umhverfið
Nú hafa alls konar afbrigði af
veðurfari verið í gangi hér á landi
síðustu árin. Alls konar uppákomur
sem hafa komið mönnum á óvart.
Það er ekki ein ástæða .fyrir þessu,
öllu heldur spila saman ýmsir þættir
og það er nauðsynlegt að „skilja
umhverfið" eins og Björn kemst að
orði. „Fyrsta spumingin sem vaknar
er kannski sú, hvað er að gerast í
hafínu. Hvernig virkar Norður Atl- „
antshafið gagnvart þeim ferlum sem
í gangi em og hvemig skiljum við á
milli þeirra sem em annars vegar frá
náttúrunnar hendi og hins vegar af
mannavöldum? Önnur spuming varð-
ar búsetuna í landinu. Að hve miklu
leyti tengist t.d. jarðvegseyðing veð-
urfarsþáttum og að hve miklu Jeyti
er hún af mannavöldum. Við getum
í þessu samhengi velt fyrir okkur
hvernig landnotkun annarra þjóða
hefur áhrif á umhverfið. Nefnum sem
dæmi, að notkun áburðar- og eitur-
efna í íslenskum landbúnaði er hverf-
andi miðað við mörg önnur lönd.
Algengt er í Evrópu að notuð séu
allt að 500 kg af slíkum efnum á
hvem hektara. Hér á landi er það
miklu nær því að vera um 20 kg á
hvern hektara.
Á sama hátt verða menn að geta
skilið á milli mannlegu og náttúru-
legu þáttanna, ef einhver fískistofn
hrynur, stafar það þá af ofveiði eða
umtumun á ástandi í hafinu? Eða
eru samspilandi þættir? Það er mjög
algengt," segir Björn. Og hann er
ekki búinn:
Hamskipti...
„Til að reyna að skilja betur hvað
er í gangi núna mætti rifja upp, að
umtumun varð í hafinu á árunum
1967-69. Þá kom hafísinn í öllu sínu
veldi. Menn töldu alger hamskipti
vera gengin í garð og héldu ráðstefn-
ur um ástandið og mikið var rætt
og ritað. Svo jafnaði þetta sig. Það
hafa verið fleiri svona kuldatímabil,
styttri og lengri og þeim fylgir aftur-
kippur í lífríki, nýliðun nytjafiska
minnkar. Nú hefur komið í ljós að
óvenjulega mikill svalsjór er úti fyrir
öllu Norðurlandi og búast má við því
að hann seinki því að þorskstofninn
rétti úr kútnum. Reynslan virðist
hins vegar vera sú, að kerfið virðist
ná sér aftur.
Nú vill svo til að það á einmitt
að fara að vinna í þessum málum,
m.a. með því að setja upp vöktunar-
kerfi í alþjóðlegu samstarfí. Ekki
veitti af því að íslendingar gætu
verið með í því að nýta sér það. 1
Árið 1980 hófust mælingar á Græn- {g
lands- og íslandshafi sem er í þann
mund að ljúka. Gáfu mælingarnar "
betri mynd af eðli svona þróunar og
er gott að byggja á þeirri vitneskju,"
segir Björn.
En hvað vita menn um þessar
sviptingar?
„Menn sjá straumana fyrir sér sem
nokkurs konar belti. Straumar sem
koma hlýir sunnan úr höfum sökkva
fyrir norðan landið og mynda djúpsjó. (
Þó þeir nái aðeins að vera um 20 *
prósent botnsjávarins þá ráða þeir
samt ótrúlega miklu um veðurfarið f
í Norður Atiantshafi og Norður Evr-
ópu. Ef hlýir straumar sveigja af
leið, eða af einhvetjum ástæðum
, kólna um of, þá eru menn ja, á köld-
um klaka getum við sagt og þá í
bókstaflegum skilningi!"
ísland og Golfstraumurinn
Búseta á íslandi byggist á því að (I
armur úr Golfstraumnum, svokallað-
ur Irmingerstraumur kemur upp að 1
landinu og hitar sjóinn umhverfis ^
landið. Eðlilega gætir Irminger-
BJÖRIU ERLINGSSON HAFEÐLISFRÆÐINGUR.
Menn geta séð það í hendi
sér, að verði breytingar
á hafstraumum og veð-
urkerfum geti aðrar
breytingar í náttúrunni í beinu fram-
haldi orðið gífurlegar. Hér á norður-
slóðum er jafnvægi náttúrunnar ef
til vill enn viðkvæmara heldur en
annars staðar og þvl ástæða til að
fylgjast vel með framvindu mála.
Margs konar fjölþjóðlegum rann-
sóknum hefur verið hleypt af stokk-
unum, en til þessa hefur ekki reynst
unnt fyrir íslendinga að taka þátt í
þeim með beinum hætti. Vita menn
þó vel að ekki minna mál heldur en
búseta, í landinu getur hlaupið á ein-
hveijum gráðum- í sjávar- og/eða
lofthita. Og breytingar hafa verið
síðustu árin. Irmingerstraumurinn,
eða armurinn úr Golfstraumnum sem
hefur haldið uppi búsetunni hér, hef-
ur kólnað aðeins. Hvað er í vændum?
Hvað er öruggt og hvað er líklegt?
Eru íslendingar á ieið inn í litla ísöld?
Engin stefna
Bjöm Erlingsson er sjálfstætt
starfandi hafeðlisfræðingur og segir
hann mikil tíðindi á ferðinni þessi
misserin þar sem verið er að móta
stefnu í „hnattrænum umhverfísmál-
um“. Gallinn sé bara sá að íslending-
ar geti ekki gerst beinir aðilar að
öllu saman eins og æskilegt væri.
„Til þess að komast í alþjóðlegt sam-
starf þarf að hafa þjóðarstefnu. Það
þurfa að vera markmið, samstarf
stofnanna og sjóðir. Þá þarf að liggja
fyrir hvemig markmiðin samræmast
alþjóðlegum áherslum, evrópskum
áherslum, að ekki sé minnst á inn-
lendar áherslur," segir Björn. En
hvers vegna eru íslendingar ekki
með í stefnumótun „hnattrænna
umhverfismála"?
„Við komumst einfaldlega ekki
inn. Útlendingamir segja okkur ekki
hafa unnið heimavinnuna og hér viti
menn ekkert hver af öðmm. Það
fara vitanlega fram margháttaðar
og merkilegar rannsóknir í þessum
efnum á Islandi, e_n það kmkkar
hver í sínu homi og íslendingar hafa
hvorki mannafla, fjármagn eða þá
yfírsýn sem þarf til að stilla saman
strengi hér á landi með þeim hætti
að við séum liðtækir í alþjóðlegt sam-
starf.“
Hefur ekki verið reynt að draga
saman krafta iandsmanna?
„Bandaríkjamaðurinn Cobb, sem
var hér sendiherra fyrir nokkmm
árum lagði drög að alþjóðlegri rann-
sóknarmiðstöð í Reykjavík og var
gefið í skyn að Bandaríkin myndu
leggja fram eðlilega umsýsluþóknun
og samstarf í verkefnum. Þetta
strandaði síðan allt á íslendingum á
þeim forsendum sem ég gat um áð-