Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hægfara bati
En hvað segir Matthías um
undangengin ár, hvernig hefur
verið að reka stórfyrirtæki í krepp-
unni og hvað vildi hann helst sjá
stjórnvöld gera til þess að liðka
til fyrir fyrirtækin í landinu?
„Það hefur verið þungt, en hef-
ur verið að skána smávegis. Það
má kalla það hægfara bata. Það
er þó þannig, að það er mikið af
tækjum í landinu, gífurlegur bíla-
floti og hann þarf sitt. Hann stöðv-
ast ekki þrátt fyrir einhveija óár-
an. Ástandið í þjóðfélaginu hefur
því trúlega komið verr við ýmsa
aðra heldur en okkur.
Hin spurningin, hvað ég vildi
helst að stjórnvöld gerðu til að
liðka fyrir. Það er stór spurning
og spurning hvort að alltaf eigi
að ætlast til þess að stjórnvöld
geri þetta og hitt. Eitt sem mér
dettur þó til hugar er, að þess
verði gætt að menn sitji allir við
sama borð og sumir fái ekki íviln-
anir sem aðrir eiga ekki kost á
vegna óljósra reglugerða. Það þarf
að kemba reglugerðir og jafna út
aðstöðumun fyrirtækja með tilliti
til þess hver innflutningur þeirra
er og til hvaða starfsemi. Því mið-
ur eru allt of mikil brögð að ójöfn-
uði á þessu sviði og stjórnvöld
hafa það í hendi sér að lagfæra
það. Það er ekkert annað en sann-
girnismál.“
Þensla Bílanausts
Matthías talar um að eitt
stærsta stökkið sem fyrirtækið
hafi tekið hafi verið er það byggði
í Síðumúla í ársbyrjun 1975, að
ekki sé talað um er það flutti síð-
an í núverandi húsnæði í Borgar-
túni fyrir fáum árum.
Þrátt fyrir efnahagslægðina í
landinu hefur fyrirtækið fært út
kvíarnar. Háberg í Skeifunni var
keypt. Einnig Smyrill í Bíldshöfð-
anum. Þær verslanir eru reknar
áfram og Bílanaust er þannig rek-
ið á fjórum stöðum, í Borgartúni,
í Bíldshöfða, Skeifunni og í Hafn-
arfirði. Stendur til að bæta enn
við?
„Það eru engin áform um meiri
stækkun í dag, en það er erfitt
að spá í framtíðina. Það má eigin-
lega segja að það fari eftir því
hvað unga fólkið kýs varðandi
framtíð fyrirtækisins,“ svarar
Matthías.
Unga fólkið sem hann er að
tala um eru börn hans fimm sem
hann á með eiginkonu sinni, Elínu
Ragnarsdóttur. Elst er Lovísa sem
er skrifstofu- og fjármálastjóri,
Reynir er framkvæmdastjóri og
hefur verið við nám í Danmörku
„kannski hefur hann lært eitt-
hvað!“ skýtur Matthías inn í, Lúð-
vík er altmúlígmaður sem er mikið
í innkaupum, Baldvin Smári er
sölustjóri og framkvæmdastjóri í
Hábergi og loks Ragnar sem er
innkaupastjóri fyrirtækisins. Hér
er því um sannkallað fjölskyldufyr-
irtæki að ræða.
Hallar undan fæti ...
Heyrst hafa þær raddir að bíla-
floti landsmanna sé á hraðri niður-
leið. Þar sé endurnýjun ekki sem
skyldi og spili þar inn í margumtal-
að bágt efnahagsástand síðustu
ára. Matthías hefur verið í góðri
aðstöðu til að fylgjast með upp-
gangi og hnignun bílaflotans. Hver
er hans tilfinning í þeim efnum?
„Jú, það er trúlega rétt. Það var
ógurlega mikið keypt af bílum á
árunum 1986 til 88 og þeir eru
nú að taka til sín varahluti í vax-
andi mæli. Kúplingar, stýrisbún-
aður og fleira, sumir bíleigendur
eru að fara í sínar fyrstu skipting-
ar. Kannski eru bílar smíðaðir
betur og betra vegakerfi eykur
endinguna, það breytir því ekki
að þetta er að skella á,“ segir
Matthías.
Hann heldur áfram: „Eitt af því
sem maður tekur eftir í þessum
bransa er að vissar tegundir bíla
hreinlega hverfa allt í einu. Það
eru gamlar árgerðir af áberandi
bílum. Þegar komið er á það stig
Morgunblaðið/Golli
MORG TÆKI
Þ UKFA SITT
eftir Guðmund Guðjónsson
MATTHÍAS segir að það
hafi verið mannmargt
heima við Djúp og sök-
um þrengsla og nokk-
urrar fátæktar hafi nokkur systk-
inanna alist upp utan heimilisins.
Sjálfur fór hann til móðurömmu
sinnar að Strandsseli, en því næst
fluttist hann sem unglingur á ísa-
fjörð. Þar var hann í eitt ár hjá
móðurbróður sínum sem þar bjó
með syni sínum. Frændi hans festi
þá kaup á íbúð í Reykjavík og fór
Matthías suður með þeim feðgum.
Fyrst um sinn fór Matthías í
kaupavinnu í sveit á sumrin, aust-
ur í Flóa og vestur í Borgarfjörð,
en síðar, er hann fór að vaxa úr
grasi, fór hann að vinna hér og
þar.
Vélsmiðjan Keilir var einn
starfsvettvangurinn, síðan lá leiðin
til Kristjáns Skagfjörð og Ólafs
E. Einarssonar. Þá suður á Kefla-
víkurflugvöll þar sem hann vann
á næturvöktum við skráningar og
viðhald á vélum og tækjum.
Segja má að viss tímamót hafi
orðið við að sækja vinnu til Kefla-
víkur, því þar hitti Matthías aftur
Hákon Kristinsson, en þeir höfðu
áður kynnst í Samvinnuskólanum.
Þeir reyndust eiga skap saman og
sameiginleg áhugamál. Fór svo,
að þeir festu saman kaup á Bygg-
ingavöruverslun Suðurnesja.
„Þetta var snemma árs 1955 og
þessi verslun var eiginlega að
leggja upp laupana þegar við Há-
kon keyptum hana. Þarna hafði
fengist eitt og annað til húsbygg-
inga og einnig eitthvað af bíla-
varahlutum. Við skírðum búðina
upp, kölluðum hana Stapafell. Það
má því segja að þarna hafi tónninn
verið gefinn,“ segir Matthías.
Hann heldur áfram: „Það var
ekkert annað að gera en að hella
sér í þetta, að byrja að drífa inn
vörur, s.s. málningu og varahluti.
Erfítt var það þó, því á þessum
árum voru alls konar höft og gjald-
eyristakmarkanir. En þetta bjarg-
tveimur hæðum og jukum vöruúr-
valið til mikilla muna.
Þetta brölt í okkur byrjaði und-
ir 1960 og þá var farið að liðkast
til í gjaldeyrismálum. Við Hákon
vorum farnir að auka svo mjög
varahlutainnflutninginn að við
fundum báðir að það stefndi í
breytingu þó að það hafí kannski
ekki verið rætt sérstaklega. Það
leiddi til þess að við stofnuðum
Bílanaust árið 1962.
Fyrst leigðum við í Borgartúni
þar sem trésmiðjan Sögin er núna.
Þetta sama ár var bifreiðainnflutn-
ingur gefínn fijáls og því ljóst að
lag var að byggja enn frekar upp
verslun af þessu tagi. Árið eftir
flutti ég búferlum til Reykjavíkur
til að geta sinnt nýja fyrirtækinu
betur og í kjölfarið á því skiptum
við Hákon hlutverkum. Hann sá
um Stapafell en ég um Bílanaust.“
Var ekki nóg af varahlutabúð-
um í Reykjavík?
„Jú, jú, það var hellingur af
búðum, Kristinn Guðnason, Egill
Vilhjálmsson og Hrafn Jónsson
voru allir með verslanir og svo var
líka Bílabúðin og Fjöðrin á Hverf-
isgötunni.
Það má segja að það hafí verið
nauðsynlegt að koma sér upp ein-
hverri sérstöðu við þessar kring-
umstæður. Það gerðum við með
því að h'ta eftir landsbyggðinni.
Við vorum dugleg að heimsækja
landsbyggðina. Annars vorum við
eins og aðrir að versla með al-
genga varahluti í ameríska bíla,
enda var varla annað hér á landi
á þessum árum, nema eitthvað af
Volkswagen og Ópel. Það var ein-
mitt á sjöunda áratugnum sem það
fór að breytast.“
Hvernig var efnahagsástandið
á þessum tíma?
„Það var vissulega erfitt að
byggja upp fyrirtæki á þessum
tíma, það var lítið um peninga,
en ég reyni ekkert sérstaklega að
muna eftir erfiðleikunum. Vil helst
gleyma þeim!“, segir Matthías.
vmsrapnAiviNNULíF
ÁSUNNUDEGI
►Matthías Helgason, forstjóri Bílanausts, er fæddur
í Unaðsdal við ísafjarðardjúp árið 1931. Hann
„minnir“ að hann sé ellefti í röð 16 barna foreldra
sinna Guðrúnar Olafsdóttur og Helga Guðmundsson-
ar. Öll eru systkinin á lífi utan eitt. Matthías byrjaði
smátt á sínu sviði fyrir 40 árum, en vegur hans hefur
vaxið og má nú heita að hann sé fyrir löngu orðinn
„langstærstur“ á varahlutamarkaðnum.
FJÖLSKYLDUFYRIRTAÆKI, Matthías ásamt bömunum, f.v.:
Lúðvík, Lovísa, Reynir, Matthías, Baldvin og Ragnar.
aðist einhvern veginn með því að
flytja vörur inn í smáskömmtum.“
Hlaðið utan á sig ...
Matthías segir að starfsemin
hafí skjótt farið að hlaða utan á
sig, þeir hafi bætt við heimilistækj-
um og ýmsum rafmagnsvörum,
auk þess munaðar að ráða starfs-
mann fyrir hádegið. Þá bættu þeir
við geymsluplássi í „bíókjallaran-
um“, eins og Matthías kallar það,
„Það liggur enginn með lager í
40 fermetrum eins og búðin var,“
segir Matthías. „Um haustið fór-
um víð að vinna meira saman í
þessu og setja meiri kraft í starf:
semina, djöflast meira í þessu. í
framhaldi af því keyptum við
gamlan skúr sem áður hafði hýst
rakarastofu, opnuðum þar leik-
fanga- og gjafavöruverslun undir
Stapafellsnafninu. Hún er enn í
fullum rekstri, að vísu ekki lengur
undir okkar forsjá,“ segir Matthías
og heldur áfram: „Kaupin á skúrn-
um voru trúlega fremur en annað
upphafíð að því að við fórum að
færa út kvíamar. Við fengum lóð,
byggðum 240 fermetra hús á