Morgunblaðið - 02.07.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.07.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 21 FRÉTTIR Ráðherrar félags- og fjölskyldumála funda um stöðu feðra innan fjölskyldunnar Jafnréttisumræða á krossgötum RÍKISSTJÓRNUM ber að sjá til þess að körlum og konum verði gert kleift að samræma á fullnægj- andi hátt fjölskyldulíf og atvinnu þannig að þau geti sinnt skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherra félags- og fjölskyldumála eða full- trúa þeirra í lok ráðstefnu sem hald- inn var í Helsinki í Finnlandi 26.-28. júní. Á ráðstefnunni sem bar yfir- skriftina Staða og hlutverk föður - atriði varðandi fjölskyldustefnu, hittust ráðherrar 33 af 34 aðildar- löndum Evrópuráðsins auk fulltrúa frá Króatíu, Rússlandi, Páfagarði og framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Á ráðstefnunni var fundað um stöðu feðra innan fjölskyldunnar og var umræðunum skipt í þrjá undir- flokka, feður og nýja fjölskyldu- menningu, feður og at- vinnu og fjarstadda feð- ur. Fulltrúar íslands á ráðstefnunni, Árni Gunn- arsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, fluttu erindi undir síðast talda liðn- um. Sömu vandamálin “Við íslendingar erum að kjást við sömu vandamálin og þær ná- grannaþjóðir okkar sem við miðum okkur við svo sem launamisrétti," sagði Árni í samtali við Morgun- blaðið. “Karlar eru hærra launaðir en konur, þeir vinna þar af leiðandi meira og hafa minni tíma fyrir fjöl- skylduna. Körlum líður ekki vel yfir þessu, nema síður sé. Við erum hins vegar skemur á veg komin með rannsóknir á sviði fjölskyldu- mála en hinar norrænu þjóðirnar en ættum að geta nýtt okkur niður- stöður þeirra fyrst vandamálin eru svona lík,“ segir Árni. Árni segir að ein af niðurstöðum ráðstefnunnar sé sú að það verði að huga betur að því með hvaða leiðum hægt sé að auðvelda körlum að taka meiri þátt í fjölskyldustarf- inu. Þar með væri konum einnig gert auðveldara að fara út á vinnu- markaðinn en nú er. Jafnréttisumræðan komin í þrot Árni segir að nokkur umræða hafi skapast um það á ráðstefnunni að jafnréttisbaráttan eins og hún er háð núna, þ.e.a.s. frá sjónarhóli kvenna og að þeirra frumkvæði, sé komin í nokkurt þrot. Til þess að ná virkum ár- angri í jafnréttisbarátt- unni þurfi karlmenn að taka virkan þátt í umræð- unni af opnum huga. Þá segir hann að spurning sé hvort ekki verði að fara að ræða um jafn- réttismál sem heilstæð fjölskyldu- mál. Jafnrétti snýst ekki bara um jafnrétti kvenna heldur einnig jafn- rétti barna og karla. Til Vínar eftir tvö ár „Við íslendingar ætlum að halda áfram að starfa að málefnum fjöl- skyldunnar á þessum vettvangi þ.e.a.s. meðal ráðherra félags- og fjölskyldumála innan Evrópuráðs- ins. Við höfum margt til málanna að leggja og _ekki minna en aðrar þjóðir, segir Árni. Karlar eru hærra launað- ir en konur Sumardagarí borg lísta, menningar og margbreytilegs mannlífs Flogið með Flugleiðum Brottför 21. águst, heimkoma 27. ágúst. Dvalið á þriggja stjörnu hóteli, Belloy St. Germain, í Latínuhverfinu í hjarta Parísar, rétt hjá Lúxemborgargarðinum. fyrir mann í tvíbýli íslenskur fararstjóri okkar er Guðrún F. Sigurðardóttir. au=iaomS "BT Innifalið: Flug, flugvallagjöld, akstur milli ' flugvaliar og nótels í Pans. óisting í 5 nætur í tvibýli með morgunverði, skoð- unarferð um París og íslensk fararstjóm. FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF Skógarlöndum 3 - Egilsstöðum - Sími 471-2000 - kjarni málsins! mmm SAMSKEYTALAUS UTANHÚSSKLÆÐNING á íslandi í átta ár Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? ■ ALKALÍ-SKEMMDIR U SÍENDURTEKIN MÁLNINGARVINNA 1 ■ FROSTSKEMMDIR ■ LÉLEG EINANGRUN 1 K LEKIR VEGGIR M EILIFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR _ Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sto-utanhússklæðningarinnar: Yflr 1°° ; þúsund”| STO-KLÆÐNINGIN ...er samskeytalaus akríl-klæðning ...er veðurþolin ...leyfir öndun frá vegg ...gefur ótal mögulelka í þykkt, áferð og mynstri ...er iitekta og fæst í yfir 300 litum ___ ...er teygjanleg og viönám gegn sprungumyndun er mjög gott STO-KLÆÐNINGUNA ...er unnt aö setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinull ...er hægt aö setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eöa lögunar VEGGHRYÐIÍ STO-KLÆÐNINGIN ER SAMSKEYTALAUS OG BREYTIR EKKI ÚTLITI HÚSSINS BÍLDSHÖFÐA 18 112 REYKJAVÍK SÍMI 567 3320 FAX 567 4320 PHILIPS - algjört í tilefni af því að sumarið er komið í öllum sínum skrúða bjóðum við PHILIPS PT 472 sjónvarpstæki á sérstöku tilboði. Þetta eru hágæða 28" stereo tæki sem eru búin mynd- gæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. PHILIPS Rétt verð ; 109.900 • Biack Matrix myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýring með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir Tilboð: Stgr. ö 89.900 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO TIL ALLT AÐ 38 MANAÐA RAÐCRttÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.