Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2.JÚLÍ1995 31
BRÉF TIL BLAÐSINS
Yegna ráðningar
skólastjóra við
Austurbæjarskóla
Fréttir úr
Jónshúsi
Frá Ólaftu Einarsdóttur:
ÞAÐ voraði seint hér í Kaup-
mannahöfn, endalaus rigning og svo-
lítil vosbúð á köflum. Það var kvart-
að yfir veðrinu, fólk býsnaðist mikið
og ekki laust við að depurð legðist
yfir suma. En í húsi Jóns Sigurðsson-
ar í Kaupmannahöfn voraði vel, ekki
að sunnan heldur að norðan. Norðan
frá kalda landinu íslandi. í byijun
maímánaðar birtist fyrstur stór-
skáldið og verðlaunahafinn Einar
Már Guðmundsson. Einari Má var
að vonum vel tekið. Hann las upp
úr eigin verkum og var hér húsfylli,
enda hafði hans verið beðið með eftir-
væntingu. Allir skemmtu sér kon-
unglega. Nú næstur til að sækja
okkur heim, um miðjan maímánuð,
var Bjöm Th. Björnsson og las hann
einnig upp úr verkum sínum. Upp-
iestur Bjöms var fróðlegur og lífleg-
ur og höfðu gestir mikið gaman af.
Og þegar líða tók að lokum vormán-
aðarins maí kom hingað heill barna-
kór og söng fyrir gesti hússins. Þetta
var kór Melaskóla sem var á söng-
ferðalagi á þessum slóðum. Ætluðu
börnin einnig að styrkja og efla sam-
vinnu barna á Norðurlöndum með
söng sínum. Þessar þijár heimsóknir
frá íslandi vöktu gleði og kátínu
meðal íslendinga á þessum slóðum
og hafi þau öll þökk fyrir.
Júnímánuður rann upp, fremur
venju blautsamur, en þó hélst hann
þurr á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Islendingafélagið í Kaupmannahöfn
stóð fyrir skemmtidagskrá á Ama-
gerströnd og lék Grettir Björnsson á
nikkuna sína fyrir gesti fram eftir
kvöldi.
Hingað í Jónshús leitar fólk eftir
ýmsum upplýsingum og veitum við
alla þá hjálp sem unnt er að veita.
En mikið hefur borið á því undanfar-
ið að ungt fólk hafi komið hingað út
í atvinnu- og ævintýraleit. Og hefur
þá jafnvel ekki verið búið að útvega
sér húsnæði. Það er mjög erfitt að
fá húsnæði á þessum slóðum, svo
ég vil koma því hér á framfæri að
óvitlaust er að vera búin að ganga
frá húsnæðismálum áður en lagt er
af stað!
I nágrenni Jónshúss eru ótal stað-
ir sem vert er að skoða, eins og
Rosenborgarkastali, blómagarðar,
listasöfn og söfn eins og Nyboder
safnið og Jarðfræðisafnið. Og í sjálfu
Jónshúsi er minningarsafn um ævi
og störf Jóns Sigurðssonar, forseta,
sem gaman er að skoða. Einnig er
opin veitingasala í húsinu. Hvet ég
þá sem eiga leið um Kaupmannahöfn
að líta við hjá okkur í Jónshúsi. Það
kemur á óvart.
ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR,
rekstrarstjóri.
VEGNA greinar menntamálaráð-
herra, Björns Bjarnasonar, í Morg-
unblaðinu sl. þriðjudag og um-
mæla hans þar um stuðning for-
eldra við nýskipaðan skólastjóra
viljum við koma eftirfarandi á
framfæri.
Opinber stuðningur stjórnar
foreldrafélags skólans hefur
hvorki komið fram gagnvart ný-
skipuðum skólastjóra né öðrum
umsækjendum.
Þegar umsóknir um stöðu skóla-
stjóra Austurbæjarskóla lágu fyrir
boðaði stjórn foreldraráðs skólans
og stjórn foreldraráðs heilsdags-
skólans tii sameiginlegs fundur
12. júní sl.
Niðurstaða fundarins var sú, að
þar sem að ekki lægju fyrir for-
sendur til faglegs mats á hæfni
allra umsækjenda, þá gæti foreldr-
aráð ekki tekið afstöðu með einum
umsækjanda öðrum fremur. Fund-
urinn treysti yfirvöldum til þess
að sá hæfasti yrði ráðinn á fagleg-
um grundvelli og hagur nemenda
og skólans hafður að leiðarljósi.
Einnig taldi fundurinn mikilvægt
vegna óróleikans sem verið hefur
um skólastarfið undanfarin ár að
við sem foreldrar kæmum til starfa
að hausti með þeim einstaklingi
sem ráðinn yrði í stöðuna, opin
og óbundin nokkrum yfirlýsingum.
Skiptar skoðanir voru meðal
foreldra skólans vegna ráðningar
nýs skólastjóra og þess vegna taldi
stjórnin sig ekki hafa úmboð til
neinna yfirlýsinga nema boðað
væri til almenns foreldrafundar
en það var ekki gerlegt vegna
tímasetningar.
Rétt er að taka fram, að sú
afstaða er kom fram hjá formanni
foreldrafélags skólans í fjölmiðlum
sl. laugardag, var eingöngu hans
persónulega skoðun og endur-
speglaði ekki afstöðu foreldrafé-
lagsins og samþykkti stjórnar þess
um þetta mál.
Með þessu bréfi erum við aðeins
að leiðrétta þann misskilning að
opinber stuðningur hafi komið frá
foreldrum Austurbæjarskóla, þar
sem stjórn foreldrafélagsins hafa
borist fyrirspurnir frá misánægð-
um foreldrum sem túlka ummæli
ráðherra í fjölmiðlum á þann veg
að slíkt hafi borist frá okkur.
MARÍANNA TRAU STADÓTTIR,
varaformaður foreldraráðs,
DAGNÝ HELGADÓTTIR,
meðstjómandi,
JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON,
í foreldraráði.
OPIÐ HÚS
Grænamörk 1 - Hveragerði
I c$b ,
ILAUFAS
Fasteignasala
Suðurlandsbraut 12
SiM„533-1111
,«5331115
og gróinn 1200 fm
önd. Skipti á 3ja
Verð 7,9 millj. Ahv
Ef þú leitar að húsi í Hveragerði
komdu þá til Sigrúnar í Grænumörk
1 í dag. Hún vill selja 136 fm steypt
einbýlishús á einni hæð m. 5 svefn-
herb., stofu, eldhúsi, baðherb.,
gestasnyrtingu, þvhúsi og búri.
Baðherb. er nýtt, með fallegri flísa-
lögn. Nýjar hitalagnir og ofnar. Stór
garður með sólríkri hellulagðri ver-
herb. íb. á höfuðborgarsvæðinu.
1,2 millj.
Sumarparadís
Vorum að fá í sölu þennan einstaka sumarbústað ásamt
11,2 ha landi. Sumarbústaðurinn, sem er gamall bær,
er í Austur-Skaftafellssýslu vestan við Höfn í Hornafirði
(ca 20 mín. akstur). Mikil náttúrufegurð. Búið er að
planta talsverðu í landið. Einstakt tækifæri fyrir einstakl-
inga eða félög til að eignast þessa frábæru aðstöðu
til útivistar og ræktunar.
Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu.
562-1200 582-1201
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Sigrún Sigurpálsd., lögg. fast.,
Axel Kristjánsson hrl.
GARÐUR
Skipholti 5
&