Morgunblaðið - 08.07.1995, Page 8

Morgunblaðið - 08.07.1995, Page 8
8 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forseti ASÍ um álverssamninga Áekkivoná óróleika vegna kauphækkana TTxrnío fk r Þið komist kannski á verðlaunapallinn næst, elskurnar mínar . . . Síðari umræða um ársreikninga Reykjavíkurborgar Deilt um ábyrg’ð á 800 milljónum VIÐ SÍÐARI umræðu um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994 í borgarstjórn í fyrrakvöld, svaraði borgarstjóri fyrirspurn borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um 800 milljón króna umframeyðslu úr borgarsjóði frá áætlaðri umframeyðslu um mitt ár. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sögðu að ábyrgðin væri R-listans sem tók við stjóm borgarinnar um mitt ár 1994. Borgarstjóri sagði ábyrgðina vera sjálf- stæðismanna, þar sem ákvarðanir um fjárútlát hafi verið teknar fyrir kosningar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1994. Vannýtt útsvar um 700 milljónir í MÁLI Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra við afgreiðslu ársreikninga borgarinnar fyrir árið 1994 kom fram að bregðast yrði við fjárhagsvanda borgarinnar með einhveijum hætti. Nefndi hún að í skýrslu borgarendurskoðanda væri bent á að vannýtt útsvar næmi um 700 milljónum króna. „Við höfum ekki verið með þær hugmyndir uppi að hækka útsvar- ið,“ sagði Ingibjörg. „Við munum freista þess að halda því óbreyttu en ef við getum ekki haldið frá arðgreiðslum borgarfyrirtækja og ef við sjáum ekki fram á neina tekjustofna þá er útsvar eitthvað sem verður að koma til skoðunar rétt eins og gjaldskrárnar, rekstur- inn og eignabreytingarnar. Við er- um þá í raun með allt undir en við erum ekki með áform um hækkun.“ Áætlun til þriggja ára Borgarstjóri sagðist ekki hafa rætt hugmynd um hlutdeild borgar- innar í virðisaukaskatti við ríkis- valdið. Þetta væri hugmynd sem komið hafi fram fyrir kosningar en ekki verið rætt formlega. . í ræðu borgarstjóra kom einnig fram að skoða þyrfti allar gjald- skrár borgarfyrirtækja, auka kostnaðaraðgát og umbuna þeim sem halda sig innan áætlana. Nauðsynlegt væri að vinna áætlun til næstu þriggja ára þannig að fyrir lægi við gerð næstu fjárhagsá- ætlunar hvaða framkvæmdir yrði ráðist í, hver væri áætlaður rekstr- arkostnaður og hvernig ætti að fjármagna rekstur og framkvæmd- ir. Öflug lánastýring Borgarstjóri sagði að koma þyrfti á öflugri lánastýringu og fylgjast vel með lánskjörum á markaði. Borgin hafi verið með 1,4 milljarða yfijdráttarheimild hjá Landsbanka íslands. Samið hafi verið um skuldbreytingar sem námu á annan milljarð og verulega lækkun yfirdráttarvaxta, sem áætl- að væri að sparaði 50 milljónir á þessu ári. Þá yrði ráðinn fjárreiðu- stjóri þegar borgarritari væri kom- inn til starfa sem yrði honum og borgarhagfræðingi til aðstoðar við fjármálin. í fyrirspurn sjálfstæðismanna kemur fram að í skýrslu Endurskoð- unar Sig. Stefánssonar hf. um fjár- hagsstöðu Reykjavíkurborgar frá 30. júní 1994 hafi verið áætlað að pen- ingaleg staða borgarsjóðs yrði nei- kvæð um rúma 7,5 milljarða í árslok 1994. í ljós hafi komið samkvæmt ársreikningum borgarsjóðs að pen- ingaleg staða væri neikvæð um rúma 8,7 milljarða. Beðið væri um að skýrsluhöfundar gerðu grein fyrir mismuninum. Aukning útgjalda hjá málaflokkum í svari endurskoðenda segir að mismunurinn liggi aðallega í auknum útgjöldum málaflokka. Forsvars- menn viðkomandi málaflokka hafi í lok júni 1994 verið kallaðir á þeirra fund og þeir beðnir um að gera grein fyrir stöðu málaflokksins og því hvort vænta mætti frávika frá fjárhags- áætlun ársins. Niðurstaðan var sú að áætluð aukin útgjöld málaflokka umfram Qárhagsáætlun yrði 238 millj. Tekið var fram í lok skýrslunn- ar að endurskoðendur teldu það var- lega áætlað. Minnt á kosningaloforð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, óskaði eftir skýringu á um 800 milljóna króna umframeyðslu og minnti á kosningaloforð R-listans um að þeg- ar yrði ráðist í að fara yfir fjárhags- stöðu borgarinnar eftir kosningar og gripið í taumana en það hafi ekki verið gert. Borgarstjóri sagði að ábyrgðin væri ekki síður sjálfstæðis- manna sem tekið hefðu ákvarðanir um framkvæmdir ársins 1994 og oft án þess að ijárveiting væri til stað- ar. Nefndi Ingibjörg sem dæmi heim- ild fyrir stofnun byggingalistardeild- ar við Listasafn Reykjavíkur, útgjöld vegna Lýðveldishátíðarinnar og um- framkostnað vegna framkvæmda í Iðnó. Övenju lakar heimtur hjá AFS Vantar fjölskyld- ur fyrir 18 nema IÁR haida 116 íslenskir skiptinema utan til dvalar um lengri og skemmri tíma. Rúmur helmingur þeirra er af höf- uðborgarsvæðinu en dreif- ingin er að öðru leyti jöfn yfir landið. Skiptinemar dveljast í eitt ár ytra. í lok ágúst koma hingað 33 skiptinemar á vegum AFS á Islandi. Búið er að finna ijölskyldur fyrir 15 þessara unglinga sem eru flestir á aldrinum 16-18 ára, frá öll- um heimsálfum nema Afr- íku, en enn vantar húsa- skjól fyrir 18 ungmenni. Elín Rögnvaldsdóttir hjá AFS segir þessar heimtur talsvert lakari en undanfar- in ár, án þess að hægt sé að benda á ákveðnar skýr- ingar í því sambandi. „Hagur Strympu hefur heldur vænkast, en við vor- um orðin talsvert áhyggjufull þar sem fjölskyldur þeirra sem eru að senda unglinga utan skiluðu sér óvenju illa í hýsingu hjá okkur. Við fengum hins vegar jákvæð viðbrögð eftir umflöllun í m.a. Morgunblaðinu um þá krakka sem voru að fara nú i sumar eftir dvöl sína. Þá varð nokkur kippur en þó þarf að gera betur og er ástæða til að hvetja fólk til að hafa sam- band við skrifstofu AFS. Margir virðast því miður halda að með því að hýsa skiptinema færist þeir meira í fang en þeir kæri sig um eða ráði við, og gera sér ekki grein fyrir því hversu skemmtilegt það er og í raun auðvelt.“ - Má rekja lakarí heimtur til verrí efnahags fóiks? „Ég hef á tilfinningunni að efna- hagsástand í þjóðfélaginu hafi batnað frá því í fyrra en þá gekk okkur betur. Ég hef sjálf hýst skiptinema og varð ekki vör við neinar breytingar í mínu heimilis- bókhaldi. Islendingar elda ekki svo knappt að einum munni fleira að metta skipti máli. Kannski hefur fólk einfaldlega aðrar væntingar og hugmyndir en við sem þekkjum þetta starf. Fólk talar um að það vinni mikið úti og virðist halda að gera þurfi eitthvað sérstakt, en þetta byggist hins vegar á því að krakkarnir koma hingað inn í venjulegt fjölskyldulíf, eignast sína vini og sækja skóla, þannig að fjöl- skyldur þurfa ekki að kollsteypa lifnaðarháttum sínum þótt skipti- nemi komi inn á heimilið. Einhveij- ir bera fyrir sig að ár sé langur tími, og þá er gagnlegt að vísa til þess að fjölskyldur seinasta hóps- ins sem var hér kvörtuðu yfir því að árið hefði flogið frá þeim og mörgum fannst synd að krakkarn- ir gætu ekki verið fram á sumar.“ - Þurfa fjöiskyldur að uppfylla sérstök skilyrði? „Eina krafan er að fólk hafí hjartarými og húsrými, því með tilkomu skiptinema er kominn einn ijölskyldumeðlimur í viðbót til að láta sér þykja vænt um. Við heim- sækjum heimilið og spjöllum við fólkið, en gerum nær sjálfkrafa ráð fyrir að enginn taki utanaðkomandi inn á heimilið nema að þar sé að finna ákveðinn stöðugleika og reglu. Þetta er ekki spurning um að búa við allsnægt- ir, heldur hafa opinn huga og við biðjum um að fólk hafi áhuga og ánægju af unglingum. Þarna myndast gífurlega skemmtileg tengsl manna á milli. Ein fóstur- móðirin orðaði það svo að hýsa skiptinema væri næsti bær við að ferðast sjálfur. Fólk fær kost á að kynnast erlendri menningu á eigin heimili og kynnist jafnvel Elín Rögnvaldsóttir ►ELÍN Rögnvaldsdóttir er full- trúi hýsingar hjá AFS á íslandi, en alþjóðasamtökin voru form- lega stofnuð árið 1947. Innan þeirra vébanda starfa nú um 100 þúsund virkir sjálfboðaliðar og á seinasta ári dvöldu tæplega 10 þúsund manns um lengri eða skemmri tíma í öðru landi á vegum samtakanna. Fyrstu skiptinemarnir á vegum AFS fóru frá íslandi 1957 en AFS hýsti fyrsta skiptinemann hér á landi 1981. Skiptinemar frá ís- landi, bæði sumar- og ársnemar, eru orðnir 1.985 talsins, en hýst- ir nemar á íslandi 805 talsins. Skiptinemar frá íslandi orðnir 1.985 eigin menningu upp á nýtt í gegn- um þessa erlendu krakka. Ég veit líka um íj'ölmargar fjölskyldur sem hafa farið í heimsókn til skipti- nema sinna, skrifað þeim o.s.fiv. Ein fjölskylda hýsir nú sinn þriðja eða fjórða heilsársnema, en átt- unda eða níunda skiptinemann þegar allt er tekið saman. Margir þeirra voru bandarískir og í fyrra gerðu þau víðreist um Bandaríkin og heimsóttu „börnin" sín. “ - Er eitthvað sammerkt með þeim fjölskyldum sem taka skipti- nema? „I raun og veru ekki, aldurs- dreifingin er mikil, allt frá fólki um þrítugt og upp í sjötugt. Það eina sem er kannski líkt er að fjöl- skyldurnar eru oft virkar í ein- hverri félagslegri starfsemi og opnar fyrir heiminum í kringum sig.“ - Koma upp örðugleikar? „Skiptinemamir ganga í gegn- um margháttaðan undirbúning, viðtöl og námskeið, áður en þeir fá að fara, þannig að fyrirfram er búið að ganga úr skugga um að þeir séu nægilega vel á vegi staddir félagslega til að dvelja svo lengi ljarri heimahögum. Auðvitað hefur það hent að ljölskyldu og nema semji ekki sem skyldi, og þá höfum við flutt skiptinemann til og hann staðið sig með prýði hjá annarri fjöl- skyldu. Sömu sögu er að segja af ijölskyldum. Okkar tölur sýna að um fjórðungur skiptinema skipti um fjölskyldu, en það er eins og geng- ur og gerist í mannlegum sam- skiptum, enda vildi ég ekki búa með öllum vinum mínum þótt mér líki vel við þá. Oft er það svo að fyrri ijölskyldan verður vinur nem- ans sem hann heldur sambandi við þrátt fyrir vistaskiptin. Skiptinem- arnir halda síðan héðan og þá býr í þeim lítill íslendingur; ísland verður þeirra annað föðurland."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.