Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 11 FRÉTTIR Forseti Heimssambands ólympíunefnda heimsækir Ölympíunefnd Islands Vill beita sér fyrir íslenskum fulltrúa í Alþjóðaólympíunefndina í huga Mexíkóbúans Mario Vázquez Rana, forseta Heimssambands ólympíunefnda, er ísland litla ríka landið í ólympíusamfélaginu. Þórmundur Jónatansson og Sigríður Hagalín hittu íþróttaleiðtogann að máli. Morgunblaðið/Golli MARIO Vázquez Rana, forseti Heimssambands ólympíunefnda (ANOC). Við hlið Rana er Feliciano Mayoral, sem starfar hjá ANOC. BYLTING hefur átt sér stað í Olympíuhreyfingunni á síðustu fimmtán árum að mati Mexíkóbúans Mario Vázquez Rana, forseta Ólympíunefndar Mexíkó og forseta Heimssambands Óiympíunefnda (ANOC). Rana hefur fylgst náið með starfí Ólympíunefnda víða um heim. Nú þegar hefur hann heimsótt 175 Ólympíunefndir af þeim 196 sem Alþjóðaóiympíunefndin (IOC) viður- kennir. Af ýmsum er Rana talinn vera einn nokkurra forystumanna Ólympíuhreyfingarinnar sem kunni að taka við af Juan Antonio Samar- anch sem forseti IOC. Vöxturinn er af hinu góða Rana telur að rekja megi uppgang og útþenslu hreyfingarinnar til þess að Juan Antonio Samaranch varð forseti IOC árið 1981. „Ég hlýt að fullyrða að Ólympíuhreyfingin er ekki sú sama og hún var fyrir 20 árum,“ segir Rana. „Við sem störfum í hreyfingunni stöndum frammi fyrir þremur fyrirbærum í augnabiikinu. Þau eru sölumennska og atvinnu- mennska en af því tvennu leiðir það þriðja að takast á við ofurútþenslu." íþróttaleiðtoginn segir að þessi fyrirbæri séu í raun mjög jákvæð og eftirsóknarverð, þar sem atvinnu- mennska leiði af sér betri leika og meiri samkeppni. Skemmtileg keppni á Ólympíuleikum geri það síðan að verkum að sala aðgöngumiða eykst og sölumennska almennt. Þá megi loks fullyrða að því meira fé sem Ólympíuhreyfingin hefur handa á milli þeim mun betur sé hún í stakk búin að aðstoða fátækari þjóðir. Rana viðurkennir að leiðtogar Ólympíuhreyfingarinnar verði að gæta vel að því að útþensla hreyfing- arinnar fari ekki úr böndum. „Hreyf- ingin vex þó einkum vegna þess að hún lætur gott af sér leiða. Á hveij- um degi fjölgar þeim ungmennum sem hafa áhuga á íþróttum og það er það besta sem við getum komið til leiðar," segir hann. Þeir eru líklega ekki margir sem hafa trú á því að Ólympíuleikar geti farið fram á Balkanskaganum á næstu árum. Rafia fullyrðir aftur á móti að það sé ósk Ólympíuhreyfing- arinnar að vetrarólympíuleikar verði hugsanlega haldnir að nýju árið 2006 í Sarajevo en vetrarólympíuleikar voru haldnir þar árið 1984. Framlag til friðar „Ég held að boðskapur hreyfingar- innar hafi gert margt til að skapa goðsögn um íþróttaleikvanginn og heimsfriðinn. Vandamálið er að þjóð- ir í stríði veita Ólympíuhreyfingunni ekki mikla athygli. í fyrra þegar neyðarópin frá Balkanskaganum voru sem háværust fórum við Sam- aranch til Sarajevo í þeim erinda- gjörðum að undirstrika þá ósk okkar að hægt verði að halda vetrarólymp- íuleika þar aftur eftir u.þ.b. 10 ár. Þetta tel ég vera viðleitni hreyfíngar- innar og framlag til að binda enda á stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu." Þegar Rafia er inntur eftir mati sínu á stöðu smáþjóða, s.s. Islands, innan Ólympíuhreyfingarinnar tekur hann skýrt fram að stærð þjóða sé ekki mælikvarði í samstarfi þeirra innan hreyfingarinnar. Slíkur sam- anburður sé ekki rökréttur þar sem öll lönd hafi jafnan þátttökurétt á Ólympíuleikum. „Fyrst og fremst er það framiag íþróttamanna semjgerir þjóð að smá- þjóð eða stórþjóð. Island getur t.a.m. sent jafnmarga íþróttamenn á leika og Bandaríkjamenn. Aftur á móti verða þeir að sýna fram á sömu getu og Bandaríkjamenn sem aftur eru í betri aðstöðu til að finna góða íþróttamenn," segir Rafia. „í þessu liggur munur milli ríkja og því reyn- ir heimssambandið að veita smærri ríkjum aðstoð vegna þátttöku þeirra á Olympíuleikum. Við berjumst fyrir því að allar þjóðir geti sent a.m.k. 6 fulltrúa og á þann hátt tekst okkur að ná almennri þátttöku. Þann dag sem okkur tekst ekki að tryggja al- menna þátttöku þá verða ekki haldn- ir neinir Ólympíuleikar." Þátttaka á Smáþjóðaleikum Evr- ópu er mjög góður vettvangur fyrir smærri ríki til að undirbúa íþrótta- menn fyrir stærri mót að mati Rafia. Hann segir það vera draum sinn að skipuleggja slíka smáþjóðaleika í Ameríku og víðar innan fárra ára. Aðstoð við smærri þjóðir í Ólymp- íusamfélaginu er að sögn Rafia veitt úr sjóði hreyfingarinnar, Ólympíu- samhjálpinni. Aðstoðin er veitt með fjárstuðningi til að fræða stjórnar- menn og veita aðstoð við þjálfun og undirbúning keppnisfólks. „Allt starf við Ólympíusamhjálpina er unnið fyr- ir fé Ólympíunefndanna og tel ég að hún sé ein mikilvægasta stofnun Ólympíuhreyfíngarinnar. Eftir sem áður á eftir að bæta starfíð enn frek- ar. Ég fullyrði að innan tveggja ára verði bylting í starfi Ólympíusam- hjálparinnar sem mun koma smá- þjóðum sérstaklega til góða.“ Rafia telur ekki rétt að kalla ísland smáþjóð. ísland sé vissulega lítið land en ákaflega ríkt. Hann telur íslend- inga ekki þurfa að hafa minnimáttar- kennd gagnvart öðrum þjóðum í sam- starfí þeirra innan Ólympíuhreyfíng- arinnar. „Við aðstoðum þjóðir eins og ykkur til að auka samkeppnis- hæfnina. Aftur á móti er verkefni okkar umfangsmeira í fátækari lönd- um. í þeim kemur heimssambandið til hjálpar við alla uppbyggingu íþróttastarfs. í raun tel ég að Islend- ingar eigi ekki að þurfa svo mjög á aðstoð _ Ólympíusamhjálparinnar að halda. ísland er ríkara en mörg önnur lönd og landsmenn vel menntaðir.“ Vill íslenskan fulltrúa í IOC Alþjóðaólympíunefndin er óumdeil- anlega áhrifamesta stofnunin innan Ólympíuhreyfíngarinnar. Jafnan er talað um að Ólympíusamfélagið hvíli á þremur stoðum en þær eru Alþjóða- ólympíunefndin, Alþjóðasérsambönd- in og Ólympíunefndir í hveiju landi. Þegar Rafia er minntur á það að íslendingar hafí ekki átt fulltrúa í Alþjóðaólympíunefndinni í 30 ár eða allt frá því að Benedikt Waage, fv. forseti Ólympíunefndar íslands, dó árið 1966 segir hann alls ekki útilok- að að íslendingar endurheimti sæti í nefndinni og um leið nokkur áhrif í Ólympíuhreyfingunni. „Jafnvel þótt það sé hvorki mín skylda né hlutverk þá mun ég beita mér fyrir því að ' Island fái sæti í Alþjóðaólympíu- nefndinni,“ segir Rafia. Viðtöl við Davíð o g Jón Baldvin birt í 52 dagblöðum í HEIMALANDI sínu situr Rana í forsæti umfangsmikils fjölmiðla- fyrirtækis en á þess vegum eru reknar útvarps- og sjónvarps- stöðvar og gefin út 52 dagblöð í Mið- og Norður-Ameríku. Rana hefur ósjaldan notað tækifærið á ferðalögum sínum fyrir Ólympíu- hreyfinguna til að hitta að máli þjóðarleiðtoga. Fjölmiðlajöfurinn hefur nú þegar tekið um 160 við- töl við leiðtoga i öllum heimsins hornum. Þegar leið hans lá til ís- lands óskaði eftir viðtali við for- sætisráðherra Isiands, Davíð Oddsson. Hann ræddi einnig við fulltrúa stjórnarandstöðunnar, Jón Baldvin Hannibalsson, en við- tölin verða birt samtímis í öllum dagblöðum fjölmiðlaveldisins í næstu viku. Öllum íhagaðlesa viðtal við forsætisráðherra Islands „Ég hef alltaf borið mikla virð- ingu fyrir Islandi," sagði Rana aðspurður um hvað vekti forvitni hans á islenskum stjórnmálum. „Ég hef oft komið hingað og þar sem ég er blaðamaður vakti það áhuga minn að taka viðtal við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Mig langar t.a.m. að vita hvað honum finnst um viðskiptabanda- lögin og viðskiptahindranirnar sem eru að verða til i Evrópu og víðar. Mér þykir það áhugavert, ekki vegna mannkynssögunnar, heldur vegna þess að það er öllum í hag að vita hvað forsætisráð- herra Islands er að hugsa.“ Rana segir það áhugamál sitt og aukastarf að ræða við þjóðar- leiðtoga. Á fimm síðustu árum hefur hann m.a. tekið viðtöl við Gorbatsjov, Jeltsín, Castro og John Major. „Ég get nefnt Fidel Castro, það er nauðsynlegt að tala við hann. Þó að hann sé vinur minn tel ég að hann sé mikill leið- togi. Ég virði hann mikið þó að sumum þyki hann hafa rangt fyr- ir sér.“ Hann kveðst raunar bera mikla virðingu fyrir öllum leiðtog- um sem hann hefur talað við og enginn þeirra sé öðrum fremur minnisstæður. í tilveruna ttkrydderi, dei fremhævw dsa nalurtige, gode smag ialniad - med en blanding al Aromat Þessi gamla og góða blanda sem laðar fram rétta bragðið af fisk- og grænmetisréttum, sósum, súpum og salatsósum. Fiskikrydd Klassísk kryddblanda með sítrónubragði, sú rétta á steiktan og soðinn fisk. Gleymdu henni ekki næst þegar þú býrð til fiski- eða grænmetisgratín. ^ <Srekt pá grónsaksrátter, gral ^stuvningar, samt társka qrðnsa/.?' Grænmetiskrydd Kryddjurtablanda sem kitlar bragð- laukana. Omissandi í kaldar sósur, græn- metissalöt og gratín. Prófaðu hana líka í fiskrétti. Ásbjörn Ólafsson hf. Skvítuvogi UA Sími: 588 7900 Enktydderiblandíng, ist ariske kokken, de at smage ægtc grsesk. Kod&GriU loydderí Grískt hvítlaukskrydd Ekta hvítlauksbragð sem svíkur engan. Prófaðu það á grillað lambalæri, humarinn og heita brauðið og þér finnst þú vera á Grikklandi. Kjöt- og grillkrydd Kryddblanda sem kallar fram rétta bragðið af öllu grilluðu og steiktu kjöti. Nokkur korn gera kraftaverk fyrir túnfisk- og rækjusalatið og kokteilsósuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.