Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 56
4ATCT SYSTEMAX Kapalkerfi fyrlr öll kerfl hússins. <Q> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SIMI 588 8070 Alltaf skrefi á undan MORGVNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sverrir Bílatryggingar Fleiri er- lend fyrir- ^tæki sýna áhuga FJÖGUR norræn tryggingafyrir- tæki hafa sýnt áhuga á samstarfi við FÍB til að komast inn á íslensk- an bifreiðatryggingamarkað. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur m.a. komist að því að íslenskir bíleigend- ur borga tvöfalt meira í tryggingar en sænskir bíleigendur. Árni Sigfússon, formaður FÍB, sagði að dregið hefði til tíðinda þeg- ar farið var að afla upplýsinga um bifreiðatryggingar hér og á hinum ^Norðurlöndunum. „Þegar við vorum líð afla okkur upplýsinga höfðu tveir aðilar samband og óskuðu eftir við- ræðum við FÍB um mögulegt sam- starf til þess að komast inn á þenn- an markað enda er nokkuð flókið að fara í bifreiðatryggingar. Tveir aðilar hafa svo bæst við í framhaldi af umræðunum í gær,“ sagði Ámi. Tryggingafélögin svari Árni sagði að FÍB hefði áhuga á að tala við fyrirtækin gætu þau sýnt fram á að ætlunin væri að bjóða - upp á sambærilegt verð og á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar kæmi svo í ljós hvað menn treystu sér til að gera. „Fyrst og fremst ætlumst við til að íslensku tryggingafélögin átti sig og svari þessu með lækkun iðgjalda,“ sagði hann. -----» ♦ »---- HættviðþáttíRÚV Ljóðalestur leikkonu -talinn verk- fallsbrot STJÓRNENDUR Ríkisútvarpsins ákváðu í gær að fella út af kvölddag- skrá Rásar eitt endurflutning á þættinum Svip- mynd af Maríu Skagan í umsjá Guðrúnar Ás- mundsdóttur leikkonu að kröfu Félags ís- lenskra leikara, sem taldi að um verkfallsbrot væri að ræða. Verkfall leikara hjá ''"Ríkisútvarpinu hefur nú staðið yfir í rúma ijóra mánuði, eða frá 29. mars síðastliðnum. Markús Öm Antonsson, fram- kvæmdastjóri útvarpsins, sagði að Guðrún Ásmundsdóttir hefði tekið að sér að annast dagskrárgerð þessa útvarpsefnis og hún hefði einnig lesið ljóð í þættinum, sem frumflutt- ur var sl. sunnudagskvöld. Guðrún hefði fengið greitt fyrir sem dag- skrárgerðarmaður en ekki sérstak- lega skv. taxta leikara. Fulltrúar Leikarafélagsins hefðu aftur á móti i-T^alið að um verkfallsbrot væri að ræða en þeir gengu á fund yfír- manna útvarpsins vegna þessa máls í gær. Markús sagði að niðurstaðan hefði orðið sú að hætta við endur- flutning þáttarins til að lægja öld- ur. „En hins vegar teljum við að þetta sé aðallega mál leikarafélags- ins við félagsmann þess, Guðrúnu Ásmundsdóttur," sagði hann. NÝBYGGING Hæstaréttar við Arnarhól er nú að færast í loka- horf að utanverðu. Þessa dagana er unnið að því að klæða húsið forveðruðum koparplötum, fag- urlega spanskgrænum að lit, sem einungis ein verksmiðja í heimin- um framleiðir. Myndin sýnir Her- mann Ragnarsson blikksmið leggja gjörva hönd á verkið í Spanskgræna á Hæstarétt- arhús gær. Klæðning hússins er fjöl- breytt. Auk græna koparsins prýðir léttslípað gabbró og sagað og höggvið grágrýti veggi hins nýja Hæstaréttarhúss. Fyrst að um átta vikum liðnum mun verða hægt að virða húsið fyrir sér eins og það mun líta endalega út, en þá verða vinnupallar fjar- lægðir. Vinna við innréttingar hússins og frágang að innan hefst í þessum mánuði. Verklok eru áætluð 1. júní 1996. Ferðamenn færri en ætlað var Flöskuháls í flutningum? ALLS komu 41.569 erlendir ferða- menn til íslands í nýliðnum mánuði og er það um 3,5% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. „Því verður ekki neitað að mér finnst ferða- mannastraumur í júlí aðeins hafa verið minni en ég ætlaði,“ sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Hann sagði einnig að það gæti verið að kominn væri ákveðinn flöskuháls í þetta og benti á flutning farþega til landsins í því sambandi. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði erlendum ferðamönnum á Islandi um rúmlega 4.400 miðað við sama tíma í fyrra eða um tæp 4%. Ferðamönnum hér/15 -----» ♦ ♦---- Sjávarútvegsráðherra Varðskip í Smuguna ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, leggur tillögu um að varð- skip aðstoði íslensk fiskiskip í Smug- unni fyrir ríkisstjórnina á föstudag. Þorsteinn er ekki á landinu en staðgengill hans leggur tillöguna fyrir ríkisstjórnina. Tillagan felur í sér að varðskip, með lækni og kaf- ara, verði sent í Smuguna í allt að tvo mánuði. Varðskip verður tilbúið um miðjan mánuðinn. Óskað verður eftir að ríkisstjórnin samþykki fjárveitingu vegna verks- ins á fundinum. Kostnaðurinn nem- ur, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, allt að tuttugu milljónum króna. Viðlagatrygging vill ekki greiða flutning Vestdalsmjöls eftir snjóflóð Hóta að vísa ágrein- ingi til dómstóla SAMNINGAR hafa náðst á milli Viðlagatrygg- ingar íslands og Vestdalsmjöls hf. um að það fái' tjónbætur upp á um 165 milljónir króna vegna tjóns sem snjóflóð olli á verksmiðju þess á Seyðisfirði í vetur. Enn ríkir þó ágreiningur á milli stofnunarinnar og fyrirtækisins og seg- ist stjórnarformaður Vestdalsmjöls ekki sjá aðra lausn en að leita til dómstóla til að skera úr um hann. Fjárhæðin miðast við að bæta mjölbirgðir og hráefni það sem fór forgörðum í snjóflóðinu, tjón á fasteignum, vélum, hreinsun og bráða- birgðaráðstafanir í kjölfar flóðsins. Um 115 milljónir króna af bótaupphæðinni renna til veð- hafa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en afganginum hafði verið ráðstafað fyrirfram að sögn Péturs Kjartanssonar stjórnarformanns Vestdalsmjöls hf. „Við stöndum uppi með hálf- karaða verksmiðju, veðhafarnir hirða bróður- partinn af bótunum og við getum ekkert gert,“ segir Pétur. Vestdalsmjöl hf. keypti verksmiðjuna í fyrra- sumar og hóf hún störf nokkru síðar. Seyðisfjarð- arkaupstaður á um 23% hiut i félaginu. Hlutafé var í upphafi 21 milljón króna. Þorvaldur Jó- hannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði staðfesti í samtali við Morgunblaðið að tvö tilboð hefðu nýlega borist í hlut bæjarins, á genginu 1,5-2, Boðið í hlut Seyðisfjarð- ar á genginu 1,5-2 eða um 7,5-10 milljónir króna. „Pétur Kjartans- son, annar stærsti eigandi Vestdalsmjöls hf., hefur gert tilboð í hlut bæjarins og var fyrsta tilboð hans á genginu 1,0. Við höfum gert hon- um gagntilboð sem hann fékk frest til að skoða. Við munum skoða þessi tilboð mjög vandlega, enda ríkir mikil óvissa um mál verksmiðjunnar, og getur verið tímafrekt að fá botn í þau,“ seg- ir Þorvaldur. Heimildir Morgunblaðsins herma að SR-mjöl hafi sýnt áhuga á að kaupa það sem eftir stend- ur af verksmiðju Vestdalsmjöls hf. Benedikt Sveinsson stjómarformaður SR-mjöls segir að rætt hafi verið við Pétur Kjartansson sem miði að því að finna lausn og sé málið nú í athugun. „Ef Vestdalsmjöl hf. vill selja verksmiðju sína erum við tilbúnir til að tala við forsvarsmenn félagsins. Náist samkomulag myndum við kaupa það sem þarna stendur eftir, en niðurstaða er ekki í sjónmáli,“ segir Benedikt. Afar ósáttur við uppgjör Viðlagatrygging íslands lítur svo á að um endanlegt uppgjör sé að ræða, en Vestdalsmjöl setti fyrirvara í samninginn þar sem fyrirtækið telur að stofnunin eigi einnig að greiða fyrir flutning fyrirtækisins, reynist ekki unnt að end- urbyggja verksmiðjuna á þeim stað sem hún stendur. Pétur kveðst vera afar ósáttur við uppgjörs- samninginn við Viðlagatryggingu íslands, en hann hafí orðið að sætta sig við þá bótafjárhæð sem samið var um. Áætlað hafi verið að flutning- ur verksmiðjunnar kosti á milli 100 og 150 millj- ónir króna, en sú tala sé ekki nákvæm. Hann muni gera kröfu á hendur Viðlagatryggingu, reynist ekki unnt að byggja á sama stað. „Ég á mjög erfitt með að skilja og sætta mig við niðurstöðu stjórnar Viðlagatryggingar, sem túlkar lögin svo að það sé ekki mál stofnun- arinnar hvort hægt sé að byggja á sama stað eða ekki. Ég er ósammála því og gerði kröfu um að koma verksmiðjunni í samt lag en fékk hana ekki samþykkta. Meðan ég kem verksmiðj- unni ekki í gang aftur er ég ósáttur. Ég tel það óðs manns æði að byggja verksmiðju á sama stað eftir atburði vetrarins, nema lagt verði í miklar snjóflóðavarnir. Ég sé í raun enga lausn aðra en að dómstólar verði látnir skera úr um þennan ágreining,“ segir Pétur og kveðst búast við að málið fari í þann farveg innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.