Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR a.ÁGÚST 19S5 23 LISTIR Fágun og góð tónstaða VÖTN TONLIST Skálholtskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Bachsveitin í Skálholti ásamt Jaap Schröder flutti kammerverk eftir Staden, Handel og Telemann. Laug- ardaginn 29. júlí, 1995. TÓNLEIKARNlR hófust á strengjaverki eftir Johann Staden (1581-1634), organista frá Niimberg, er samdi mikið af mót- ettum með samfelldum bassa (continuo) og svo nefnda Haus- musik við þýskan texta og tölu- vert af hljóðfæratónlist undir titl- um eins og Pavana Gagliarda, canzona og symphonia. Sonur Jo- hanns, Sigmund Gottlieb (1607- 1655), samdi óperuna Seele- vig,(1644), sem er elsta þýska óperan, sem hefur varðveist (Dafne, 1627, eftir Heinrich Schutz). Tónmál Johanns er hvað snertir hljómskipan og tónferli í dæmigerðum „snemm-barokk“ stíl, falleg tónlist en ákaflega kyrr- stæð. Strengjasveitin undir stjóm Jaap Schrötder lék verkið mjög vel og þarna gat að heyra ekta „non-vibrato“ barokk-hljóm, sér- kennilegan en með hreinni tón- stöðu en oft áður á tónleikum Bachsveitarinnar. Annað verkið var fimmti af stóru konsertunum (Conserto grosso) eftir Handel og þar gat að heyra þá hljómskipan og radd- ferli, sem einkenndi síð-barokk- ina, þar sem dúr og moll kerfið er orðið alls ráðandi og módal tónskipan (tónhættir kirkjunnar) horfin og ný og endurbætt hljóð- færi komin til sögunnar. Þarna gat að heyra óbóið og eins og í fyrra verkinu var samleikurinn sérlega góður en einn skemmti- legasti kafli verksins er lokakafl- inn, þar sem Handel er í essinu sínu, svo og hægu þættirnir, sem voru sérlega vel fiuttir. Telemann átti tvö síðustu verk- in á efnisskránni, sónötu í A-dúr og svítu sem nefnist „La Lyra“ og eru bæði verkin fyrir strengi. Sónatan er fallegt verk í „galant“ stíl, þar sem minna er lagt upp úr kontrapunktískum rithætti en t.d. hjá Bach og undirraddirnar hafðar meira til undirleiks við ráðandi laglínu. Fyrir þetta og að semja óperur og ekki síður vegna þess hve fljótur hann var að semja, fannst mörgum kirkj- unnar mönnum hann full léttlynd- ur í tónsmíðum sínum. Hann naut á sínum tíma mikilla vinsælda, fyrir það að semja ekki eins og Bach en þegar „Bach-dýrkunin“ hófst, galt hann fyrir það að hafa ekki ritað eins knúsaðan tónbálk og vinur hans. Þannig snýst heim- urinn í kringum sjálfan sig og snýr þá upp allt eins niður ef ekki út og suður, svo að endingu veit enginn hvað er rétt eða rangt. „Lýru-svítan“ mun vera úr safni hinna svo nefndu Parísar-kvart- etta nr. 7-12 og lýrunafnið trú- lega tilkomið vegna fjórða þáttar svítunnar, La Vielle, sem byggir á frumstæðri laglínu og eintóna undirleik hljómsveitarinnar, eins og þegar leikið er á lýru eða Hurdy-gurdy. Þessi þáttur stakk nokkuð í stúf við heildarsvip verksins og má vera nokkuð merki þess, að Telemann hafi ekki verið sérlega alvörugefið tónskáld. Hvað sem þessu líður á Telemann heima með vini sínum J.S. Bach og voru þessi verk sérlega vel leikin, sérstaklega Vivace-þáttur- inn í sónötunni og Bourrée þætt- irnir báðir í svítunni. Þeir strengjaleikarar sém léku með Jaap Schröder voru Svava Bernharðsdóttir (2. fiðla) og Sarah Buckley (lágfiðla) og var samleik- ur þeirra einkar fágaður og vel mótaður en continúo- raddirnar voru leiknar af Örnólfi Kristjáns- syni (selló), Þóri Jóhannssyni (kontrabassa) og Guðrúnu Óskars- dóttur á orgel og sembal og var sá hluti samleiksins ekki síður vel útfærður en hjá einleikurunum. í Handel konsertinum léku Peter Thomkins og Gunnar Þorgeirsson á barok-óbó og það sama má segja um leik þeirra, að þar fór saman þokkafullur og hreinn tónflutning- ur, en á því sviði eru barok-óbó ekki auðveld í meðförum. I heild voru þetta með bestu tónleikum Bach-sveitarinnar, samleikur góð- ur, tónstaða sömuleiðis og sérlega gott jafnvægi á milli hljóðfæranna, bæði er varðar blæ og styrk og má þar trúlega leggja Jaap Schröder til nokkrar þakkir sér- staklega og sömuleiðis samleikur- um, er efalaust hafa kunnað því vel að notfæra sér reynslu hans og kunnáttu í flutningi borokktón- listar. Jón Ásgeirsson MYNPLIST Listhorn Sævars INNSETNING SÓLVEIG AÐALSTEINSDÓTTIR Opin á verslunartíma til 16. ágúst. Aðgangur ókeypis MÁLARAR verða iðulega varir við hve hlutir sem þeir hafa handa á milli og hafa lokið hlutverki sínu geta í sjálfu sér verið fagrir, og á þetta bæði við formið á tómum litatúpum, sem tómar litakrukkur. Gamall lúinn vatnslitakassi hefur yfir sér meiri töfra en nýr, og er því æskilegri félagi á ferðalögum á vit myndefnanna en nýr. Listamaðurinn vill einfaldlega hafa lífið og fyllingu þess með sér, eitthvað sem hef- ur yfir sér svip nálg- unar, og gamlir pensl- ar eru honum sömu- leiðis kærir. Jafnframt býr máði blýantsstubburinn yfir magnaðari töfrum en nýr og glansandi. Sólveig Aðalsteinsdótt- ir hefur lengi fundið skapandi kenndum sínum útrás í notuðum hlutum og ódýru efni, og svo ger- ist einnig á sýningu hennar að þessu sinni. En nú eru það tómar vatnslitakrukkur sem hún hvolfir þannig að þéttleiki litaáferðarinn- ar blasir við, sem dofnar svo eftir því sem neðar dregur (í raun ofar í krukkunum) í samræmi við það að vatnsmagnið er mest og liturinn þynnstur efst. Og að sjálfsögðu eru neðstu lögin lengst í ílátunum, með meiru að gerandinn helli ekki öllum litnum úr þeim í upphafi. Tímaferlið kemur fram í litastyrk- leikanum og því lengur sem litur- inn hefur haft viðdvöl í hverri krukku, þeim meir_ loðir hann við innri hlið hennar. Úr tíu mismun- andi litakrukkum hefur Sólveig framið innsetningu í rýminu, sem byggist á því að hún raðar þeim skipulega í einfalda röð á vegg- ina. Hér er þannig kom- in eins konar skírskot- un til nýtingarinnar, og sértækrar fegurðar þess sem flestir kasta frá sér að lokinni notkun, án þess nokk- urn tíma að hafa gert sér grein fyrir form- rænum töfrum þess sem þeir hafa haft fyrir framan nefið á sér. Hitt er svo annað mál, að Sólveig tekur einangrað atriði úr hvunndegi listamannsins og virkj- ar það sem inntak rýmisferlis, hvort sem það hefur víðari skír- skotun eða ekki. Það er hinn dýri leyndardómur listamannsins, og svo lengi sem hann kemur ekki á móts við skoðandann, telst sú list- ræna umræða sem fram fer ein- ungis hvísl og óræð skilaboð milli innvígðra. Bragi Ásgeirssön. Sólveig ' Aðalsteinsdóttir Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson HJORLEIFUR Valsson og Urania Menelau á tónleikum á Isafirði. Húsfyllir og frábærar móttökur ísafirði. Morgunblaðið. Hjörleifur Valsson og Urania Menelau píanóleikari héldu tón- leika í sal grunnskólans á Isafirði síðastliðinn sunnudag. Húsfyllir var og fékk listafólkið frábærar móttökur, urðu þau að leika fjölda aukalaga og stóðu allir gestirnir upp og kvöddu þau með dynjandi lófataki í lokin. Hlýtur slíkt að teljast harla merkilegt þegar í hlut eiga 22 og 25 ára gamlir listamenn. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart, Smetana, Janacek og Faure, en meðal aukalaga var Draumalandið eftir Sigfús Ein- arsson í frábærlega fallegri út- setningu og mátti víða sjá tár dijúpa af hvarmi tónleikagesta við leikinn. Næstu tónleikar þeirra verða í listasafni Sigurjóns Olafssonar í Reykjavík næstkomandi þríðju- dag. * Finnsk textílkona í Umbru SÝNING finnsku listakonunnar Sirkku Könönen á pijón-hönnun verður opnuð í dag, fimmtudag, í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu. Listakonan starfar í Helsinki að hönnun í ull fyrir handprjón, vél- prjón, vef og rýjur, og hefur rekið eigið fyrirtæki frá 1981 auk þess að hafa starfað um tíma fyrir sjón- varp sem hönnuður og sinnt kennslu í Listiðnaðarháskólanum í Helsinki. Þetta er önnur einkasýn- ing hennar á íslandi, sú fyrri var árið 1987. Sirkka var valin „Textíl- kona ársins 1993“ í heimalandi sínu. Á sýningunni í Gallerí Úmbru eru handpijónaðar peysur, sjöl og teppi símunstruð og unnin í marglita ull, gjarnan með framandi gróðri og dýrum. Sýningin stendur til 23. ágúst og er opin þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Listakonan verður viðstödd opnunina. OPIÐ TIL KL. 20 I KVOLD Á LAUGAVEGINUM Krinqlunni.s í ferðalagið! Regnjakkar 1.490 Peysur áður 5.900, nú 1.900 Gönguskór áður 5.900, nú 2.900 Gallabuxur áður 3.900, nú 990 Húfur áður 1.800, nú 500 Þykkar hettupeysur áður 4.900, nú 2.300 Skór áður 8.900, nú 990 Bolir áður 3.900, nú 990 Skyrtur áður 3.900, nú 1.500 TILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF! Snyrtivörudeild 20 - 50% afsláttur af snyrtivörum, undirfatnaði og sundfatnaði. Munið útsölumarkaðinn i kjallaranum. Ótrúlega lágt verð. Allt að 90% afsláttur. Opið föstudag til kl. 19.00. ATH. LOKAÐ LAUGARDAG Sendum í póstkröfu Góða helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.