Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ©1994 Tribune Media Servicea, Inc. AH Rlghta Reserved. 'eghefvei tt ) JO FLU6UR.,Eti þuHEFOR fnga VFtrr r Grettir ÉG SBTTTl BTÖU.U A HÁL6INN 'A GZETTl HÚ GET ÉG VEKJP VISS UM HVAK HANN Ef Tommi og Jenni Ferdinand *samzl UJHV 5H0ÚLD A PERSON BE BURDENED UUITH ALL THE CARE5 0F THE UUORLP? TRY 5LEEPIN6 UUHV DOES A PERSON HAVETO LIE AWAKE ALL NI6HTIU0RRVIN6 ABOUT EVERYTUIN6? 3-H Hvers vegna verður maður að liggja vakandi alla Af hverju skyldi manni vera íþyngt með öllum nóttina og hafa áhyggjur af öllu? heimsins áhyggjum? Reyndu að sofa. JHtr®iwlí>lOTÍP ~i--- BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Annað ársmót Reynisfellsættar Frá Þór Jakobssyni: ÁNING og samsæti að Laugalandi í Holtum. Annað ársmót Reynifellsættar verður haldið að Laugalandi í Holt- um laugardaginn 12. ágúst 1995. Mun það hefjast kl. 14 og standa til kl. 18. Þeir sem tök hafa á geta þó dvalist lengur og pantað gistingu um helgina á sumarhótelinu, innan- húss eða á tjaldstæði. Riðið var á vaðið í fyrra með fyrsta ársmóti. Um 170 manns komu víðs vegar að og hittu þar fyrir bæði nákomna og fjarskylda ætt- ingja. Menn báru saman bækur sín- ar og fræddust um skyldleika 'í gagnabanka Reynifellsættar sem orðinn er mikill að vöxtum. Fátt formlegra atriða verður á dagskrá á öðru ársmóti Reynifells- ættar, en heitt verður á könnunni gegn sanngjömu verði og Selma Egilsdóttir ættfræðingur, Selfossi, veitir upplýsingar úr fyrrnefndum tölvugagnasjóði ættarinnar. Enn- fremur verða bækur er varða sögu Rangárþings til sýnis. Sundlaug og leikvöllur eru á Laugalandi. Vel til fallið ætti mönnum að þykja að bregða sér í ferðalag eða annarra erinda um sveitina laugar- daginn 12. ágúst nk. og koma við á niðjamóti á Laugalandi í Holtum. Æskilegt er vegna veitinganna að fólk tilkynni þátttöku, a.m.k. ef um hóp er að ræða, til Þórs Jakobssonar (hs. 553 1487, vs. 560 0600) eða Kristínar Kristjánsdóttur (hs. 587 1127). Gisting tilkynnist Inger Niels- en, Laugalandi, (s. 487 6543). Selma Egilsdóttir (s. 482 1917) greiðir úr spurningum varðandi ættfræðina. Guðrúnarlundur Á fyrsta niðjamótinu í fyrra var stofnað til landgræðslustarfs með Reynifellsætt undir forystu Guðrún- ar Þórsdóttur. I samvinnu við Land- græðslu ríkisins og Keldnabændur gróðursetti dálítill hópur ættmenna 1000 tijáplöntur í óræktarsvæði inn- Lúpínuliðið Frá Helgu Sæmundsdóttur: HVAÐ er eiginlega að þessu fólki í Ráðhúsinu? Eg ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá í Morgunblaðinu að Ingibjörg Sólrún hefði látið fjarlægja myndina af Bjarna Benediktssyni úr sögufrægu herbergi í Höfða. Er virkilega verið að elta þennan mann út yfir gröf og dauða? Og sr. Bjarna líka? Af hveiju mátti málverkið af honum ekki vera kyrrt á þeim heiðursstað sem því var valið í Ráðhúsinu? Hann var nú einu sinni heiðursborgari Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún ætti að snúa sér að einhveijum þarfari verkum en þessum málverkaofsóknum gegn látnum heiðursmönnum. Hún gæti byijað á atvinnuleysinu sem hún lof- aði fyrir kosningarnar að bæta. I því hefur hún ekkert gert annað en að segja aftur og aftur, eins og ég heyrði an girðingar Landgræðslunnar á Keldum, í grennd við Reynifell. Það var 24. júní sl. Ef nær að dafna, hefur verið lagt til að „skógurinn" verði nefndur Guðrúnarlundur eftir þeim nöfnum, formanni land- græðslustarfs Reynifellsættar og formóður ættarinnar, Guðrúnu á Reynifelli. Upphaf: formóðir ættarinnar Reynifellsætt er rakin til hjóna sem bjuggu á Reynifelli í Rangár- vallahreppi á árunum frá því um það bil 1760 til 1790. Þau hétu Guðrún Erlendsdóttir (1722-1798) og Þorg- ils Þorgilsson (1718- 1763). Reyni- fell hélst í ættinni í 75 ár. Þau Guð- rún eignuðust sex börn og náðu þór- ir synir fullorðinsaldri. Er margt manna frá þeim komið og má til hægðarauka skipta Reynifellsætt í ij'órar ættkvíslir raktar til þeirra bræðra, en þeir hétu Magnús (1748- 1814) í Tungu, Sigurður (1752- 1813) í Bolholti, síðar í Stúfholti og Kambi í Holtum, Jón (1757-1824) á Rauðnefsstöðum og Finnbogi (1760- 1833) á Reynifelli. Guðrún Erlendsdóttir varð ekkja árið 1763, liðlega fertug, en sama ár dóu tvö barna þeirra hjóna. Guð- rún bjó síðan tæpa þijá áratugi búi sínu á Reynifelli og uxu þar úr grasi synirnir fjórir, urðu gegnir bændur og komust allir á sjötugsaldur. Fátt er nú vitað um formóður Reynifells- ættar, Guðrúnu Erlendsdóttur, ann- að en það sem felst í fáeinum línum í embættisskjölum, „ráðvanda" segir sóknarpresturinn hana vera, og vera sæmilega að sér. En milli línanna greinum við afkomendur farsæla ævi þar sem hafa skipst á skin og skúrir, lán barna og áföll á mót- drægri öld. Þrátt fyrir firð tveggja alda er ævi húsfreyjunnar á Reyni- felli hlekkur í sögu mannlífs í Rang- árþingi, dæmisaga um formæður þjóðarinnar. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur, Espigerði 2, Reykjavík. í Ráðhúsinu í útvarpi frá borgarstjórnarfundi, að hún hefði af því áhyggjur. Ingibjörg Sólrún var ekki kosin til að hafa áhyggjur. Atvinnuleysingjar geta séð um það. Hún var kosin til að gera eitthvað gagnlegra en að fjarlægja málverk af mætustu mönnum þjóðar- innar og sverta með því minningu þeirra. Það er kannski eðlilegt að ekki beri mikið á ágreiningi vinstri manna í borgarstjórn meðan þeir fást við það helst að fjarlægja málverk og eyða lúpínu í Öskjuhlíðinni líklega vegna þess að hún er blá á litin. Lúpínuliðið í Ráðhúsinu má vita það að við verðum ekki búin að gleyma Bjarna Ben. og sr. Bjarna í næstu kosningum. HELGA SÆMUNDSDÓTTIR, Dalhúsum 69, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.