Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ <• 5Hí 1 cMli. i: SU )í(í )')!*'»] • 4 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 FRÉTTIR Sænsku kiúklingarnir Bónus vill að synjun sé rökstudd Stuðningur við íslenskan landbúnað mikill en hefur þé minnkað Svínabændur fá mun meiri stuðning en sauðfjárbændur Svína- og fuglabúskapur nýtur einkum innflutningsverndar AÐ MATI OECD hefur markaðs- stuðningur við svínakjötsfram- leiðslu á íslandi aukist á allra síð- ustu árum, en stuðningur við sauð- fjárframleiðslu hins vegar minnk- að. OECD telur að markaðsstuðn- ingur við íslenskan landbúnað, mældur á PSE-kvarða, sé nú 73% og hafi lækkað úr 84% frá því árið 1991, en þá veittu íslendingar sín- um landbúnaði mestan stuðning allra landa innan OECD. Stofnunin telur að ísland sé nú í fjórða sæti yfir þjóðir sem veita landbúnaði sínum mestan stuðning. Fyrrverandi landbúnaðarráð- herra óskaði eftir að OECD gerði skýrslu um íslenskan landbúnað og léti reikna út markaðsstuðning við hann, en miklar deilur höfðu þá staðið um hve hann væri mik- ill, ekki síst vegna útreikninga Hagfræðistofnunar Háskóla Is- lands. Skýrslan er ítarleg úttekt á þeirri landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið á íslandi frá árinu 1979 þegar fyrst var farið að stemma stigu við offramleiðslu landbúnað- arvara. Venjan er að mæla stuðning við landbúnað með svokölluðu PSE- gildi. PSE mælir tilfærslur í pen- ingum til innlendrar landbúnaðar- framleiðslu, frá neytendum og skattgreiðendum, sem afleiðingu af þeirri landbúnaðarstefnu sem fylgt er. PSE tekur til markaðs- stuðnings, þ.e. innflutningsverndar og mismunar á innlendu verði og heimsmarkaðsverði, beinna greiðslna til bænda, niðurgreiðslna á aðföngum og fleiri þátta. ísland í fjórða sæti Samkvæmt skýrslunni fór stuðningur við íslenskan landbúnað hækkandi allan níunda áratuginn og náði hámarki 1989-1991 þegar hann fór upp í 84%. Þetta þýðir að ef þessum stuðningi hefði verið kippt í burtu hefðu íslenskir bænd- ur misst 84 krónur af hverjum 100 sem þeir öfluðu. Stuðningurinn var 68% árið 1979. Frá árinu 1991 hefur stuðningurinn lækkað um- talsvert og var á síðasta ári 73%. í samanburði við aðrar þjóðir innan OECD er ísland nú í fjórða sæti. Þess ber að geta að ESB- löndunum er ekki skipt niður held- ur er stuðningurinn mældur í einni tölu. Hann er mestur í Sviss, Nor- egi og Japan. ísland er í fjórða sæti en skammt þar á eftir koma Finnland og Austurríki. Nýsjálendingar og íslendingar með sömu upphæðina Athyglisvert er að stuðningur ríkja við sinn landbúnað hefur í mörgum tilvikum verið að aukast síðustu ár. Hann hefur t.d. aukist í ESB, Austurríki, Japan, Noregi og Svíþjóð á meðan úr honum hef- ur dregið á íslandi. Innan OECD hefur markaðsstuðningur við land- búnað aukist úr 40% 1991 í 43% 1994. Samkvæmt tölum OECD nam markaðsstuðningurinn á íslandi 8,4 milljörðum árið 1994. Rúmlega helmingur þessarar upphæðar fer til stuðnings við mjólkurframleiðsl- una. Stuðningur við svínarækt að aukast *■ í skýrslu OECD er reiknaður út stuðningur við einstakar greinar íslensks landbúnaðar. Það kemur á óvart að sjá að stuðningurinn við sauðfjárframleiðsluna hefur minnkað ár frá ári síðustu ár, úr 92% á árunum 1989-91, mæít á PSE-kvarða, í 62% árið 1994. Á sama tímabili hefur stuðningur við svínakjötsframleiðslu aukist úr 70% í 78% í fyrra. Stuðningurinn við svínarækt komst upp í 81% árið 1993. Stuðningur við mjólkur- framleiðslu var 83% í fyrra, 85% við kjúklingaframleiðsluna og 78% við eggjaframleiðsluna. Mikill stuðningur við bændur sem fram- leiða egg, svín og kjúklinga skýrist af því að mismunur á verði á þess- um vörum hér heima og heims- markaðsverði er mjög mikill og innflutningur á samkeppnisfæru verði ekki fyrir hendi. Þessar grein- ar fá hins vegar ekki háar upphæð- ir úr ríkissjóði borið saman við mjólkur- og sauðfjárframleiðsluna. Passar ekki við tölur Hagfræðistofnunar Athyglisvert er að bera tölur OECD saman við tölur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans. sem út kom árið 1993, en tölurnar urðu m.a. til þess að fyrrverandi landbúnaðarráðherra óskaði eftir því að OECD reiknaði stuðninginn út. Hagfræðistofnun taldi að mark- aðsstuðningur við íslenskan land- búnað hefði numið 115% árið 1992 eða samtals 17,2 milljörðum. OECD telur að hann hafi það ár numið 83% og tæpum 10 milljörð- um. Hagfræðistofnun taldi að stuðningurinn í Noregi hefði numið 77% árið 1992 og 68% í Finnlandi. Það er mjög svipuð niðurstaða og OECD kemst að. Búvörusamningurinn jákvæður OECD telur að gerðar hafi verið jákvæðar breytingar á landbúnað- arstefnunni árið 1991 þegar bú- vörusamningurinn var gerður. Þá var tekin sú ákvörðun að hætta að greiða útflutningsbætur og að breyta niðurgreiðslum í beinar greiðslur tii bænda. OECD mælir með því að stuðningur við landbún- að sé í formi beinna greiðslna. Stofnunin vill að beinar greiðslur séu sem minnst markaðstengdar og bendir á að nær væri að tekju- tengja þær þannig að þær skerðist í hlutfalli við heildartekjur búsins. OECD telur hins vegar að ekki hafi orðið eðlilegt framhald á um- bótum á íslenskri landbúnaðar- stefnu, í átt til opnari markaða, frá því að búvörusamningurinn tók gildi. HREINN Loftsson, hæstaréttarlög- maður, hefur fyrir hönd umbjóðanda síns, Jóhannesar Jónssonar í Bónus, óskað eftir því við landbúnaðarráðu- neytið að það röktyðji þá ákvörðun að syirja honum um innflutning á frosnum kjúklingum frá Svíþjóð. Ber ráðuneytinu að svara erindinu innan 14 daga. Forsaga málsins er sú að landbún- aðarráðuneytið synjaði þann 24. júlí sl. Jóhannesi um leyfi til að flytja inn kjúklingana. Jóhannes telur að hann hafi afhent yfirdýralækni öll tilskilin gögn, þar á meðal heilbrigðisvottorð frá sænskum yfirvöldum. Þannig hafi hann fylgt ákvæðum reglugerðar frá síðasta ári um varn- ir gegn dýrasjúkdómum. Telur hann sig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar landbúnaðarráðuneytisins á ástæðum synjunarinnar. Af þeim sökum hefur með vísan í stjórnsýslu- lög verið óskað eftir því að ráðuneyt- ið rökstyðji synjunina með vísan til viðeigandi ákvæða í lögum og reglu- gerðum sem í gildi voru þegar atvik- , ið átti sér stað. ------♦ ♦ »----- Þingflokkur Þjóð- vaka um tollkvóta Reglugerð virðist ' ólögleg ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka hefur óskað eftir því við forseta Alþingis að hann láti kanna hvort nýsett reglugerð landbúnaðarráðuneytis um úthlutun á tollkvótum fyrir unna kjötvöru, osta og grænmeti bijóti lög } og alþjóðasamninga } „Stefna stjórnvalda er að beita j tæknilegum hindrunum og ákvæðum um varnir gegn dýrasjúkdómum til að koma í veg fyrir að neytendur geti fengið smávægilegt frjálsræði í vöruvali. Látið er að því liggja að landbúnaðarvörur sem íslendingar neyta á ferðum sínum erlendis séu hættulegar heilsu manna,“ segir í bréfi Þjóðvaka. „Stefna stjórnvalda um ostainn- } flutning, þar sem m.a. ostar til iðnað- i arframleiðslu hafa forgang fram yfir * aðra osta, virðist beinlínis ólögleg, I þar sem hún styðst ekki við heimild- ir í nýsettum lögum, auk þess sem ætla má að hún brjóti í bága við samkeppnislög. Svo virðist að jafn- ræðis sé ekki gætt og framleiðendum og fyrirtækjum sé mismunað," segir jafnframt í bréfínu til forseta, sem undirritað er af Svanfríði Jónasdótt- ur, formanni þingflokksins. } Markaðsstuðn i ngur við einstakar búgreinar á íslandi skv. skýrslu OECD PSE-hlutfall (% PSE, Producer Subsidy Equivalenls) Mjólkurframleiðsla Nauta- og kálfakjöt Svínakjöt Kjúklingaframl. Kindakjöt Ullarframleiðsla Eggjaframleiðsla Landb.frami. íheild OECD segir að gera verði róttækar breytingar á íslenskum landbúnaði Kvótakerfi afnumið o g verðstýringfu hætt í NÝRRI skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um íslenskan landbúnað er lagt til að stjórnvöld hætti afskiptum af verðlagningu búvara og að kvóta- kerfí í mjólkurframleiðslu og sauðijárrækt verði afnumið. Þetta sé ein af forsendum fyrir því að íslenskur landbúnaður geti staðist erlenda samkeppni. Skýrsluhöfund- ar telja að mikilvæg skref í rétta átt hafi verið stigin með gildistöku búvörusamningsins 1991, en meira þurfí að koma til. Fyrrverandi landbúnaðarráð- herra óskaði eftir því við OECD að stofnunin gerði úttekt á íslenskum landbúnaði, en stofnunin hafði áður látið gera sambærilegar skýrslur um landbúnað í öðrum OECD-lönd- um. Niðurstaða stofnunarinnar var að verulega hafí dregið úr fjárstuðn- ingi stjórnvalda við íslenskan land- búnað frá árinu 1991, en að það ár hefði hann verið mestur hér á landi af aðildarlöndum OECD. Að mati stofnunarinnar var ísland í fjórða sæti á eftir Sviss, Noregi og Japan árið 1994. Það 'er mat OECD að við núver- andi aðstæður, þ.e. með kvótakerfí og opinberri verðlagningu á búvör- um, séu litlar líkur á aukinni hag- kvæmni í íslenskum landbúnaði. Yfírgripsmikið kerfí sjóðagjalda á öllum stigum, sem innheimt séu af einum og greidd öðrum, gefí ríki og hagsmunahópum verulegt færi á að hafa áhrif á ákvaranir framleiðenda og þar með sé veruleg hætta á að ekki sé tekið tillit til hagkvæmnissjónarmiða. Skilaboð- um markaðarins sé haldið niðri af verðlagningu sem sé ákveðin með tilliti til kostnaðar við framleiðsluna en ekki sé tekið tillit til markaðs- sjónarmiða. Ekki bæti úr skák að fram- leiðslumagn og álagning sé ákveðin með sama hætti á helstu vöruteg- undir. Samkeppni nauðsynleg OECD telur nauðsynlegt að ís- lenskur landbúnaður fái aukna samkeppni með innflutningi á bú- vörum. Það muni knýja bændur til að leita leiða til að auka hag- kvæmni og lækka verð. Stofnunin telur hins vegar að áhrif GATT í þessa átt verði ekki mikil, en þó skipti miklu máli hvernig íslensk stjórnvöld haldi á málum. OECD ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að draga úr reglugerðarsetningu í landbúnaði og bendir á að mjög erfítt sé að viðhalda henni. Stofn- unin telur rétt að afnema kvóta- kerfi í sauðfjárrækt og mjólkur- | framleiðslu. Afnám stjórnunar og reglugerðarákvæða í íslenskum » landbúnaði sé raunar forsenda þess j að hann geti staðist erlenda sam- keppni. OECD telur hins vegar að smæð íslensku búanna, sérstaklega í sauðfjárrækt, geti reynst þeim erfið. Miklivægt sé að búin stækki og sérhæfi sig. Varðandi afnám kvótakerfisins og opinberrar verð- lagningar á búvörum bendir stofn- | unin íslenskum stjórnvöldum á að k skoða reynslu Svía, en þeir hafa . afnumið kvótakerfi og opinbera I verðlagningu hluta sinna búvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.