Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 37 amesinu. Eilíft líf í ríki Drottins. Líf sem aldrei tekur enda. Þar fær hún nú að njóta meiri gæða en hugur okkar gimist. Drottinn blessi og varðveiti í hjört- um okkar allra minninguna um ein- staka konu, Margréti Þórarinsdóttur frá Minna-Knarramesi. „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11; 25-26) Þakkir og bæn Þakka þér Drottinn Jesús fyrir Margéti ömmu í Knarramesinu. Þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum með henni. Þakka þér fyrir hlýju hennar, fróðleik og mælsku. Þakka þér fyrir umhyggju hennar og elsku á landinu. Þakka þér fyrir að við áttum svo einstaka konu að. Þakka þér Drottinn Jesús fyrir allt sem hana prýddi. í Jesú nafni Amen Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (H. Pétursson.) Kveðja Birgir Þórarinsson. Mig langar til að kveðja Margréti Þórarinsdóttur með örfáum orðum. Ég bjó að heimili hennar að Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd í nokkur ár og þar voru fyrstu ár dótt- ur minnar Rósu Bjarkar sem nú kveður sárt langömmu sína eða Ömmu á Strönd eins og allir nánustu kölluðu hana, hún var henni mikil- vægur liður í uppeldi og þroska alla tið, hún var þessi sanna amma. Þær áttu sama afmælisdag, sem og svo margt annað sameiginlegt. Þótt leið- ir okkar skildu í vissum skilningi vorum við alltaf góðar vinkonur og verð ég að segja að hún var nú ein sú traustasta. Amma á Strönd skilur sko mikið eftir sig, hvílíkur persónuleiki! Hún er ein af þessum persónum sem aldr- ei verður hægt að gleyma. Margt sem hún sagði líður manni ekki úr minni, því enginn sagði frá eins og hún. Hún las mikið og vissi mikið þess vegna og hún var oft hissa á því ef maður fylgdist ekki með fréttum og vissi ekki um innanríkismál í fjarlæg- um löndum, eða hvernig veðurlægð- imar höguðu sér í febrúar fyrir nokkrum árum eða hvernig ævi löngu látinna manna var. Ævi Ömmu á Strönd var margvísleg og þó maður hafi ekki verið þátttakandi allan þann tíma vissi maður svo margt um henn- ar líf vegna þess hvemig hún sagði það. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ömmu á Strönd og fyrir traustið sem hún gaf mér, við áttum nú okkar leyndarmál sem enginn fær að vita, en við ræð- um þau nú bara næst þegar við hitt- umst, á góðum stað. Ég sendi fjölskyldu Ömmu á Strönd mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigrún Baldursdóttir. í dag vil ég kveðja hana ömmu mína, Margréti Þórarinsdóttur frá Minna-Knarranesi á Vatnsleysu- strönd. Amma var enginn venjulegur kvenmaður, hún var kvenskörungur eins og konumar sem ritað var um í fornsögunum. Hún lét aldrei deigan síga þótt móti blési og tók á hveijum hlut eins og henni þurfa þótti hveiju sinni. Gat æst sig þvílíkt að eldhús- borðið hoppaði, og hjartað í manni líka, og strokið svo blítt um vangann að fætumir hálf bráðnuðu undir manni. Hún amma er þráðurinn sem líður í gegn um bernskuminningarnar. Hún var sjálfsagði hluturinn sem bjó fyrir neðan veg, og var alltaf til stað- ar, vetur, sumar, vor og haust. Það var ekkert vafamál með árstíðirnar í þá daga, allavega verður þetta mjög einfalt í minningunni: Vorið kom með lömb, rauðmaga og grásleppu, og Unni frænku í Borgamesi sem snæddi af aflanum á listfengan hátt og skemmti okkur konunglega. Svo kom sumarið með sína enda- lausu blíðu, og sóleyjabreiðurnar flæddu yfir allt Knarrarnestúnið, og það var bannað að hlaupa í óslægj- unni á nýju strigaskónum frá Stebba í Hábæ. Blásarinn gekk endalaust þau sumur, sem ekki var skrítið því það var verið að slá mestu tún á Islandi. Og upp á heygrindinni var krakkaskarinn og vonaði að ferðin heim að hlöðu tæki aldrei enda. Haustin komu líka árvisst með skóla, réttum og sláturtíð og þá voru fallegustu kindur á íslandi, allavega í sveitinni, reknar heim og slátran hófst. Krakkarnir sem setið höfðu á heygrindinni um sumarið, vora rekn- ir á bak við hól meðan fénu var farg- að, því það var ekki hollt fyrir börn að horfa á slíkt, sagði amma. En þeir köldustu kíktu. Veturinn mætti líka á réttum tíma. Skautar á Eyrartjörninni, sleðaferðir á Lambhúshólnum og jólin. Þegar mest spennandi pakkinn kom frá ömmu og afa í Knarrarnesi, og mað- ur vissi að út úr honum myndu hrynja óteljandi hlutir, sem amma hefði verslað í M.R. búðinni allt árið á undan. Þegar tölt var niður að Knarr- amesi á aðfangadagskvöld undir stjömubjörtum himni, sem alltaf var á jólunum í þá daga, beið heitt súkku- laði og kökur, og svo mörg logandi kertaljós að það hefði mátt ætla að kertaverksmiðjan Hreinn framleiddi bara ifyrir ömmu. Svona liðast minningaþráðurinn í gegnum allar árstíðirnar. Amma drif- fjöðurinn á bak við allt því vegna erfiðra veikinda afa, bar hún hitann og þungann og stýrði öllu með styrkri hendi. Nú er lífsgöngu mikillar konu lok- ið og heimkoman verður öragglega góð þar sem ástvinir hennar sem á undan fóru, og hún saknaði oft sárt, taka vel á móti henni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigurlaug Brynjólfs. + ÞorkeIl Ingi- bergsson fædd- ist 19. september 1908 í Reylyavík. Hann lést á sjúkra- stofnuninni Hvíta bandinu þann 26. júli siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibergur Þorkelsson tré- smíðameistari frá Smjördölum í Flóa og Sigurdís Jóns- dóttir húsmóðir á Skaganum. Börn þeirra voru 5 auk uppeldisbróður og eru nú þijú þeirra á lífi, þ.e. Matthías, apótekari, Svana, hús- móðir og Stefán Gíslason, flug- stjóri. Þorkell ólst upp í Hafnar- firði en flutti ásamt foreldrum sínum og systkinum til Reylq'a- víkur 1927. Eftirlifandi eigin- kona Þorkels er Margrét Einars- dóttir, fædd 18. janúar 1913 í Hafnarfirði. Þau gengu í hjóna- band 21. október 1933 og eignuð- MEÐ nokkrum línum langar okkur systkinin að minnast hans afa okk- ar. Alltaf . var jafn gaman að heim- sækja afa og ömmu á Víðimelinn og ófáar voru þær næturnar sem við fengum að gista. Þá var öllu snúið við, stóru hægindastólarnir voru settir saman fyrir þau stystu, hin lengri fengu að kúra í svefnpok- um á gólfinu, á „útilegudýnum“ sem voru sóttar í kjallarann. Svo komu afí og amma að kyssa góða nótt og lesa með okkur bænirnar fyrir svefn- inn. Eldsnemma á morgnana var afi svo vaknaður, tók léttar leikfímiæf- ingar og skellti sér í sturtu! Alltaf ust þrjú börn, þau eru: Unnur Guðbjörg, f. 20.7.1937, Inga, f. 9.10.1943 og Ingi- bergur, f. 6.12.1947. Afkomendur þeirra eru 8 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Þor- kell lærði múriðn, út- skrifaðist 1930 og starfaði með föður sínum til margra ára við byggingavinnu, byggði fjölmörg hús í Reykjavík og víðar. Síðar starfaði hann sjálfstætt sem bygg- ingameistari í ára- tugi. Þorkell var einn af stofn- endum Sameinaðra verktaka og vann fyrir Aðalverktaka árlega i fjölmörg ár sem endurskoðandi á skrifstofu aðalverktaka í New York. Hann var félagi í Odd- fellow-stúkunni Þorsteini. Útför Þorkels fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst at- höfnin kl. 13.30. var hann svo hreinn og strokinn, vel rakaður og ilmandi af rakspíra í skyrtu með bindi. Svo setti hann upp hattinn og var rokinn í byggingar- vinnuna. Við munum svo vel eftir þér 1 vinnugallanum að hamast við að byggja, mála, breyta og laga. .Eftir langan og strangan vinnudag var svo hans fyrsta verk að þvo sér vel og greiða áður en sest var við kvöldverðarborðið. Alltaf var hún amma okkar tilbúin með matinn á slaginu sjö og var hlustað á kvöld- fréttir yfir borðhaldinu. Eftir matinn settist afi svo gjarnan inn í skrif- stofuherbergið sitt með Times og Newsweek. En alltaf var hann tilbú- inn að spjalla við barnabörnin og segja okkur spennandi sögur. M.a. sagði hann okkur frá bernsku sinni í Kirkjuvogi í Höfnum, en þar bjó fjölskylda afa í nokkur ár. Hann sagði okkur m.a. frá bátum föður síns, en hann gerði út fjóra vertíðar- báta í félagi með öðrum. Suma þeirra smíðaði hann sjálfur. Bátana gerði hann út milli smíðavinnunnar sem hann sótti m.a. til Raufarhafnar tvö sumur og þá fjóra mánuði í senn. Stoltur sagði hann afi okkur að hann hefði þá verið karlmaðurinn á heimil- inu, sjö ára gamall, seinna flutti fjöl- skyldan svo í Hafnarfjörðinn og þar kynntist hann ömmu, Þórunni Mar- gréti Einarsdóttur. Um helgar voru þeir svo ófáir bíltúrarnir og margir hveijir lágu þeir í Hafnarfjörðinn, fjörðinn þeirra afa og ömmu, og alltaf voru þeir skemmtilegir og fróðlegir, þær voru margar sögurnar frá því í „gamla daga“. Alltaf var stutt í glens og grín og oft grétum við af hlátri. Við vorum þá gjarnan trakteruð með ís og vorum ein eyru og augu! Og oft var okkur skilað fjáðari heim þar sem afi var mjög gjafmildur og gaukaði að okkur vasapening og alls konar gjöfum. Afi og amma ferð- uðust töluvert m.a. fóra þau til Ameríku á hveiju hausti þar sem afi starfaði fyrir Islenska aðalverk- taka. Til baka snéru þau svo hlaðin gjöfum, fötum, leikföngum og út- lensku sælgæti sem var nú heldur betur spennandi fyrir litla krakka. Seint gleymist t.d. fjólublár lakkrís! Já, þær eru góðar minningarnar sem við barnabörnin eigum um afa og ömmu á Víðimelnum. Elsku afi okkar, við kveðjum þig nú með söknuði. Eftir erfið veikindi hefur þú fengið hvíld. Elsku amma, vertu sterk, minningin lifir með okk- ur. Þorkell Snorri, Freyja, Unnur Kristbjörg, Kristín Edda og Margrét Þóra. ÞORKELL INGIBERGSSON t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Efra-Apavatni; Sigtúni 49, Reykjavík, lést 1. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ODDSON, Álftamýri 52, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspítala 30. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, bróðir og mágur, SIGURÐUR B. FINNBOGASON raffræðingur, sem lést 27. júlí á Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. ágúst kl. 13.30. Camilla Sveinsdóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Armand Beaubien, Geirþrúður Finnbogadóttir, Ólafur Finnbogason, Kristjana Jónsdóttir, Kristján Finnbogason, Kristrún Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSGEIR SAMÚELSSON, Brúnalandi 11, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 1. ágúst. Jarðar- förin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 10. ágúst kl. 13.30. Ása Björgvinsdóttir, Björg Ásgeirsdóttir, Svava Oddný Ásgeirsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, tengdasynir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN FRIÐBERG HERMANNSSON bifvélavirki, Ásbraut 19, Kópavogi, sem andaðist sunnudaginn 30. júlí, verður jarðsunginn frá Kópavogskipkju föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Svava Sigmundsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Ragnar Borgþórsson, Svanur Kristinsson, Steinþóra Sigurðardóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Jakob Guðjohnsen, og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR, Háteigi 16C, Keflavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Marfa Guðnadóttir, Sölvi Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.