Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUPAGUR 3.,ÁGÚ^f. 1995 AÐSEIMDAR GREIIVIAR jMORGUNBLApil) Nei þýðir nei - nauðgun er glæpur Áshildur Theódóra Bragadóttir Þórarinsdóttir STÍGAMÓT, sam- tök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi, efna til fræðslu og forvarn- arátaks fyrir verslun- armannahelgina. Gefin hafa verið út vegg- spjöld með áletruninni „Nei þýðir nei“ og upp- lýsinga- og fræðslubæklingur þar sem spurningum um nauðgun er svarað. Verður bæklingi þess- um dreift á helstu brottfararstaði fyrir fyrmefnda helgi. Nauðgun er einn af alvarlegustu glæpun- um sem beinast að einstaklingum, aðeins mannsmorð er litið alvar- legri augum samkvæmt hegningar- lögum. Þú og hver sem er getur orðið fyrir naugðun. Stúlkur/konur verða þó mun oftar fyrir nauðgun en strákar/karlar. Hvað er nauðgun? Það er nauðgun ef einhver hefur við þig samfarir, gegn þínum vilja. Það er líka nauðgun ef einhver hefur við þig samfarir og þú hefur drukkið það mikið að þú getur ekki gefið samþykki þitt. Það kallast til- raun til nauðgunar ef einhver reyn- ir að koma fram vilja sínum við þig en tekst það ekki. Allt er þetta refsi- vert athæfi, því nauðgun og tilraun til nauðgunar eru glæpir, sem refsa á með fangelsisvist samkvæmt lög- um. Nauðgun er aldrei réttlætanleg og það er alltaf nauðgarinn, sem ber ábyrgð á henni. Við búumst aldrei við nauðgun, allra síst þegar við erum með fólki sem við þekkjum og kannski treyst- um. Samt er það svo að algengustu nauðganirnar eru svokallaðar kunn- ingjanauðganir. Það er því ómögu- legt að sjá fyrir hvort einhver sem við hittum eða erum með geti beitt okkur þvi kynferðislega ofbeldi sem nauðgun er. * Opið 8-18, um helgar 9-17. Sími 564-1777. Rábgjöf Fossvogsstöðin hf.,{ Fossvogsbletti 1, f. neðan Borgarspítala. Mtjð feifigli] fullt af gróðri Klifurrós sýrena Himalajaeinír SkriðmistiU ossvogsstöðin hf plöntusalan í Fossvogi Lokað Verslunarmannahelgina Stórlskkað verð afsláttur af öllum plöntum daga, fimmtudag og föstudag Óneitanlega er einstakl- ingur auðveldara fórn- arlamb nauðgara, segja þær Ashildur Braga- dóttir og Theódóra Þórarinsdóttir, ef hann er einn á ferð og drukkinn. Þú getur gert ýmislegt til að forðast nauðgun. Enginn getur verið öruggur um að komast hjá nauðgun. Oneitan- lega er einstaklingur auðveldara fórnarlamb nauðgara ef hann er einn á ferð og drukkinn. Þú getur því reynt að draga úr hættunni með því að drekka í hófi eða þá með því að drekka alls ekki. Einnig get- ur þú dregið úr hættunni með því að verða ekki viðskila við félaga þína. Verðir þú fýrir nauðgunarárás skalt þú reyna að öskra á hjálp eins hátt og þú getur. Stundum getur það hrætt nauðgarann og vakið athygli þeirra sem eru í nágrenninu á að þú þurfir á hjálp að halda. Þú eykur hættuna með því að fara út fyrir mótssvæðið, viðskila við vini þína, þar sem fáir eru á ferli og minni líkur á hjálp. Hvað getur þú gert ef þér er nauðgað? Það fyrsta sem þú skalt gera er að segja einhverjum sem þú treyst- ir frá nauðguninni. Það versta sem þú getur gert er að reyna gleyma því eða fara með nauðgunina sem algjört leyndarmál. Það er ekki þú sem þarft að skammast þín, það er nauðgarinn sem á að fyrirverða sig. Reynslan hefur sýnt að þó okk- ur takist að gleyma nauðguninni í einhvern tíma, þá sækja minning- Sporin hræða * I tilefni af umræðu um gengisfellingu NYLEGAR greinar- gerðir frá Samtökum fiskvinnslustöðva og Þjóðhagsstofnun um afkomu í botnfisk- vinnslu gefa til kynna að töluverður halli er á þeim rekstri sem stendur. Leggst þar margt á eitt, en senni- lega vegur þyngst að verð á landfrystum botnfískafurðum hefur lækkað að undanfömu auk þess sem kostnað- ur hefur aukist meira en ráð var fyrir gert. Gera má athugasemdir við útreikninga og að- ferðafræði að baki afkomumatsins, en það verður látið liggja milli hluta í þessari grein. í kjölfar þessara frétta fór af stað umræða um leiðir til úrlausnar. Eins og alltaf þegar á móti blæs í sjávar- útvegi hefja upp raust sína einstakir talsmenn sem telja gengisfellingu sjálfsagða og eðlilega, til að bæta afkomuna, óháð öðrum aðstæðum í efnahagslífínu. í hugum þeirra er tími opinberra bjargráða við rekstr- arvanda fískvinnslunnar ekki liðinn. Þess er því að vænta að gengisfell- ingarkórinn haldi áfram að láta til sín heyra annað slagið hér eftir sem hingað til. Það er mat Samtaka iðnaðarins að gengisfelling við ríkjandi aðstæður sé afar óheppileg. Ekki aðeins er hún úr takt við allt sem á undan er gengið í þjóðarbúskap íslendinga, heldur stefnir hún í voða þeim mik- í öðru lagi yrði gengisfelling nú eins og blaut tuska framan í launafólk í landinu, sem hefur tekið á sig verulega kjaraskerð- ingu á undanförnum árum. Nýgerðir kjara- samningar gáfu fyrir- heit um að snúið skyldi af þeirri óheillabraut. í gengisfellingu felst kjaraskerðing, sem samtök launafólks munu ekki láta yfir sig ganga þegjandi og Þorsteinn hljóðalaust. Það yrði M. Jónsson Því án efa uppnám á vinnumarkaðinum. Samningum yrði sagt upp og óró- leikinn gæti leitt til vinnutaps, sem við höfum sist þörf fyrir þessa dag- ana. í þriðja lagi er ekki raunhæft, þegar einstakar greinar í sjávarút- Ekki aðeins er gengis- felling úr takt við allt sem á undan er gengið í þjóðarbúskap íslend- inga, segir Þorsteinn M. Jónsson, heldur stefnir hún í voða þeim mikilsverða árangri sem áunnist hefur á umliðn- ilsverða árangri sem áunnist hefur á umliðnum árum og hindrar frek- ari framfaraspor. í því Ijósi þarf að meta réttmæti gengisfellingar. Af hveiju ekki gengisfellingu? Það eru aðallega þijár ástæður fyrir því að gengisfelling nú er afar óæskileg. I fyrsta lagi mundi hún ógna stöðugleikanum í efnahagslíf- inu og gera stefnu stjórnvalda ótrú- verðuga. Þjóðarbúskapurinn er að koma upp úr langri efnahagslægð. Þegar eru teikn á loft um að þensla sé að búa um sig. Innflutningur hefur aukist meira að undanfömu en ráð var fyrir gert og neyslulán hafa tek- ið kipp. Á þessu ári verður efnahags- batinn fyrst og fremst drifínn áfram af neyslu en ekki útflutningi eins og árið á undan. Gengisfelling eykur án efa á þensluhættuna og getur hleypt af stað skriðu verðhækkana. Þá getum við endað aftur í gamal- kunnum vítahring launahækkana, gengisfellinga og verðhækkana sem erfítt verður að rata út úr. um árum og hindrar frekari framfararspor. vegi komast í erfiðleika, að fara fram á að allur þjóðarbúskapurinn taki á sig skell. Eðlilegra er að gripið sé til aðlögunar og hagræð- ingar innan greinarinnar sjálfrar. Það er gert þegar aðrar atvinnu- greinar eiga í hlut og hvarflar varla að nokkrum manni að ætlast til annars. Samkeppnisstaðan Raungengi krónunnar er hag- stæðara nú en það hefur verið um áratuga skeið. Frá því að raun- gengi náði síðast hámarki, við upp- haf efnahagslægðarinnar árið 1988, hafði það á árinu 1994 lækk- að um ríflega 32 prósent á mæli- kvarða launa og tæplega 20 pró- sent á mælikvarða verðlags. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að það hækki lítillega á þessu ári á mæli- arnar og áfallið sem við verðum fyrir við nauðgunina á okkur síðar meir. Reynslan hefur líka sýnt að því oftar sem þú talar um það sem fyrir kom og hvernig þér leið á meðan nauðgunin stóð yfír, því fyrr kemst þú yfir áfallið. Ætlir þú að kæra nauðgunina skaltu strax hafa samband við lög- regluna á þeim stað sem þú ert á og segja frá því sem fyrir hefur komið. Starfskonur Stígamóta geta hjálpað þér með það og við getum einnig veitt þér stuðning og ráðgjöf hvar sem þú býrð á land- inu hvort sem þú ætlar að kæra nauðgunina eða ekki. Ef vini þínum eða vinkonu er nauðgað, trúðu frá- sögninni og hlúðu vel að henni/honum. Vertu til staðar og veittu allan þann stuðning sem þú getur. Mundu: Nei þýðir nei, nauðgun er glæpur. Stígamót eru opin alla virka daga milli klukkan 9 og 19 og um versl- unarmannahelgina. Síminn er 562 6868 og 562 6878. Höfundar eru starfskonur Stígamóta. kvarða launa, vegna þess að launa- hækkanir verði hlutfallslega meiri hér á landi en í viðskiptalöndunum, en lækki frekar á mælikvarða verð- lags. Frekari stökkbreytingar eru ekki æskilegar. Mest er um vert að halda í horfinu, vernda stöðug- leikann og sigla lygnan sjó í gengis- málum. Síðustu tvær gengisfellingar, í nóvember 1992 og júní 1993, voru vel heppnaðar i þeim skilningi að áhrifanna gætti ekki með fullum þunga í verðlagi heldur komu þær aðallega fram í lægra raungengi og betri samkeppnisstöðu. Hafa verður hugfast að þá voru aðstæður á íslandi allt aðrar en þær eru nú. Samdráttur ríkti í þjóðarbúskapn- um, atvinnuleysi var að aukast, íjármunamyndun hafði dregist stór- lega saman og viðskiptahalli var mikill og viðvarandi þannig að er- lendar skuldir hlóðust upp. Nauðsyn gengisfellinganna var því almennt viðurkennd og friður ríkti um þær. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn. Tekist hefur að snúa vörn í sókn á flestum sviðum. Hagvöxtur er að glæðast samkvæmt þjóð- hagsspá, útlit er fyrir að atvinnu- leysi minnki á þessu ári og fjárfest- ing aukist. Auk þess sem stefnir í afgang á viðskiptajöfnuði þriðja árið í röð. Þjóðhagsleg rök fyrir gengisfellingu eru því ekki til stað- ar. Það eru með öðrum orðum eng- ar líkur til að víðtæk samstaða náist um gengisfellingu eins og sakir standa og óráðlegt er að grípa til hennar í óþökk stórra hópa í þjóðfélaginu. Yfírleitt er vænlegra að ná fram bættri samkeppnisstöðu með hæg- fara breytingu. Ef verðbólga hér á landi er lægri en í samkeppnislönd- unum, eins og hún hefur verið að undanförnu, þá lækkar raungengið smátt og smátt og samkeppnisstað- an styrkist. Það kemur jafnt físk- vinnslunni til góða sem og öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum. Lokaorð Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að forsvarsmenn í sjávarútvegi fari fram á almenna aðgerð í efnahagsmálum, sem snertir allt atvinnulífið og skerðir afkomu heimilanna, við þær að- stæður sem nú ríkja í þjóðarbú- skapnum. Vandann á að leysa þar sem hann á rætur sínar en ekki demba honum yfir hagkerfið með ófyrirséðum afleiðingum. Ef látið er undan þrýstingi nú, þá er þess að vænta að framhald verði á beitingu hagstjórnaraðferða sem aðeins miðast við nýtingu auð- linda sjávar. Aðrir hagsmunir verða þá látnir reka á reiðanum. Upp- bygging annarra atvinnugreina og hagur heimila verður afgangsstærð. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.