Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 33
MkqyMLApií). FIMMTU)Í4GÍmi;3. ÁGlT^ Iþfc.. 33 AÐSENDAR GREINAR Með sjö stafa símanúm- erabreytingunni, segir Brandur Her- mannsson, er horft til framtíðar. í samræmi við mörg önnur lönd. Spurt er af hveiju númerum fyrir boðtæki og farsíma var ekki breytt þannig að 8 sem öðrum staf væri sleppt. Það hefði ekki gert svörun fyrir eldri númer auðveldari. Einnig er mjög óheppilegt að númer sem á að vera hægt að velja erlendis frá byiji á 9. Er þá strax kominn vafi um hvort sleppa eigi 9 eða ekki sem fyrsta staf, en almenna reglan við val milli landa er að sleppa 9 í svæð- isnúmeri. Sú breyting sem valin var hefur líka þann kost að öll þessi númer eru óbreytt frá útlöndum, þar sem tölustafurinn 9 var ekki valinn áður sem fyrsti stafur. Númer sem ákveðið hefur verið að samræma í Evrópu eru: 112 sem neyðarnúmer, 115 fyrir talsamband við útlönd (09) og 118 fyrir síma- númeraupplýsingar (03). Nýr not- endabúnaður er í sumum tilvikum ekki gerður fyrir styttri símanúmer en þriggja stafa og þannig eru nú í notkun farsímar sem ekki geta hringt í tveggja stafa sérnúmerin, þ.e. númerin 02-09. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að hætta notkun tveggja stafa sérnúmera. Með sjö stafa símanúmerabreyt- ingunni er horft til framtíðar þar sem gert er ráð fyrir mörgum nýj- ungum á sviði ijarskipta á næstu árum og því kostur að hafa tiltæk- ar númeraraðir sem geti einkennt nýja þjónustu. Með fastri númera- símanúmerin lengd, þ.e. að öll númer séu jafn löng, sjö stafir, verður afgreiðsla frá öðrum löndum til íslands mun hraðari í framtíðinni. Þá verður einnig úr sögunni ruglingur sem oft varð þegar gleymdist að gefa^" upp svæðisnúmer. Með sjö stafa númerunum hefur verið hægt að koma til móts við óskir fyrirtækja um ný og áhugaverð símanúmer og hafa undirtektir fyrirtækja verið mjög góðar. Mjög brýnt var orðið að aðgreina „græn númer“ og síma- torgsnúmer og hefur það nú verið gert. Þannig má segja að símanúm- erabreytingin hafí tekist vel og helstu markmiðum verið náð sem að var stefnt með breytingunni, til hagsbóta fyrir símnotendur og Póst og síma. Sjö stafa í GREIN Jóns Brynjólfssonar verkfræðings í Morgunblaðinu 20. júlí 1995 er spurt hvað hafi ráðið vali á nýju símanúmerakerfi. Sjálf- sagt er að gefa umbeðnar upplýs- ingar og reyna að svara þeim spurn- ingum sem Jón setur fram í grein sinni. Þegar verið var að undirbúa núm- erabreytingarnar og ákveða á hvern hátt þær yrðu heppilegastar þurfti að sjálfsögðu að hafa margt í huga. Meðal annars þurftu breytingar að verða eins einfaldar og auðlærðar og kostur væri og einnig varð að vera hægt að svara fyrir gömlu númerin með símsvara og gefa upplýsingar um breytt númer. Átti þetta sérstaklega við hringingar frá útlöndum þar sem búast mátti við að gömlu númerin yrðu valin í marga mánuði eftir númerabreyt- ingu. Segja máað vel hafi tekist til varðandi áðurnefnd tvö atriði, þ.e. breytinguna og að símsvarar gefa upplýsingar um breytingu allra númera. í því kerfi sem Jón lýsir í sinni grein og nefnir „svæðistölukerfi“ er gert ráð fyrir að nota símanúm- er með sömu stöfum og notaðir eru í eldra kerfí. Með þannig kerfi hefði orðið erfitt eða ómögulegt að svara fyrir öll eldri númer. Fleira í tillögu Jóns er óheppilegt eða fær ekki staðist. Til þess að hægt sé að svara fyrir eldri númer þarf að vera hægt að sjá á fyrstu stöfum í númeri hvort valið er samkvæmt nýja eða gamla kerfinu. Er þar t.d. komin skýring á því af hverju valið var að nota 5 sem fyrsta staf á höfuð- borgarsvæði. Þegar hringt er í svæði 95 frá útlöndum eftir eldra kerfi eru 51-53 fyrstu tveir stafir sem tekið er á móti. Þegar númer- um á fyrrverandi svæði 95 var breytt úr fjórum í fimm stafi árið 1989 var ákveðið að takmarka fimm stafa númerin milli 10000- 39999 þannig að ekki voru notuð númer sem höfðu fyrstu stafi 4-9. Þessi sérstaða númera á fyrrver- andi svæði 95 þýddi að 54-59 sem fyrstu stafir voru alveg lausir fyrir umferð frá útlöndum. Á höfuðborg- arsvæði voru númer með tvo fyrstu stafi 50-54 notuð í Hafnarfirði en númer með 55-59 ónotuð. Með því að ákveða að nota 55, 56 og 58 sem tvo fyrstu stafi í breyttum númerum á höfuðborgarsvæði var þannig auðveldlega hægt að greina á milli hvort valið var samkvæmt nýja eða gamla númerakerfinu. Sama ástæða er fyrir því að valið var að nota 4 sem fyrsta staf í númerum utan höfuðborgarsvæðis, þ.e. að leysa svörun fyrir eldri númer á sem heppilegastan hátt. Spurt er af hveiju tölustafurinn 6 var valinn sem þriðji stafur á Vestfjörðum. Fyrir breytingu voru í notkun á ísafirði númer á bilinu 3000-5500 sem þýðir að frá útlönd- um var tekið á móti 4300-45500 við hringingar til ísafjarðar. Með því að velja 456 sem þijá fyrstu stafi á Vestfjörðum er því hægt að greina á milli hvort tekið er við númeri frá útlöndum samkvæmt eldra kerfi, með því almennt að skoða tvo stafi, en þrjá stafi ef tek- ið er á móti 45. Fyrir „græn númer“ var ákveðið að nota 800 sem þijá fyrstu stafi og 901-905 fyrir símatorg. Það er Höfundur er yfirtæknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.