Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTÚDÁGUR 3: ÁGfr'ST 1995__________________________ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Á EYRARBAKKA mætast gamli og nýi tíminn. Á myndinni eru Bjarni Gunnar Jóhannsson og Óskar Ólafsson með fjarstýrða rafmagnsbíla framan við Húsið. Húsið Eyrarbakka fær nýtt hlutverk Hið sögufræga hús Húsið Eyrarbakka verður opnað eftir gagngerar endurbætur við athöfn í dag. Sigurður Jónsson kynnti sér sögu Hússins. Morgunblaðið/Sig. Jóns. LÝÐUR Pálsson safnvörður Byggðasafns Árnesinga i stofu Hússins. Þjóðbúning- ar í Nor- ræna húsinu UNDANFARIN sumur hefur Norræna húsið sett saman fyr- irlestraröð um ísland, land og þjóð, menn- ingu, listir, sögu, náttúru og fleira. Fyr- irlestrar þessir verða á fimmtudags- kvöldum kl. 20 og eru einkum ætlaðir Norð- urlandabúum. Fyrirlestrarnir verða fluttir á einhveiju Norðurlandamál- anna. í kvöld, fimmtudag, flytur Elsa E. Guðjónsson, fyrrver- andi deildarstjóri textíl- og búningadeildar tjóðminjasafns íslands, fyrirlestur sem nefnist „Islandske nationaldragter". Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Að honum loknum mun Elsa svara fyrirspumum. Dagskrá fyr- ir norræna ferðamenn BJARNI Sigtryggsson flytur erindi á norsku um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðmálum á íslandi á líðandi stundu. Erindið verður flutt sunnudaginn 6. ágúst og hefst kl. 17.30. Torben Rasmussen, forstjóri Norræna hússins, kynnir Nor- ræna húsið mánudaginn 7. ágúst kl. 17.30. íslensk kvikmyndakvöld eru alla mánudaga kl. 19. Kristni- hald undir Jökli verður sýnd mánudaginn 7. ágúst. Leik- stjóri myndarinner er Guðný Halldórsdóttir. Enskur texti. Vatnslita- myndir í Þrastarlundi NÝLEGA var opnuð í Þrasta- lundi sýning á vatnslitamynd- um eftir Nikulás Sigfússon. Á sýningunni, sem stendur til 13. ágúst, eru 26 myndir málaðar á síðustu árum. Niku- lás hefur um árabil lagt stund á vatnslitamálun og haldið all- margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Listasafn Siguijóns MIKIL aðsókn var að tónleik- um Auðar Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Ingibjarg- ar Þorsteinsdóttur píanóleikara f Listasafni Sigutjóns Ólafs- sonar á þriðjudagskvöldið. Tónleikarnir verða því endur- teknir í kvöld, fimmtudag, og he§ast þeir kl. 20.30. Lokasýning á Alfaborginni ÁLFABORGIN, margt er það í steininum sem mennirnir ekki sjá, eftir þær Kristínu og Sig- ríði Eyjólfsdætur verður sýnd í síðasta sinn á Borgarfirði eystra á morgun, föstudag kl. 20.30. Álfaborgin hefur slegið öll sýningarmet leiksýninga Leik- félagsins Vöku á Borgarfirði. 600 manns hafa sótt sýningar leikfélagsins en á Borgarfirði búa 180 manns. HÚSIÐ Eyrarbakka sem er meðal merkustu og elstu húsa landsins verður af- hent Byggðasafni Ámes- inga til afnota með athöfn í dag 3. ágúst klukkan 16,00. Þá flytur Byggðasafnið starfsemi sína frá Sel- fossi í Húsið Eyrarbakka og opnar það til sýninga klukkan 10-12.00 og 13-18.00 alla daga vikunnar fram til 10. september. Á vegum Þjóðminjasafns Islands hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á Húsinu og þegar unnið var að endur- bótum á lóð komu í ljós stéttar sem eru minjar frá fyrstu ámm Hússins. Þessar minjar verða varðveittar og hafðar til sýnis ásamt því sem staðn- um er. Húsið var reist 1765 Húsið var flutt tilsniðið til landsins árið 1765 af Almenna verslunarfé- laginu sem íbúðarhús fyrir verslunar- stjóra þess á Eyrarbakka þegar vet- urseta kaupmanna var leyfð. Húsið er stokkbyggt timburhús 20x14 metrar að flatarmáli og 659 rúm- metrar að stærð á tveimur hæðum með háalofti undir hanabjálka. Vestan við Húsið er svonefnt Ass- istentahús sem tengist því með tengi- byggingu. Það var byggt 1881 og er 280 rúmmetrar að stærð. Assist- entahúsið var aðsetur verslunarþjóna og eiganda verslunarinnar. Hús valdamesta fólksins Húsið var heimili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrabakkaversl- unar frá 1765 til 1925. Það var nefnt Húsið í daglegu tali vegna þess að langt fram eftir 19. öld var ekkert annað íbúðartimburhús á Eyrar- bakka. Verslunarsvæði Eyrarbakka- verslunarinnar um langt skeið var um allt Suðurlandsundirlendið og verslunarstjórinn, yfirmaður þessar- ar stóru og voldugu verslunar, bjó í Húsinu. Húsið var miðstöð allrar menning- ar Hellisheiðar og eitt mesta höfð- ingjasetur landsins um 70 ára skeið eða frá þeim tíma þegar Guðmundur Thorgrímsen og kona hans, Sylvía Thorgrímsen, fluttust þangað árið 1847 og þar til tengdasonur þeirra hjóna, Peter Nielsen verslunarstjóri, og kona hans Eugenia hæctu búsfor- ráðum í Húsinu 1916. Margvísleg menningaráhrif frá Húsinu Menningaráhrif frá Húsinu og íbú- um þess voru margvísleg. Guðmund- ur Thorgrímsen stóð ásamt fleirum að stofnun Bamaskólans Eyrar- bakka árið 1852 en hann er elsti starfandi bamaskóli landsins. Guð- mundur þótti sanngjarn og vinsæll verslunarstjóri og kom mörgum framfaramálum til leiðar. Fjölskylda hans stuðlaði að út- breiðslu tónmenningar um héraðið en í Húsinu var spilað á orgel, gítar og píanó sem nú er eign Byggða- safns Ámesinga. Bjarni Pálsson, fað- ir Friðriks Bjarnasonar tónskálds, lærði hjá Sylvíu Thorgrímsen og Sylvíu dóttur hennar og kenndi Bjarni mörgum orgel á síðar. I Hús- inu heyrði Páll Isólfsson Eugeniu Nielsen og Guðmundu dóttur hennar leika píanó „og varð í senn undrandi og glaður yfir þessum tónum". Guð- munda Nielsen gaf meðal annars út sönglög fyrir einsöng og píanó og stjórnaði auk þess hún kórum á Eyr- arbakka og rak verslun. Eugenia Nielsen, kona Peters Ni- elsen og dóttir Guðmundar Thor- grimsens, var ein af stofnendum og fyrsti formaður Kvenfélags Eyrar- bakka árið 1888. Hún var leiðandi í menningar- og líknarmálum og kom mörgu góðu til ieiðar. Ásgrímur Jónsson listmálari var vikapiltur í Húsinu og segir í endurminningum sínum að áhugi og hvatning frú Eugeniu hafi öðru fremur stuðlað að því að hann fetaði braut myndlist- arinnar. Peter Nielsen verslunarstjóri varð þekktastur fyrir náttúrufræðiiðkun sína og söfnun náttúrugripa, auk verslunarstjórastarfs síns sem hann gegndi við góðan orðstír. Hann safn- aði fuglshömum og eggjum íslenskra fugla og var safn hans stórt í sniðum. Gestagangur var alltaf mikill í Húsinu í tíð Thorgrímsens og Nilsens og til eru margar erlendar og inn- iendar frásagnir um lífið í Húsinu þessum tíma. Bera þær allar vott um að Húsið hafi verið mikið menningar- heimili og gott þangað að sækja, ekki bara af höfðingjum heldur einn- ig af alþýðufólki. Eftirsóknarvert fannst vinnufólki að komast í vist í Húsið en það þótti jafnast á við skóla- dvöl. Húsið verður sumarhús Á tímabilinu 1910 til 1930 færðist verslunarmiðja héraðsins frá Eyrar- bakka að Selfossi. Og árið 1926 lauk hlutverki Hússins sem heimili versl- unarstjórans á Eyrarbakka. Það lenti að lokum í eigu Landsbanka íslands. Árið 1932 eignuðust Halldór K. Þor- steinsson í Háteigi og Ragnhildur Pétursdóttir Húsið en þá var það orðið lélegt og illa farið. Var gert við það undir leiðsögn Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og not- að sem sumarhús eftir það. Ragn- hildur Halldórsdóttir Skeoch dóttir þeirra eignaðist Húsið eftir foreldra sína. Halldór og Ragnhildur leigðu Ass- istentahúsið og hluta Hússins út og bjó Guðmundur Daníelsson rithöf undur í Assistentahúsinu um nokk- um tíma á 5. áratugnum og skrifaði þar margar bækur. Halldór Laxness skrifaði Eldur í Kaupmannahöfn í Assistentahúsinu sem Guðmundur lánaði honum þegar hann var á ferðalagi um Ameríku árið 1945. Ríkið kaupir Húsið Auðbjörg Guðmundsdóttir og Pét- ur Sveinbjamarson keyptu Húsið 1979. Þau létu endurbæta margt í Húsinu og bjó Auðbjörg í því frá þeim tíma og þar til ríkissjóður keypti það árið 1992. Ráðgjafi þeirra við endurbætumar var Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt. Haustið 1992 var gert samkomu- lag um framtíðarskipan umsjónar og reksturs Hússins á Eyrarbakka. Rík- issjóður keypti Húsið með Assist- entahúsinu og útihúsum og lagði 11,2 milljóinir til viðgerða og endur- bóta á eigninni. Þjóðminjasafnið tók við eigninni og ráðstafaði framlaginu í samráði við Héraðsnefnd Árnesinga og Eyrarbakkahrepp. Fjárframlag ríkisins til endurbóta dugði skammt enda byggingin í verra standi en upphaflega var ætlað. í samkomu- laginu er gert ráð fyrir að Byggða- safn Árnesinga flytji starfsemi sína í Húsið að endurbótum loknum og taki við rekstri og viðhaldi eignarinn- ar í samráði við Þjóðminjasafn ís- lands. Eyrarbakkahreppur hefur umsjón með lóð og lóðaframkvæmd- um. í samráðsnefnd um viðgerðir á Húsinu eiga sæti Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka, Karl Björnsson, bæjarstjóri Selfossbæjar, fyrir hönd Héraðsnefndar Ámesinga, og Guðmundur Lúther Hafsteinsson frá Þjóðminjasafni íslands. Sýninga- nefnd Hússins skipuðu Hildur Há- konardóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir. Undanfarin tvö ár hafa verið gerð- ar miklar endurbætur á Húsinu og Assistentahúsinu. Guðmundur L. Hafsteinsson hjá Þjóðminjasafni ís- lands hefur haft yfírumsjón með verkinu. Jón Nordstein arkitekt ann- aðist uppmælingu og hönnunarvinnu vegna viðgerðanna. Þær miða að því að varðveita eins mikið og hægt er af gömlum byggingarhlutum. Jón Karl Ragnarsson húsasmíðameistari og starfsmenn hans hafa annast við- gerðir auk fjölmargra iðnaðarmanna. Húsið látið njóta sín Við uppsetningu sýninga Byggða- safns Árnesinga hefur verið haft að leiðarljósi að láta Húsið njóta sín enda er það sjálft aðalsafngripurinn. Safnið rpótast af umgjörð Hússins og þess vegna er einn hluti safnsins um sögu Hússins og íbúa þess. Þar er byggt á munum tengdum Húsinu og þeirri verslunarstarfsemi sem var á Eyrarbakka. Ein stofan í Húsinu hefur verið endurgerð eftir ljósmynd- um og meðal annars er píanóið á nákvæmlega sama stað og það var upphaflega. Einnig er ráðgert að á þessari hæð verði síðar sýndir munir sem tengjast heimilishaldi og sýndar aðstæður vinnufólks sem bjó undir súð og hanabjálka. Jafnframt er leit- ast við að sýna þversnið af sögu Árnesinga. I Assistentahúsinu eru munir frá Leofolii-verslun en auk þess munir frá verslun Guðlaugs Pálsonar (1896-1993) en hann átti langan og einstakan verslunarferil á Bakkan- um. Erfíngjar Guðlaugs gáfu Kaup- mannasamtökum íslands innrétting- ar og muni úr búðinni sl. haust og hafa samtökin lánað Byggðasafninu þá til að setja upp krambúð í safninu. Kirkjugripir verða sýndir og úrval safngripa Byggðasafns Árnesinga. Á efri hæð Ássistentahússins verður sýning um Flóaveituna og önnur sýning um vefnað og tóvinnu. í útihúsum á lóð Hússins verða settar upp smiðjur og landbúnaðará- höld. Handan lóðar Hússins er Sjó- minjasafn Eyrarbakka sem er opið sumarlangt. Göngustígur er frá Hús- inu að sjóminjasafninu. Þá gefurtún- ið norður af Húsinu mikla möguleika á útisýningum af ýmsu tagi. Með flutningi Byggðasafns Ár- nesinga á Eyrarbakka verður Bakk- inn safnamiðstöð og telja menn það við hæfi því Eyrarbakki er bær með fortíð alveg eins og Selfoss er fram- tíðarbær, eins og Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka, kemst gjarnan að orði þá þetta berst í tal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.