Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX SIGURÐUR Kristján Sigurðsson sveiflar háfnum við lundaveiðar í EHiðaey á dögunum. Lundaveiði í eyjunni hefur verið góð í sumar. Atvinnuleysisbætur staðgreiðsluskyldar frá 1. september Formaður VR gagn- rýnir lítinn fyrirvara Hafa þarf samband við 800 félaga 1VR fyrir mánaðamót Lunda- veiði óvenju góð LUNDAVEIÐITÍMABILINU lauk í gær og er afli óvenju góður í ár að sögn Þórarins Sig- urðssonar í Elliðaeyjarfélaginu, en um 25 manns eiga sæti í fé- Iaginu. Lundi er veiddur í öllum úteyjum Vestmannaeyja frá 1. júlí til 15. ágúst. Þórarinn segir það reglu að ljóstra aldrei opin- berlega upp um afla ársins en í fyrra hafi veiðst um 7.500-8.000 lundar í Elliðaey. Heimtur voru betri í ár og sama gildi um aðr- ar eyjar. Stykkið af lunda kostar 55 krónur í fiðri við bátshlið og er algengara að hann sé hamflett- ur en reyttur, enda tekur seinni aðferðin lengri tíma. 2-3 lunda- bringur þykja nægja í ágæta máltíð handa einum. Lundi er alfarið veiddur í háf og kostar nýr háfur frá 35-40 þúsund krónur, þannig að tilkostnaður í upphafi er töluverður að sögn Þórarins, en hins vegar endist háfarnir yfirleitt ágætlega. SKILA ber staðgreiðslu skatta af atvinnuleysisbótum frá 1. septem- ber næstkomandi hafi skattkorti ekki verið skilað til verkalýðsfé- laga. Þetta verður gert samkvæmt breytingu á reglugerð um stað- greiðsluskyldar tekjur, en frá því staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp árið 1987 hafa atvinnuleysis- bætur verið undanþegnar stað- greiðslu. Tekið fyrir á miðstjórnarfundi ASÍ Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, segir að fyrirvari á þessari breytingu sé alltof skammur, en verkalýðsfélögin sjá um greiðslu atvinnuleysisbóta. Hann sagðist reikna með að málið yrði tekið upp á miðstjórnarfundi Alþýðusam- bandsins sem er í dag. Tilkynnt 2. ágúst Magnús sagði að tilkynningin sem VR hefði borist um þetta væri dagsett 2. ágúst og hefði borist félaginu 8. ágúst. Þar kæmi fram að atvinnuleysisbætur væru staðgreiðsluskyldar frá 1. septem- ber og iaunagreiðandinn væri ábyrgur fyrir að skila staðgreiðsl- unni. Þetta væri alltof skammur fyrirvari og það væri vonlaust að það yrði hægt að hafa samband við 800 félaga í VR sem þyrfti að nást í vegna þessa á þremur vikum. Þar að auki stæðu nú yfir sumarfrí og margir hefðu gert ráð fyrir þessum tekjum til að standa straum af því. Hann sagði að það væri nauðsynlegt allra hluta vegna að aðlögunartíminn yrði lengdur. Lágmark væri að fresta gildistök- unni til 1. október og raunar eðli- legt að þetta tæki ekki gildi fyrr en um áramót. Magnús sagði að það væri út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það að atvinnuleysisbætur væru stað- greiðsluskyldar. Það kæmi í veg fyrir að fólk fengi bakreikning við álagningu í þeim tilvikum sem maki hefði til dæmis notað skatt- kort þess sem væri á atvinnuleys- isbótum. Hins vegar þyrfti aðlög- unartíminn að vera eðlilegur, bæði fyrir þá sem fengju bæturnar og hefðu gert ráð fyrir þessum tekjum og verkalýðsfélögin sem sæju um greiðslu bótanna. Urskurðarnefnd sjómanna Fyrsti úrskurð- urinn Á FUNDI úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, sem fjallar um ágreining um fisk- verð milli áhafna og útgerða, var í fyrradag kveðinn upp fyrsti úrskurðurinn í nefndinni. Úrskurðarnefndin er skipuð þremur fulltrúum og er Skúli J. Pálmason oddamaður henn- ar. Hann sagði að úrskurðurinn í fyrradag hefði verið varðandi ágreining um rækjuverð báts frá Stykkishólmi og hefði nið- urstaða oddamanns verið studd af fulltrúa útvegsmanna í nefndinni. Á fundinum hefði svo náðst samkomulag varðandi tvö mál sem annars vegar snertu rækjuskipið Nökkva og hins vegar Viðey RE. Stolið frá sýslumanni BROTIST var inn á fjórum stöð- um í fyrrinótt í Grindavík. Far- ið var inn í olíuverslun Skelj- ungs og þaðan stolið tölvu, sím- boða og faxtæki ásamt 50 þús- und krónum í peningum og frá olíuverslun Esso var stolið tölvu, faxtæki og hljómflutn- ingstækjum í bifreiðar og einnig var farið inn í baðhúsið við Bláa lónið og stolið geislaspilara. Þá var farið inn í sýslu- mannsskrifstofuna og þaðan stolið 184 þúsund krónum. Sýslumannsskrifstofan er í sama húsi og lögreglustöðin en ekkert var tekið þar. Töluverðar skemmdir voru unnar á inn- brotsstöðunum þar sem farið var inn með kúbeini. Lambakjötið lítið mengað RANNSÓKN Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins á þung- málmum í lifur og nýrum ís- lenskra lamba hefur leitt í ljós að niðurstöður fyrir kadmín og blý eru á við það lægsta sem birt hefur verið um sambærileg- ar afurðir erlendis. Einnig er styrkur kvikasilfurs mjög lágur og var það ekki mælanlegt í sumum sýnanna. Markmiðið með rannsókninni var að fá áreiðanleg viðmiðun- argildi fyrir þungmálma í lifur og nýrum Iamba til samanburð- ar við afurðir frá öðrum lönd- um. Fundur ^jávarútvegsráðherra íslands, Noregs og Rússlands i Pétursborg I i I ) i \ í ) > Meiri vilji Rússa til að ræða um Barentshaf ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði að loknum fundi sínum með sjávarútvegsráð- herrum Noregs og Rússlands í Pétursborg í Rússlandi í gær að fundurinn hefði ekki breytt miklu um stöðu mála hvað varðar veiðar í Barentshafi, en það sem upp úr standi eftir hann sé að Rússar virð- ist ætla að koma inn í málið af meiri áhuga en þeir hafi sýnt fram að þessu. Hann sagði gott and- rúmsloft hafa ríkt á fundi ráðherr- anna sem stóð í tvær klukkustund- ir. Fátt nýtt varðandi veiðar í Barentshafi Þorsteinn sagði fundinn ekki hafa verið hugsaðan sem formleg- an samningafund heldur hefði ver- ið um einskonar könnunarviðræð- ur að ræða. Sjávarútvegsráðherr- arnir hefðu rætt um veiðar í Bar- entshafi, síldveiðar og úthafs- karfaveiðar, en engar ákveðnar eða tilteknar niðurstöður væru af viðræðunum. Hvað varðar veiðarnar í Bar- entshafi sagði hann litla hreyfingu á málum og fátt nýtt hefði komið fram á fundinum. Hann sagði þó mjög breyttan tón í máli rússneska sjávarútvegsráðherrans, en eftir honum var haft í lok júlí sl. að svo gæti farið að Rússar myndu ef til vill beita valdi í Smugunni. „Hann talar ekki í þá veru og leggur nú mjög ríka áherslu á að menn einbeiti sér að því að finna lausn. Hann vill að menn haldi viðræðum og samtölum áfram og ég met það svo að það sé ef til vill það jákvæðasta út úr þessum fundi að Rússar virðast vilja koma sterkar inn í þessi samtöl en þeir hafa gert til þessa. Ég met að það sé jákvætt eins og sakir standa,“ sagði Þorsteinn. Áður hefur verið ákveðið að sérfræðingar frá íslandi, Noregi, Rússlandi og Færeyjum komi sam- an til þess að meta dreifingu norsk-íslenska síldarstofnsins og sagði Þorsteinn að ráðherrarnir hefðu staðfest að framhald yrði á því. Samræma þarf sjónarmið gagnvart ESB „Við ræddum líka möguleikana á að kanna okkar í milli á næst- unni hvort við gætum samræmt okkar sjónarmið varðandi samtöl við Evrópusambandið og hugsan- lega aðra aðila sem vilja gera til- kall til veiða úr norsk-íslenska síld- arstofninum. Við höfum sagt að við lítum svo á að Evrópusamband- I ið eigi þar engan sögulegan rétt | og ekkert tilkall, en við þurfum ugglaust að tala við þá og þá get- * ur skipt miklu máli hvort þessir gömlu eigendur að stofninum koma ser saman um samræmda afstöðu í slíkum samtölum. Ég vona að slík könnun geti haldið áfram, og við þurfum að skoða ýmsa þætti þessara mála út frá hinum nýja sáttmála Sam- i einuðu þjóðanna um úthafsveiðar, t.d. hvernig heppilegast er að » standa að svæðisbundinni stjórnun ) fiskistofna,“ sagði Þorsteinn Páls- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.