Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Fyrrverandi stríðsfangar Japana í síðari heimssty rj öldinni krefjast skaðabóta Segja persónulega yfirlýsingu marklausa London, Hong Kong. Reuter. BRESKIR uppgjafahermenn sökuðu í gær Tomiichi Murayama, forsætis- ráðherra Japans, um hálfvelgju þeg- ar hann baðst afsökunar á grimmd- arverkum japanska hersins í stríðinu og hvöttu sumir til, að breskur al- menningur hætti að kaupa japanska vöru. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ástralíu og ýmsum ríkjum í Asíu fögnuðu hins vegar yfirlýsingunni. Talsmenn breskra samtaka fyrr- verandi stríðsfanga Japana sögðu í gær, að þeir hefðu vonast til, að af- sökunarbeiðni Murayama yrði af- dráttarlausari auk þess sem orðin ein dygðu ekki, Japanir yrðu að greiða fómarlömbum sínum bætur. Ef það yrði ekki gert, yrði hugsan- lega gripið til þess að hvetja breskan almenning til að kaupa ekki ákveðn- ar, japanskar vörutegundir. Afsökunin of persónuleg „Afsökun Murayama var „ég, mig, mér, mín“, aldrei „við“. Yfírlýsingar einstakra manna skipta engu, aðeins þær, sem fluttar em í nafni ríkis- stjórnarinnar," sagði Charles Peall, talsmaður Burmastjörnunnar, einna samtaka stríðsfanga. Um 25.000 fyrrverandi hermenn ætla að minnast uppgjafar Japan með því að koma saman við Bucking- ham-höll um næstu helgi en auk þess voru margir samankomnir í gær við Brúna yfír Kwaifljótið í Tælandi, sem fræg er í sögunni. Voru sendi- herrar Bretlands, Ástralíu, Kanada og Japans og forsætisráðherra Tæ- lands viðstaddir athöfnina og einnig nokkrir japanskir uppgjafahermenn. Hlýddi fyrirskipunum Meðal þeirra var Abe Hiroshi, sem nú er 75 ára gamall, en eftir stríð var hann dæmdur til dauða fyrir það, að af 7.000 stríðsföngum, sem hann stjórnaði við lagningu jám- brautarinnar milli Tælands og Burma, „Dauðabrautarinnar" svo- kölluðu, létust 3.000. Dómnum var ekki fullnægt og Hiroshi sat aðeins inni í 10 ár. „Ég er hingað kominn til að biðj- ast fyrirgefningar. Ég fínn til sektar sem einstaklingur fyrir ólöglega framkomu gagnvart stríðsföngum en sem foringi í hernum var ég ekki sekur, ég hlýddi aðeins fyrirskipun- um,“ sagði Hiroshi. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, Mike McCurry, sagði í gær, að hún fagnaði yfirlýsingu Murayama og það gerðu einnig Paul Keating, for- sætisráðherra Astralíu, ög Fidel Ramos, forseti Filippseyja. Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 Innlausnardagur 15. ágúst 1995. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 873.685 kr. 87.368 kr. 8.737 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 771.356 kr. 77.136 kr. 7.714 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.531.652 kr. 153.165 kr. 15.317 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.423.707 kr. 142.371 kr. 14.237 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.282.849 kr. 1.256.570 kr. 125.657 kr. 12.566 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.796.376 kr. 1.159.275 kr. 115.928 kr. 11.593 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.401.518 kr. 1.080.304 kr. 108.030 kr. 10.803 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFAOEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKiAVÍK • SÍMI 569 690(1 Húsbréf Reuter JAPANSKIR uppgjafarhermenn minntust uppgjafarinnar fyrir 50 árum við Yasukuni-hofið í Tókýó í gær. Klæddust þeir sínum gömlu einkennisbúningum og var keisarafáninn notaður við athöfnina. Margir Japanir telja af- sökun Murayamas óþarfa Tókýó. Reuter. VIÐBRÖGÐ við afsökunarbeiðni Tomiichi Murayama, forsætisráð- herra Japans, á framferði japanska hersins í síðari heimsstyijöld hafa verið nokkuð blendin meðal lands- manna og þá einkum þeirra, sem tóku þátt í styijöldinni. Sumir telja hana eðlilega en margir aðrir, ekki síst shinto-trúarmenn, segja hana óþarfa. Eru ástæðurnar meðal ann- ars sagðar þær, að Japan hafi í raun frelsað Austur-Asíu undan yfirráð- um vestrænna ríkja auk þess sem eitt stríðið sé öðru líkt og afsökun breyti engu þar um. Þúsundir manna komu í Yasuk- uni-hofið í miðborg Tókýó í gær til að minnast ástvina sinna og félaga, sem létu lífíð í styrjöldinni, og fáum var það efst í huga að biðjast afsök- unar. í hópi gestanna voru 10 af 20 ráðherrum rikisstjórnannnar og þar á meðal Ryutaro Hashimoto við- skiptaráðherra, sem margir telja lík- legan til að verða næsti forsætisráð- herra. „Hittumst í Yasukuni“ Yasukuni-hofíð var reist 1869 til að hýsa anda þeirra, sem létu lífið fyrir keisarann, og í síðari heimsstyij- öld geystust japanskir hermenn fram á vígvöllinn hrópandi: „Hittumst í Yasukuni.“ Eftir stríð var hofíð mjög umdeilt enda er þar minnst helstu, japönsku stríðsglæpamannanna, meðal annars Hideki Tojo, sem var forsætisráðherra Japans á stríðsár- unum og var tekinn af lífí. Því er stundum haldið fram, að heimsóknir ráðherra í Yasukuni-hof- ið sé brot á japönsku stjórnar- skránni þar sem hún kveði á um aðskilnað ríkis og trúarbragða en það var einmitt samsuða þeirra, sem kynnti áður undir þjóðernisstefnu og styijaldarrekstri Japana. Hofið er líka mekka öfgasinnaðra hægri- manna, sem koma þar saman til að lýsa andúð sinni á Vesturlöndum. „Öll stríð eru eins — fyrri heims- styijöldin, síðari heimsstyijöldin, Víetnamstríðið. Hvers vegna eiga Japanir einir að biðjast afsökunar?" sagði Kunitoshi Hatano, fimmtugur Japani og þar með of ungur til að hafa tekið þátt í stríðinu, og þegar japanskir uppgjafahermenn eru spurðir hvort þjóðin eigi að biðjast afsökunar á grimmdarverkunum í síðari heimsstyrjöld þá svara þeir yfirleitt ekki beint, heldur þylja bara í sífellu, að stríð sé skelfilegt. Lengstri fangavist lokið KIM Sun-myong, frá Suður-Kóreu, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær og ræddi um fangavist sína undan- farin 44 ár, sem mannréttindasam- tökin Amnesty Intemational segja vera lengstu fangavist sem sögur fari af. Kim er sjötugur og var veitt frelsi í gær, ásamt rúmlega 1800 öðram föngum í Suður-Kóreu í til- efni af því að hálf öld er liðin síðan landið var frelsað undan nýlendu- stjóm Japana. Sagði hann í gær að hann hefði mátt þola barsmíðar til þess að halda trú sinni á kommún- isma. Langtímafangar hefðu verið pyntaðir í því skyni að breyta sann- færingu þeirra. Sagði Kim að þrátt fyrir náðun fanganna í gær væru margir pólitískir fangar enn í haldi. í yfirlýsingu Amnesty International fyrr í þessum mánuði sagði að Kim og annar fangi, Ahn Hak-sop, sem hefur verið í haldi í 42 ár, sætu inni eingöngu vegna þess að þeir hefðu neitað að láta af kommún- ískri sannfæringu sinni. Þúsundir háskólastúdenta í Seoul fögnuðu frelsi, Kims í gær og kröfðust þess að fleiri pólitískir fangar yrðu látnir lausir. Suður-kóresk yfirvöld neita því að pólitískir fangar séu þar í haldi, og segja alla fanga vera venjulega glæpamenn sem hafí brot- ið lögin. Rcuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.