Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 19 AÐSENDAR GREINAR Menningarhlutverk útvarps og sjónvarps ÝMISS konar orðræða um út- varps- og sjónvarpsmál hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarin misseri, og kynni þó fleira að vera í vændum. Upp til hópa snúast þessi skoðanaskipti um það hvern- ig farið skuli að því að sjónvarpa og útvarpa. Um hitt er minna fjall- að, hveiju skuli útvarpað og sjón- varpað. Aðferðin er m.ö.o. á dag- skrá, en efnið, innihaldið er síður til umræðu. Tvennt er öðru fremur til almæl- is haft: Annars vegar er rætt um þær margháttuðu tækninýjungar, sem eru nú á döfinni. Hins vegar orðlengja menn um rekstrarform útvarps og sjónvarps. Mörgum hættir til að láta sem þeir með þessu hafí fundið kjarna sjónvarps- og útvarpsmála: Tækninýjungar varði mestu, þegar þessi efni eru tekin til athugunar. Rekstrarform sé höfuðatriði umræðunnar. í báð- um tilvikum er þó um að ræða nokkra einföldun. Vissulega skiptir hvort tveggja máli, tæknibúnaður og rekstrarform útvarps og sjón- varps. En hvorugt varðar mestu. Ef leitað skal að því, sem veiga- mest er, þegar rætt er um ljósvak- amiðlana, kemur efnið sjálft öðru fremur til skoðunar, innihaldið - dagskráin-: Hveiju er útvarpað og sjónvarpað? Hvaða dagskrá er það, sem við teljum eðlilegt og jafnveí nauðsynlegt að gefa landsmönnum kost á í útvarpi og sjónvarpi? Síðast greindar spurningar varða tilverugrundvöll ljósvakam- iðla, rökin fyrir því að ljósvakam- iðlar eru starfræktir yfirleitt, rétt- lætingu þessa fyrirbæris. Til hvers eru ljósvakamiðlar? Er einhver ástæða til að halda ljósvakamiðlum gangandi? Hvaða gagn er að út- varpi og sjónvarpi? Eru þau e.t.v. einskis nýt og að engu hafandi’ Svörin við þessum spurningum eru að sjálfsögðu fleiri en tölu verð- ur á komið. Þó hallast menn frem- ur að einu en öðru. Tilteknir dagskrár- flokkar verða ofarlega á baugi. Ef svarað er í alvöru verður t.d. næsta almenn sam- staða um það, að út- varp, og sjónvarp séu menningartæki og gegni tilteknu hlut- verki að því er tekur til varðveizlu og efl- ingar þjóðlegrar og alþjóðlegrar menning- ar. Þar með er komið að uppeldishlutverki ljósvakamiðla og þeim áhrifum, sem þeir hafa á æsku landsins. Hér verður nú vikið að nokkrum þeim dagskrárþáttum - eða einkennum dagskrár - sem öðru fremur koma til umræðu, þegar talið berst að menningar- verkefnum ljósvakamiðla. Mikilvægi útvarps og sjónvarps í baráttunni fyrir viðgangi ís- lenzkrar tungu er hveijum manni hugleikið. Einhvern tima lét ég þau orð falla, að Ríkisútvarpið hafi lengi verið „gangráður talaðra orða“ í landinu. Þetta má enn til sanns vegar færa, að breyttu breytanda. Útvarps- og sjónvarps- stöðvarnar fara með lykilhlutverk varðandi talmál og reyndar beit- ingu íslenzkrar tungu yfirleitt. Ljóst er, að hér er mikið í húfi. Sjálfstæði þjóðarinnar á komandi tíma veltur öðru fremur á því, hversu til tekst um varðveizlu og þróun tungunnar. Ljósvakamiðl- arnir munu að sínu leyti ráða meiru um árangurinn en sennilega nokk- ur aðili annar. Tunga og bókmenntir eru óað- skiljanleg. Iðkun bókmennta í út- varpi og sjónvarpi er hluti af því ferli, sem nú var að vikið. Þetta á við um hvort tveggja, íslenzkar bókmenntir og erlendar bókmennt- ir á íslenzkri tungu. Miklu varðar, að ljósvakamiðlar bregðist ekki í þessu efni, heldur haldi því að ungum og öldnum sem til menningar- auka má verða. Leiklist á íslenzku í útvarpi og sjónvarpi er öðru fremur til þess fallin að efla þjóð- menningu. Útvarps- leikrit hafa fyrr og síð- ar verið í hópi hins bezta, sem boðizt hef- ur á þeim bæ. íslenzk sjónvarpsleikrit hljóta nú á dögum að teljast vera spjótsoddur í menningarbar- áttu landsmanna. Útvarpið hefur á sjöunda tug ára haldi afar fjölbreyttri tónlist að hlustendum sínum og gerir enn. Sjónvarpið hefur einnig lagt sitt af mörkum í þessu efni. Efling tónlistarsmekks og þess yndis, er hafa má af tónlist, er snar þáttur í almennri menntun. Sú krafa er og verður gerð til ljósvakamiðla, að þeir í þessu efni reynist vera verkfæri til uppbyggingar en ekki afsiðunar. Myndlist er eitt þeirra mörgu viðfangsefna, sem ljósvakamiðlar láta til sín taka með góðum ár- angri. Myndlistarsaga getur átt heima í útvarpi, en sjónvarp er dágóður vettvangur til að kynna myndlist og halda henni að áhorf- endum. Sama máli gegnir um byggingarlist og hvers konar sjón- mennt aðra. Hér erum við á næsta leiti við almenna menningarsögu. Útvarp og sjónvarp eru vísast bet- ur til þess fallin en flest kennslu- tæki önnur að miðla menningar- sögulegri arfleifð og blása nýju lífi í hana frá kynslóð til kynslóðar. í þessu efni væri auðvelt að nefna aragrúa dæma frá fyrri og síðari áratugum, í máli og myndum. Fréttaflutningur er eitt af Heimir Steinsson Almenn samstaða er um það, segir Heimir Steinsson, að útvarp og sjónvarp séu menning- artæki og gegni tilteknu hlutverki í varðveizlu og eflingu þjóðlegrar og alþjóðlegrar menningar. höfuðverkefnum ljósvakamiðla. Þar veltur mest á sannsögli og trúverðugri framsetningu. Kann- anir á viðhorfum íslenzkra hlust- enda og áhorfenda leiða í ljós, hve eindregið menn reiða sig á frétta- stofur Útvarpsins og Sjónvarpsins. Ómetanlegt er fyrir íslenzka þjóð að eiga ljósvakamiðla, sem hún treystir svo vel. Fréttaskýringar og umfjöllun um samfélagsmál ganga næst fréttum útvarps og sjónvarps að mikilvægi. Endur fyrir löngu var talað um „upplýsingarstefnu". Nú á dögum segja menn, að runnin sé „upplýsingaöld". Siðmenntuð þjóð gerir sífellt meiri kröfur til nákvæmra og umfangsmikilla upp- lýsinga um sundurleitustu efni. Fróðleiksfýsnin vex við hveija nýj- ung. Það sígilda verkefni útvarps og sjónvarps að halda uppi al- mennri fræðslu eykst án afláts. Til þessa eru sundurleitustu þættir nýtilegir, svo og hvers konar er- indaflutningur. I framanrituðu máli hefur verið gripið á nokkrum efnum, sem öll hljóta að teljast sjálfsagðir hlutir. Auðvelt væri að fjölga umræðu- efnunum til margfaldra muna. Einhver kynni hins vegar að spyija, hvað vaki fyrir greinarhöf- undi með því að setja á tölur um svo einfökl og almenn efni. Svarið er ljóst: Ég tel það einkar brýnt, að umræða um ljósvakamiðla snú- ist ekki síður um innihald þeirra - dagskrána sjálfa - en ytri aðbún- að. Innihaldið er hins vegar fyrir margt löngu orðið svo eindreginn hluti af hversdagstilveru lands- manna, að orðræða um þau efni getur snúist upp í málalengingar um almælt tíðindi. Við það verður þó að una. Ef við aldrei ræðum um innihald ljósvakamiðla, en ein- ungis um tæknifurður og rekstrarform, kynnum við að vakna upp við það einn góðan veðurdag, að innihaldið væri týnt og tröllum gefið. Þá stæði þjóðin hallari fæti í áðurnefndri menn- ingarbaráttu en verið hefur um sinn. Ríkisútvarpið hefur bæði vel og lengi sinnt þeim menningarverk- efnum, er hér voru nefnd. Svo er um Sjónvarpið og báðar rásir Út- varpsins, en einnig á síðari árum svæðisstöðvarnar þijár, fyrir aust- an land, norðan og vestan. Þegar rætt er um ljósvakamiðlun á ís- landi í bráð og lengd, er rétt að hafa þetta í huga. Með því er ekki sagt, að Ríkisútvarpið sé eini ljósvakamiðillinn, sem fái borið íslenzka menningarbaráttu inn í framtíðina. Einúngis er á það bent að hveiju íslendingar búa, þar sem Ríkisútvarpið er. Á 20. öld hefur Ríkisútvarpið verið einn af horn- steinunum í þjóðartilveru íslend- inga. Svo má enn verða á kom- andi tíma. Höfundur er útvarpsstjóri. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL □□ po ÍSVAL-BORGA H/F ÆKtkIfc. HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Gísli Jónsson Fáein þakkar- orð ÉG hef lesið mér til ánægju greinar Jónmundar Guðmars- sonar hér í blaðinu. Þær hafa fjallað um Evrópubandalagið eða Evrópusambandið, eins og heitir víst og er nú. Um það hef ég ort í gjásungi, en Jón- mundur skrifar greinar sínar af hógværð og með skynsam- legum rökum. Þá varð mér ekki síður tii ánægju að hlýða á ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn okkar. Hún var öldungis tímabær. Ég hef nú að mestu lagt nið- ur að tala og skrifa um stjórn- mál í nokkurri alvöru. En það er ljallgrimm vissa mín að með ræðu sinni 17. júní steig Davíð Oddsson stórt spor frá því að vera aðeins flokksformaður (og landsfaðir) til þess að verða þjóðarleiðtogi í góðri merkingu orðsins. Á slíkum mönnum hef- ur verið nokkur hörgull um sinn, hvort heldur litast væri um hér- lendis eða skyggnst víðar um veröldina í kringum okkur. Höfundur er fyrrv. mcnntu- skólakennari. (S) FJÁRFESTING 1= FASTEIGNASALA" Sírni 562-4250 Korgartúni 31 Opið mánudaga-föstudaga kl. 9-18. Hilmar Óskarsson, Sigurður Jónsson, Brynjólfur Jónsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl. Einbýlis- og raðhús Laugalækur. Glæsil. nýl. 221 fm rað- hús ásamt góðum 25 fm bílsk. Eignin skipt- ist í kj. ca 74 fm með sérinng. Mögul. á séríb. Parket. Flísar. Nýl. innr. á baði og eldhúsi. 5 góð svefnherb., stór stofa. Góður garður. Nýl. sólpallur. Kvísl — einb. Stórglæsil. og vandað einbhús á einni hæð ca 155 fm auk 34 fm bílsk. 3 góð svefnh. Parket, flísar. Nuddpott- ur í garði. Mjög fallegt útsýni. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Nökkvavogur. Mjög fallegt vel við- haldið 174 fm einb. á þessum eftirsótta stað ásamt góðum bílsk. 5 svefnh., góðar stofur, nýtt eldhús, nýl. parket. Hús ný- klætt að utan. Hiti í gangstétt. Nýtt rafm. og vatnsl. Áhv. 3,8 millj. Lágholtsvegur — nýtt í sölu. Gott 120 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt stæði í bílgeymslu. Parket. Flísar. Mögul. á góðum garðskála. Sérstæður og eftirsóttur staður. Gott verð, mikið áhv. Heiðvangur — Hf. Mjög gott einb- hús á einni hæð. 3-4 svefnherb., nýl. eld- hús, parket, flísar. Bílskúr. Mjög fallegur og sólríkur suðurgarður. Skipti á stærri eign koma til greina. Kögursel. Mjög fallegt og gott 195 fm einb. á tveimur hæðum ásamt góðum 34 fm bílsk. Sérl. glæsil. sérsmíöaðar innr. 3-5 svefnherb. Vandað og vel skipul. hús. Unufell. Sérl. gott rúml. 250 fm enda- raðh. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Séríb. i kj. með stækkunarmögul. Fallegt hús í góðu ástandi. Áhv. 3,8 millj. Skipti. 5 herb. og sérhæðir Skeiðarvogur. Mjög glæsil. neðri sérh. ásamt 36 fm góðum bílsk. 3 svefnh. Fallegar nýl. innr. Parket, flísar. Góður garð- ur. Góður staður. Áhv. 4,9 millj. Hofteigur. Sérlega góð rúml. 100 fm efri sérh. ásamt góðum 33 fm bílsk. Nýl. eldh. Gott rými í risi. Miklir mögul. Blikahólar. Einstaklega glæsil. og vel skipul. íb. á 1. hæð ásamt stórum innb. bílsk. samtals 155 fm. íb. er með vönduðum innr. Parket. Góðar suðursv. Gott útsýni. Sameign öll nýstands. Glaðheimar. Björt og rúmg. 118 fm neðri sérhæð ásamt bílsk. á eftirsóttum stað. 2 stofur, 3 svefnherb. Suðursv. Sól- stofa. Aukaherb. í kj. Hvassaleiti. Björt og góð 133 fm neðri sérh. ásamt 40 fm bílsk. Stórar stof- ur. Gott skipulag. Góð staðs. 4ra herb. Þverholt. Stórglæsil. 108 fm fb. á 2. hæð í nýl. húsi á þessum eftír- sótta stað. Ib. er öll ný innr. á mjög smekklegan hátt. Parket, flíser, ma- hony. Áhv. 3,9 millj. Verð 8,B millj. Máríubakki. Björt og falleg íb. á 3. hæð. Parket. Búr. Þvottah inn af eldh. Suð- ursv. Sameign nýstands. Góð staðs. Áhv. 3,5 millj. Verð 6,9 millj. Eyjabakki. Einstakl. falleg og I björt endaíb. á 3. hæð. Sérl. vel um- gengin. Nýl. parket. Frób. útsýni. Sam- eign nýstandsett utan sem innan. Háagerði. Mjög góð mikið endurn. íb. á jarðh. Sérinng. 3 svefnherb. Sólpallur. Suðurgarður. Áhv. 3,4 millj. Skipti mögul. á stærri í hverfinu. 3js herb. Vesturbrún. Mjög falleg og björt 88 fm íb. á jarðhæð (ekki niðurgr.) á þessum fráb. stað. 3 svefnherb. Parket. Flisar. Sér- inng. Góður garður. Áhv. 3,8 millj. Álfhólsvegur. Björt og falleg 70 fm íb. á rólegasta stað við götuna. Flísar. Park- et. Sérinng. Sérþvhús. Góður garður. Sam- eign öll nýstandsett. Áhv. 3,2 millj. Hjarðarhagi. Einstaklega fal- leg og vel skipulögð 80 fm íb. Sólríkar stofur. Vandaðar innr. Parket. Suður- svalir. Góð staðsetning. Áhv. 2,6 millj. byggsj. Afb. pr.mán. ca. 12.700 kr. Hraunbær. Mjög falleg og vel umg. 80 fm íb. Góð herb., stór og björt stofa, sólríkar suðursv. Snyrtil. sameign. Áhv. 3,8 millj. Verð 6,4 millj. Hlunnavogur. Björt og góð íb. á 1. hæð í þríbýli ásamt 40 fm bílsk. Ný eld- hinnr. Ról. og góður staður. Verð 7,2 m. Engitljalli. Björt og rúmgóð ca 90 fm íb. ó 3. hæð. Stór herb. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Verð 5,9 millj. Valshólar. Mjög falleg og björt 82 fm íb. á T. hæð. Gott skipul. Nýl. eldhinnr. Parket. Þvottah. inn af eldh. Tjarnarmýri. Mjög glæsil. ný 3ja herb. íb. á 2. hæð með stæði í bílgeymslu, innangengt. Eldhúsinnr. og skápar frá Axis, Blómberg eldavél, flísalagt baðherb. Sérl. vönduð sameign og frág. lóð. íb. er tilb. til afh. nú þegar. Stórholt. 3ja herb. íb. á 2. hæð í nýl. húsi. Góðar innr. Suðursv. Verð 6,9 millj. Hraunbær. 3ja-4ra herb. mjög góð ca 100 fm íb. á 3. hæð. 2 svefnh. (mögul. á þremur). Suðursv. Fallegt útsýni. Verð aðeins 6,5 millj. 2ja herb. Frostafold. Sérlega glæsil. 70 fm íb. á 6. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Falleg- ar sérsm. innr. Flísar. Sérþvottah. Stór- kostl. útsýni. Suðvestursv. Áhv. 4,9 millj. Þverbrekka. Björt og skemmtil. íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Stór svefnherb., góð stofa. Mikið útsýni. Verð 4,1 millj. Laugarnesvegur. Góð 52 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölb. í botngötu. Parket á gólfum. Nýl. baðh. Góðar innr. Stórt hjónah. Góðar vestursv. Sameign öll nýstandsett. Álftahólar. Björt og falleg 60 fm mik- ið endurn. íb. á 4. hæð í lyftuh. Nýtt park- et. Mikið útsýni. Góð nýstandsett sameign. Mávahlíð — ris. Mjög góð 70 fm rishæð. Stór stofa og stórt svefnh., þvottah. á hæðinni. íb. mjög lítið undir súð. Rekagrandi. Falleg vel meðfarin 2ja herb. íb. á jarðh. Vandaðar innr. Sér sól- verönd. Stæði í bílg. Áhv. 3,1 millj. IMýjar ibúðir Flétturimi 4 glæsiíb. — einkasala Betri frágangur - sama verð. Til afhendingar strax. Fullbúnar glæsilegar íbúðir á frábæru verði. 3ja herb., m/án stæði i bílg., verð 7,6-8,5 m. 4ra herb. íb. m. stæði í bílg., verð 9.550 þús. íbúðirnar afh. fullb. m. parketi, Alno-innr., skápum og flísal. baði, sérþvhús. Öll sameign fullfrág. Til sýnis virka daga kl. 13-17. Nesvegur. 3ja herb. Ibúðlr é góðum stað við Nesveg. Suðursv. Eignir afh. tilb. u. trév. Gullengi 9. Mjög glæsllegar og rúmg. 3ja og 4ra herb. ib. í 6-ib. húsi. Vandaðar ínnr., sérþvhús. Mögul. á bílsk. ib. tilb. til afh. fljóti. fullbúnar. Telkn. og nánarl uppl. á skrifst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.