Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 5 FRETTIR Beðið eftir laxinum UM þijátíu börn og unglingar tóku þátt í veiðidegi barna og unglinga sem haldinn var í boði Stangaveiðifélags Reykja- víkur í gær. Helga Björg Ant- onsdóttir, sem veiddi stærsta laxinn, var meðal þeirra yngstu sem tóku þátt í veiði- deginum en hún varð sex ára íjúní. Átta stangveiðimenn til aðstoðar Börnunum, sem öll eru fé- lagar í stangaveiðifélaginu, var boðið að veiða í ánum án endurgjalds frá klukkan þrjú til níu. Atta stangveiðimenn frá félaginu voru þeim til að- stoðar og kenndu réttu hand- tökin. Að veiðidegi loknum fengu laxveiðimennirnir sér hressingu í skála stangaveiði- félagsins. Með maðk í kjaftinum Við Sjávarfoss, rétt sunnan við Vesturlandsveginn, skipt- ust fjórir piltar á að renna fyrir lax. Það voru þeir Stefán Friðleifsson, Jón Þór Júlíus- son, Kári Guðmundsson og Hinrik Þór Jónsson. Þeim til . • I Hinrik Þór Jónsson, 16 ára, var að veiða í Elliðaám í þriðja skipti í sumar. Fyrir um þremur vikum veiddi hann sjö punda lax í ánum. aðstoðar var Jón Þ. Einarsson, faðir Hinriks. Þeir voru með 13-14 feta langar stangir, með allt upp í fjórar sökkur á hverri stöng og beittu maðki. Enginn þeirri hafði fengið lax en Jón Þór sagði að lax hefði, fyrr um daginn, verið með maðkinn í kjaftinum í um tíu mínútur. Skemmtilegt að veiða Strákarnir voru sammála um að það væri afar skemmti- legt að veiða. Það væri gaman að að vera úti í náttúrunni, bíða eftir laxinum - bítur hann á eða...? - og að ná honum á land. Allt væri þetta jafn spennandi. Kári Guðmundsson, 13 ára, skráði sig í félagið í fyrradag. STEFÁN Friðleifsson, 15 ára, rennir fyrir lax í Elliðaám. Hon- um á hægri hönd er Jón Þ. Einarsson. JÓN Þór Júlíusson, 14 ára, fer oft með föður sínum í laxveiði. Nú hefur verið opnað fyrir 800-númer til Bandaríkjanna Talsímaþjónusta Pósts og síma er sjálfvirk um allt land og að auki til 202 annarra landa. Hún er mest notaða þjónusta okkar. Nú höfum við gert samkomulag um að opnað verði fyrir hringingar héðan í græn númer í Bandaríkjunym sem kallast 800-númer. Mörg bandarísk fyrirtæki auglýsa einungis 800-númer sem ekki hefur verið hægt að hringja í frá íslandi fyrr en nú. Við vekjum athygli á því að þessi símtöl eru ekki gjaldfrjáls, þau greiðast að fullu af þeim sem hringir. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.