Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 27 MINNINGAR FRÉTTIR ELÍN SIGTR YGGSDÓTTIR + Elín Sigtryggs- dóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtings- staðahreppi, Skaga- firði, 16. júní 1923. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Jónas- dóttir, f. 1.8. 1904, búsett á Sauðár- króki, og Sigtrygg- ur Einarsson, f. 11.3. 1886, d. 4.10. 1955. Systkini hennar eru: Einar, f. 8.9. 1924, og Marta Sigríður, f. 30.11.1931, bæði búsett á Sauðárkróki. Látin eru: Dagbjört, tviburasystir hennar, f. 16.6. 1923, d. 31.10. 1941, Egill Björgvin, f. 1.2. 1928, d. 21.2. 1930, og Eiður Brynjar, f. 19.12. 1935, d. 22.10. 1970. Elín ólst upp frá eins árs aldri hjá hjónunum Margréti Sigurð- ardóttur, f. 23.7. 1867, d. 11.5. 1960, og Helga Björnssyni, f. 2.10. 1854, d. 16.5. 1947, Reykj- um og síðar Reykjaborg, Lýt- ingsstaðahreppi, Skagafirði. Þau áttu tíu börn, af þeim eru þtjú á lífi: Hólmfríður, Sigríð- ur og Hjálmar. Eigfinmaður Elín- ar var Pálmi Sigurð- Ólafsson, f. 24.3. d. 23.8. 1982. Dætur þeirra eru: 1) Ólöf Helga, f. 15.3. 1951, gift Theódóri Skúla Halldórssyni, þeirra börn Sigfríð- ur Guðný, _ f. 1975, og Pálmi Ólafur, f. 1980. 2) Margrét Hólmfríður, f. 13.7. 1957, gift Páli Jó- hannessyni, þeirra böm Dag- björt Elín, f. 1980, Sölmundur Karl, f. 1984, og Sædís Ólöf, f. 1990. Börn Pálma af fyrri hjóna- böndum era: Óli, Þórunn, Jón og Garðar. Elín og Pálmi bjuggu í Skaga- firði til ársins 1959 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu síðan. Utför Elínar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. í DAG er til moldar borin Elín Sig- tryggsdóttir, Keilusíðu lOb, Ak- ureyri. Elín starfaði mikið að félags- málum gegnum árin, sem hún gerði með mikilli festu og ábyrgð. Þau ár sem hún starfaði fyrir Sálarrann- sóknarfélagið á Akureyri varð mik- ill uppgangur í félaginu og var Elín ætíð reiðubúin til að vinna fyrir fé- lagið, en hún stjórnaði einnig fjölda bænahringja í þágu félagsins í gegn- um árin og verður hennar ætíð minnst í því starfi. Samstarfsfélagar minnast hennar með miklum sökn- uði. Ég undirritaður, og fjölskylda mín minnumst hennar með söknuði í hjarta, því hún gaf okkur og dætr- um okkar ætíð mikið í hvert skipti, sem hún kom í heimsókn til okkar. Kynni mín af Elínu eru búin að vera löng, því hún bjó í næsta húsi við foreldra mína í nokkur ár, og þegar ég fór að sinna andlegum málum í mínu lífi, varð ég að finna mér fólk, sem ég gat treyst til að vera með mér. Var þá ljósið í lífi mínu að fá Elínu til starfa með mér, því hún vissi ætíð hvað verið var að gera og hvernig best væri að fá það fram sem við vorum að fást við á hveijum tíma og gaf hún mikinn kærleik og ástúð í þetta starf. Á ég henni mik- ið að þakka en ég veit að hún er umvafin ljósi lífs, friðar og kærleika og stefnir nú á hærra vitundarstig til hjálpar þeim sem eru að yfirgefa þetta jarðvistarlíf. Elín var afar bamgóð og nutu barnabörnin henn- ar þess í ríkum mæli. Einnig fengu þau góðan lærdóm af hennar fræðslu sem hún var ætíð reiðubúin að Iáta af hendi, vegna þess að börnin skiptu hana miklu máli í líf- inu. Elín var stöðugt að hjálpa fólki sem átti í erfiðleikum, bæði á sál og líkama, var hún alltaf reiðubúin til að setjast niður með þeim sem áttu erfitt og eru þeir margir sem vilja þakka henni fyrir gott starf í þágu sjúkra í gegnum árin. Elín var virkur heilari hjá Sálarrannsóknar- félaginu á Akureyri og vann þar gott starf fyrir þá sem komu í heil- un hjá félaginu, Elín hafði gaman af að ferðast og var hún ætíð með mér þegar ég var á ferð um landið og naut hún þeirra ferða. Hún sýndi starfi mínu mikinn áhuga og studdi mig á allan hátt við það, sem ég var að fást við hverju sinni og skipti það hana miklu máli hvernig til tækist við það sem við svo lengi höfum unnið saman að hjá Sálar- rannsóknarfélaginu. Ekki fór hjá því að hún þekkti vel inn á kauða og oft fannst mér hún vita hvað ég hugsaði áður en ég kom orðum að því. Vil ég að lokum þakka þér allan þann tíma, sem þú gafst mér, Elín mín, og bið ég góðan Guð að um- vefja þig ljósi lífs, friðar og kærleika og gefa þér styrk til að þroska þig áfram á nýjum vettvangi. Megi al- mættið umvefja dæturnar Helgu og Margréti, tengdabörn, barnabörn, móður og systkini. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæjið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífínu... (Óþekktur höfundur). Megi ljós lífs, friðar og kærleika umleika ykkur. Skúli Viðar Lórenzson og Guðrún H. Þorkelsdóttir í dag kveð ég kæra vinkonu mína, Elínu Sigtryggsdóttur, sem er látin eftir ströng og erfið veikindi, sem hún tók með miklum hetjuskap eins og hennar var von og vísa. Mig lang- ar til að minnast hennar með örfáum orðum. Hún var ekki mikið fyrir mærð, hún Ella mín. Við kynntumst fyrst í Skagafirði vorið 1945. Hún var fædd á bjart- asta tíma ársins og vorsins barn. Hæglát, draumlynd og rómantísk var hún þá, og sérstaklega saklaus, fannst mér. Síðan var með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á. Hún var mér afar góð, er ég átti um sárt að binda, og hjálpaði mér á allan máta og þau hjón bæði, hún og Pálmi. Hún hafði mikinn áhuga á andlegum málum og vildi öllum gott gera. í gegnum það eignaðist hún marga góða vini. Hún var líka mikil félagsmála- manneskja. Við vorum saman í stúk- unni ísafold og Samfrímúrararegl- unni. Alls staðar kom hún fram til góðs á sinn hljóðláta hátt og þegar hún sagði eitthvað þá var eftir því hlustað. Hún hafði mjög gaman af að ferð- ast. Við fórum saman alla Austfirð- ina, Vestfirðina, Snæfellsnes og Borgaríjörð. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð á Snæfellsjökul. Það er erfitt að kveðja eftir 50 ára vináttu, en góðar minningar um góðan vin ylja mér. Til mín jafnan yl og birtu barstu, bróðurhuga sannan fann ég þinn. Þegar mest ég þurfti við þá varstu, vinur, sem ég treysti hvert eitt sinn. (J.K.J.) Ég vil að lokum senda samúðar- kveðjur til móður hennar, dætra, tengdasona, ömmubarna og syst- kina. Guð blessi ykkur, minningarnar um góða konu og vaxandi alla tíð. Að síðustu vil ég segja þetta við hana Ellu mína: Ég kveð svo margt er kveð ég þig svo kær, sem þú varst mér. Nú heldur þú á hærra stig, er hérvist lokið er. (J.K.J.) Góða ferð og Guð geymi þig. Jódís Kristín Jósefsdóttir. Elín Sigtryggsdóttir er látin eftir að hafa háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, baráttu sem stóð yfír í rúma þijá mánuði. Þann tíma sem Elín lá sjúk bæði heima og á sjúkrahúsinu rann upp fyrir mér hve stór vinahópur Ellu var. Vinahópur Ellu var ekki bara fjölmennur heldur voru vinir hennar á öllum aldri. Jafnt ungir sem aldnir voru duglegir að stytta henni stundirnar í veikindum hennar. Elín stundaði mikið félagsstarf. í mörg ár var hún æðstitemplar í stúk- unni ísafold no. 1. Hin seinni ár var hún virkur félagi í reglu co frímúr- ara og tók hún þann félagsskap mjög alvarlega eins og allt sem hún gerði. Eftir að Elín missti eiginmann sinn fór hún að vinna við dreifíngu Morg- unblaðsins og starfaði við það þang- að til fyrir um það bil tveimur árum er hún varð að hætta þar sem fæt- urnir voru famir að gefa sig, en þrátt fyrir það kvartaði Elín aldrei. Eftir að Elín hætti að vinna við dreif- ingu Morgunblaðsins átti sálarrann- sóknarfélagið á Akureyri hug hennar allan og voru húsakynni félagsins því sem næst hennar annað heimili. Hjá sálarrannsóknarfélaginu virtist Ella finna sig mjög vel. Þar vann hún með fólki á öllum aldri og þar kom sérstaða hennar vel í ljós, því Ella virtist skilja alla og gat rætt við alla um allt milli himins og jarð- ar hvort heldur sem ungböm eða gamalt fólk átti hlut að máli. Stað- föst trú hennar á æðri máttarvöld og líf eftir dauðann gerði það að verkum að þegar sýnt var hvert stefndi, hélt Ella ró sinni á undra- verðan hátt, hún vissi hvað hennar biði hinum megin. Fyrstu kynni mín af Elínu vom þegar ég var unglingur. Þá var hún æðstitemplar í stúku, og gleymi ég aldrei þeim virðuleika sem henni fylgdi í því starfi. Það var eitthvað í fari hennar sem náði að snerta mig þá óharðnaðan unglinginn. Elínu kynntist ég fyrir alvöm þegar ég varð svo lánsamur að kynnast yngri dóttur hennar og hún varð tengda- móðir mín. Elín átti eftir að sýna og sanna að hún væri engum lík, því það var alveg sama hvað það var sem okkur vantaði, alltaf var hún boðin og búin hvenær sem var. Vand- inn virtist aldrei vera henni ofvax- inn, hún kunni alltaf ráð við öllu. Börnin okkar þijú sem nú sjá á eft- ir Ellu ömmu upplifa nú mikið tóma- rúm, því Ella amma var stór hluti í lífí þeirra. Þegar börnin áttu í hlut hafði amma alltaf tíma til að hlusta, lesa, segja sögu eða bara að láta sjá sig, því ef Ella amma sýndi sig ekki á hveijum degi voru börnin ekki í rónni. Þau elskuðu hana og dáðu eins og allir sem þekktu hana. Það mun taka sinn tíma að venjast Iífínu án Elínar og hafa hana ekki alltaf til staðar þegar eitthvað stendur til. En við getum huggað okkur við að þér líður örugglega vel þar sem þú ert nú stödd. Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Elínu, og minninguna um hana mun ég geyma ofarlega í huga mínum. Er ástvinir hverfa og kólnar í sál, kvíði og söknuður brenna. Tungunni verður þá tregast um mál tárin um vangana renna. En þeim sem að þjást verður hvíldin svo kær, og kvalafull bið er á enda. Síðasti blundurinn blíður og vær, beint þá til himnanna senda. (Ágúst Marinósson) Páll Jóhannesson. • Fleirí minningargreinar um Elínu Sigtryggsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Niðjamót haldið á Skeiðum NIÐJAMÓT hjónanna, Ketils Magnússonar, skósmiðs á ísafirði, og Helgu Guðrúnar Bjarnadóttur, verður haldið að Brautarholti á Skeiðum laugardaginn 19. ágúst nk. og hefst kl. 13. Ketill Magnússon var fæddur að Laugarbökkum í Ölfusi þann 14. mars 1857, sonur Magnúsar Ólafssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Ólafsdóttur. Helga Guðrún Bjarnadóttir var fædd í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði þann 23. nóvember 1852, dóttir hjónanna Bjarna Jónssonar, tré- smiðs á Akureyri, og Soffíu Jóns- dóttur. Helga Guðrún flutti til Isa- fjarðar 1882. Ketill Magnússon lærði skó- smíðar en hann flutti til ísafjarðar árið 1880. Þann 11. október 1884 kvæntist hann Helgu Guðrúnu. Varð þeim sex barna auðið en eitt þeirra, Magnúsína, dó í æsku. Börn þeirra sem upp komust voru: Helgi, íshússtjóri á ísafirði, Axel, kaupmaður á ísafirði, síðar í Reykjavík, Ingibjörg, húsfreyja í Ófeigsfirði. Ingólfur, trésmiður í Reykjavík, og Óli, prestur til Ögur- þinga, síðar sýsluskrifari á Isafirði. Afkomendur þeirra hjóna munu vera hátt á fjórða hundrað. Ýmis- legt verður gert til gamans á niðja- mótinu. Afkomendur sjá alfarið um skemmtidagskrá s.s hljóm- listarflutning og gamanmál, grillað verður og dans stiginn auk þess sem ýmislegt verður skipu- lagt fyrir yngsta fólkið. Lýst eftir stolnum bíl LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir Mazda 323 árgerð 1985. Bíllinn er sægrænn að lit og svartur að neðan. Honum var stolið fyrir utan heimili eigand- ans í Eskihlíð 12, 8. ágúst sl. Skráningarnúmer bíisins er A-12669. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir bílsins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Vinir Dóra á Kringlu- kránni VINIR Dóra leika á Kringlu- kránni í kvöld, miðvikudags- kvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 22. Halldór Bragason er nýlega komin frá L.A. þar sem hann dvaldist í vetur og hljóðritaði m.a. geisladiskinn Blues from Iceland. Með honum í kvöld verða þeir Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson og leika þeir blús og jass. Djass á Café Royale HLJÓMSVEITIN Gagarín heldur djassfunktónleika á veit- ingastaðnum Café Royale í Hafnarfirði í kvöld, miðviku- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 22.30. Meðlimir hljómsveitarinnar Gagarín eru þeir Andrés Gunn- laugsson, gítar, Viðar H. Stein- grímsson, bassi og Kári Arn- arsson, trommur. t Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar vinkonu minnar og sambýliskonu, KRISTBJARGAR JENNÝAR SIGURÐARDÓTTUR, Kóngsbakka16. Guð blessi ykkur öll. Gunnbjörn Valdimarsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS SVEINSSONAR, Lönguhlíð 3, Reykjvík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala fyrir góða umönnun í veikindum hans. Guðmunda Vigfúsdóttir, Arnfri'ður Hermannsdóttir, Erling Sörensen, Gerður Eliasdóttir, Fjóla Hermannsdóttir, Hörður Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum öllum, sem minntust móður okkar og tengdamóður, INGU ÁRNADÓTTUR, Starhaga 2, Reykjavík, við fráfall hennar og útför. Yrsa Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Þór Vilhjálmsson, Ragnhildur Helgadóttir, Þórður Örn Sigurðsson, Auður Eir Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.