Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Atli Vigfússon SIGRÚN Hulda Káradóttir safnvörður á Hallbjarnarstöðum í steingervingasafninu. Gestkvæmt á Tjörnessöfnum Laxamýri. Morgunblaðið. FERÐAÞJÓNUSTAN til sveita tekur á sig margar myndir enda ýmsir möguleikar fyrir hendi þann tíma sem ferðamannatíminn stendur yfir. Bændagisting er sá þáttur sem margir hafa farið út í en bændur á Tjörnesi hafa haft annan hátt á en þar eru opin tvö einkasöfn alla daga vikunnar. Steingervingasafn á Hallbjarnarstöðum Kári Árnason bóndi og fjöl- skylda hans innréttuðu gamalt fjós til þess að sýna merka stein- gervinga úr Tjörneslögum og er þetta annað sumarið sem safnið er opið. Ætla má að í sumar heimsæki safnið á annað þúsund gestir og er það meiri aðsókn en í fyrra. Mikið er um erlenda jarðfræðinga og fræðimenn en almennir ferða- hópar gera sér líka tíðförult þangað. Safnið er mjög aðgengilegt og með ýmsum upplýsingum um jarðmyndanir á Tjörnesi. Þá eru leifar af dýrum og jurtum áhuga- verðar sem og steinar sem sjór hefur borið að landi. Fleira mætti nefna t.d. stóra mynd af Kára Siguijónssyni, afa bóndans. Sá var kunnur fræði- maður á fyrri hluta aldarinnar og er hans víða getið í jarðfræði- ritum. Á safninu eru til sölu ýmsir munir sem fjölskyldan býr til á vetrum og er allmikil sala í þeim. Minjasafnið á Mánárbakka Á veðurathugunarstöðinni Mán- árbakka hafa hjónin Elísabet ELÍSABET A. Bjarnadóttir og Aðalgeir Egilsson í minjasafninu. Úr eldhúsinu í Þórshamri. Bjarnadóttir og Aðalgeir Egilsson opnað minjasafn í Þórshamri sem er gamalt íbúðarhús sem þau fluttu til sín frá Húsavík. Marga mekilega hluti að sjá Gestum gefst kostur á að rifja upp gamla tíma en heilt heimili í gamla tímanum er þarna eins og það hafi alltaf verið til. í s^fninu eru einstaka munir allt frá landnámsöld að því er talið er og Elísabet og Aðalgeir hafa haldið til haga ótrúlega miklu af verðmætum munum sem enginn sá tilgang í að geyma. Aðsókn hefur verið mikil í sum- ar. Á sunnudögum er boðið upp á kaffi og meðlæti við gamla borð- stofuborðið í Þórshamri. Þar spjalla húsráðendur við gesti og eru óþreytandi að rifja upp atburði liðins tíma og segja sögu hvers hlutar. Milli fjalls og fjöru - göngulok Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ, 16. ágúst, fer HGH síðasta áfanga sinn í sexferða rað- göngu úr Grófinni með við- komu á Víkurbæjarstæðinu og Vífilsstöðum á leið upp að Víf- ilsfelli. Farið verður íd. 20 með rútu frá Hafnarhúsinu upp í Heiðmörk. Gengið verður úr Skógarkrika upp á Selfjall og áfram eftir Sandfelli upp að Vífilsfellskrókum. Þetta er nokkuð erfið leið, stíg vantar t.d. yfir úfið hraun- ið frá Skógarkrika að Selfjalli. Því verður val um að sleppa hrauninu og hefja gönguna ofar og sameinast hópnum við Selfjall eða sleppa einnig göngu um Selfjall og Sandfell og fara Rjúpnadalina norðan við Sandfell og ljúka göngunni með hinum hópunum. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Ferdir um helgina UTIVIST LAUGARDAGINN 19. ágúst stendur Útivist fyrir göngu á Heklu, eitt virk- asta eldfjall landsins. Áætlaður göngu- tími er 8 klst. Brottför frá BSÍ kl 8 f.h. Sunnudaginn 20. ágúst verður gengin valin leið úr Þórsmerkurgöngunni 1990. Að þessu sinni verður gengið frá Bæjargili að Selgili. Gangan hefst ofan Stóru-Merkur við Bæjargil sem er djúpt, mikilfenglegt gljúfur þar sem skiptast á þverhníptir hamrar og grashvammar. Næst er Nauthúsagil sem lætur ekki mikið yfir sér en er þröngt með fögrum fossi í gilbotni og trjávöxnum gilbörmum. Frægast er reynitréð, formóðir reynitijánna í Múlakoti. Skoðaður verður einboginn og kynjamyndir í Framhömrunum á leið undir Grettisskarði og Sauðhörn- rum inn í Merkurker. Þar rennur Sauðá gegnum sprungu í berginu sem opnast út úr miklu keri eða skál í fjall- inu. Hægt er að vaða ána upp um sprunguna inn í kerið. Göngunni lýkur í Selgili. Brottför frá BSÍ kl. 8 f.h. Helgarferðir. 18.-20. ágúst eru þijár ferðir á Fimmvörðuháls og ferð í Bása í Þórsmörk. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS í KVÖLD, miðvikud,16.ágúst kl.20 er Tröllfoss á síðsumri. Þetta er auð- veld ganga með Leirvogsá. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. Sunnud. 20. ág. er hvala- og fugla- skoðunarferð út að Eldey. Brottför með rútu kl. 10 og kl. 11 er farið úr Grindavíkur- VO höfn með Fengsæli. Skráning W1* á skrifstofunni. Þetta er farið **■ í samvinnu við Fuglaverndarfé- lag Islands. Helgarferðir eru þijár. Þórsmörk-Langidalur og gist í Skagjförðsskála. Sunnudags og mið- vikudagsferðir í Þórsmörk eru enn í gangi. Einnig ferðin Álftavatn-Hólm- arslón. Heillandi svæði að Fjallabaki. Gist í sæluhúsinu við Álftavatn. Loks er svo Emstrur-Enta gist í húsum og gengið á Entukoll. Þá er Árbókarferð á Hekluslóð- irm 18.-20. ágúst. Fararstjórar verða Árni Hjartarson, höfundur árbókar- innar og Sigmundur Einarsson, jarð- fræðingur. Gist að Laugalandi í Holt- um. Brottför kl. 18 á föstudag. Síðustu sumarleyfisferðirnar eru Landmannalaugar-Þórsmörk föstu- dagskvöld og miðvikudagsmorgna. Núpsstaðaskógar-Lómagnúpur 24.-27 ágúst, tjaldferð og Litla há- lendisferðin, Sprengisandur-Austur- dalur-Kjölur og er hún frá 30.ág.- 3.september. Sprengmgin í Pans áfall fyrir Schengen Brussel. Reuter. SPRENGINGIN í neðanjarðarlesta- kerfi Parísar í síðasta mánuði, sem banaði sjö manns og særði 86, er talin mikið áfall fyrir framtíð Schengen-samkomulagsins. Vegna hermdarverksins hafa Frakkar að nýju tekið upp vegabréfaskoðun á alþjóðlegum flugvöllum, þótt um sé að ræða flug frá öðrum Schengen- ríkjum innan Evrópusambandsins. Frönsk stjórnvöld ákváðu ein- hliða í byijun júlí, er reynslutími Schengen-samkomulagsins um af- nám landamæraeftirlits rann út, að taka upp að nýju takmarkað eftirlit með bíla- og lestaumferð á landa- mærastöðvum. Lúxemborg svaraði þessum aðgerðum Frakka með því að stöðva ferðamenn frá Frakklandi inni í landi og skoða vegabréf þeirra. Eftir að Frakkar hertu eftir- lit á flugvöllum vegna hermdar- verksins í Metro-kerfinu, hafa önn- ur aðildarríki Schengen hins vegar sýnt þeim meiri skilning og ekki gripið til gagnaðgerða. Belgísk stjórnvöld hertu jafnvel eigið eftirlit af öryggisástæðum. í Schengen-samningnum eru ákvæði um að taka megi upp landa- mæraeftirlit að nýju, ef það sé nauðsynlegt vegna öryggis viðkom- andi ríkis. Þó má eftirlitið aðeins vera tímabundið og „í samræmi við aðstæður.“ Framkvæmdin gagnrýnd Hin nýja ríkisstjórn Frakklands hefur gagnrýnt harðlega fram- kvæmd Schengen-samkomulagsins. Þannig halda embættismenn því fram að fjögur af sjö fullgildum aðildarríkjum Schengen hafi á reynslutímabilinu aldrei tilkynnt stuld á skilríkjum, fjögur hafi ekki sent neinar upplýsingar um stolna peningaseðla í Schengen-gagna- bankann svokallaða, og eitt ríkið hafi aðeins tilkynnt um tvo stolna bíla. Þá segist franska lögreglan hafa gert upptækt 58% meira af eitur- lyfjum í Norður-Frakklandi í apríl og maí en í sömu mánuðum í fyrra. Önnur Schengen-ríki hafa, að sögn Frakka, neitað að taka við ólögleg- um innflytjendum, sem hafi komizt inn í Frakkland um landsvæði þeirra. Embættismenn ESB óttast að þessi vandkvæði á framkvæmd Schengen-samkomulagsins torveldi mjög útvíkkun þess til sambandsins alls, eins og framkvæmdastjórnin hefur lagt til. Framkvæmdastjórnin hefur reyndar sagt að varnir gegn glæpum og hryðjuverkum verði að vera í lagi, eigi slíkt að vera fram- kvæmanlegt, en búizt er við að t.d. Bretland tvíeflist nú í andstöðu sinni við að Schengen nái til alls sam- bandsins. Sj álfskaparvíti? Þó hefur verið bent á að vand- kvæðin séu að sumu leyti sjálfskap- arvíti. Þannig hafi aðildarríki ESB ekki viljað fá evrópsku lögreglu- stofnuninni Europol þau völd í hendur, sem dugað gætu til að tak- ast á við alþjóðlega glæpastarfsemi og hryðjuverk innan sambandsins. ÞESSIR dönsku grísir eru aldir á vistvæna vísu lífrænnar rækt- unar. Nýting lífræns úrgangs frá dönskum heimilum er nú í hættu vegna nýrrar ESB-tilskipunar. ESB-tilskipun bannar notkun lífræns úrgangs DANSKIR bændur, sem stunda líf- ræna ræktun, eru nú reiðir vegna yfirvofandi banns við því að þeir nýti lífrænan úrgang frá heimilum fólks sem áburð við ræktunina, þrátt fyrir að úrgangurinn uppfylli alla gæðastaðla sem áburður. Það er ný ESB-tilskipun, sem öll aðildar- lönd Evrópusambandsins eru skyld til að virða, sem veldur þessu. Í Friðrikssundi og nágranna- sveitarfélögum á V-Sjálandi hefur á undanförnum tíu árum verið byggt upp kerfi til nýtingar á líf- rænum úrgangi frá hinum 90.000 heimilum svæðisins. Allt að 1.500 tonnum af úrgangi hefur verið dreift á akra eins búgarðs þar á ári. Tilskipunin nýja mun að óbreyttu leiða til þess að þessi vist- væna hringrás verði stöðvuð. Sofið á verðinum í öðrum Evrópuríkjum er víða pottur brotinn varðandi gæði líf- ræns úrgangs og er tilskipuninni eiginlega ætlað að vernda gæði grunnvatns og heilsu nevtenda. Til að afstýra því að tilskipunin hefði þessar óæskilegu afleiðingar í Dan- mörku hefðu dönsk landbúnaðaryf- irvöld þurft að fá fram breytingu á ákvæðum tilskipunarinnar áður en hún var sett. Hans Schwennesen, talsmaður sorpvinnslu Friðriks- sunds, sagði í samtali við Berl- ingske Tidende á mánudag, að Plantedirektoratet (sú deild land- búnaðarráðuneytisins sem málið heyrir undir) hlyti að hafa sofið, þegar ESB-tilskipunin varð til. „Það er algerlega óskiljanlegt, að vel virkandi kerfi sem þetta skuli vera eyðilagt með einu pennastriki. Lífræni úrgangurinn okkar uppfyll- ir allar reglur og mörk,“ sagði Schwennesen. „Þetta mun valda vinnslu lífræns úrgangs [í Dan- mörku] miklum skaða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.