Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LITLAR KONUR /DD/ Sony Dynamic Digital Sound. Sýnd kl. 11.25. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6.55. Síðasta sinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 4.45 og 9. B. i. 12 ára. Gamanmynd um ást og afbrýði- semi, glæpi, hjónaskilnaði, lamba- steik, eiturlyf, sólbekki, kvik- myndagerð, kynlif og aðra venju- í lega og hversdagslega hluti. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Sími 904 1065. Slmj • 0 551 6500 I^TJORNIIBI Sími 551 6500 ÆÐRI MENNTUN Kyndug samsetning TONLIST Geisladiskur EIN STÓR FJÖLSKYLDA Diskur með safni laga úr kvikmynd- inni Einni stórri fjölskyldu. Flytjend- ur eru Skárra en ekkert, Unun, Bubbleflies, Kolrassa krókríðandi, Texas Jesús, Shark Remover, Birth- mark, Lipstick Lovers, Bugjuice, Quicksand Jesus, Bubbi Morthens, Ríó tríó, Atlot og Hljómsveit húss- ins. Kvikmyndafélag Islands gefur út í samvinnu við Smekkleysu, Japís dreifir. 56,19 mín., 1.999 kr. KVIKMYNDAPLÖTUR eru iðulega kyndug samsetning og þannig er til að mynda um þá plötu sem hér er til umfjöllunar. Sú kom reyndar út fyrir nokkru og þá í tengslum við kvikmyndina Eina stóra fjölskyldu. Á plötunni ægir saman grúa tónlistarstefna ólíkra hljómsveita og platan er ósamstæð og ruglingskennd fyrir vikið. Skárren ekkert á stærstan hlut í plötunni, en bryddar upp á fáu nýju. Að frátöldu afbragðs titillagi plötunnar, er það er helst að sungna lagið Eins manns dans vekji athygli, en hljómsveitinni er nauðsyn að fá sér fjórða hjól und- • ir vagninn, hvort sem það er fiðlu- leikari, söngvari eða klarinettu- leikari. Unun á hálfgert „b-lag“ á plöt- unni, Ég hata þig, sem má þó hafa lúmskt gaman af. Framlag Bubbleflies er rappsuðan Ego- istique, sem hefur dægilegar hlið- ar, en eldist illa; er orðið hálf hall- ærislegt eftir nokkrar hlustanir. Keflavíkursveitin Kolrassa krók- ríðandi verður betri með hveiju laginu sem frá sveitinni kemur og söngkonan Elíza Geirsdóttir fer á kostum í laginu um sætustu Þymi- rósina í bænum. Önnur Keflavík- ursveit er Texas Jesús, sem á eitt besta lag disksins, Dýrin í hálsa- koti: bráðskemmtilegan bræðing. Lipstick Lovers, sem heitir í dag „Lipstikk", flytur lag á íslensku; prýðilegt rokklag, með afskaplega slöppum texta. Birthmark á þægi- legt lag og átakalítið. Hljómsveitin Shark Remover er ein þeirra sem láta fyrst á sér kræla á disknum og kemst vel frá sínu. Bugjuice er einnig athyglis- verð sveit, þó söngurinn (raulið) sé ekki sannfærandi og textinn við lagið, Monster of Delight, sé afar þunnur. Quicksand Jesus á góðan rokkara, Bubbi Morthens og Ríó tríó gömul lög, en í lokin kemur ein nýsveitin til, Atlot, sem er þétt en stefnulaus. Lokalag plötunnar, e.g. með Hljómsveit hússins, er gaman fyr- ir innvígða. Árni Matthíasson Tvö andlit Barbru ►LEIKKONAN Barbra Streisand er ekki við eina fjölina felld. Hún þykir vera meðal bestu söngkvenna heims. Nýlega fór hún í tónleikaferðalag um Bandaríkin og hafði látið hafa eftir sér að hún hefði áhuga á frekari ævintýrum á því sviði. Uppi voru vangaveltur um að hún væri á leiðinni í tónleikaför um Evrópu og Japan. Vonir þær eru nú orðnar að engu, þar sem hún hefur samið um að leika í tveim- ur myndum á næstunni. Sú fyrri heitir Spegillinn hefur tvö andlit, eða „The Mirror Has Two Faces“ og fjallar um hvernig líf hjóna umturn- ast þegar konan breytist í gyðju. Streis- and leikstýrir og leikur aðalhlutverkið á móti Jeff Bridges. Ráðgert er að tökur hefjist 12. október næstkomandi. Hin myndin lieitir Venjulegt hjarta, eða „Normal Heart“ og fjallar um fyrstu ár eyðnifarsóttarinnar. Myndin hefur verið í bígerð í tvö ár, en samningaviðræður standa yfir við stórleikarann Kenneth Branagh um að hann leiki með Barbru í myndinni. Þar sem tónleikaf ör listamanns af henn- ar stærðargráðu er töluvert fyrirtæki má búast við að í það minnsta tvö ár líði áður en Streisand lætur gamminn geisa um tónleikahallir Evrópu og Japans. Aðdá- endur hennar verða því að bíða þolinmóð- ir þangað til og láta sér nægja að berja hana auguin á kvikmyndatjaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.