Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ t MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 21 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRSKURÐUR SAMKEPPNISRÁÐS SAMKEPPNISRÁÐ hefur nú kveðið upp úrskurð um kaup Olíufélagsins hf. og Texaco á hlut í Olíuverzlun íslands (Olís), en Olíufélagið á nú 35% í Olís og samanlagt ráða félögin hartnær þremur fjórðu hlutum olíumarkaðarins. Ráðið telur að um samruna starfsemi Olíufélagsins og Olís sé að ræða með kaupunum. Það telur jafnframt að bæði á smásölu- markaði fyrir brennsluolíur og í olíudreifingu hafi félögin mark- aðsyfirráð, en markaðsráðandi staða er þannig skilgreind í sam- keppnislögum: „[. . .] þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.“ Samkeppnisráð kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að leiða megi að því líkur að Olíufélagið og Olís „sýni hvort öðru enn frekar gagnkvæmt tillit en olíufélögin öll hafa til þessa gert á þeim fákeppnismarkaði sem þau starfa." Geta þó flestir verið sammála um að samkeppnin á olíumarkaðnum hefur ekki verið sérstaklega grimm. Þrátt fyrir þetta kýs samkeppnisráð að ógilda ekki samruna fyrirtækjanna, heldur að binda hann skilyrðum, meðal annars að stjórnarmenn Olíufélagsins í Olís séu ekki starfsmenn eða stjórnarmenn Olíufélagsins eða fyrirtækja sem tengjast því. Þá er mælt fyrir um að í olíudreifingarfyrirtæki Olíufélagsins og Olís, Olíudreifingu hf., skuli starfsmenn og stjórnarmenn undir- rita þagnareið, til að tryggja að upplýsingar um rekstur Olís og Olíufélagsins fari ekki á milli fyrirtækjanna. Markmiðið virðist eiga að vera að sjá til þess að staðið verði við þær yfirlýsingar forsvarsmanna Olíufélagsins, að fyrirtækin yrðu áfram sjálfstæð og samkeppni þeirra á milli. Segja má að í úrskurði samkeppnisráðs séu fyrirtækin, sem um ræðir, látin njóta alls vafa í málinu. Þannig má til sanns vegar færa að þótt Olíufélagið og Olís hafi markaðsyfirráð á olíumarkaðnum, hafi þau enn ekki beitt þeim, þannig að það gangi gegn hagsmunum neytenda eða hindri samkeppni. Aftur á móti er vandséð, hvernig raunveruleg samkeppni á að geta átt sér stað á milli fyrirtækjanna. Annars vegar verða innkaup þeirra og dreifingarkerfi sameiginleg og lítið svigrúm fyrir sam- keppni á þeim vettvangi, og hins vegar er hæpið að Olíufélagið vilji rýra gildi fjárfestingar sinnar í Olís með því að þjarma að fyrirtækinu í harðri samkeppni. Samkeppnisráð vísar sömuleiðis til áforma kanadíska olíufélagsins Irving Oil um að hefja hér starfsemi, þótt þau áform séu ekki orðin að veruleika. Skilyrði samkeppnisráðs eru þó að minnsta kosti tákn um að ráðið hyggst ekki láta samruna stórfyrirtækja og myndun mark- aðsyfirráða óátalin. Ráðið getur að sjálfsögðu, ef ástæða reynist til, beitt öðrum ákvæðum samkeppnislaganna en það hefur nú gert, sem kveða meðal annars á um aðgerðir gegn því að fyrir- tæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu sína, eða gegn því að valkostum viðskiptavina fækki, framleiðsla og sala verði dýrari og keppinautar útilokist frá markaðnum. Úrskurður samkeppnisráðs breytir ekki þeirri staðreynd að með kaupunum á Olís öðlaðist Olíufélagið markaðsráðandi stöðu, sem hætta er á að það notfæri sér. Hann breytir ekki heldur þeirri staðreynd, að það skiptir afar miklu máli að Irving Oil eða önnur erlend olíufyrirtæki hefji starfsemi hér á landi, þann- ig að Olíufélagið og Olís fái öflugt mótvægi. Frétt Morgunblaðs- ins í dag af viðræðum Skeljungs og Irving Oil um samstarf, gæti þó sett málið í nýtt ljós. FUNDIÐ FÉ IFRETTUM blaðsins í gær segir af góðum árangri borunar eftir heitu vatni að Skógum í Austur-Eyjafjallahreppi. Þar fást með djúpdælingu 20 sekúndulítrar af 70 stiga heitu vatni. Þar er jafnframt haft eftir Ólafi Flóvenz jarðeðlisfræðingi hjá Orkustofnun að kostnaður við jarðboranir hafi lækkað verulega hin síðari árin. Það eru góðar fréttir að nýtanlegur jarðhiti finnst nú mun víðar en ráð var fyrir gert og ná má til hans með minni kostnaði en til skamms tíma. Það hefur þjóðhagslegt gildi að nýta innlenda orkugjafa frem- ur en innflutta orku. Og jarðhitinn er mun hagkvæmari kostur til upphitunar en rafmagnið. Þeir sem njóta jarðhitaveitu bera að meðaltali helmingi lægri upphitunarkostnað en þeir sem njóta upphitunar á niðurgreiddu rafmagni. Og niðurgreiðslur ríkisins vegna rafhitunar nema um 400 milljónum króna á ári. „Við slík- ar aðstæður er hver dropi af heitu vatni fundið fe,“ segir Ólafur Flóvenz í viðtali við blaðið. Morgunblaðið tekur undir þá skoðun jarðeðlisfræðingsins að sé hægt að bora eftir heitu vatni nærri þéttbýli, þar sem fyrir er dreifikerfi í götum fyrir vatn, þá eigi að gera það. Nefna má staði eins og Hornafjörð, ísafjörð, Seyðisfjörð og raunar mun fleiri. Það er hagur ríkisins, sem ver hundruðum milljóna króna árlega í niðurgreiddan rafhita, að greiða götu sveitarfélaga í þessum efnum, standi líkur til að ná megi heitu vatni til hitunar húsa og ylræktar með viðráðanlegum kostnaði. Súðvíkingar kvíða vetri en vilja flestir búa áfram á nýju svæði BÚIÐ er að úthluta 51 lóð á svæði nýrrar byggðar í Súðavík og flestir íbúar segja mikinn hug í mönn- um um að byggja að nýju. Hins veg- ar hafi vinna að nýju hættumati fyr- ir Súðavík og að reglugerð um varn- ir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem felur í sér ákvæði um kaup á húsum á hættusvæðum, dregist fram úr hófi sem tefji framkvæmdir veru- lega. Flestir verði í húsum sínum á hættusvæði yfir næsta vetur. Almennt er viðurkennt að kvíðinn vegna þessa ástands sé mikill. Nokkr- ir Súðvíkingar sem rætt var við sögðu þó að fleiri vildu flytja en þyrðu að viðurkenna það. Fólk óttaðist að vera óþarflega neikvætt og ræði ekki þessa afstöðu á sameiginiegum fund- um, en viðri hana frekar í góðra vina hópi eða innan fjölskyldu sinnar. Þeir fjármunir sem eru í húfi vegi einnig þungt. Tíminn nam staðar Veggklukkan í pósthúsinu í Súða- vík stöðvaðist 25 mínútur yfir sex að morgni 16. janúar sl. og mun ekki ganga aftur. Hún er skæld og skökk og hlífðarglerið horfið, en hangir samt á nýjum stað. „Ætli pósthúsið verði ekki lokað meira eða minna í vetur, við minnstu hættu- merki,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir stöðvarstjóri. „Áður svaf ég hér nótt og nótt þegar illa viðraði í svefnpoka á gólfinu, en ég reikna ekki með því að gera það oftar; nú keyri ég frekar til Isafjarðar. Ég hef oft þurft að keyra í gegnum þessar 20 til 22 skrið- ur sem eru á leiðinni, eða jafnmörg og gilin.“ Hún segist greina á Súðvíkingum að óvissan sé mikil og kvíðinn sömu- leiðis. „Næsti vetur mun gera gæfu- muninn, því verði hann sæmilegur er það jákvætt fyrir fólkið en verði hann slæmur held ég að fleiri fari. Flestum finnst leiðinlegt að yfirgefa sökkvandi skip. Hér er gott að vera að mörgu leyti, en mikil sorg er bundin við staðinn og fólk mun aldr- ei jafna sig til fulls. Ógnin er alltaf til staðar." Vilja alls ekki fara Rannveig Ragnarsdóttir og eigin- maður hennar, Samúel Kristjánsson, eru fædd og uppalin á Súðavík. Þau segja það ekkí hafa vafist fyrir sér að búa áfram í byggðarlaginu og hafa fengið úthlutað lóð að Álfa- byggð 1. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að allir eru kvíðnir, en það verður eflaust allt í lagi þangað til fer að sjást í snjóinn. Ef veturinn verður jafnsnjóþungur og sá síðasti, verður enginn rór,“ segir Rannveig og Samúel kveðst reikna með að íbú- ar fyllist óhug þegar slæmir byljir skelli á. „Ég veit ekki hvort fólk þoli harð- an vetur og jafnvel einhver snjóflóð og kæmi mér ekki á óvart að það myndi hugsa sér til hreyfings. Ég held þó að reynt verði að koma fólki í nýju byggðina eftir áramót, annað- hvort í ný hús eða sumarbústaðina. Einhveijir ætla að reyna _________ að byggja fyrir jól,“ segir Rannveig. Hún kveðst ekki vita um neinn sem vilji fara, flestir þeirra sem hún umgangist vilji byggja upp nýja Súða- ——— vík. Ékki verði hægt að flytja mörg hús, bæði vegna þess að þau myndu ekki þola flutninginn eða að það svari ekki kostnaði. Af þeim sökum bíði gríðarlegt verk 'við uppbyggingu. „Fólk heldur ekki að nokkur hætta sé til staðar á nýja svæðinu, en við munum þurfa að sækja verslun og þjónustu áfram yfir á hættusvæði, að minnsta kosti í vetur, sem skýtur tnönnum vissulega skelk í bringu. Ég á í raun ekki von á stórum fram- kvæmdum fyrir haustið." Morgunblaðið/Kristinn Gagnrýna reglugerð og seinagang „Reglugerðin felur í sér mannrétt- indabrot“ Samúel kveðst ekki sjá fram á mikinn aukakostnað við að byggja nýtt hús, en þó megi alltaf gera ráð fyrir einhveijum krónum aukreitis. Hann óttist helst frekari seinagang í kerfinu sem tetji framkvæmdir, en verklega hliðin ætti hins vegar að ganga greiðlega fyrir sig. Rannveig kveðst telja fyrirhugaða greiðslu til húseiganda samkvæmt nýrri reglugerð um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum, óréttláta. „Það er ekki hægt að pína fólk til að búa hér áfram og vilji fólk fara á það að fá sama fyrir eignina og hinir sem vilja vera áfram. Mér finnst að jafnt eigi að ganga yfir alla og annað er óréttlátt. Þeir hljóta að reyna að láta fólk vera áfram á stöð- unum, en mér finnst ekki eiga að vera hægt að binda fólk í báða skó, hvort sem það býr á Súðavík eða annars staðar.“ Tíminn er naumur Anna Lind Ragnarsdóttir hefur ásamt fjölskyldu sinni fengið úthlut- _________ að lóð á Vallargötu 5, en hyggst ekki ráðast í bygg- ingarframkvæmdir fyrr en á næsta ári. Hún segir skoðanir skiptar um áfram- haldandi búsetu í Súðavík. ——— „Ég hef heyrt um ein- hveija sem vilja flytja burt en ætla sér ekki að fara vegna þess að þá fái þeir greitt samkvæmt markaðs- verði en ekki brunabótamati. Enginn kaupir hús annars staðar á sambæri- legu verði og hér, t.d. á höfuðborgar- svæðinu. Flestir vilja þó vera áfram, að ég held,“ segir Anna Lind. „Nýja hættumatið sýnir glöggt að öll gamla .byggðin er á hættu- svæði og það er ljóst að mjög fáir verða búnir að byggja, ef nokkrir, fyrir áramót. En þótt maður sé óþol- Fastráðið er að færa byggð í Súðavík um set og er áætlaður kostnaður um einn milljarður króna. Þorri íbúa hyggst vera áfram en kvíðir komandi vetri. í samantekt Sindra Freysson- ar kemur fram að sumir íbúa telja fleiri vilja flytja en viðurkenna það opinberlega, og gagn- rýna reglugerð sem mismunar greiðslum til íbúa eftir því hvort þeir búa áfram eða flytja. inmóður er auðvelt að skilja að þessi framkvæmd er svo gríðarieg að það er ekki hlaupið að henni. Bústaðirn- ir taka ekki allan fjöldann og nú hlaupa menn vart inn í skólann með litlum fyrirvara, því að þegar flóðið féll stóð skólinn ónotaður vegna kennaraverkfallsins. Tíminn er mjög naumur. Þeir sem misstu húsin sín í flóðinu geta kannski byijað að byggja, en við hin bíðum eftir að vita hvert kaupverðið verður fyrir eignirnar okkar.“ Hún segir ekki koma til greina að flytja burt. Hún hafi flakkað .víða en best sé að búa á Súðavík og erfitt geti reynst að finna starf og hús- næði á t.d. höfuðborgarsvæðinu. Hún telji að fiskvinnslan verði áfram til staðar og atvinnuöryggi um leið. Flóðið hafi vissulega varpað skugga á búsetuna, en hvarvetna megi finna hættur og hrellingar. „Einhver gamall maður hér spáði því að þrír slæmir vetrar kæmu og seinasti vetur hefði verið sá fyrsti og besti. Við getum svo sem þolað snjóþyngslin, og það veltur ekki endi- lega á þeim hvort menn taki þá ákvörðun að fara eða vera.“ Reynt að halda fólki Frosti Gunnarsson missti hús sitt í snjóflóðinu í janúar og hefur feng- ið úthlutað lóð við Vallargötu 3. Hann hyggst taka grunn nýs heimii- is fyrir veturinn og rífa upp húsið næsta vor. Frosti segir allflesta Súðvíkinga vilja byggja að nýju, en lið- ið sé á árið og framkvæmd- ir af þeirri stærðargráðu sem um ræðir verði ekki hristar fram úr erminni. Fólk horfi til flutnings en vantreysti með öllu hugmyndum um gerð snjóflóða- varna. „Það er búið að tapa dýrmætum tíma, mjög svo, eins og allir vita og því miður munu margir búa í vetur við svipaðar aðstæður og eftir flóðið. Menn verða að flýja í skólann eða í sumarhúsin en þangað komast ekki allir. Við vonum bara að vetri ekki snemma en það væri skelfilegt ef svo yrði og veturinn harður. I sumum „Finnst leitt að yfirgefa sökkvandi skip“ tilvikum gæti veturinn ráðið úrslitum um frekari búsetu. Vill fólk fara hik- ar það þó varla, hvort sem það fær greiðslu úr Samhug í verki eða ekki, þótt nú sé óljóst hversu há sú upphæð verður. Reglugerðin getur þó sett strik í reikninginn, því að mér skilst að það sem fólk fái, fari það, nái varla hálfvirði miðað við brunabóta- mat. Ég vil þó ekki segja að verið sé að múta fólki til að vera áfram, en það verður að gera eitthvað til að reyna að halda fólkinu á staðnum því að fari margir burt er enginn grundvöllur fyrir hina sem eftir eru að byggja þennan stað. Þetta er spuming um að lifa eða deyja og einhver regla verður að vera á hlutun- um. Nýja Súðavík verður auðvitað allt annað byggðarlag en útsýnið er svip- að og það er hugur í fólki og súð- víska þijóskan lætur ekki að sér hæða þegar að því kemur að hífa byggðina upp úr þessum öldudal sem hún er í nú. Gegnumsneitt em Súð- víkingar ekki þekktir fyrir að gefast _________ upp þótt móti blási.“ Frosti viðurkennir að margir íbúar séu hræddir við að búa áfram eftir sein- asta vetur, bæði í Súðavík og í nágrannabyggðarlög- um. Átthagafjötrarnir séu hins vegar sterkir. „Enginn vill trúa því að annað flóð falli en það er ómögulegt að segja fyrir um slikt, eins og flóðið í janúar sýndi okkur. Nær allir eru mjög hræddir og slegn- ir eftir veturinn og óvissan í sumar hefur verið þrúgandi. Hér er maður hins vegar borinn og barnfæddur og telur best að lifa, auk þess sem málin eru loks að skýrast þótt seint sé. Við sem misstum húsin fengum þau borguð og áttum kannski auð- veldast með að fara, og vissulega fóru nokkrir, en ég vona að ekki fari fleiri." Helmingsmunur á greiðslum Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrr- verandi sveitarstjóri í Súðavík, hefur fengið úthlutað lóð við Víkurgötu 5, en þangað á að flytja hús frá eldri byggð í Súðavík. Hún kveðst telja að byggingastyrkurinn úr Samhug í verki hvetji marga íbúa til að vera áfram og svipuðu máli gegni um fyr- irkomulag kaupa á húsum á hættu- svæði, samkvæmt áðurnefndri reglu- gerð. Ofanflóðasjóður á að greiða 90% kaupverðs en sveitarfélagið 10%, eða 50-100 milljónir króna fyrir utan fyrirtæki, sem Súðavíkurhreppur er ekki í stakk búinn til að axla, að sögn Sigríðar. Því hafi m.a. verið rætt um að fólk fái að flytja’með sér innréttingar úr húsum sínum, hurðir o.s.frv. Styrkurinn frá Samhug í verki sé hins vegar með öllu óháður þessum kaupum. Sigríður Hrönn sýnir blaðamanni útreikninga á þeim mismun sem er á greiðslum til einstaklings sem byggir áfram annars vegar og ein- staklings sem yfirgefur Súðavík hins vegar. „Ef við ímyndum okkur hús sem er með brunabótamat upp á um 8 milljónir króna, fengi einstakling- urinn sem byggir áfram þá upphæð nær alla, auk 1-1,5 milljónir króna frá sjóðsstjórn Samhugar í verki, eða 9-9,5 milljónir. Því til viðbótar eru gatnagerðargjöld sem nema 300-500 þúsund krónum, eða alls 9,3 til 9,8 milljónir. Ákveði eigandi þessa sama hús að flytja, missir hann styrkinn úr Samhug í verki og fær markaðs- verð, sem er u.þ.b. 60% af brunabóta- mati, eða um 4,8 milljónir króna. Munurinn er 4,5-5 milljónir króna. Hins vegar má segja að hefði sama fólk selt húsið fyrir tveimur árum eða svo, hefði það líklega ekki fengið meira fyrir húsið en 4,8 milljónir, þannig að staða þess er ekki verri en fýrir tveimur árum. Ég myndi segja að staða þess_ væri mun betri við að byggja upp. Ég held að aldrei verði hægt að haga málum þannig að engum sé mismunað," segir Sig- ríður Hrönn. Aðspurð um afdrif gömlu byggð- arinnar í Súðavík að lokinni uppbygg- ingu nýrrar, segir hún helst koma til greina að selja húsin félagasamtök- um sem geti haft eftirlitsskyldu á hendi og annast rekstur þeirra. Kostnaður sé samfara því að brjóta niður þessar byggingar og því betra að koma þeim í verð. Fólk þvingað til búsetu Sigríður Rannveig Jónsdóttir leigði íbúð ásamt fjölskyldu sinní á Tún- götu 4 fyrir fióðið en vill ekki búa í þorpinu að sinni og hyggst búa næstu árin í Grindavík. Hún segist þó geta hugsað sér að flytja aftur til Súðavík- ur eftir nokkur ár, enda fædd þar og uppalin, en hún vilji ekki horfast í augu við annan vetur þar fyrr en tíminn hefur linað sársauka og minn- ingar sem eru bundnar staðnum. Hún sé fráleitt ein um að kvíða vetrinum og kveðst telja að verði hann erfið- ur, muni það gera útslagið fyrir marga Súðvíkinga hvað varðar val á búsetu. Vitaskuld horfi flestir til ör- yggis á nýju svæði, en eftir sem áður standi frystihúsið að hluta til á hættusvæði og öll þjónustufyrirtæki, auk þess sem leiðin til ísafjarðar liggi um hættusvæðið. „Eign sem stendur á hættusvæði er verðlaus að kalla og óíbúðarhæf nema á sumrin. Ef maður getur ekki verið öruggur heima hjá sér er ekk- ert öryggi til,“ segir Sigríður Rann- veig. Hún kveðst telja í hæsta máta óeðlilegt að mismuna fólki með þeim hætti að greiða því hlutfall af mark- aðsverði flytji það burt, en hlutfall af brunabótamati verði það um kyrrt, enda sé jafndýrt að byggja hús í Súðavík og annars staðar. „Eigi fólk að geta eignast sambæri- legt hús annars staðar er þetta fyrir- komulag með öllu fáránlegt og ósann- gjarnt. Ég veit um nokkrar fjölskyldur sem vilja fara og eru afar ósáttar við þessa mismunun. Ein er raunar á för- um sem á hús hér, en síðan er önnur fjölskylda sem vill alls ekki vera en á nær engra kosta völ því fasteignamat húss hennar er aðeins um fjórðungur af kaupverði. Þessi fjölskylda verður Ásdís Guðmundsdóttir Rannveig Ragnarsdóttir og Samúel Kristjánsson. Anna Lind Ragnarsdóttir Frosti Gunnarsson Sigríður Hrönn Elíasdóttir Jón Ragnarsson og Sigríður Rannveig Jónsdóttir. að búa áfram af fjárhagslegum ástæð- um, því að flytji hún ætti hún í mesta lagi fyrir útborgun í íbúð í félagslega kerfinu. í raun birtist þetta fyrirkomu- lag eins og verið sé að þvinga fólk til að vera áfram, því að eðlilega horf- ir fólk til þeirra fjármuna sem eru í húfi. Þegar dæmið lítur þannig út að viðkomandi fái 10 milljónir fyrir hús sem er kannski 6-7 milljón króna virði, fyrir að búa áfram í Súðavík, er valið ekki ýkja erfitt. Þetta eru mannrétt- indabrot að mínu mati og þyrfti að endurskoða þær reglur sem að baki liggja." Sigríður kveðst vera afar jákvæð gagnvart byggð í Súðavík og finnst sjálfsagt að fólk byggi að nýju, en telji hins vegar óréttmætt að hags- munir sveitarfélagsins séu settir ofar hagsmunum einstaklinga. í þessu tilviki sé valið í raun ekki til staðar. „Sumir segja að þessi aðferð.sé hugsuð til að halda þorpinu saman, þannig að ekki flytji allir í burtu og vissulega hljóta æðstu menn sveitar- félaganna, hér sem annars staðar, að hafa áhyggjur af því að missa spóna úr aski' sínum á borð við gatnagerða- og fasteignagjöld um leið og fólkið fer. En þarna er ekki tekið tillit til þeirra sem geta ekki búið hér af tilfinningalegum ástæð- um eftir flóðið.“ Skýlaust mannréttindabrot Jón Ragnarsson er búinn að fá úthlutað lóð í nýrri Súðavík en er afar ósáttur við ákvæði reglugerðar um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og segist telja mismun- un þá sem reglugerðin feli í sér vera „skýlaust mannréttindabrot“. „Ég bý í húsi sem kostar 10-12 milljónir að byggja, en fari ég héðan fengi ég aðeins hálfvirði. Ég sætti mig aldrei við það og geri kröfu um að eignir manna í þorpinu séu metn- ar á jöfnum grundvelli, hvar sem þeir vilja búa og burtséð frá þeim sérstöku aðstæðum sem hafa skapast hér eftir flóðið. Ég viðurkenni ekki að ég verði um kyrrt peningana vegna, en finnst hart að mönnum sé > stillt upp við vegg á þennan hátt og minni á líðan fólks eftir seinasta vet- ur í því sambandi. í þessu felst mis- munun. Meðmælendur reglugerðarinnar benda á að ef þeir fá jafnmikið sem fara og byggja hér, gætu þeir fyrr- nefndu keypt jafnstóra eign og þeir bjuggu í áður á markáðsverði og hagnast um þær milljónir sem eru á milli, en það hlýtur að vera einfalt að gera að skilyrði að menn byggi aftur eða að allir fái greitt miðað við •* markaðsverð. Nú er það einnig svo að þeir sem byggja á nýja svæðinu ráða sjálflr hversu stór hús þeir byggja, sem þýðir að menn fá kannski 10 milljónir fyrir húsið sitt en geta byggt sumarhús fyrir 4 millj- ónir. Er ekki verið að mismuna fólki einnig með þessum hætti?“ Jón er borinn og barnfæddur Súð- víkingur og segist ekki hafa verið á þeim tímamótum í lífinu að vilja fara þaðan fyrir flóðið. „En ég vil hins vegar ekki lúta forsjárhyggju ein- hveija ólaga sem stjómvöld setja,“ segir Jón. „Ég hef raunar fijálst val í þessu tilviki, fyrir utan að ég myndi tapa miklum fjármunum á að fara sem gyllir annan kostinn umfram hinn, en hins vegar em ýmsir sem hafa ekki jafnmikið val af fjárhags- legum ástæðum.“ Hann tekur undir þær raddir sem segja flesta vilja byggja upp nýja Súðavík og að hann muni eflaust gera slíkt hið sama. Hins vegar veki uppbygging byggðarlagsins upp spurningar um skynsemi. „Hvaða kröfur eigum við til að fá úr þjóðarbúinu einn milljarð króna til að byggja upp þorp fyrir 150-180 manns? Það er ljóst að ekki verða miklu fleiri hér eftir slysið. Atvinnu- möguleikar em nær alfarið háðir einu fyrirtæki, sem er að vísu gömul saga og ný, en það eru hins vegar átthaga- fjötramir sem em öllu öðm yfirsterk-- ari.“ Hann segist vita fyrir víst að skoð- anir sínar séu ekkert einsdæmi í Súðavík en fólk tali hins vegar ekki opinberlega í sama dúr og kjósi held- ur að tjá sig undir fjögur augu. Jón segir einnig sárt að vita til þess að hafa búið í húsi sínu síðan 1973, á svæði sem sagt var fullkom- lega öruggt, og vera nú inni á al- gjöm hættusvæði. „Ég lít svo á að húsið mitt sé jafnónýtt og húsin við hliðina sem snjóflóðið hreif með sér. Hver er hins vegar réttur minn og. fjölskyldu minnar? Ég neita að viður- kenna að það sé okkur að kenna sem hérna byggðum að við séum á hættu- svæði. Sökin er ekki mín og ég á ekki að þurfa að bera fjárhagslegan skaða af þeim mistökum sem skipu- lagsyfirvöld gerðu á sínum tíma þeg- ar þau heimiluðu byggð á svæði sem sagan sýnir að var alls ekki öruggt.“_.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.